More Than A Feeling (Live á Húrra) – Lag sem fjallar um að fíla lag

31. mars 2017

Nú er það hámarks-fílun. Lag sem fjallar um „fíling“ og meira en það. More Than a Feeling með Boston er eitt af lögunum sem Fílalag var stofnað í kringum. Risastór 70s feðgarokks-negla sem lifir góðu lífi á gullbylgjum hvar sem stigið er niður í þessari veröld. Saga þessa lags inniheldur svo margt. Hefnd nördsins, mildi […]

44 – Front Fun / Back Fun

31. mars 2017

Two comedians, Icelander Hugleikur Dagsson and Australian Jonathan Duffy talk about enjoying badly reviewed farces, killing plants, wasting chicken legs, wearing bib pants and being an biatch to biatches. Like us on facebook and love us in life.

Hljóðskrá ekki tengd.

Alfreð: Maður gengur um á skýjum

25. mars 2017

„Það var náttúrulega frábært. Það er frábær tilfinning að vera aftur kominn á völlinn og það skemmdi ekki fyrir að ná að skora,“ sagði Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg í Þýskalandi, í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu FM 97,7 í dag.

Alfreð spilaði á fimmtudag æfingaleik með Augsburg gegn Greuther Fürth. Alfreð skoraði mark Augsburg með þrumuskoti á 18. mínútu leiksins, en leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

Band On The Run – Flóttinn mikli

17. mars 2017

Fílalag heldur áfram að hringsnúast í kringum Bítlana eins og köttur í kringum heitan graut. Í dag er sjálfur sir Paul McCartney tekinn fyrir ásamt félögum sínum í Wings. Band on the Run fjallar um flótta í margvíslegum skilningi. Flótta undan frægðinni, kvöðinni og skyldunni. Að lokum kemur fram einhvers konar lausn. Þetta er eitt […]

I Got You Babe – LA beibs og draumur innflytjandans

10. mars 2017

Skellum okkur til ársins 1965. Unglingarnir keyrðu um á stórum bensíndrekum. Kalifornía var troðin af bjartsýnu fólki. Allir með sólgleraugu og góðar tennur. Þetta er tíminn þegar allir voru beibs, konur og karlar, og það eina sem maður þurfti var beib sér við hlið. Sonny Bono er ameríski draumurinn. Sonur bláfátækra ítalskra innflytjenda sem fluttust […]

Glódís Perla: Ómetanlegt að hafa Söru í liðinu

4. mars 2017

„Við erum í 17 gráðum í dag, sól, rigning og ský til skiptis,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu 97,7 í dag. „Við búumst samt við sól næstu þrjá daga,“ bætti Glódís við, en hún er þessa stundina stödd á Algarve-mótinu í Portúgal með íslenska landsliðinu.

Pale Blue Eyes – Fölbláu augun

3. mars 2017

Fílalag eyðir tíma í grunnbúðunum í þætti dagsins. Velvet Underground. Pale Blue Eyes. Hér er farið yfir hvað var í gangi í New York 1968. Samruni mynd- og tónlistar, há- og lágmenningar. Sólgleraugun, afstaðan, stemningin. Textinn er krufinn. Þetta er einfaldur texti en inniheldur nokkrar óskiljanlegar línur. En umfram allt er lagið fílað, enda er […]

Wind Of Change – Líklega eitt það allra stærsta

24. febrúar 2017

Hvað gerir tónlist stóra? Vinsældir? Já. Það er einn mælikvarði. Stórt sánd? Það skiptir líka máli. Stór umfjöllunarefni? Langlífi og vigt sem nær út fyrir poppkúltúr? Það er kannski allt heila málið. Lagið sem fílað er í dag er ein söluhæsta smáskífa allra tíma. Talið er að hún hafi selst í um fjórtán milljónum eintaka. […]

Lover, You Should’ve Come Over (Gestófíll: Valdimar Guðmundsson) – Djass og fokk

17. febrúar 2017

Sérstakur gestófíll: Valdimar Guðmundsson Jeff Buckley var með allt. Lúkkið, lögin, sándið og líka stöðugan og vaxandi meðbyr innan bransans. Svo þurfti hann að hoppa út í Mississippi-fljótið og drukkna af slysförum. Það er einn einkennilegasti rokk-dauði tónlistarsögunnar, því sjálfsmorð var það ekki og hvorki Jack Daniels né pillur voru heldur sjáanlegar. Hann skildi okkur […]

Losing My Relegion – Remkex

10. febrúar 2017

Hvað getur maður sagt um R.E.M? Eitt mesta cross-over band allra tíma. Fór frá því að vera þunglyndismúsík fyrir holuhassreykjandi lopapeysulið frá Portland, Oregon yfir í fullt stím með Bylgjulestinni. Ekki einu sinni U2 hefur sent jafn langa stoðsendingu. Galdur R.E.M. er að þetta er djúpfílanleg músík. Þetta eru nöllar með sterka listræna sýn, helling […]

Í sól og sumaryl – Íslenskt sumar, í brúsa

3. febrúar 2017

Hér er það komið. Íslensk sumarstemning, soðin niður í tveggja mínútna popplag. Í sól og sumaryl er lag sem leynir á sér. Það er einfalt og grípandi, en einnig haze-að og einstaklega grúvandi útsett og flutt. Það var neglumeistarinn Gylfi Ægisson sem samdi lagið, og var hann þá staddur á Akureyri. Þetta er norðlenskt og […]

Íslenskir leikmenn sýna sig í Showcase leik

30. janúar 2017

„Möguleikarnir í Bandaríkjunum að fara lengra eru meiri en fólk heldur. Stóru skólarnir úti eru gríðarlegur stökkpallur til að fara lengra í fótbolta. Ofan á það nærðu í menntun,“ segir Brynjar Benediktsson.

Brynjar og Jóna Kristín Hauksdóttir mættu í útvarpsþáttinn Fótbolti.net en þau eru með fyrirtækið Soccer and Education USA sem hjálpar strákum og stelpum að komast á fótboltastyrk í háskólum í Bandaríkjunum.

Holding Back The Years – Gamli góði Rauður

27. janúar 2017

Hafið þið einhverntíman átt bíl og skírt hann nafni? Ef hann er rauður er mjög líklegt að hann hafi einfaldlega fengið það nafn: Rauður. Það sama á við um Mick Hucknall, söngvara Simply Red. Hann er einfaldlega Rauður. Hér er hann mættur til okkar. Rauður og einfaldur. Með norður-enskan sálarsöng eins og hann gerist bestur. […]

I Love Rock N Roll – Hurð sparkað upp (í tuttugasta skipti)

20. janúar 2017

Farið frá. Hún er komin. Það eru læti. Það er stemning. Við erum að tala um Joan Jett og svörtu hjörtun hennar. Af hverju er alltaf verið að opna veitingastaði með rokk-þema? Glymskratti í horni, gullplötur á veggjum, cadillac-sjeikar og curly fries? Vegna þess að það er stemning. Rokk er stemning. Rokk er besta stemningin. […]

Give it away – Red Hot Upphitun

19. janúar 2017

Í ljósi þess að Red Hot Chili Peppers muni mæta til Íslands í sumar hefur verið ákveðið að grafa mjög djúpt í gullkistu Fílalags til að hita upp fyrir tónleikana. Um er að ræða einn af fyrstu Fílalagsþáttunum. Strappið á ykkur pungbindið. Setjið rauðan sólþurrkaðan pipar upp í kjaftin og bítið saman tönnunum. Það er […]

Down By The River – Stóri Ufsilón

13. janúar 2017

Þá er komið að fílun á einni af burðarstólpum rokksins. Neil Young er tekinn fyrir í Fílalag í dag. Það er vaðið beint í hippaflórinn og „Down By the River“ af plötunni „Everybody Knows This is Nowhere“ frá 1969 er skrensfílað. Við erum að tala um hassreykjandi gítarsóló rúnk með fuglahræðutwisti. Klæðið ykkur í stagaðar […]

Fast Car – Bless, bless krummaskuð

6. janúar 2017

Aldrei gleyma því hvað Bandaríkin eru stór. Þetta eru 324 milljón manneskjur. Það er svakalegt. Svo er þetta tæpir tíu milljón ferkílómetra. Rosalegt flæmi. Það er allt þarna. Skýjakljúfar og lið að hamra ljóð á ritvélar en mestmegnis er þetta Walmart og bílastæði. En það sem verður aldrei tekið af þeim eru bílarnir. Kannski er […]