Ameríka

Amerískar vörur í uppáhaldi

24. maí 2018

Úrvalið í amerískum verslunum er engu líkt og ég hef fallið fyrir nokkrum vörum sem ég hef sjaldan eða aldrei fundið hér heima sem ég hef kippt með mér heim frá Ameríku reglulega. Mér er nánast sama um búðarölt í fataverslunum en gefðu mér góðan tíma og supermarkað erlendis og ég get verið þar tímunum saman að skoða 🙂 Hérna eru nokkrar uppáhalds vörur sem ég kaupi. Einhverjar eru hugsanlega til hérna heima en ef þið eruð á leiðinni til Ameríku mæli ég með því að kíkja á þessar vörur 🙂   Þessa dressingu frá Hidden Valley kaupi ég alltaf, hún fæst í nokkrum útgáfum, low fat, fat free, original og með allskyns auka bragði. Æðisleg á Cesar salat og með kjúklingavængjum 🙂 Þessar mini tortillur eru þær bestu sem ég hef smakkað frá Mission. Þykkar og bragðgóðar og snilld í þessa uppskrift hérna –  http://fagurkerar.is/street-tacos-med-bbq-og-lime-kjukling/ Það er ekkert mál að setja þær í frystinn og annað sniðugt ráð er að nota þær í mini pizzugerð fyrir börnin eða veisluna 🙂 MMMM… Oreo lovers verða ekki sviknir af þessari snilld. 6 pakkar af kökum með lítilli dýfu. Örugglega vinsælt í afmæli eða lautarferð. Margir þekkja fiskakexið góða en í ameríkunni […]

Hljóðskrá ekki tengd.