Live Forever – Brekkusöngur alheimsins

17. júní 2016

„Hann kom, sá og sigraði“ var sagt um Sesar. Um Oasis er óþarfi að nota þrjú orð. Þeir komu hvorki né sáu, þeir sigruðu bara. Þeir voru alltaf þarna, Manchester ræflar með kjaft. Það gerðist ekkert fyrir þá eftir að þeir urðu frægir. Þeir voru bara í sömu peysunum, sömu anorökkunum og með sama kjaftinn. […]

Dream On (Gestófíll: Árni Vil) – 18 tommu munnur

13. júní 2016

Aerosmith er tekið fyrir í nýjasta þætti Fílalags. Þar er fjallað um kjaftana, leðrið, hattana og músíkina. Sérstakur gestófíll er Árni Vilhjálmsson, sem flaug alla leið frá Reykjavík til Toronto fyrir þessa 28 mínútna fílun. Aerosmith eru með þeim seigustu í bransanum. Þeir hafa teygt á sér höfuðleðrin, elskast á trommuhúðum og þuklað á gítarhálsum […]

Guiding Light – Ómenguð rockabilly þráhyggja

10. júní 2016

Hvað gera Bandaríkjamenn ef að bíll selst vel? Þeir framleiða meira af honum? Hvað þýðir að framleiða meira af honum? Framleiða fleiri eintök en líka að láta vera meira í hverju eintaki. Stærri vél, fleiri hestöfl, fleiri glasahaldarar, stærri stuðarar, dekkri rúður, þykkari leðurinnrétting o.s.frv. Þetta er saga amerískrar neyslumenningar og þetta er líka saga […]

Kristján Guðmunds um úrslitaleik Meistaradeildarinnar

28. maí 2016

„Auðvitað verður þetta skemmtilegur fótboltaleikur. Þetta eru Madrídarliðin að mætast og það verður ekki minni æsingur en 2014,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Leiknis, í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

Kristján fór yfir úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Real Madrid og Atletico Madrid eigast við í Mílanó.

Heimir Guðjóns: Mourinho lofað alvöru leikmönnum

28. maí 2016

„Mourinho hefur sýnt það að hann þarf ekki langan aðlögunartíma til að koma sínum hugmyndum á framfæri,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara FH.

Heimir ræddi í útvarpsþættinum Fótbolti.net við Tómas Þór Þórðarson um ráðningu Manchester United á Jose Mourinho. Í gærmorgun var það opinberlega staðfest að sá portúgalski mun halda um stjórnartaumana á Old Trafford.

Popular – Að éta eða vera étinn

20. maí 2016

„Þetta lag er kirsuberið á toppi þeirrar köku sem amerísk 90s unglingamenning gekk út á. Boðskapurinn var: ekkert skiptir máli nema vinsældir, sem eru í eðli sínu köld skilaboð sem hafa þá lógísku niðurstöðu að í raun skiptir ekkert máli í lífinu nema að éta eða vera étinn.“ Þetta kemur fram í nýjasta þætti Fílalags […]

Baldur Sig: Sýni KR virðingu í fyrsta leik

16. maí 2016

„Frá því að ég kom í klúbbinn hefur verið tekið vel á móti mér. Ég vissi það þegar ég kom í Stjörnuna eftir vonbrigðatímabilið í fyrra myndu þeir leggja allt í sölurnar og vera andlega klárir í þetta,“ segir Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar. Garðabæjarliðið trónir á toppi Pepsi-deildarinnar.

Baldur var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu á laugardag.

Guðmann: Ég og Heimir töluðum saman eins og menn

30. apríl 2016

„Ég er gífurlega spenntur fyrir sumrinu með KA. Það var orðið þannig að ég var ekki inni í myndinni hjá Heimi (Guðjónsson) fyrir byrjunarliðssæti. Ég þarf að virða það, Heimir er góður þjálfari. Mér finnst ég vera það góður hafsent að ég eigi ekki að vera á bekknum neinsstaðar,“ sagði Guðmann Þórisson í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu 97,7 nú rétt í þessu.

Guðmann er kominn til KA á láni frá FH. KA á einnig forkaupsrétt á Guðmanni í haust.

Don’t Try To Fool Me – Ekki reyna að djóka í mér

29. apríl 2016

Hann var ljóðskáld, hann var myndlistarmaður og hann var einn af fremstu lagahöfundum Íslands. Jóhann G. Jóhannsson er til umfjöllunar í þessum nýjasta þætti Fílalags og hvað annað verður tekið fyrir en 1973 neglan „Don’t Try To Fool Me“.Við erum ekki að reyna að djóka í ykkur. Lagið er svo stórt að það er eiginlega […]

Heimir Guðjóns: Ekkert til í þessu sem Óli Jó sagði

25. apríl 2016

Fótbolti.net spáir því að FH-ingar verði Íslandsmeistarar annað árið í röð.

„Þetta kemur bæði og á óvart. Það eru mörg lið búin að styrkja sig. KR, Stjarnan, Breiðablik, Valur og Víkingur hafa styrkt sig mikið. Mannskapslega séð þá held ég að deildin hafi sjaldan eða aldrei verið jafn sterk,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH við Fótbolta.net í dag.

99 Luftballons – Gasblöðrur. Gaman. Tortíming. Ást.

22. apríl 2016

Allir þekkja 99 Luftballons. Það er eitt frægasta 80s lagið. Fílgúdd með synthum og allir glaðir. Og lagið er kannski fyrst og fremst um gleði, æsku og fjör. En blaðran er blásin stærra en það. Lagið er líka um kalda stríðið, tortímingu, völd, græðgi, kommúnisma en reyndar fyrst og síðast um ástina. Gasblöðrurnar 99 eru […]

Óli Jó: Eigum ekki séns í FH, KR og Stjörnuna

20. apríl 2016

„Spáin kemur ekki á óvart. Ég held að þetta sé mjög eðlilegt,“ segir Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, um spá Fótbolta.net en þar er liðinu spáð 5. sæti í sumar.

„Við þurfum að setja okkur markmið miðað við hvað er að ske í þessari deild. Það eru önnur lið sem eru öflugri heldur en við og leggja meira til málana. Það er erfitt fyrir okkur að keppa við það. Þau eru að eyða meiri pening en við. Þau hafa úr meiru að spila en við. Ef þú lítur á leikmannahópana þá eru þeir stærri en okkar hópar og þar af leiðandi eru þau að leggja meira í þetta.“

Ólafur segist ekki sjá fram á að Valur geti barist um efstu sætin í deildinni í sumar.

Milos: Lofa því að við verðum í topp þremur í haust

20. apríl 2016

„Ég átti von á því að við myndum vera í miðjunni því fyrstu fimm sætin eru frátekin. Þetta kemur mér ekki á óvart,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Víkings R., eftir að honum var tilkynnt að liðinu er spáð 6. sæti í Pepsi-deildinni í sumar.

„Markmiðið er að gera mjög vel og enda í topp þremur. Það var slys að vera í botnbaráttu í fyrra og afleiðing af því að við vorum að keppa í Evrópukeppni og vorum ekki með nógu stóran hóp í það.“

„Ég lofa því að við verðum í topp þremur í haust, 100%. Annars verð ég ekki sáttur. Þetta er það sem við erum að vinna í.“

Bjarni Jó: Oft kærusturnar sem stoppa þetta

19. apríl 2016

„Þetta er ekkert óeðlilegt. Þetta er svipuð staða og menn enduðu í fyrra. Fótbolta.net mótið hressti aðeins upp á sálarlífið og trú manna á að við getum náð aðeins betri árangri en í fyrra,“ segir Bjarni Jóhannsson þjálfari ÍBV en Fótbolti.net spáir liðinu 8. sæti í Pepsi-deildinni í ár.

„Markmiðið er að losa sig við þessa botnbaráttu. Það er svo lítið á milli, að vera í ströggli eða vera í góðum málum. Góð byrjun geta fleytt mönnum langt og komið sjálfstraust í menn. Okkar markmið er fyrst og fremst að byggja upp gott lið á næstu þremur árum.“

Wicked Game – Ljóti leikurinn

15. apríl 2016

Árið er 1990. Rockabilly endurvakning ríður röftum í Los Angeles. David Lynch er að dúndra út skrítnum kvikmyndum með sætum krökkum og 50s músík. Ef þú ert stelpa er málið að vera í hvítri blússu og helst líta út eins og Andésína Önd. Ef þú ert strákur áttu að vera með barta, sunburst litaðan Gibson […]

Changing of the Guards – Síðasta útspil Timburmannsins

13. apríl 2016

Bob Dylan er sá stærsti. Hann er stærri en Bítlarnir, stærri en Elvis, stærri en Stones. Þetta er ekki sagt á mælikvarða plötusölu eða hefðbundinna vinsælda heldur á grunvelli ídeólógíu. Í tónlist Bob Dylan býr stærsta hugmyndafræðin. Þegar Bob Dylan gaf út sína fyrstu plötu árið 1962 þá miðlaði tónlist ekki hugmyndafræði nema í örfínu […]

Sódóma – Skyrta úr leðurlíki – Aukaþáttur vegna byltingarinnar

5. apríl 2016

Extra! Extra! Nú er sendur í loftið sérstakur almannavarnarþáttur Fílalags. Það ríkir óvissa. Skaðmundur er út í horni. Forsetinn flaug heim. Örninn er sestur. Hvað er að gerast? Fílalag ætlar að grípa inn í með örstutta skýringu á ástandinu – en líka með brakandi ferska fílun. Það sem verður fílað er það eina sem getur […]

Gregg Ryder: Markmið að koma Þrótti í Evrópukeppni á næstu árum

4. apríl 2016

„Ég er sannfærður um að við munum gera vel, þvert gegn því sem veðbankar segja,“ sagði Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, í mjög skemmtilegu viðtali við Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn.

Þróttarar komust upp í Pepsi-deildina í fyrra en úrslitin á undirbúningstímabilinu hafa verið allt annað en góð. Gregg er þó bjartsýnn fyrir sumarið og bendir á að liðið hafi heldur ekki náð góðum úrslitum á undirbúningsmótunum fyrir ári síðan.

Gyöngyhajú Lány – Bomba frá Búdapest

1. apríl 2016

Hafið þið einhverntíman heyrt lag frá Ungverjalandi? Kannski í Eurovision. Það hefur verið eitt af þessum lögum sem Íslendingar pirra sig á – eurotrashað diskópopp með flötu þjóðlagastefi – hallærislegir kósakkadansarar, gervisnjór og stífmáluð díva að syngja ensku með óskiljanlegum hreim. Eitthvað svoleiðis. Þetta að ofan á ekki að skiljast sem diss á Ungverjaland heldur […]

Into The Mystic – Lag sem hefur allt

25. mars 2016

Hér höfum við manninn sem gat gert allt: RnB, garage rokk, blues, soul, djass og síkadelíu. Van Morrison er samnefnari sexunnar. Þunni Norður-Írinn sem bara gat ekki annað en slegið í gegn, jafnvel þó persónuleiki hans virðist þola vinsældir illa. Í dag fílum við lag sem hefur þetta allt. Tónlistarlega er það veisla, textalega er […]

Trans Europe Express – Stunde Null

18. mars 2016

Klæðið ykkur í vönduð ullarjakkaföt frá Brinchsler & Söhne. Skiptið um koparþræði AKG heyrnartólanna. Setjist í fagurgerðan móderniskan stól úr þýsku geitarleðri. Í dag verður Fílalag á elitista-slóðum. Kraftwerk er fílað í dag. Sjálft orkuverið frá Düsseldorf. Líklega ein frægasta hljómsveit Þýskalands og ein áhrifamesta poppsveit sögunnar. Áhrifin ná langt út fyrir heim raftónlistar. Áhrif […]

Freysi: Skipinu beint til Hollands og ná árangri þar

13. mars 2016

„23 leikmenn fengu að byrja leik hjá okkur á þessu móti. Ég held að það hafi tekist að láta alla fá stórt hlutverk í leikjunum. Það var fullt af mjög skemmtilegum og jákvæðum svörum og við erum komin með fína breidd,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna.

Freyr fór yfir Algarve-mótið í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær en íslenska liðið landaði þar bronsi. Hægt er að hlusta á spjallið í spilaranum hér að ofan.

Don’t Speak – Ekki segja neitt. Uss. Uss…

11. mars 2016

Endurflutt er nú Fílalagsfílun á laginu Don’t Speak með No Doubt. Lagið var fyrst fílað 2014 en er nú sett aftur inn á netið eftir að hafa verið ósækjanlegt með öllu. Don’t Speak er 90s negla af seigu sortinni. Að sjálfsögðu er lagið fyrst og fremst poppsmellur með tilheyrandi froðubaði og easy listening elementum en í […]

Hefnendurnir 100 – Hefnendirinn – The Death Of Hefnendurnir

7. mars 2016

Í tilefni af sínum hundraðasta þætti ætla Hefnendur að gera það sem þeir gera best… tala… bara það… tala… um allskonar… ekkert gimmick, engir dagskrárliðir, bara tveir hefnendur að tala um hluti. Tali tali tali. Í hundraðasta veldi. Knús og kram! Hulkl…

Drive – Að skera myrkrið

4. mars 2016

Nýrómantík er hreyfing í listum. Í bókmenntum reið tímabilið yfir á síðari hluta 19. aldar og lifði eitthvað fram á 20. öldina og tekur svo auka-hiksta öðru hvoru. Nýrómantík einkennist af enn meiri dramatík en hefðbundin rómantík – stundum eru öfgarnar svo miklar að það virkar eins og grín. Dæmigerður nýrómantíkus klæðir sig í óperulegan […]

Hljóðskrá ekki tengd.

Égímeilaðig – Fyrir tíma Tinder

2. mars 2016

Fílalag heldur áfram að róta í gullkistunni og sendir hér aftur út þátt frá í mars 2014 sem ekki hefur verið fáanlegur á netinu í langan tíma. Maus var stofnuð fyrir rúmum tuttugu árum og varð strax mjög vinsæl, bæði meðal gagnrýnenda og einnig almennings. Maus spiluðu kúl alternative rokk, mikið undir áhrifum frá bresku […]

Paper Planes – Einn á lúðurinn frá London

26. febrúar 2016

Fílalag fílar níu ára gamalt lag í dag. Hér er um að ræða einn stærsta smell ársins 2007: Paper Planes með M.I.A. Engin borg gefur hann eins góðan og London. Það er margreynt. Síðasti skammtur London kom á síðasta áratug þegar Amy Winehouse, Libertines og M.I.A. riðu röftum. Þá var gaman. Klæðið ykkur í krampaþröngar Cheap […]

Hljóðskrá ekki tengd.

Without You – Til hvers að lifa?

24. febrúar 2016

Without You kom fyrst út með hljómsveitinni Badfinger árið 1970. Það sló ekki í gegn. Höfundar lagsins, Pete Ham og Tom Evans urðu síðar óhamingju að bráð. Líf þeirra beggja endaði með sjálfsmorði. Ári síðar gaf Harry Nilsson það út og breytti því í risasmell. Nilsson átti líka tiltölulega erfiða ævi. Hann lést úr hjartaáfalli […]

Time Of The Season (LIVE á Húrra) – Sexí nördar

19. febrúar 2016

The Zombies voru enskir gleraugnanördar í rúllukragabolum. Sem betur fer voru þeir uppi in the 60s þannig að það var kúl að vera nölli í rúllu á þessum tíma. Nördar eru líka sexí. Ef vel tekst til er útkoman æðisgengin búkhljóða-flower-power eilífðarnegla. Þessi þáttur Fílalags var tekinn upp á skemmtiðstanum Húrra að viðstaddri Fílahjörðinni. Við […]

Hungry Heart – Glorhungrað hjarta

12. febrúar 2016

Að vera svangur er mannlegasta lífsreynsla sem til er. Það hafa allir gengið í gegnum það og því geta fylgt gríðarlegar tilfinningar. Að vera svangur er reyndar meira en mannlegt – dýrin verða líka svöng. í raun er ekkert jafn eðlilegt í heiminum og myndskeið sem sýna ljón tæta í sig sebrahesta og slafra blóðugar […]

I Was Made For Loving You (Gestófíll: Ari Eldjárn) – Konungar sellátsins

5. febrúar 2016

Það er rokk í þessu, það er diskó í þessu, það er dramatík sem hæfir óperu en samt er þetta látlaust og smurt. Svona mætti lýsa laginu sem er til umfjöllunar í Fílalag í dag. Hljómsveitin er að sjálfsögðu Kiss og lagið er „I Was Made For Loving You“ sem kom út á plötunni Dynasty […]

Hlið við hlið – Þegar Friðrik Dór sló í gegn

29. janúar 2016

„Hlið við hlið“ var fyrsti útvarpssmellur Friðriks Dórs. Það kom út haustið 2009 og hefur síðan þá verið maukfílað af fólki úr öllum stéttum íslensks samfélags. Nú er komið að því að tala um þetta lag í góðar 40 mínútur og krefst það greiningar á íslenskri ungmenningu síðustu 15 ára. Fílalag býður ykkur í ísbíltúr, […]

Smack My Bitch Up – Skilaboð fyrir heila kynslóð

22. janúar 2016

Fáar hljómsveitir settu jafn skýran svip á unglingamenningu níunnar (90s) og Liam Howlett og félagar í The Prodigy. Bandið gaf út þrjár metsöluplötur á áratugnum: Experience (1992), Music for the Jilted Generation (1994) og svo að lokum The Fat of the Land (1997) þar sem óskammfeilnin var orðin slík að það krefst sérstakrar dægurfræðilegrar greiningar. […]

My Sweet Lord – Hare krishna, hallelúja!

15. janúar 2016

George Harrison sat ekki auðum höndum eftir að hann hætti í Bítlunum. Lík Bítlanna var ekki einu sinni komið niður í stofuhita þegar hann var búinn að negla heimsbyggðina með risasmellinum „My Sweet Lord“. Lagið er risastórt á alla vegu. Útsetningin er megalómanísk enda Phil Spector pródúser lagsins, persónur og leikendur voru ekki af verri […]

Wild Is The Wind – Tímalaus vindurinn

14. janúar 2016

Fyrir aðeins nokkrum dögum síðan grunaði fáa að David Bowie væri feigur. Hann var ekki eins og hinir poppararnir, byrjaður að glamra sig niður í fortíðarþrá með þrútin augu. Þvert á móti. Bowie var agaður og sperrtur allt fram á síðustu stund. Í apríl árið 2014 var Bowie tekinn fyrir í Fílalag. Þá voru menn grunlausir […]

Alright -Kálfum hleypt út

8. janúar 2016

Eitt sterkasta afl í heiminum nefnist ungæði. Þrátt fyrir ýmsar fregnir af öðru þá elskar ungt fólk yfirleitt lífið því þegar maður er ungur hefur maður ekki áhyggjur af því að vera gamall. Að vera gamall er bara eitthvað sem gamalt fólk gerir. Þetta virkar einfeldningslegt og þess vegna er ungæði svona áhrifamikið. Hljómsveitin Supergrass […]

The Night They Drove Old Dixie Down – Sundlaugarbakki í Hollywood 1969

2. janúar 2016

Ef tónlistarsagan væri eldhús þá er hljómsveitin The Band bjórinn í ískápnum og það er í raun ótrúlegt að Fílalagsmenn séu ekki búnir að kneyfa hann fyrr. En nú verður það gert. The Band í öllu sínu veldi með eitt sitt stærsta lag: The Night They Drove Old Dixie Down frá 1969. The Band voru […]