Into The Mystic – Lag sem hefur allt

25. mars 2016

Hér höfum við manninn sem gat gert allt: RnB, garage rokk, blues, soul, djass og síkadelíu. Van Morrison er samnefnari sexunnar. Þunni Norður-Írinn sem bara gat ekki annað en slegið í gegn, jafnvel þó persónuleiki hans virðist þola vinsældir illa. Í dag fílum við lag sem hefur þetta allt. Tónlistarlega er það veisla, textalega er […]

Trans Europe Express – Stunde Null

18. mars 2016

Klæðið ykkur í vönduð ullarjakkaföt frá Brinchsler & Söhne. Skiptið um koparþræði AKG heyrnartólanna. Setjist í fagurgerðan móderniskan stól úr þýsku geitarleðri. Í dag verður Fílalag á elitista-slóðum. Kraftwerk er fílað í dag. Sjálft orkuverið frá Düsseldorf. Líklega ein frægasta hljómsveit Þýskalands og ein áhrifamesta poppsveit sögunnar. Áhrifin ná langt út fyrir heim raftónlistar. Áhrif […]

Freysi: Skipinu beint til Hollands og ná árangri þar

13. mars 2016

„23 leikmenn fengu að byrja leik hjá okkur á þessu móti. Ég held að það hafi tekist að láta alla fá stórt hlutverk í leikjunum. Það var fullt af mjög skemmtilegum og jákvæðum svörum og við erum komin með fína breidd,” segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna.

Freyr fór yfir Algarve-mótið í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær en íslenska liðið landaði þar bronsi. Hægt er að hlusta á spjallið í spilaranum hér að ofan.

Don’t Speak – Ekki segja neitt. Uss. Uss…

11. mars 2016

Endurflutt er nú Fílalagsfílun á laginu Don’t Speak með No Doubt. Lagið var fyrst fílað 2014 en er nú sett aftur inn á netið eftir að hafa verið ósækjanlegt með öllu. Don’t Speak er 90s negla af seigu sortinni. Að sjálfsögðu er lagið fyrst og fremst poppsmellur með tilheyrandi froðubaði og easy listening elementum en í […]

Hefnendurnir 100 – Hefnendirinn – The Death Of Hefnendurnir

7. mars 2016

Í tilefni af sínum hundraðasta þætti ætla Hefnendur að gera það sem þeir gera best… tala… bara það… tala… um allskonar… ekkert gimmick, engir dagskrárliðir, bara tveir hefnendur að tala um hluti. Tali tali tali. Í hundraðasta veldi. Knús og kram! Hulkl…

Drive – Að skera myrkrið

4. mars 2016

Nýrómantík er hreyfing í listum. Í bókmenntum reið tímabilið yfir á síðari hluta 19. aldar og lifði eitthvað fram á 20. öldina og tekur svo auka-hiksta öðru hvoru. Nýrómantík einkennist af enn meiri dramatík en hefðbundin rómantík – stundum eru öfgarnar svo miklar að það virkar eins og grín. Dæmigerður nýrómantíkus klæðir sig í óperulegan […]

Hljóðskrá ekki tengd.

Égímeilaðig – Fyrir tíma Tinder

2. mars 2016

Fílalag heldur áfram að róta í gullkistunni og sendir hér aftur út þátt frá í mars 2014 sem ekki hefur verið fáanlegur á netinu í langan tíma. Maus var stofnuð fyrir rúmum tuttugu árum og varð strax mjög vinsæl, bæði meðal gagnrýnenda og einnig almennings. Maus spiluðu kúl alternative rokk, mikið undir áhrifum frá bresku […]

Paper Planes – Einn á lúðurinn frá London

26. febrúar 2016

Fílalag fílar níu ára gamalt lag í dag. Hér er um að ræða einn stærsta smell ársins 2007: Paper Planes með M.I.A. Engin borg gefur hann eins góðan og London. Það er margreynt. Síðasti skammtur London kom á síðasta áratug þegar Amy Winehouse, Libertines og M.I.A. riðu röftum. Þá var gaman. Klæðið ykkur í krampaþröngar Cheap […]

Hljóðskrá ekki tengd.

Without You – Til hvers að lifa?

24. febrúar 2016

Without You kom fyrst út með hljómsveitinni Badfinger árið 1970. Það sló ekki í gegn. Höfundar lagsins, Pete Ham og Tom Evans urðu síðar óhamingju að bráð. Líf þeirra beggja endaði með sjálfsmorði. Ári síðar gaf Harry Nilsson það út og breytti því í risasmell. Nilsson átti líka tiltölulega erfiða ævi. Hann lést úr hjartaáfalli […]

Time Of The Season (LIVE á Húrra) – Sexí nördar

19. febrúar 2016

The Zombies voru enskir gleraugnanördar í rúllukragabolum. Sem betur fer voru þeir uppi in the 60s þannig að það var kúl að vera nölli í rúllu á þessum tíma. Nördar eru líka sexí. Ef vel tekst til er útkoman æðisgengin búkhljóða-flower-power eilífðarnegla. Þessi þáttur Fílalags var tekinn upp á skemmtiðstanum Húrra að viðstaddri Fílahjörðinni. Við […]

Hungry Heart – Glorhungrað hjarta

12. febrúar 2016

Að vera svangur er mannlegasta lífsreynsla sem til er. Það hafa allir gengið í gegnum það og því geta fylgt gríðarlegar tilfinningar. Að vera svangur er reyndar meira en mannlegt – dýrin verða líka svöng. í raun er ekkert jafn eðlilegt í heiminum og myndskeið sem sýna ljón tæta í sig sebrahesta og slafra blóðugar […]

I Was Made For Loving You (Gestófíll: Ari Eldjárn) – Konungar sellátsins

5. febrúar 2016

Það er rokk í þessu, það er diskó í þessu, það er dramatík sem hæfir óperu en samt er þetta látlaust og smurt. Svona mætti lýsa laginu sem er til umfjöllunar í Fílalag í dag. Hljómsveitin er að sjálfsögðu Kiss og lagið er „I Was Made For Loving You“ sem kom út á plötunni Dynasty […]

Hlið við hlið – Þegar Friðrik Dór sló í gegn

29. janúar 2016

„Hlið við hlið“ var fyrsti útvarpssmellur Friðriks Dórs. Það kom út haustið 2009 og hefur síðan þá verið maukfílað af fólki úr öllum stéttum íslensks samfélags. Nú er komið að því að tala um þetta lag í góðar 40 mínútur og krefst það greiningar á íslenskri ungmenningu síðustu 15 ára. Fílalag býður ykkur í ísbíltúr, […]

Smack My Bitch Up – Skilaboð fyrir heila kynslóð

22. janúar 2016

Fáar hljómsveitir settu jafn skýran svip á unglingamenningu níunnar (90s) og Liam Howlett og félagar í The Prodigy. Bandið gaf út þrjár metsöluplötur á áratugnum: Experience (1992), Music for the Jilted Generation (1994) og svo að lokum The Fat of the Land (1997) þar sem óskammfeilnin var orðin slík að það krefst sérstakrar dægurfræðilegrar greiningar. […]

My Sweet Lord – Hare krishna, hallelúja!

15. janúar 2016

George Harrison sat ekki auðum höndum eftir að hann hætti í Bítlunum. Lík Bítlanna var ekki einu sinni komið niður í stofuhita þegar hann var búinn að negla heimsbyggðina með risasmellinum „My Sweet Lord“. Lagið er risastórt á alla vegu. Útsetningin er megalómanísk enda Phil Spector pródúser lagsins, persónur og leikendur voru ekki af verri […]

Wild Is The Wind – Tímalaus vindurinn

14. janúar 2016

Fyrir aðeins nokkrum dögum síðan grunaði fáa að David Bowie væri feigur. Hann var ekki eins og hinir poppararnir, byrjaður að glamra sig niður í fortíðarþrá með þrútin augu. Þvert á móti. Bowie var agaður og sperrtur allt fram á síðustu stund. Í apríl árið 2014 var Bowie tekinn fyrir í Fílalag. Þá voru menn grunlausir […]

Alright -Kálfum hleypt út

8. janúar 2016

Eitt sterkasta afl í heiminum nefnist ungæði. Þrátt fyrir ýmsar fregnir af öðru þá elskar ungt fólk yfirleitt lífið því þegar maður er ungur hefur maður ekki áhyggjur af því að vera gamall. Að vera gamall er bara eitthvað sem gamalt fólk gerir. Þetta virkar einfeldningslegt og þess vegna er ungæði svona áhrifamikið. Hljómsveitin Supergrass […]

The Night They Drove Old Dixie Down – Sundlaugarbakki í Hollywood 1969

2. janúar 2016

Ef tónlistarsagan væri eldhús þá er hljómsveitin The Band bjórinn í ískápnum og það er í raun ótrúlegt að Fílalagsmenn séu ekki búnir að kneyfa hann fyrr. En nú verður það gert. The Band í öllu sínu veldi með eitt sitt stærsta lag: The Night They Drove Old Dixie Down frá 1969. The Band voru […]

Er líða fer að jólum – Bjargvætturinn í rúllustiganum

18. desember 2015

Hið fullkomna jólaskap er hátíðarblanda af kvíða og tilhlökkun. Það er ekkert gaman að jólunum nema klifrað sé upp og niður tilfinningastigann í aðdraganda þeirra. Í dag verður íslensk jólaskammdegis-negla fíluð. Er líða fer að jólum er skapað af heilagri þrenningu íslenskrar dægurtónlistar: Ómar Ragnarsson samdi textann (faðirinn). Gunnar Þórðarson samdi lagið (sonurinn) og Ragnar […]

Hefnendurnir 93 Kommittað Að Koma Með Komment Á Comic Con

7. desember 2015

Hetjurnar okkar vafra vammlausar inn í nýja árið og umvafnir vafasömum brókartöfrum púkakóngsins syrgja þeir fallna geimhetju, tala smá um veðrið, taka smá dansútúrdúr og taka síðan á sig rögg til að ræða um gúrmelaði nördahlaðborðs komandi árs…

Try A Little Tenderness – Ofnbökuð lagkaka

27. nóvember 2015

Fílalag höndlar afar þungan hníf í þætti dagsins. „Try a Little Tenderness“ er einn helsti soul-slagari allra tíma, var meðal annars einkennislag kvikmyndarinnar The Commitments sem ærði ungmenni um allan heim í upphafi 10. áratugarins. En lagið á sér langa sögu og var meðal annars flutt af Frank Sinatra árið 1946 og er því gerð […]

Killing In The Name Of – „Fuck you I won’t do what you tell me“

20. nóvember 2015

Hvert er hið eiginlega einkennislag síð X-kynslóðarinnar/early milennials? Er það Smells Like Teen Spirit. Iiih. Núll stig. Giskið aftur. Er það Under the Bridge? Gleymið því. Svarið er að sjálfsögðu Killing in the Name af fyrstu plötu Rage Against the Machine, sem er fílað niður í mólekúl í þessum þætti Fílalags. „Þetta er lag sem […]

Wooly Bully – Með lampaskerm á hausnum

6. nóvember 2015

Árið er 1965 og við erum stödd í Texas. Ímyndið ykkur partí sem farið hefur úr böndunum. Blindfullir tvítugir hálfvitar ráfa um amerískt úthverfahús. Sumir hafa sett lampasker á hausinn á sér. Baðkarið er fyllt með ísmolum til að kæla flöskubjóra en þar liggur einnig hálfrotaður náungi, fljótandi í hálfu kafi í ísvatninu. Inn í […]

(You Make Me Feel Like A) Natural Woman – Að finna til legsins

30. október 2015

Aretha Franklin eignaðist sitt fyrsta barn þegar hún var rúmlega fjórtán ára. Þegar hún var 21 árs var hún þriggja barna móðir. Pabbi hennar var predikari. Hún fæddist í suðrinu en ólst upp í Detroit. Rödd hennar spannar Ameríku; Gleðina, þjáninguna, eplapæið á gluggakistunni, tækifærin, þöggunina. (You Make Me Feel Like a) Natural Woman verður […]

La Décadance – Mount Everest fegurðarinnar

16. október 2015

Í nýjasta þætti Fílalags er fjallað um Serge Gainsbourg. Um hann þarf ekki að hafa mörg orð hér. Hann var einfaldlega fjallið eina. Tónlistarmaður sem var jafn mikill Frank Sinatra og hann var Dylan. Risastór, þverstæðukenndur og sérstakur. Saga hans er saga dekadantisma í poppkúltúr. Hann var siðferðislegt hrun og þeirri yfirlýsingu fylgir engin vandlæting. Lagið […]

In The Air Tonight – Farið í ullarsokka og fyllið munninn af húbba búbba

2. október 2015

„Við höfum margoft verið beðnir um að fíla „In the Air Tonight“ með Phil Collins,“ segir Bergur Ebbi í nýjasta þætti Fílalags þar sem orðið var við þeirri beiðni. „Það er soldið eins og að biðja mann um að draga andann. Það er eiginlega of sjálfsagt til að maður geti einbeitt sér að því,“ segir […]

Hefnendurnir 83 – 20 Hryllilegustu Hrollvekjur Sem Við Munum Eftir Í Augnablikinu

28. september 2015

Þjakaðir af valkvíða telja Hulloween og Ævarúlfurinn saman sínar eftirlætis hryllingsmyndir í tilefni af Hrekkjavökunni. Ef þú vilt horfa á eitthvað spúkí eða gorí eða krípí eða bloddí um helgina þá færðu bestu uppástungurnar hér….

Layla – Guð, gítar, kjuðar, dramb, ást, þrá, hamar, hnífur

25. september 2015

Sagan sem sögð er í nýjasta þætti Fílalags er líklega ein sú stærsta í rokksögunni. Þátturinn fjallar um Laylu, blúsrokk-neglu Eric Claptons og félaga sem teygði sig nokkuð nálægt himinskautum og er enn þann dag í dag talin með metnaðarfyllstu tónverkum sem rafmagnsgítarinn hefur smíðað. „Þetta er náttúrulega nánast því oftuggið tyggjó en það kemur […]

Síðan hittumst við aftur – Helgi Björns og vatnstankurinn

18. september 2015

Bergur Ebbi og Snorri Helgason taka fyrir lagið Síðan hittumst við aftur í nýjasta þætti Fílalags. Sveitaballapopp var nafn á íslenskri tónlistarstefnu sem nú hefur að mestu liðið undir lok. Hún náði hámarki um síðustu aldamót þegar hljómsveitir eins og Á móti Sól, SSSól, Í svörtum fötum og Írafár sendu frá sér metnaðarfull lög og myndbönd. […]

Man In The Mirror – Poppið og konungur þess

11. september 2015

Shamone. Fílalag stendur á tímamótum. Allt hefur verið gert. Konungur rokksins hefur verið fílaður. Glamrokk prinsinn hefur verið fílaður. Stjórinn hefur verið fílaður. Margir hafa verið tilnefndir. Flestir hafa verið maukfílaðir. En nú er komið að aðalréttinum: konungi poppsins. Við erum að tala um hanskakanslarann, sjálfan Michael Jackson, konung popp músíkur. Það verður ekki ráðist í neitt obscurity […]

Hefnendurnir 80 – Dýrin Í Latabæ

7. september 2015

Hinn Hugljúfi og Sá Ævislegi setjast niður í alrýmið og gubba úr sér vangaveltum um ofhlæði legósins, fráfall drumbkvendisins og fræðinga markaðsins. En setja svo á sig gáfuhjálminn er þeir gefa forsjárhyggjufasistum og anarkískum terroristum í Latabæ …

Hljóðskrá ekki tengd.

You’re So Vain – Kona lætur karlana heyra það

14. ágúst 2015

Carly Simon gaf út lag sitt, You’re So Vain, árið 1972. „Hún er 27 ára þegar þetta lag kemur út en samt er þetta rosalegt uppgjör við fortíðina. Það er eins og hún hafi lifað margar ævir þó hún sé ekki eldri en þetta,“ segir Bergur Ebbi í þessum nýjasta þætti Fílalags þar sem þessi […]

Please Don’t Let Me Be Misunderstood – Að rista á hol og græða á því

26. júní 2015

The Animals komu frá Newcastle á Englandi. Músíklega má segja að Newcastle sé einskonar Liverpool fyrir lengra komna. Newcastle liggur nokkrum gráðum norðar, er nokkrum stigum blúsaðara og tónlistin sem kom þaðan endurspeglaði það. Í þessum nýjasta þætti Fílalags er farið beint í hjartað á British Invasion bylgjunni í tónlist sem er það merkilega fyrirbæri […]

Dancing On My Own – „Ég er út í horni og horfi á þig kyssa hana“

12. júní 2015

Robyn gaf út Dancing on My Own árið 2010 en það lifir enn góðu lífi á skemmtistöðum og heimapartíum út um allan heim. Lagið er tragískur diskóstompari, stútfullt af dansvænni örvæntingu og metrósexúalískri sænskri fegurð. Það er ekki annað hægt en að fíla kjötsöxuðu bassaynthalínuna, yfirkeyrðan vocal-trackinn og chorus-bestunina. Sagan í textanum er mannleg og […]

I Wanna Be Your Dog – Sturlaði táningurinn Detroit

5. júní 2015

Ef Bandaríkin væru fjölskylda og borgir landsins fjölskyldumeðlimir þá væri Detroit sturlaði táningurinn. Það sem meira er: Detroit er eilífðartáningur. Vandræðagemsinn sem mætir heim til aldraðra foreldra sinna í leðurjakka og drepur í sígarettu á Drottinn blessi heimilið skiltinu og skipar föður sínum að fara út og kaupa bland og mömmu sinni að búa til […]

Sound of Silence – Gæsahúð handa þér

1. maí 2015

Það var heitt á könnunni. Það var heitt á pönnunni. New York ómaði af þjóðlagatónlist. Alpahúfurnar bærðust í vindinum og vindurinn boðaði breytingar. Paul Simon, ungur lagahöfundur frá Queens, var til í þetta og vinur hans fékk að vera með. Þeir boðuðu óm þagnarinnar. Hér er til fílunar Sound of Silence. Ein mesta gæsahúðarsprengja tónlistarsögunnar. […]

Criticism as Inspiration – „Sex mínútna langur hengingarkaðall“

24. apríl 2015

„90’s var tími öfga í tónlist. Það sem var að seljast var annaðhvort öfga hedó-popp eins og 2Unlimited eða öfga rokk um sjálfstortímingu eins og Nine Inch Nails. Það var annaðhvort grunna laugin eða hyldýpið, ekkert pláss fyrir venjulegt svaml. En þegar rykið var að setjast voru margir í sárum. Heil kynslóð var sködduð. Meðal […]

Too Much Monkey Bussiness – „John Lennon var með berjasósuna á heilanum“

17. apríl 2015

„Við erum að fíla „Too Much Monkey Business“ hérna. Þarna er þetta að hefjast. Holden Caulfield er búinn að marinerast í nokkur ár þarna og Rebel Without a Cause með James Dean er ennþá heit í kvikmyndasýningavélunum. Það þurfti bara smá push til að klára málið og Chuck Berry sá um það,“ segir Bergur Ebbi […]

Maggie May – Graðasti maður breska samveldisins neglir heiminn

13. mars 2015

„Árið 1971 var Rod Stewart einfaldlega nítrólýserín dýnamít-túba ready to explode. Það er bara þannig,“ segir Snorri Helgason í nýjasta þætti Fílalags þar sem fyrsti hittari Rod Stewarts, Maggie May, var fílaður með pompi og prakt. „Á þessum tímapunkti er hann búinn að gera góða og stöðuga hluti með öllum helstu spöðunum í breska tónlistarheiminum […]

Hefnófíl

7. mars 2015

Fílalag bauð Hefnendunum Hugleiki og Jóhanni Ævari í þátt sinn. Hefnendurnir yfirtóku þáttinn með nördamennsku sinni og fóru að rífast um endurgerðir á kanadískum unglingasápuóperum en loks hófst lagafílun. Hugleikur fílaði lag úr 40 ára gamalli breskri kvikmynd þar sem söngkonan flengir sig í rassinn á meðan hún syngur serenöðu til lögreglufulltrúa sem þjáist af […]