augnháralenging

Frankfurt – Russian Volume námskeið

27. október 2019

Ég var svo heppin síðustu helgi að fara í vinnuferð til Frankfurt með Karma Pro heildversluninni sem ég vinn hjá. Ég fór á augnháralenginganámskeið í Russian Volume tækni hjá PhiLashes sem er risastórt vörumerki í augnháralenginga”bransanum” ef svo má segja. Hjá PhiLashes er hægt að vinna sig úr því að vera student upp í að verða grand master. Þó svo að ég sé viðurkenndur sérfræðingur í classic augnháralenginum frá öðru vörumerki þá er ég núna “bara” lærlingur hjá PhiLashes. En ég þarf að klára 10 level í heimavinnu til þess að verða viðurkenndur PhiLashes – artist. Ég er komin í level 2 og stefni á að skila af mér því stigi í dag og vonandi verð ég komin í level 3 á morgun.    En heimur augnháralenginga er risastór og það er rosalega skemmtilegt að vera partur af þessum heimi. Enda hefur áhugi minn á augnháralenginum vaxið mjög mikið, ég fékk algjört ógeð á sínum tíma en þá er stundum nauðsynlegt að taka sér smá pásu. En í vor þá var ég líka alveg tilbúin að byrja aftur og þegar fæ áhuga á einhverju þá fæ ég ÁHUGA og helli mér algjörlega í hlutina. Ég er búin að vinna mikla […]

Hljóðskrá ekki tengd.
académie

Langar þig í bjartari og sléttari húð fyrir stóra daginn? Mögnuð andlitsmeðferð !

22. febrúar 2019

Ég gifti mig síðasta sumar og um vorið ákvað ég að fara að skoða hvort það væru einhverjar húðmeðferðir í boði til að gera húðina mína bjartari, fallegri og mögulega aðeins sléttari (lesist unglegri haha).  Ég var svo heppin að vera bent á húðmeðferð sem kallast Dermatude og er boðið uppá á snyrtistofunni Paradís á Laugarnesvegi. Ég las mér aðeins til um þessa meðferð og ákvað að slá til og pantaði mér tíma. Ég viðurkenni þó fúslega að ég hafði ekki mikla trú á þessu áður en ég prófaði en VÁ þvílíka snilldin sem þessi meðferð er ! Ég sá strax mun eftir 1 tíma, húðin var miklu bjartari og fallegri, áferðin mun sléttari og ég held svei mér þá að ég hafi verið unglegri líka ! Ofaná það hvað húðin verður fallegri þá er þetta algjör kósýstund og maður er alveg endurnærður þegar maður kemur út eftir klukkutíma. Ég þurfti svo mikið á því að halda að fá smá slökun á móti öllu brúðkaupsstressinu og því var þetta algjört æði fyrir mig. Ég fór í 3 tíma í heildina fyrir brúðkaupið og fannst ég sjá mikinn mun á áferðinni á húðinni og eins fannst mér húðliturinn jafnari og andlitið […]

Hljóðskrá ekki tengd.