Óli Kristjáns: Mér líður betur í þessum klúbb

5. september 2016

Randers hefur byrjað vel í dönsku úrvalsdeildinni undir stjórn Ólafs Kristjánssonar. Eftir sjö umferðir er Randers með 14 stig, stigi á eftir toppliði Bröndby. Ólafur var í löngu viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net um helgina.

„Við höfum verið mjög solid í varnarleik og ekki gefið mikið af færum og mörkum á okkur. Það hefur verið erfitt að spila á móti okkur. VIð höfum fengið næstfæst mörk á okkur á eftir FC Kaupmannahöfn. Við höfum verið að vinna þessa 1-0 sigra,“ sagði Ólafur í viðtali við Tómas Þór Þórðarson og Benedikt Bóas Hinriksson á X-inu á laugardaginn.

Ólafur tók við Randers í sumar og hefur náð að koma liðinu á flug eftir vesen hjá félaginu í vor.

Golden Brown – Velkomin inn í móðurkvið

2. september 2016

Fílalag fjallar um The Stranglers í dag og fíla lag þeirra Golden Brown. Lagið á sér fáar hliðstæður í músík. Það er einstakt. Það fjallar víst um heróín, en í stærra samhenginu má segja að það fjalli um að skríða aftur inn í móðurkvið. Lagið er einstakt því það er skrítin blanda af barokk og […]

Týnda kynslóðin – Núna beygla allir munninn

26. ágúst 2016

Nú eru engir sjénsar teknir hjá Fílalag og músík tekin fyrir sem allir Íslendingar yfir tólf ára aldri hafa öskursungið. Nú er það bjart, maður minn, ekki ský á himni enda ein stærsta íslenska negla 9. áratugarins undir mónó-nálinni. Lag sem kitlar okkur flest í innanverð hjartahólfin. Týnda kynslóðin finnur sig sjálf þegar hún heyrir […]

Survivor – Velgengni, Já takk

19. ágúst 2016

Bandaríkin verða seint talinn aumingjadýrkendur meðal þjóða. Þvert á móti. Í Bandaríkjunum er málið að vera harður af sér, vera eigin gæfu smiður, sækja sigrana, hlaða í kringum sig snilld og básúna svo út sigurópin þannig að öll veröldin heyri. Mont er svo langt frá því að vera tabú í Bandaríkjunum. Það er dyggð. Við […]

13 – The Naked Handshake

13. ágúst 2016

ICETRALIA is the only Icelandic/Australian podcast in the universe. Two comedians, Icelander Hugleikur Dagsson and Australian Jonathan Duffy, synchronize their claps and talk about the downside of fame, porn choices and funny voices. Like us on faceboo…

Hljóðskrá ekki tengd.

11 – The Man Mask

13. ágúst 2016

ICETRALIA is the only Icelandic/Australian podcast in the universe. Two comedians, Icelander Hugleikur Dagsson and Australian Jonathan Duffy, synchronize their claps and talk about crimes against alcohol, bed puddles and fat cracking. Like us on facebo…

Hljóðskrá ekki tengd.

In The Court Of The Crimson King – Stærsta lag allra tíma

12. ágúst 2016

Fílalag dregur nú fram eina af sínum mikilvægustu fílunum. Í dag heyrum við fílun á lagi sem breytti sögunni. Ekki bara tónlistarsögunni heldur veraldarsögunni. King Crimson var ein af fyrstu „prog“ hljómsveitunum. Þetta voru böndin sem vildu meina að rokktónlist væri miklu meira en „yeah yeah yeah baby let’s rock yeah baby“. Þessir gæjar tóku […]

The Killing Moon – Undir drápsmána

4. ágúst 2016

Echo and the Bunnymen voru mjóir nýbylgjurokkarar frá Liverpool. Ræfilslegir en hrokafullir töffarar í leðurjökkum með sólgleraugu og sígarettur. Er til eitthvað dásamlegra? Eitt þeirra frægasta lag er í fílað í dag, The Killing Moon, nýrómantískt spangól um ást, ofbeldi og dramatík. Þetta er músík sem alkóhólíseraðir dagskrárgerðarmenn fíla. Ölstofu-sötrandi, hrokafullir en kjökrandi lover-boys. Og […]

Aldrei fór ég suður – Kóngurinn kortlagður

28. júlí 2016

Fílalag heldur áfram poppgreiningum sínum og stingur nú heygöfflum sínum í einn stærsta binginn í hlöðunni. Bubbi Morthens er fílaður í dag. Hann er fílaður í öllum sínum litbrigðum. Hann er fílaður í bleiku, brúnu og bláu. Hann er lofaður með hljómandi skálabumbum. Hann er lofaður með hvellum skálabumbum. Lagið? Aldrei fór ég suður. Lykillinn […]

Born Slippy .NUXX – Smyrjið glow-stick kvoðu á heilann

22. júlí 2016

Takið fram glowstick vörur. Litið líkama ykkar í neonlitum. Setjið á ykkur ljótan veiðihatt. Klæðist peysu. Hringið í versta fólk sem þið þekkið. Takið svo heilann úr höfði ykkar og setjið ofan í Kitchen Aid blandara. Þrýstið á „liquify“. Þetta er tæplega átta mínútna ferli. Svipað ferli og fer í gang þegar hlustað er á […]

A Case Of You – Gúmmítöffarar þagna

15. júlí 2016

Joni Mitchell er ein af stóru stjörnunum á himinhvolfinu. Tónlistarkonan sem listamenn eins og Bob Dylan og Prince grétu sig í svefn yfir. Hæfileikar hennar eru svo óumdeildir að það er engin ástæða til að gera þeim neitt frekari skil. Tónlist Joni Mitchell er þannig að gúmmítöffarar – náungar sem eru búnir að vera með […]

Dirt Off Your Shoulder – Dustið ryk af öxlum yðar

8. júlí 2016

Fílalag fer út fyrir þægindasviði í dag og fjallar um rapp í fyrsta skipti. Viðfangsefnið er að sjálfsögðu nasavængja-meistarinn Jay-Z. Ákveðið var að fara inn í miðju hans farsæla ferils og fíla Dirt off My Shoulder af Black Album frá 2003. En auðvitað er líka fjallað um fyrri og síðari tíma Jay-Z. Þegar hann var […]

Riders On The Storm – Baðkarið – Blessunin – Smurningin

1. júlí 2016

Í þessum þætti Fílalags verður fjallað um einhvern bragðmesta og klístrugasta súputening rokksögunnar. Hljómsveitina Doors. Þar fór saman ljóðasköddun, djassgeggjun ásamt vænum skammti af blús, bæði í tónfræðilegum og sálfræðilegum skilningi. Ævintýrið – sem hófst innan um bikini-babes á Venice Beach í Los Angeles og endaði í baðkari í Marais-hverfi Parísar – var tónlistar- og […]

Eternal Flame – Að eilífu, kraft-snerill

24. júní 2016

Fílalag grefur í Fílabeinskistuna á þessum föstudegi og töfrar fram umfjöllun sína um eitt stærsta lag ársins 1989. Stúlknasveitin Bangles með kraftballöðurýtinginn Eternal Flame. Ef þið hafið ekki heyrt þennan þátt skuluð þið klæða ykkur í hvítan síðan kjól, bleyta ykkur vel um hárið og bjóða öllum helstu ættingjum niðrí Háteigskirkju því þið eruð að […]

Live Forever – Brekkusöngur alheimsins

17. júní 2016

„Hann kom, sá og sigraði“ var sagt um Sesar. Um Oasis er óþarfi að nota þrjú orð. Þeir komu hvorki né sáu, þeir sigruðu bara. Þeir voru alltaf þarna, Manchester ræflar með kjaft. Það gerðist ekkert fyrir þá eftir að þeir urðu frægir. Þeir voru bara í sömu peysunum, sömu anorökkunum og með sama kjaftinn. […]

Dream On (Gestófíll: Árni Vil) – 18 tommu munnur

13. júní 2016

Aerosmith er tekið fyrir í nýjasta þætti Fílalags. Þar er fjallað um kjaftana, leðrið, hattana og músíkina. Sérstakur gestófíll er Árni Vilhjálmsson, sem flaug alla leið frá Reykjavík til Toronto fyrir þessa 28 mínútna fílun. Aerosmith eru með þeim seigustu í bransanum. Þeir hafa teygt á sér höfuðleðrin, elskast á trommuhúðum og þuklað á gítarhálsum […]

Guiding Light – Ómenguð rockabilly þráhyggja

10. júní 2016

Hvað gera Bandaríkjamenn ef að bíll selst vel? Þeir framleiða meira af honum? Hvað þýðir að framleiða meira af honum? Framleiða fleiri eintök en líka að láta vera meira í hverju eintaki. Stærri vél, fleiri hestöfl, fleiri glasahaldarar, stærri stuðarar, dekkri rúður, þykkari leðurinnrétting o.s.frv. Þetta er saga amerískrar neyslumenningar og þetta er líka saga […]

Kristján Guðmunds um úrslitaleik Meistaradeildarinnar

28. maí 2016

„Auðvitað verður þetta skemmtilegur fótboltaleikur. Þetta eru Madrídarliðin að mætast og það verður ekki minni æsingur en 2014,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Leiknis, í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

Kristján fór yfir úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Real Madrid og Atletico Madrid eigast við í Mílanó.

Heimir Guðjóns: Mourinho lofað alvöru leikmönnum

28. maí 2016

„Mourinho hefur sýnt það að hann þarf ekki langan aðlögunartíma til að koma sínum hugmyndum á framfæri,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara FH.

Heimir ræddi í útvarpsþættinum Fótbolti.net við Tómas Þór Þórðarson um ráðningu Manchester United á Jose Mourinho. Í gærmorgun var það opinberlega staðfest að sá portúgalski mun halda um stjórnartaumana á Old Trafford.