Matur

Besta sósan

19. apríl 2018

Langar að deila með ykkur uppskrift af sósu sem mér finnst alveg rosalega góð. Hef gert þessa sósu síðan við Arnór byrjuðum að búa og fæ aldrei leið á henni. Hún passar með svo mörgu, t.d. pasta, kjötréttum, góð grillsósa.. Alltaf þegar ég fæ fólk í mat þá er talað um að sósan sé svo góð og á mínu heimili er hún kölluð “mömmusósa.” 🙂 Ég er ekkert að finna upp neitt hjól hérna en ef það eru einhverjir sem eru ekki vanir því að gera heita sósu með matnum eða einhverjir sem vilja prófa eitthvað nýtt þá mæli ég svo innilega með því að prófa þessa. Það er alveg rosalega einfalt og fljótlegt að útbúa sósuna.   Innihald: 1/2 L matreiðslurjómi (stundum nota ég frekar mjólk og smá vatn ef ég á ekki til matreiðslurjóma)  Dass af mjólk eða vatni  1/2 kjúklinga súputeningur (hægt að nota frekar nauta- eða grænmetis en ég hef alltaf notað kjúklinga) Sveppasósugrunnur (hægt að sleppa – en hann gefur mikið og gott bragð. Sá sem ég nota fæst í Bónus og mér finnst hann mjög góður) 1/2 villisveppa- og 1/2 hvítlauksostur (ég notaði þessa osta í gær en nota lang oftast 1/2 pipar- og […]

Hljóðskrá ekki tengd.