Fake Plastic Trees – Einkennislag níunnar

17. nóvember 2017

En auðvitað er þetta ekki svona einfalt. Í tónlist Radiohead er skíma – það er von í henni. Von fyrir intróvert lúðana, veggjalýsnar og alla sem eru krepptir. Það er von því Radiohead eru sigurvegarar sem lyfta hlustendum sínum upp úr hyldýpinu. En það má ekki fara of hratt upp úr. Þá fær maður kafaraveikina. […]

Hefnendurnir 141 -Farðu Louie! Við erum að reyna að tala um Viggó Viðutan!

13. nóvember 2017

Í nýjasta þætti Hefnenda ræða Hulkleikur og Ævorman um mögulegan stjörnuþríleik, dévítans Disneyvæðinguna, óskalistann sinn í myndasögusjónvarpi og ofurkonu að sparka í karlpung. Síðan þarf að ræða aðeins alvarlegri mál á alvarlegri nótum í nýja dagskr…

72 – Nazi Punch

9. nóvember 2017

Two comedians who are currently existing in this plane Icelander Hugleikur Dagsson and Australian Jonathan Duffy discuss Jono losing his shit FOMO, baby eating bunny punching cults and the forgotten Greenland town of LABQIGATAQ.
Like us on Facebook, l…

Hljóðskrá ekki tengd.

Universal Soilder – Sending úr stúkunni

27. október 2017

Lagið Universal Soldier eftir Buffy Sainte-Marie er eins og rakvélablað. Það er nákvæmt og skilar hámarks skurði fyrir lágmarks aflsmuni. Sainte-Marie er kanadísk söngkona af frumbyggjaættum með allt aðra sýn á heiminn en flestir aðrir innan popp-bransans. Sjónarhorn Universal Soldier er risastórt. Horft er á heiminn í heild sinni í gegnum alla söguna – en […]

Gústi Gylfa: Litlar breytingar í Kópavoginum

21. október 2017

„Þetta eru búin að vera 10 ár samtals í Grafarvoginum, frábær tími og ég fer sáttur,“ sagði Ágúst Gylfason, sem var ráðinn þjálfari Breiðabliks á dögunum, í samtali við Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu 977.

„Ég hlakka til að hitta strákana og byrja að æfa, við gerum það fljótlega í nóvember. Það er góð aðstaða í Kópavoginum og hópurinn er frábær,“ sagði Gústi við strákana.

Handle With Care – Mesta stemmning sögunnar

20. október 2017

Leggjum á borð. Hvað er í matinn? Soðinn Bítill, kryddaður með Roy Orbison, eldaður af Jeff Lynne úr ELO, borinn fram með Bob Dylan og til borðs situr Tom Petty. Traveling Wilburys er mesta súpergrúbba allra tíma. Og það er hægt að fullyrða það hér að þær munu aldrei verða stærri. Reynslumeiri hópur er vandfundin. […]

Jónas Guðni: Ánægjulegt að sjá unga Keflvíkinga í stórum hlutverkum

16. október 2017

„Þegar ég kom aftur í Keflavík var hugsunin að hjálpa liðinu aftur upp og svo ætlaði ég að hætta. Það tókst ekki á fyrsta tímabilinu en það tókst núna og ég er feginn að þurfa ekki að pína mig í annað tímabil,“ sagði Jónas Guðni Sævarsson í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn.

Ray Parlour: Sé Arsenal ekki skáka Manchester

14. október 2017

Ray Parlour, fyrrum leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, var gestur útvarpsþáttarins Fótbolti.net. Parlour varð þrívegis Englandsmeistari með Arsenal og fjórum sinnum bikarmeistari. Hann lék alls 339 leiki fyrir félagið á árunum 1992–2004.

Eftir ferilinn hefur Parlour unnið við fjölmiðlastörf og í spjallinu var talað um Arsenal í dag og baráttuna í ensku úrvalsdeildinni, horft var til baka á gömlu og góðu tímana þegar hann var að spila og íslenska landsliðið kom auðvitað til tals.

Crimson & Clover – Blóðrautt og smári

13. október 2017

Það er 1968. Það er lavalampi í gluggakistunni. Napalminu rignir yfir Víetnam. En í Bandaríkjunum er nóttin teppalögð af engissprettuhljóðum. Það er stemning. Fílalag snýst um stemningu – og líklega hefur hún aldrei verið jafn mikil og í þessu lagi. Þvílíkur fílingur. Það þekkja allir þetta lag. Þau ykkar sem hafið aldrei fílað það, þið […]

There She Goes – Stanslaus húkkur

6. október 2017

Einn stærsti one hit wonder sögunnar er fílaður í dag. Þvílíkur smellur. Rúmlega tveggja mínútna stanslaus húkkur. Hér eru allar stjörnur á réttum stað á festingunni. Lagið er gítar- og raddasull frá Liverpool, hæfilega artí og hæfilega bjórblandað. Frum-Brit-Pop – 90s lag sem er reyndar tekið upp í áttunni. Áhugaverð saga – mikil stemning. Lag […]

Papa Don’t Preach – Meyjan, krossinn, kynþokkinn

29. september 2017

Þó fyrr hefði verið. Madonna er undir nálinni hjá Fílalags bræðrum í dag. Já, þið heyrðuð rétt. Michican-meyjan sjálf. Stólpi poppsins – risinn sem tók heiminn slíku heljartaki í áttunni að enginn hefur þorað að anda síðan. Þvílíkt choke-hold. Madonna er muscle-car frá Detroit sem sörfar á bylgju kaþólsku kirkjunnar (eða áþjánar hennar), byggð í […]

Bo Diddley (Einar Kárason gestafíll) – Það er ekki „go“ fyrr en Diddley segir „go“

22. september 2017

Fílalag hringdi í einn af spámönnum sínum. Fílalag: „Er það Einar Kárason?…hæ, við erum með hlaðvarpsþátt sem fjallar um að fíla lag og við erum stundum með gesti og við viljum endilega fíla lag með þér. Er eitthvað sérstakt sem þú myndir vilja fíla? Einar Kárason: (án þess að þurfa neinar frekari útskýringar): „Bo Diddley […]

Smukke Unge Mennesker – Með Kim út á kinn

15. september 2017

Fáið ykkur hálft kíló af saltlakkrís, tvo lítra af froðubjór, töluvert af sinnepssíld. Klæðið ykkur í cowboy-buxur eða klæðið ykkur úr öllu. Nú verður Kim Larsen tekinn fyrir. Allt verður tekið fyrir. Tennurnar, kjafturinn, sixpensarinn og óslökkvandi alþýðulostinn. Allt er undir. Þegar Kim Larsen er fílaður er varir nagaðar í sundur og rúður brotnar. Þetta […]

You Really Got Me – Þröngar buxur, rifið sánd, mannkyn ærist

8. september 2017

Það er stóri hvellur. Kinks fílaðir í annað sinn. Og nú er það risinn. Sjálfur Homo Erectus. You Really Got Me. Sperrtasta lag allra tíma. Þó að Chuck Berry hafi ræst frumhreyfilinn árið 1955 þá var ekki almennilega búið að stíga á bensíngjöfina fyrr en Kinks mæta með You Really Got Me. You Really Got […]