Hefnendurnir fagna fimmtugsafmælinu með extra löngum þætti þar sem Hulkleikur og Ævorman ræða um pavlóvur Schrödingers, geimveruglannaskap og miðaldra laugardagsgrínista áður en söngkonan og kynjapælarinn Anna Tara Andrésdóttir mætir í heimsókn til að …
Say it ain’t so – Normcore krakkar þurfa að kæla sig
„Menn eru eitthvað að tala um normcore í dag eins og það sé hin ultimate hipstera-kaldhæðni. Að klæða sig í kakí-buxur og hvíta strigaskó úr Hagkaup og drekka Egils Gull og ropa í aftursætinu á Volkswagen Golf. Eins og það sé prógressívt artistict statement. Jú jú. Kaldhæðnin er ekki meiri en svo að þetta er […]
Hefnendurnir 49 – Diplómatísk friðhelgi
Hefnendurnir hefna um gramm af Kanye, Marvelös lóafréttir og ris og fall Júpiters áður en þeir kynna til sögunnar nýjan dagskrárlið, spjalla um spjallþáttastjórnanda og kommenta á kommentakerfi. Hulkleikur lætur þó síðan ekki Berlínarútlegð sína stöðva…
The Letter – Maðurinn sem breytti heiminum nýkominn með punghár
„Sko. Höfum það á hreinu að Alex Chilton var 16 ára þegar hann söng þetta. Hann var nýkominn með punghár og fór beint í efsta sætið og þetta er samt ekkert barnastjörnu dæmi. Þetta er fullorðins soul-shaker. Hann hljómar eins og lífsreyndur fjárhættuspilari og kvennabósi en í raun var hann nýkomin úr fermingarkirtlinum,“ segir Bergur […]
Hefnendurnir 48 – Ástin og bleyðumarkaðurinn
Hefnendurnir gerast amorískir í tilefni verðandi Valentínusar og velta fyrir sér ástum ofurhetja, ástum vélmenna og ástum morgunverðarklúbbsins áður en þeir sæka sig upp og beina grænum og köldum hjörtum sínum inn á við og skoða abstrakt og veraldlegar…
If I Can Dream – Elvis og hinn þríréttaði ameríski draumur
„Þegar Elvis dreymir þá er ekkert annað á matseðlinum en ameríski draumurinn þríréttaður borinn fram á húddinu á rjómahvítum Cadillac. Það er bara þannig. I rest my case,“ segir Snorri Helgason í nýjasta þætti Fílalags en umfjöllunarefnið er handhafi sjálfrar kórónunnar: Elvis Presley. Lagið sem er til umfjöllunar er ekki neitt entry-level Presley-Pleasure. Nei nei […]
Hefnendurnir 47 – Fyndin er grimmdin
Ragneto kemur óvænt í heimsókn til hetjanna okkar og þrenningin þráláta þræðir sig gegnum skeggtísku, spurningabombubombur, grimmd í gríni og innrásir á Gúbíter, áður þeir velta fyrir sér kvenkyns afturgöngumorðingjum og hvort að „Nei“ sé í raun og ver…
Summer of ’69 – Þrír menn hafa bitið af sér neðri vörina við að heyra þetta
„Fyrir nokkrum árum fóru menn að tala um konseptið „denim-on-denim“ í merkingunni að klæðast gallabuxum og gallajakka og fóðra sig alveg með denim. Þetta er alveg gott og blessað og fínt að hipsterar hafi fundið svona krúttlegt nafn fyrir þetta en þetta er líka soldið pínlegt því þetta konsept hefur verið kallað „kanadísk kjólföt“ um […]
Hefnendurnir 46 – Tvöþúsund Og Furious
Hefnendurnir tala um skólun Hulkleiks í HÍ, karlasmekk nineties ljóska og ofurhetjuofhlæði Hollywoods áður en þeir telja upp helstu tilhlakkanir hvað varðar kvikmyndir á komnu ári.
Hefnendurnir 45 – Je Suis Kamala Khan
Hetjurnar hugumprúðu fá félaga Ragneto í heimsókn til að rabba um meistara algeimsins, þeldökkan þríbura og Frozen áráttu Hulkleiks áður en þeir hugleiða hroðalega atburði í París og þýðingarþrungna meiningu þeirra.
Hefnendurnir 44 – Aftur til framsóknar
Í fyrsta þættinum á nýju ári horfa hetjurnar okkar til framtíðarinnar þar sem þeir takast á við tækniframfarir, pæla aðeins í nútímanum og horfa um öxl er þeir skoða Skaupskrif.
Hefnendurnir 43 – Tárin bakvið þrívíddargleraugun (Áramótaannáll Hefnendanna 2014)
Hulkleikur þenur út tárkirtlana og Ævorman skellir sér í Hulkbuster brynjuna sína er þeir útkljá nördaárið sem er að líða með stæl í sérstökum áramótaannál Hefnendanna.
Hefnendurnir 42 – Meiningin bakvið jólin, alheiminn og allt
Giljahulk og Ævorstaur fá Jarðarbúahöfðingjann Benjamín Sigurgeirsson í heimsókn og ræða baráttu kóngulóarkonunnar við jólaköttinn, þolanleika miðju-Malcolms, örlög Loka Laufeyjarsonar og afmælisdag frelsarans. Auk þess mætir Lóa hjálmtýs og gaggrýnir …
Hefnendurnir 41 – Stjórnræningjarnir
Hulkleikur og Ævorman spá í slímugum sniglum, þrasa um þunglyndar mörgæsir, skemmtigarð Skerláks og falla fyrir fúríuvegi óða Max áður en þeir gaggrýna nýja íslenska myndasögu og setja á sig sjóræningjahatta til að umbreytast í útibú frá Útvarpi Sögu….
Hefnendurnir 40 – Hin Heilaga Grýla
Hetjurnar okkar ræða um ný andlit í röðum kvikmyndaðra ofurhetja, impra á norður kóreskum tölvuhryðjuverkum og spá aðeins í sérstökum jólaþáttum áður en þeir stinga sér á kaf í hafsjó af jólafróðleik.
hefnendurnir 39 – Tom Cruise fær ekki að ríða um jólin
Hefnendurnir fá post-apocalyptic-norse-god-kung-fu-steampunk -trilógíuhöfundinn Emil hjörvar Petersen í heimsókn, ræða um nýjustu treilerana og búa til eitt stykki jólamyndadagatal handa jarðarbúum.
Hefnendurnir 38 – Úr að ofan
Hefnendur spá og spekúlera í hugsanlegu sjónvarpi frá helvíti, látnum leikstjóra, ómerkilegum ofurhetjuþáttum og fáránlegu fatavali félagslega fatlaðra fróðleiksmanna.
Hefnendurnir 37 – Tinder á Coruscant
Grímsævintýrið og Dagshugleiðingin taka snúning á aldraðri frænku Péturs Parker, kíkja á kynverund Hulks, reipsjeima Dr. Fuckstable og bera saman ímyndaðar fasteignir í þessum tímabærasta Hefnendaþætti ever.
Hefnendurnir 36 – Topp 20 mikilvægustu kvikmyndir í sögu tímans ever punktur bannað að breyta.
Búið að loka kjörstöðum og setja gaddavír og jarðsprengjur og stóra hunda og menn með byssur og múrvegg og risaeðlur með þrjá hausa sem spyrja gátur eða rífa þig í sig og risastór kolkrabbi sem borðar skip og guði og þetta er sko ekki tungl……
Hefnendurnir 35 – Marvelaði
Hefnendur missa nokkra lítra af munnvatni yfir nýrri áætlun Marvel risans, 35 ára afmæli Alien og popptónlist tileinkaðri g-unum þremur.
Hefnendurnir 34 – Ástin og óttinn
Hulkleikur örvæntir á meðan Ævorman talar um skilnað ostamannsins, en síðan horfast hetjurnar okkar í augu við hrylling í sínum margvíslegu myndum og rifja upp nokkur af þeim atriðum sem þeim hrýs við hugur í tilefni hrekkjavöku.
Hefnendurnir 33 – Trúðaofstæki
Hetjurnar okkar tvímenna drangana og kvengera draugabana ásamt því að ferðast í framtíðina með Súpermann og félögum áður en þeir ráðast gegn erkióvinum sínum, hinum hvítmáluðu og martraðavekjandi trúðum.
Hefnendurnir 32 – The Saga
Í fjarveru Ævormanns fær Hulkeikur Sögu Garðars í þáttinn og þau horfa saman á Star Wars. Alla myndina. Frá upphafi til enda. In real time. That’s right. Þessi þáttur er eitt stór Star Wars commentary. May the force be with you.
(Taka skal fram að við …
Hefnendurnir 31 – Digital Hitler
Í sínum þrítugasta og fyrsta þætti ræða hetjurnar okkar um krossaða sadista, miljón orð frá Alan Moore og feikaða pardusinn hans Steve Martin áður en þeir rýna í gagnrýni og spá í hugumstór hjörtu Skota.
Hefnendurnir 30 – State of the Union
Hulkleikur snýr aftur í faðm Ævormans og saman halda þeir uppá þrítugsafmælið með nýju Hefnendastefi og heiftarlegu hugarangri um Doktorinn, Stallone og endinn á Contact. Allt fyrir Jarðarbúa.
Hefnendurnir 29 – Pilotpælingar
Á meðan Hulkleikur heimsækir Finnland lítur Ragnar Rawkeye Hansson aftur í heimsókn til Ævormans og þeir hugleiða finnska fyndni, segja nektarsögur af sjálfum sér og fara á flug um pilot þætti.
Hefnendurnir 28 – Leikur Köngulóarkonunnar
Á meðan Hulkleikur spókar sig í borg englanna fær Ævorman gestahefnandann Rawkeye í heimsókn til að ræða við sig um klúrar kápur, steðjaverksmiðju og ferskan doktor áður en þeir kafa ofaní kvenhetjur í tölvuleikjum.
Hefnendurnir 27 – De Palmasunnudagur
Að þessu sinni pizza Hefnendur sig upp áður en Ævorman skreppur frá og Hulkleikur fær í heimsókn kvikmyndafræðinginn og De Palma ástríðumanninn Ara Gunnar Þorsteinsson sem færir alla góða jarðarbúa í sannleikann um það hvers vegna dýrka eigi Brian, mei…
Hefnendurnir 26 – Bless Boy Wonder
Í sínum tuttugusta og sjötta þætti hallmæla Hefnendurnir meintum leðurblökuskapara og minningargreina tvær dívur hvíta tjaldsins áður en þeir rifja upp góðu stundirnar með hefnendaheimilisvininum Robin Williams.
To Know Him Is To Love Him – Fimma. Flauel. Angurværð. Teen Dream. Bangsi lúrir.
„ Yfirvofandi“ er fyrsta orðið sem kemur upp í hugann þegar hlýtt er á „To Know Him is To Love Him“ sem er fyrsti smellur (af mörgum) úr smiðju Phil Spectors. Yfirvofandi, því þrátt fyrir angurværð lagsins sem svífur undursamlega inn í vitundina úr flaueli fimmunnar, þá finnur maður kraumandi sturlunina. Phil Spector er í […]
Hefnendurnir 25 – Glerdýraborgin
Hefnendurnir smella í sig steinastaupum, ræða flóttamenn úr æskuparadís og rifja upp minnistæðar bíófarir áður en þeir taka á móti dröfningunni DD Rozas sem leiðir þá í allan sannleikann um það sem gerist bakvið tjöldin í draumaborginni L.A….
Hefnendurnir 24 – Anna í Sveittuhlíð
Hefnendurnar ræða manngerðar endur, takmarkaða múltíversa og rostungahorror áður en þeir fara í bíó með Önnu Svövu Knútsdóttur. Inniheldur mjög minor spoilera um Guardians of the Galaxy.
Hefnendurnir 23 – Með sand í egóinu
Hetjurnar hugumprúðu eygja alklæðnað Amazóngyðju, sækja syndaborgina svarthvítu heim, mæna á minnkaðan mauratamningamann og halda hamingjusamir niður Heiftarveginn, er þeir verja heilum þætti í að gera upp nýafstaðna nördaveislu mega-myndasöguráðstefnu…
Hefnendurnir 22 – Úr Leðurblökuskápnum
Heilagar Halakörtur Jarðarbúar! Haldiði ekki að Hefnendurnir hafi hent í heljarstóran hátíðarþátt um Leðurblökumanninn sjálfan. Dýnamíska dúóið okkar heldur upp á 75 ára afmæli hempuklædda krossfarans með löngu og íburðarmiklu spjalli um Batman. Tíu Bi…
Hefnendurnir 21 – Litla Líkkistan
Ævör og Hulda hella uppá jurtate og ræða kynskipti ofurhetja, kynþáttaskipti ofurhetja og afstæði apavæmninnar. Örvar Eusébio lýsir úrslitaleik Hefnendadeildarinnar og limir fljúga.
Hefnendurnir 20 – Mirönduheilkennið
Járnmennið og Grænmetið ákveða bragðbestu brúðuna, kvikindislegustu kvikmyndina og öndverðustu ofurkonuna, auk þess sem þeir fá fróma og fantasíska fótboltafræðslu frá Örvari Eusebio í þessum tvöfalda og tuttugasta tímamótaþætti Hefnenda….
Hefnendurnir 19 – Gulrótarblekkingin
Hefnendur ræða um keppnisskap, kaiju-konur og karþasis í ofbeldisóperum áður en Ævor Man kemur með fagrar fabúleringar um Franquin sem Hulkleikur þurfti endilega að breyta í íhugun um Andrésar erótík.
Við biðjumst velvirðingar á suðinu í þessari upptök…
Hefnendurnir 18 – Vampýr Áskell vs. Zombie Brown
Fullhugarnir fílelfdu fagna aldarfjórðungs afmæli Burton blökunnar, agnúast um ódauða uppvakninga og reyna rauðeygðir að réttlæta og verja væskilslegu vinnuna sína.
Hefnendurnir 17 – Snöffbolti
Hetjurnar okkar díla við drottinssvik, horfa á nokkrar hermikrákumyndir, minnast fallins B’starðs og reyna að fóta sig í boltaheimum.
Daniel – Teppalagning úr Sjöunni
Grafið er í fílabeinskistuna og gullmoli sóttur. Umfjöllun um eina torræðustu teppalagningu allra tíma. Daniel. Lagið fjallar um Víetnam-hermann, þó það komi hvergi fram í textanum. Textinn er raunar mjög undarlegur – enda vissi Elton John lítið um hvað textinn átti að þýða. Sú er raunar oft raunin með Elton John, en eins og flestir […]
Hefnendurnir 16 – Dalur doppelgängeranna
Hulkleikur og Ævor man velta fyrir sér dystópískum útópíum, spá í kúrekageimverubönum og skreppa síðan í heimsókn í dal tvífarakvikmyndanna.
Hefnendurnir 15 – Son of Han
Hulkleikur og Ævor Man fá Ragga ‘Rawkeye’ Hansson í heimsókn til sín til að ræða stjörnustjórnarkosningar, tímaflakkandi kynlífsbandíta og mauramann í sköpunarkrísu.
Hefnendurnir 14 – Gremja Górilluhvalsins
Ævor Man og Hulkleikur ræða um dularfulla ofurkrafta Kitty Pryde, skoða kosningar með sínum augum og fá Kaiju áhugamanninn Ómar Swarez til að uppfræða þá um leyndardóma Godzilla.
Hefnendurnir 13 – Bítladróttinssaga
Hetjurnar okkar ræða um nýjasta búning Leðurblökumannsins, minnast skrímslasmiðsins H.R. Giger og spekúlera í kvikmyndum sem aldrei urðu.
Hefnendurnir 12 – Jesúsvision
Hetjurnar okkar syrgja samfélaga sína í Community, rifja upp samfélagsfælni sína á gaggóárunum og kynna nýjan dagskrárlið sem þeir vita ekki hvað heitir en inniheldur syngjandi fabjúlöss ofurhetjujesú.
Hefnendurnir 11 – Öll vötn falla til Tatooine
Hulkleikur og Ævor man heimsækja uppeldisstöðvar sínar í Nexus á ókeypis myndasögudeginum og kryfja síðan samband sitt við Stjörnustríð í tilefni May the fourth.
Hefnendurnir 10 – X-mendurnir
Í sérstökum tvöföldum hátíðarþætti Hefnendanna kafa Hulkleikur og Ævor Man ofaní sögu hinna stökkbreyttu X-manna gegnum kvikmyndir og myndasögur. Xtra blaður! Xtra gleði! Xtra enskuslettur!
hefnendurnir 9 – Ómar Fordsins
Hetjurnar okkar takast á við nördakvíða og fordóma, komast að því að George R.R. Martin á sér óvænt leyndarmál og að Affleck er mjög góður douchebag.
hefnendurnir 8 – Tár Tortímandans
Hetjurnar okkar gægjast á glæstan feril Gutenbergs, gæla við gamla Goonies og skammast sín ekkert fyrir það.
Hefnendurnir 7 – Skrímsli fyrir stelpur
Ævor man vill senda skjaldbökur í nefaðgerð og Hulkleikur vill senda vampírur í ennisaðgerð.
hefnendurnir 6 – Mauramaðurinn í unaðsreitnum
Hetjurnar okkar kveikja á ilmkertunum og affrysta ostrurnar er þeir ræða um sjálfsfróun Súpermanns, vergirni Wolveríns og einkamál Elektru í sérstökum kynlífsþætti Hefnenda.
hefnendurnir 5 – Spoiler blús
Hetjurnar spá í æxlunarkerfi litlu hafmeyjunnar og fatta að ekki er hægt að ræða spoileralaust um spoilera.
hefnendurnir 4 – Jesús frá Nasaret, konungur torture porns.
Hulkleikur fattar að það er ennþá erfitt að tala um Woody Allen og fer þess í stað að grenja yfir að vinna ekki Edduverðlaun. Ævor Man fægir Eddurnar sínar með tárum Hulkleiks.
hefnendurnir 3 – The Dawn of the Planet of The Endurgerð
Hefnendurnir syrgja Harold Ramis og læra að Hollywood er eitt stórt Groundhog Day.
hefnendurnir 2 – Hatrið undir hvolfinu
Ævor Man og Hulkleikur ræða dauða ástarinnar og sameinast í hrifningu sinni á fljúgandi ellilífeyrisþega.
Hefnendurnir 1 – Vanfærð Michael Bay
Hulkleikur slátrar íslenska tungumálinu og Ævor Man játar ást sína á tveimur og hálfum karlmönnum.
Racing In The Streets
Snorri og Bergur Ebbi ræða um Racing in the streets með Bruce Springsteen.