Born Slippy .NUXX – Smyrjið glow-stick kvoðu á heilann

22. júlí 2016

Takið fram glowstick vörur. Litið líkama ykkar í neonlitum. Setjið á ykkur ljótan veiðihatt. Klæðist peysu. Hringið í versta fólk sem þið þekkið. Takið svo heilann úr höfði ykkar og setjið ofan í Kitchen Aid blandara. Þrýstið á „liquify“. Þetta er tæplega átta mínútna ferli. Svipað ferli og fer í gang þegar hlustað er á […]

A Case Of You – Gúmmítöffarar þagna

15. júlí 2016

Joni Mitchell er ein af stóru stjörnunum á himinhvolfinu. Tónlistarkonan sem listamenn eins og Bob Dylan og Prince grétu sig í svefn yfir. Hæfileikar hennar eru svo óumdeildir að það er engin ástæða til að gera þeim neitt frekari skil. Tónlist Joni Mitchell er þannig að gúmmítöffarar – náungar sem eru búnir að vera með […]

Dirt Off Your Shoulder – Dustið ryk af öxlum yðar

8. júlí 2016

Fílalag fer út fyrir þægindasviði í dag og fjallar um rapp í fyrsta skipti. Viðfangsefnið er að sjálfsögðu nasavængja-meistarinn Jay-Z. Ákveðið var að fara inn í miðju hans farsæla ferils og fíla Dirt off My Shoulder af Black Album frá 2003. En auðvitað er líka fjallað um fyrri og síðari tíma Jay-Z. Þegar hann var […]

Riders On The Storm – Baðkarið – Blessunin – Smurningin

1. júlí 2016

Í þessum þætti Fílalags verður fjallað um einhvern bragðmesta og klístrugasta súputening rokksögunnar. Hljómsveitina Doors. Þar fór saman ljóðasköddun, djassgeggjun ásamt vænum skammti af blús, bæði í tónfræðilegum og sálfræðilegum skilningi. Ævintýrið – sem hófst innan um bikini-babes á Venice Beach í Los Angeles og endaði í baðkari í Marais-hverfi Parísar – var tónlistar- og […]

Eternal Flame – Að eilífu, kraft-snerill

24. júní 2016

Fílalag grefur í Fílabeinskistuna á þessum föstudegi og töfrar fram umfjöllun sína um eitt stærsta lag ársins 1989. Stúlknasveitin Bangles með kraftballöðurýtinginn Eternal Flame. Ef þið hafið ekki heyrt þennan þátt skuluð þið klæða ykkur í hvítan síðan kjól, bleyta ykkur vel um hárið og bjóða öllum helstu ættingjum niðrí Háteigskirkju því þið eruð að […]

Live Forever – Brekkusöngur alheimsins

17. júní 2016

„Hann kom, sá og sigraði“ var sagt um Sesar. Um Oasis er óþarfi að nota þrjú orð. Þeir komu hvorki né sáu, þeir sigruðu bara. Þeir voru alltaf þarna, Manchester ræflar með kjaft. Það gerðist ekkert fyrir þá eftir að þeir urðu frægir. Þeir voru bara í sömu peysunum, sömu anorökkunum og með sama kjaftinn. […]

Dream On (Gestófíll: Árni Vil) – 18 tommu munnur

13. júní 2016

Aerosmith er tekið fyrir í nýjasta þætti Fílalags. Þar er fjallað um kjaftana, leðrið, hattana og músíkina. Sérstakur gestófíll er Árni Vilhjálmsson, sem flaug alla leið frá Reykjavík til Toronto fyrir þessa 28 mínútna fílun. Aerosmith eru með þeim seigustu í bransanum. Þeir hafa teygt á sér höfuðleðrin, elskast á trommuhúðum og þuklað á gítarhálsum […]

Guiding Light – Ómenguð rockabilly þráhyggja

10. júní 2016

Hvað gera Bandaríkjamenn ef að bíll selst vel? Þeir framleiða meira af honum? Hvað þýðir að framleiða meira af honum? Framleiða fleiri eintök en líka að láta vera meira í hverju eintaki. Stærri vél, fleiri hestöfl, fleiri glasahaldarar, stærri stuðarar, dekkri rúður, þykkari leðurinnrétting o.s.frv. Þetta er saga amerískrar neyslumenningar og þetta er líka saga […]

Kristján Guðmunds um úrslitaleik Meistaradeildarinnar

28. maí 2016

„Auðvitað verður þetta skemmtilegur fótboltaleikur. Þetta eru Madrídarliðin að mætast og það verður ekki minni æsingur en 2014,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Leiknis, í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

Kristján fór yfir úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Real Madrid og Atletico Madrid eigast við í Mílanó.

Heimir Guðjóns: Mourinho lofað alvöru leikmönnum

28. maí 2016

„Mourinho hefur sýnt það að hann þarf ekki langan aðlögunartíma til að koma sínum hugmyndum á framfæri,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara FH.

Heimir ræddi í útvarpsþættinum Fótbolti.net við Tómas Þór Þórðarson um ráðningu Manchester United á Jose Mourinho. Í gærmorgun var það opinberlega staðfest að sá portúgalski mun halda um stjórnartaumana á Old Trafford.

Popular – Að éta eða vera étinn

20. maí 2016

„Þetta lag er kirsuberið á toppi þeirrar köku sem amerísk 90s unglingamenning gekk út á. Boðskapurinn var: ekkert skiptir máli nema vinsældir, sem eru í eðli sínu köld skilaboð sem hafa þá lógísku niðurstöðu að í raun skiptir ekkert máli í lífinu nema að éta eða vera étinn.“ Þetta kemur fram í nýjasta þætti Fílalags […]

Baldur Sig: Sýni KR virðingu í fyrsta leik

16. maí 2016

„Frá því að ég kom í klúbbinn hefur verið tekið vel á móti mér. Ég vissi það þegar ég kom í Stjörnuna eftir vonbrigðatímabilið í fyrra myndu þeir leggja allt í sölurnar og vera andlega klárir í þetta,“ segir Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar. Garðabæjarliðið trónir á toppi Pepsi-deildarinnar.

Baldur var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu á laugardag.

Guðmann: Ég og Heimir töluðum saman eins og menn

30. apríl 2016

„Ég er gífurlega spenntur fyrir sumrinu með KA. Það var orðið þannig að ég var ekki inni í myndinni hjá Heimi (Guðjónsson) fyrir byrjunarliðssæti. Ég þarf að virða það, Heimir er góður þjálfari. Mér finnst ég vera það góður hafsent að ég eigi ekki að vera á bekknum neinsstaðar,“ sagði Guðmann Þórisson í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu 97,7 nú rétt í þessu.

Guðmann er kominn til KA á láni frá FH. KA á einnig forkaupsrétt á Guðmanni í haust.

Don’t Try To Fool Me – Ekki reyna að djóka í mér

29. apríl 2016

Hann var ljóðskáld, hann var myndlistarmaður og hann var einn af fremstu lagahöfundum Íslands. Jóhann G. Jóhannsson er til umfjöllunar í þessum nýjasta þætti Fílalags og hvað annað verður tekið fyrir en 1973 neglan „Don’t Try To Fool Me“.Við erum ekki að reyna að djóka í ykkur. Lagið er svo stórt að það er eiginlega […]

Heimir Guðjóns: Ekkert til í þessu sem Óli Jó sagði

25. apríl 2016

Fótbolti.net spáir því að FH-ingar verði Íslandsmeistarar annað árið í röð.

„Þetta kemur bæði og á óvart. Það eru mörg lið búin að styrkja sig. KR, Stjarnan, Breiðablik, Valur og Víkingur hafa styrkt sig mikið. Mannskapslega séð þá held ég að deildin hafi sjaldan eða aldrei verið jafn sterk,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH við Fótbolta.net í dag.

99 Luftballons – Gasblöðrur. Gaman. Tortíming. Ást.

22. apríl 2016

Allir þekkja 99 Luftballons. Það er eitt frægasta 80s lagið. Fílgúdd með synthum og allir glaðir. Og lagið er kannski fyrst og fremst um gleði, æsku og fjör. En blaðran er blásin stærra en það. Lagið er líka um kalda stríðið, tortímingu, völd, græðgi, kommúnisma en reyndar fyrst og síðast um ástina. Gasblöðrurnar 99 eru […]

Óli Jó: Eigum ekki séns í FH, KR og Stjörnuna

20. apríl 2016

„Spáin kemur ekki á óvart. Ég held að þetta sé mjög eðlilegt,“ segir Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, um spá Fótbolta.net en þar er liðinu spáð 5. sæti í sumar.

„Við þurfum að setja okkur markmið miðað við hvað er að ske í þessari deild. Það eru önnur lið sem eru öflugri heldur en við og leggja meira til málana. Það er erfitt fyrir okkur að keppa við það. Þau eru að eyða meiri pening en við. Þau hafa úr meiru að spila en við. Ef þú lítur á leikmannahópana þá eru þeir stærri en okkar hópar og þar af leiðandi eru þau að leggja meira í þetta.“

Ólafur segist ekki sjá fram á að Valur geti barist um efstu sætin í deildinni í sumar.

Milos: Lofa því að við verðum í topp þremur í haust

20. apríl 2016

„Ég átti von á því að við myndum vera í miðjunni því fyrstu fimm sætin eru frátekin. Þetta kemur mér ekki á óvart,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Víkings R., eftir að honum var tilkynnt að liðinu er spáð 6. sæti í Pepsi-deildinni í sumar.

„Markmiðið er að gera mjög vel og enda í topp þremur. Það var slys að vera í botnbaráttu í fyrra og afleiðing af því að við vorum að keppa í Evrópukeppni og vorum ekki með nógu stóran hóp í það.“

„Ég lofa því að við verðum í topp þremur í haust, 100%. Annars verð ég ekki sáttur. Þetta er það sem við erum að vinna í.“

Bjarni Jó: Oft kærusturnar sem stoppa þetta

19. apríl 2016

„Þetta er ekkert óeðlilegt. Þetta er svipuð staða og menn enduðu í fyrra. Fótbolta.net mótið hressti aðeins upp á sálarlífið og trú manna á að við getum náð aðeins betri árangri en í fyrra,“ segir Bjarni Jóhannsson þjálfari ÍBV en Fótbolti.net spáir liðinu 8. sæti í Pepsi-deildinni í ár.

„Markmiðið er að losa sig við þessa botnbaráttu. Það er svo lítið á milli, að vera í ströggli eða vera í góðum málum. Góð byrjun geta fleytt mönnum langt og komið sjálfstraust í menn. Okkar markmið er fyrst og fremst að byggja upp gott lið á næstu þremur árum.“

Wicked Game – Ljóti leikurinn

15. apríl 2016

Árið er 1990. Rockabilly endurvakning ríður röftum í Los Angeles. David Lynch er að dúndra út skrítnum kvikmyndum með sætum krökkum og 50s músík. Ef þú ert stelpa er málið að vera í hvítri blússu og helst líta út eins og Andésína Önd. Ef þú ert strákur áttu að vera með barta, sunburst litaðan Gibson […]

Changing of the Guards – Síðasta útspil Timburmannsins

13. apríl 2016

Bob Dylan er sá stærsti. Hann er stærri en Bítlarnir, stærri en Elvis, stærri en Stones. Þetta er ekki sagt á mælikvarða plötusölu eða hefðbundinna vinsælda heldur á grunvelli ídeólógíu. Í tónlist Bob Dylan býr stærsta hugmyndafræðin. Þegar Bob Dylan gaf út sína fyrstu plötu árið 1962 þá miðlaði tónlist ekki hugmyndafræði nema í örfínu […]

Sódóma – Skyrta úr leðurlíki – Aukaþáttur vegna byltingarinnar

5. apríl 2016

Extra! Extra! Nú er sendur í loftið sérstakur almannavarnarþáttur Fílalags. Það ríkir óvissa. Skaðmundur er út í horni. Forsetinn flaug heim. Örninn er sestur. Hvað er að gerast? Fílalag ætlar að grípa inn í með örstutta skýringu á ástandinu – en líka með brakandi ferska fílun. Það sem verður fílað er það eina sem getur […]