Hefnendurnir 50 – Shades Of Vei!

9. febrúar 2015

Hefnendurnir fagna fimmtugsafmælinu með extra löngum þætti þar sem Hulkleikur og Ævorman ræða um pavlóvur Schrödingers, geimveruglannaskap og miðaldra laugardagsgrínista áður en söngkonan og kynjapælarinn Anna Tara Andrésdóttir mætir í heimsókn til að …

Hljóðskrá ekki tengd.

Say it ain’t so – Normcore krakkar þurfa að kæla sig

7. febrúar 2015

„Menn eru eitthvað að tala um normcore í dag eins og það sé hin ultimate hipstera-kaldhæðni. Að klæða sig í kakí-buxur og hvíta strigaskó úr Hagkaup og drekka Egils Gull og ropa í aftursætinu á Volkswagen Golf. Eins og það sé prógressívt artistict statement. Jú jú. Kaldhæðnin er ekki meiri en svo að þetta er […]

The Letter – Maðurinn sem breytti heiminum nýkominn með punghár

30. janúar 2015

„Sko. Höfum það á hreinu að Alex Chilton var 16 ára þegar hann söng þetta. Hann var nýkominn með punghár og fór beint í efsta sætið og þetta er samt ekkert barnastjörnu dæmi. Þetta er fullorðins soul-shaker. Hann hljómar eins og lífsreyndur fjárhættuspilari og kvennabósi en í raun var hann nýkomin úr fermingarkirtlinum,“ segir Bergur […]

If I Can Dream – Elvis og hinn þríréttaði ameríski draumur

23. janúar 2015

„Þegar Elvis dreymir þá er ekkert annað á matseðlinum en ameríski draumurinn þríréttaður borinn fram á húddinu á rjómahvítum Cadillac. Það er bara þannig. I rest my case,“ segir Snorri Helgason í nýjasta þætti Fílalags en umfjöllunarefnið er handhafi sjálfrar kórónunnar: Elvis Presley. Lagið sem er til umfjöllunar er ekki neitt entry-level Presley-Pleasure. Nei nei […]

Summer of ’69 – Þrír menn hafa bitið af sér neðri vörina við að heyra þetta

16. janúar 2015

„Fyrir nokkrum árum fóru menn að tala um konseptið „denim-on-denim“ í merkingunni að klæðast gallabuxum og gallajakka og fóðra sig alveg með denim. Þetta er alveg gott og blessað og fínt að hipsterar hafi fundið svona krúttlegt nafn fyrir þetta en þetta er líka soldið pínlegt því þetta konsept hefur verið kallað „kanadísk kjólföt“ um […]

Hefnendurnir 36 – Topp 20 mikilvægustu kvikmyndir í sögu tímans ever punktur bannað að breyta.

3. nóvember 2014

Búið að loka kjörstöðum og setja gaddavír og jarðsprengjur og stóra hunda og menn með byssur og múrvegg og risaeðlur með þrjá hausa sem spyrja gátur eða rífa þig í sig og risastór kolkrabbi sem borðar skip og guði og þetta er sko ekki tungl……

Hefnendurnir 32 – The Saga

6. október 2014

Í fjarveru Ævormanns fær Hulkeikur Sögu Garðars í þáttinn og þau horfa saman á Star Wars. Alla myndina. Frá upphafi til enda. In real time. That’s right. Þessi þáttur er eitt stór Star Wars commentary. May the force be with you.
(Taka skal fram að við …

Hljóðskrá ekki tengd.

To Know Him Is To Love Him – Fimma. Flauel. Angurværð. Teen Dream. Bangsi lúrir.

22. ágúst 2014

„ Yfirvofandi“ er fyrsta orðið sem kemur upp í hugann þegar hlýtt er á „To Know Him is To Love Him“ sem er fyrsti smellur (af mörgum) úr smiðju Phil Spectors. Yfirvofandi, því þrátt fyrir angurværð lagsins sem svífur undursamlega inn í vitundina úr flaueli fimmunnar, þá finnur maður kraumandi sturlunina. Phil Spector er í […]

Daniel – Teppalagning úr Sjöunni

20. júní 2014

Grafið er í fílabeinskistuna og gullmoli sóttur. Umfjöllun um eina torræðustu teppalagningu allra tíma. Daniel. Lagið fjallar um Víetnam-hermann, þó það komi hvergi fram í textanum. Textinn er raunar mjög undarlegur – enda vissi Elton John lítið um hvað textinn átti að þýða. Sú er raunar oft raunin með Elton John, en eins og flestir […]