Jónas Guðni: Ánægjulegt að sjá unga Keflvíkinga í stórum hlutverkum

16. október 2017

„Þegar ég kom aftur í Keflavík var hugsunin að hjálpa liðinu aftur upp og svo ætlaði ég að hætta. Það tókst ekki á fyrsta tímabilinu en það tókst núna og ég er feginn að þurfa ekki að pína mig í annað tímabil,“ sagði Jónas Guðni Sævarsson í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn.

Ray Parlour: Sé Arsenal ekki skáka Manchester

14. október 2017

Ray Parlour, fyrrum leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, var gestur útvarpsþáttarins Fótbolti.net. Parlour varð þrívegis Englandsmeistari með Arsenal og fjórum sinnum bikarmeistari. Hann lék alls 339 leiki fyrir félagið á árunum 1992–2004.

Eftir ferilinn hefur Parlour unnið við fjölmiðlastörf og í spjallinu var talað um Arsenal í dag og baráttuna í ensku úrvalsdeildinni, horft var til baka á gömlu og góðu tímana þegar hann var að spila og íslenska landsliðið kom auðvitað til tals.

Crimson & Clover – Blóðrautt og smári

13. október 2017

Það er 1968. Það er lavalampi í gluggakistunni. Napalminu rignir yfir Víetnam. En í Bandaríkjunum er nóttin teppalögð af engissprettuhljóðum. Það er stemning. Fílalag snýst um stemningu – og líklega hefur hún aldrei verið jafn mikil og í þessu lagi. Þvílíkur fílingur. Það þekkja allir þetta lag. Þau ykkar sem hafið aldrei fílað það, þið […]

There She Goes – Stanslaus húkkur

6. október 2017

Einn stærsti one hit wonder sögunnar er fílaður í dag. Þvílíkur smellur. Rúmlega tveggja mínútna stanslaus húkkur. Hér eru allar stjörnur á réttum stað á festingunni. Lagið er gítar- og raddasull frá Liverpool, hæfilega artí og hæfilega bjórblandað. Frum-Brit-Pop – 90s lag sem er reyndar tekið upp í áttunni. Áhugaverð saga – mikil stemning. Lag […]

Papa Don’t Preach – Meyjan, krossinn, kynþokkinn

29. september 2017

Þó fyrr hefði verið. Madonna er undir nálinni hjá Fílalags bræðrum í dag. Já, þið heyrðuð rétt. Michican-meyjan sjálf. Stólpi poppsins – risinn sem tók heiminn slíku heljartaki í áttunni að enginn hefur þorað að anda síðan. Þvílíkt choke-hold. Madonna er muscle-car frá Detroit sem sörfar á bylgju kaþólsku kirkjunnar (eða áþjánar hennar), byggð í […]

Bo Diddley (Einar Kárason gestafíll) – Það er ekki „go“ fyrr en Diddley segir „go“

22. september 2017

Fílalag hringdi í einn af spámönnum sínum. Fílalag: „Er það Einar Kárason?…hæ, við erum með hlaðvarpsþátt sem fjallar um að fíla lag og við erum stundum með gesti og við viljum endilega fíla lag með þér. Er eitthvað sérstakt sem þú myndir vilja fíla? Einar Kárason: (án þess að þurfa neinar frekari útskýringar): „Bo Diddley […]

Smukke Unge Mennesker – Með Kim út á kinn

15. september 2017

Fáið ykkur hálft kíló af saltlakkrís, tvo lítra af froðubjór, töluvert af sinnepssíld. Klæðið ykkur í cowboy-buxur eða klæðið ykkur úr öllu. Nú verður Kim Larsen tekinn fyrir. Allt verður tekið fyrir. Tennurnar, kjafturinn, sixpensarinn og óslökkvandi alþýðulostinn. Allt er undir. Þegar Kim Larsen er fílaður er varir nagaðar í sundur og rúður brotnar. Þetta […]

You Really Got Me – Þröngar buxur, rifið sánd, mannkyn ærist

8. september 2017

Það er stóri hvellur. Kinks fílaðir í annað sinn. Og nú er það risinn. Sjálfur Homo Erectus. You Really Got Me. Sperrtasta lag allra tíma. Þó að Chuck Berry hafi ræst frumhreyfilinn árið 1955 þá var ekki almennilega búið að stíga á bensíngjöfina fyrr en Kinks mæta með You Really Got Me. You Really Got […]

Stand By Your Man – Negla frá Nashville

1. september 2017

Amerísk country-tónlist nær oftast ekki alþjóðlegri hylli þó að frá því séu mikilvægar undantekningar. Ein þeirra er lagið Stand by Your Man með Tammy Wynette, sem fílað er í þætti dagsins. Tammy Wynette var sveitadrós frá Mississippi sem gifti sig fimm sinnum og eignaðist tvö börn fyrir tvítugt á milli þess sem hún sinnti einum […]

(Don’t Fear) The Reaper – Dasað, ráðvillt, daður við dauðann

25. ágúst 2017

Sjöan tók Guðmund og Geirfinn og Íslendingar eru enn ráðvilltir um hvað gerðist. Hvernig gátu tveir ungir karlmenn horfið inn í myrkrið? En í Bandaríkjunum var sjöan eins og ryksuga og ungmennin hurfu í stórum stíl eins og enginn væri morgundagurinn. Amerísk sjöa: Krakkar að stíga yfir í móðuna, krakkar að láta sig gossa. Blue […]

Jesse – Martröð Elvisar

18. ágúst 2017

Fílalag kafar djúpt í dag. Það er alvöru listahátíðar-kröns í boði. Lagið Jesse með Scott Walker er uppgjör við ellefta september. En Jesse er líka uppgjör við hversu langt er hægt að teygja dægurtónlist í átt að kjaftæði. Og það má segja að niðurstaðan sé: svona langt. En líklega ekki lengra. Áhugaverðar umræður í Fílalag […]

The Winner Takes It All (Live frá Húrra) – Sértrúarsöfnuður hlustar á Abba

12. ágúst 2017

Það var þétt setið á skemmtistaðnum Húrra í gær þegar Fílahjörðin kom þar saman, en fílahjörðin eru dyggustu hlustendur hlaðvarpsins Fílalag. Þetta var sértrúarsafnaðardæmi og mættu sumir með klappstóla með sér. Hare Krishna. Prinsip var brotið í gær því að Abba var fílað. Fílalagsmenn höfðu áður gefið frá sér yfirlýsingu um að þeirra eina prinsip […]