Afmæli og veislur

Skírnarveisla

20. júní 2020

Á 17.júní var sonur okkar Sæþórs loksins skírður. Hann fékk nafnið Bjarki Snær Fannberg. Til stóð að skíra litla snúðinn 13.apríl sem var annar í páskum en Covid sló það alveg útaf borðinu. Þá hefðu þau systkini. átt sama skírnardag en 2017 var 13.apríl einmitt Skírdagur og þá var Embla Ýr dóttir okkar skírð. Þar sem Bjarki er fæddur 22.október var hann orðinn ansi gamall en sem betur fer ákváðum við að nefna hann 5.desember svo hann hefur ekki verið nafnlaus allan þennan tíma. Hann sem betur fer passaði ennþá í kjólinn en þar sem hann er orðinn svo stór og kjóllinn ansi sleipur var hægara sagt en gert að halda á honum meðan athöfnin var í gangi og mér leið smá eins og ég væri með lax í fanginu haha. Eins og þeir sem þekkja mig vita er ég alveg veisluóð og að sjálfsögðu stóð aldrei til að sleppa því að halda veislu þó Covid væri eitthvað að trufla og í byrjun júní ákváðum við að 17.júní væri snilldardagur fyrir þetta. Þar sem sá dagur kom upp í miðri viku vorum við ekki að skemma helgarplön hjá fólki sem var á leiðinni útá land og því var mjög góð […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bakstur

Einfalt og æðislegt heimagert ketó múslí

22. september 2019

Nú er komið ár síðan ég byrjaði á ketó og mér hefur aldrei liðið betur á neinu mataræði. Ég hef mun meiri orku, liðverkir eru liðin tíð og ég að sjálfsögðu mun léttari á mér líkamlega. Fyrir mér er þetta lífsstíll sem hentar mér mjög vel og mér finnst gaman að deila því sem ég hef verið að prófa og græja í eldhúsinu með ykkur inná instagram 💕 Hlakka til að sjá ykkur þar Leitin að góðu múslí sem inniheldur ekki mikið af kolvetnum hefur verið frekar erfið en þá var auðvitað tilvalið að baka sitt eigið múslí sem passar inn í mataræðið 👏 Þessi uppskrift er fljótleg og afar gómsæt. Uppskrift : 150 grömm sneiddar möndlur 50 grömm graskersfræ 50 grömm sólblómafræ 1/2 dl möndlumjöl 1 dl chia fræ Blöndum öllum fræum og mjöli vel saman í skál. Blanda 1 dl af ketó vænu sýrópi út í 75 ml af vatni. Ég nota fiber sýrópið frá sukrin eða maple sweet like sugar frá good good. Hrærið þessu vel saman og hellið yfir þurrefnin Dreifið blöndunni á bökunarpappír og bakið við 160 gráður á blæstri í 20-30 mín Á 5 mínútna fresti hreyfi ég við blöndunni og sný múslíinu með […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Hanna Þóra

Heitur chia morgungrautur með kanil – þessi er ketó

28. júlí 2019

Þessi heiti chia grautur er æðislega góður í morgunmat og hentar vel þeim sem eru á lágkolvetna eða ketó matarræði 👌 Sjálfri fannst mér stundum leiðinlegt að geta ekki fengið mér hafragraut á morgnanna með fjölskyldunni en þessi grautur er að mínu mati betri og ekki verra hvað hann passar vel inn í mitt matarræði 👏 1/2 dl chia fræ 1 dl möndlumjöl 1/2 dl rjómi 1 tsk kanill Vatn eftir smekk en ég set oftast um hálfan dl. Aðeins mismunandi eftir því hversu þykkan graut maður vill Smá salt (nota steinefnaríkt Himalya sjálf) Skella þessu öllu saman í pott og hita þar til fræin eru tilbúin og grauturinn orðinn þykkur og góður. Æðislegt að toppa með möndlum, kanil og jafnvel fiber syrópi og kókosmjöli 👌 Allar mínar uppskriftir og hugmyndir koma inn á instagram, hvet ykkur til að fylgjast með mér þar 😊 https://www.instagram.com/hannathora88/?hl=en

Hljóðskrá ekki tengd.
Hanna Þóra

Steikt brokkolí með hnetum og lakkríssalti

8. maí 2019

Ein af mínum uppáhalds ketó uppskriftum er brokkolíið sem steikt er á pönnu með pistasiu hnetum og lakkríssalti. Þetta er ótrúlega góð blanda og passar einstaklega vel með kjúkling. Það besta er að ég á alltaf til í þennan rétt þar sem ég nota frosið brokkolí sem geymist vel og lengi. Uppskrift: 500 gr Frosið brokkolí sem ég afþýði í örbylgjuofninum Set ólífuolíu eða avocado olíu á pönnu og steiki brokkolíið uppúr henni ásamt smá hvítlauksdufti. 2 msk soya sósu bætt útá ásamt 1 dl af pistasíuhnetukjörnum Að lokum toppa ég réttinn með 1-2 tsk af lakkrís salti frá saltverki Einfalt – fljótleg og kemur skemmtilega á óvart 👏 Fleiri uppskriftir og fróðleik um ketó er að finna inná instagram 🙌Það væri gaman að sjá ykkur einnig þar 😊 https://www.instagram.com/hannathora88/?hl=en

Hljóðskrá ekki tengd.
Hanna Þóra

Uppáhalds ketó morgunmaturinn

16. apríl 2019

Ég á mér uppáhalds ketó morgunmat sem hentar mér vel að græja kvöldið áður fyrir morgunflug Uppskriftin er einföld og fljótleg 1 og 1/2 dl Grísk jógúrt frá MS 3 msk chia fræ Rjómi Stevíu dropar eftir smekk Blanda grísku jógúrtinni saman við rjómann og Stevíu dropana til að þynna hana áður en chia fræjunum er bætt útí Hræra öllu vel saman og velja topp eftir smekk. Uppáhalds toppablöndurnar mínar sem henta vel á ketó matarræðinu eru þessar ✨Dökkt fiber síróp ✨1 msk kókosmjöl ✨2-3 jarðarber skorin niður ✨Möndlur ✨Dökkt ósætt kakó Þið finnið mig og ketó uppskriftirnar mínar inná instagram með því að smella HÉR Þar er einnig gjafaleikur væntanlegur fyrir ketó snillinga 😊

Hljóðskrá ekki tengd.
Afmæli og veislur

Nammibarinn í brúðkaupinu mínu

15. febrúar 2019

Um leið og við Sæþór ákváðum að gifta okkur fór ég á flug að skipuleggja og plana og pæla. Ég komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að ég vildi vera með nammibar eða candy buffet í brúðkaupinu mínu.  Ég vil ekki vita hvað ég eyddi mörgum klukkutímum á pinterest að skoða allskonar útfærslur af nammibar og það var heljarinnar vinna að komast að niðurstöðu. Loksins eftir marga mánuði datt ég niður á myndir af nammibar sem mér fannst ótrúlega fallegur og ég ákvað að nota hann að hluta til sem fyrirmynd ásamt nokkrum öðrum myndum sem mér fannst fallegar og henta mínu þema. Þemað í brúðkaupinu var mest gull,glimmer, kampavínslitað og ég vildi að nammibarinn væri alveg skreyttur í því þema. Ég vildi einnig að allt sem væri boðið uppá á nammibarnum væri í þessu litaþema og það tókst á endanum hjá mér eftir miklar pælingar.  Það sem ég var með á mínum nammibar: Heimabakaðir cake pops, 4 tegundir Ástrík popp í litlum glærum pokum með borða Krispy Kreme kleinuhringir með gullglimmer Gylltar karamellukúlur Hersheys gullkossar Gylltar Lindt kúlur  Hvítir snjóboltar frá Kólus Haribo gúmmíbangsar í litlum gylltum pokum Ég bjó sjálf til cakepops og skreytti þá á 4 mismunandi vegu. […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Afmæli

2ja ára prinsessuafmæli

11. febrúar 2019

Í janúar varð Embla dóttir mín 2ja ára. Ég elska að halda veislur og þá sérstaklega veislur þar sem ég get komið einhverju þema að. Barnaafmæli eru hinn fullkomni viðburður fyrir þemaveislu og ég man að þegar ég var ólétt að Emblu var ég strax farin að hugsa útí 1.árs afmælið hennar ! Ég hélt semsagt einhyrningaafmæli fyrir hana þegar hún var 1.árs sem heppnaðist mjög vel. Hægt að skoða það hérna.  Í ár ákvað ég að hafa prinsessuþema í bleikum og gylltum litum. Ein ástæðan fyrir því er sú að ég gifti mig síðasta sumar og átti því ágætis safn af gylltu skrauti, dúkum, kökudiskum og kertastjökum sem ég gat nýtt núna. Eins fann ég svo margar flottar myndir á netinu af svona prinsessuafmælum.  Ég byrjaði á því að panta slatta af skrauti í prinsessuþema af aliexpress í lok október. Þar sem afmælið hennar Emblu er svo nálægt jólunum þarf maður að passa að vera tímanlega í að panta af ali þar sem sendingartíminn lengist oft töluvert í kringum jólin. Nú er pósturinn að vísu byrjaður að rukka fyrir alla pakka svo ég hugsa að ég panti bara á amazon.com fyrir næsta afmæli og láti senda það allt saman í […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Afmæli og veislur

Ostasalat með crunchy pepperoni

21. janúar 2019

Þetta salat er fullkomið í næsta saumaklúbb eða afmæli og hentar vel þeim sem eru á lágkolvetna matarræði. Það er bæði fljótlegt að útbúa og mun án efa verða vinsælt. 1 dós sýrður rjómi 18% Blaðlaukur 1 stk pepperoni ostur frá MS 10 sneiðar pepperoni (ég nota pepperoni frá stjörnu grís því það er passlega sterkt og verður mjög stökkt og gott á stuttum tíma) Svartur pipar Hvítlauksduft Byrjum á því að setja sýrða rjómann í skál með þunnt skornum blaðlauk, svarta piparnum og hvítlauksduftinu og hrærið vel. Pepperoni osturinn skorinn í litla kubba og bætt útí. Setjum pepperoni sneiðarnar á pönnu eða á bökunarpappír inní ofn og steikjum þar til það er alveg stökkt. Þegar pepperoni-ið er orðið kalt er það skorið í bita og bætt útí Tilvalið að bera fram með snittubrauði, ritz kexi, steiktum pepperoni sneiðum eða lava cheese fyrir þá sem eru á ketó eða lágkolvetna matarræði. 😊 Ef þið hafið áhuga á fleiri uppskriftum og ráðum um ketó matarræði getið þið fylgst með mér á snappinu mínu og instagram. Einnig er ég með Facebook síðu þar sem allar mínar uppskriftir og fróðleikur frá mér birtist 👉 Hanna Þóra /hönnukökur instagram 👉 https://www.instagram.com/hannathora88/

Hljóðskrá ekki tengd.
Hanna Þóra

Ketó brunch – Bacon vafinn aspas með chilli smjörsósu

11. janúar 2019

Síðustu helgi langaði mig að hafa eitthvað extra gott í hádegismatinn sem myndi að sama skapi passa inní keto matarræðið mitt. Ég átti til ferskan aspas og úr varð þessi æðislegi réttur sem er með brunch ívafi. Uppskrift Ferskur aspas (ég var með 6 stykki á mann) 1 pakki beikon Egg Hvítlauks krydd Salt og pipar Byrjum á því að vefja beikoninu utanum aspasinn og raða á plötu með bökunarpappír. Ég krydda mjög létt með hvítlauks kryddi yfir og set inní ofninn á 200 gráður. Því næst græja ég eggin en brýt ég ofaní svona silicon mót frá ikea sem ég pensla með olíu áður en eggið fer ofaní og set með í ofninn í ca 10 mínútur Á meðan þetta eldast í ofninum bý ég til sósuna 2 eggjarauður þeyttar vel 150 gr smjör brætt (passa að það verði ekki of heitt!) Helli smjörinu varlega útí með mjórri bunu (bernaise aðferðin) Í lokin krydda ég með chilli explosion kryddi,salti og svörtum pipar úr kvörn. verði ykkur að góðu 😊🥂 Ps þið finnið mig snapchat þar sem ég er að sýna frá mat og allskonar skemmtilegu 👉 Hannsythora Og allir uppskriftir inná Facebook síðunni minni 👉 Hanna Þóra – Hönnukökur

Hljóðskrá ekki tengd.
Hanna Þóra

Keto Brokkolí salat

9. janúar 2019

Á dögunum var ég að prófa mig áfram með brokkolí og útbjó æðislegt salat sem er frábært sem meðlæti með ýmsum mat eða gott eitt og sér. Uppskriftin er einföld og fljótleg og hentar vel þeim sem eru á ketó eða á lágkolvetna matarræði. 2 bollar ferskt brokkolí 4 msk mæjónes (ég nota avocado mæjónes) Rauðlaukur saxaður smátt 4 sneiðar eldað beikon Salt og pipar Mæjónesinu ásamt salti pipar og lauknum blandað í skál og hrært vel áður en brokkolí og bacon fær að blandast við. Þið finnið mig á snapchat þar sem ég sýni allskonar ketó uppskriftir og fleira skemmtilegt 👉 hannsythora Og með því að fylgja Facebook síðunni minni Hanna Þóra – hönnukökur

Hljóðskrá ekki tengd.
danskur jólamatur

Julefrokost jólaboð

12. desember 2018

Ég er alltaf með danskt julefrokost jólaboð fyrir jólin. Þá býð ég uppá allskonar danska jólarétti og með þessu er drukkin bjór og ákavíti. Þetta er ótrúlega skemmtilegur matur til að borða í góðum hópi þar sem borðhaldið tekur langan tíma, enda margir réttir að smakka á og eins er þetta matur sem er gaman að narta í langt fram eftir kvöldi.  Ég sýndi aðeins frá undirbúningi á snapchat og fékk mjög jákvæð viðbrögð svo ég ákvað að henda í bloggfærslu með nokkrum uppskriftum.  Þetta eru réttirnir sem ég býð uppá hreindýrabollur með gráðostasósu jólaskinka og kartöflusalat bananasíld og sveppamauk bökuð lifrarkæfa með beikoni og sveppum reyktur og grafinn lax, sósa, aspas og egg rækjukokteill roastbeef, remúlaði og steiktur laukur hreindýrapaté og hindberjasulta fiskipaté og hindberjasósa grafið nautafile og tvítaðreykt lambainnralæri með piparrótarsósu (keypt í Kjötkompaní) rauðlaukssulta rúgbrauð, gróft brauð, ristað brauð bjór og ákavíti ris a la mande grautur með karamellusósu  og brownie Hér fyrir neðan eru helstu uppskriftirnar sem ég nota: Hreindýrabollur 800g hreindýrahakk 1/2 dl sódavatn 1pk Tuc bacon kex 200g sveppir smátt skornir púrrulauksúpa (1pakki) 1 laukur smátt skorinn 2 msk fljótandi villibráðakraftur salt og pipar Blandið öllu saman í skál með höndunum og mótið litlar bollur. […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Diy

SmartStore skipulagsbox í ísskápinn – algjör snilld !

24. september 2018

Þeir sem fylgjast með mér á Snapchat vita að ég elska skipulag og allskonar box og græjur til að gera heimilisskipulagið auðveldara.  Þegar ég rakst á auglýsingu með þessum frábæru SmartStore skipulagsboxum fyrir ísskápinn vissi ég að þetta yrði ég að prufa. Mig hefur lengi dreymt um að eiga svona fullkomlega skipulagðan ísskáp sem er alltaf hrikalega girnilegur og eins og í bíómynd en þar til nú hefur það verið vonlaust verkefni.  Ég er búin að leita nokkuð lengi að svona boxum en bara séð þau erlendis og þar sem þau eru ansi fyrirferðarmikil þá hef ég aldrei lagt í að burðast með þetta með mér á milli landa. Þið getið því ímyndað ykkur gleðina sem fyllti litla skipulagshjartað mitt þegar ég sá þessi box auglýst.  Boxin koma í 3 stærðum og það er einnig hægt að fá lok á allar stærðirnar. Boxin geta líka staflast öll ofaná hvort annað og eins er brún á lokunum svo hægt er að nýta þau sem geymslubakka líka, bæði ein og sér og eins þegar þau eru í notkun sem lok. Boxin eru einnig öll með handföngum sem auðveldar notkun þeirra.  Mér finnst snilld að geta bæði notað boxin og lokin sem ílát […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bakstur

Ketó mozzarella brauð sem svíkur engan

9. september 2018

Nú hef ég verið á ketó/low carb matarræði í nánast mánuð og maður lifandi hvað ég finn mikinn mun á sjálfri mér bæði líkamlega og andlega. Enginn útblásinn magi lengur, engir magaverkir, jafnari orka yfir daginn og ég almennt bara hressari. Ég hef verið að prófa mig áfam með alls kyns uppskriftir undanfarið og langaði að deila með ykkur þessu mozzarella ólífubrauði sem ég bjó til um daginn. Uppskriftin er einföld og afskaplega fljótleg og auðvelt er að toppa brauðið á annan hátt t.d. með sólþurrkuðum tómötum, kryddum eða ostum. 1 poki rifinn mozzarella 2 msk beikon smurostur (eða annað bragð ef vill en passa að hann sé ekki léttsmurostur ef þið eruð á ketó eða low carb matarræði) 1 tsk salt 1 tsk lyftiduft 1 egg 2 msk möndlumjöl Ólífur að eigin vali Parmesan ostur Oreganó krydd   Byrjum á því að taka skál sem má fara í örbylgjuofn og látum allan ostinn ofaní hana ásamt smurostinum, saltinu, lyftiduftinu og möndumjölinu. Hitum þessa blöndu í 60 sek – hrærum aðeins og athugum hvort osturinn er bráðnaður, bætum við 15 sek þar til osturinn er alveg bráðnaður og hægt er að hræra í gott deig. Bætum egginu útí og hrærum […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Hanna Þóra

Heimagerðar kjötbollur með Havartí

10. ágúst 2018

Í vikunni eldaði ég svo æðislegar kjötbollur með havartí osti og marinara sósu sem mig langar að deila með ykkur. Þessar bollur henta einnig þeim sem eru að sneiða hjá kolvetnum td LKL eða Ketó. Uppskriftin er í raun einföld og allir geta græjað þessa máltíð. 1 kíló gott nautahakk Havartí Kryddostur ( 8 sneiðar) 1 Egg Salt Pipar Hvítur pipar Hvítlauksduft eða hvítlauksgeirar saxaðir smátt Þurrkuð basilíka Oregano Fersk frosin steinselja Rifinn parmesan ostur   Byrjum á því að setja hakkið í stóra skál og krydda eftir smekk. Þar á eftir er eitt egg sett útí og því blandað vel samanvið ( það gerir bollugerðina auðveldari og er einnig prófteinríkt) Í lokin skar ég niður 8 sneiðar af Havartí og blandaði varlega út í kjötbollublönduna. Svo tók við bollugerðin sem er tilvalið að fá krakka á heimilinu til að taka þátt í og skapa þannig skemmtilega samverustund í eldhúsinu. Fallegar bollur tilbúnar á pönnuna. Ég steiki bollurnar á pönnu uppúr ólífuolíu áður en þær fara svo í ofnfast mót og klára að eldast í ofninum. Þetta gefur þeim gullinbrúna eldum að utan en þær eru ennþá safaríkar að innan.   Þegar bollurnar eru komanar í mótið tek ég eina […]

Hljóðskrá ekki tengd.
fljotlegt

Original kjúklingalæri í ofni – Fljótlegt og ofboðslega gott

21. júlí 2018

Ég er mjög hrifin af fljótlegri matargerð sem lætur matinn bragðast eins og maður hafi verið hálfan daginn að brasa yfir pottunum. Ég hika ekki við að nýta mér krydd og aðferðir sem einfalda eldamennskuna til muna. Þessi krydd frá McCormick í línunni Bag’N season eru algjör snilld og þá sérstaklega original chicken pokinn frá þeim. Uppskriftin er einföld ef uppskrift má kalla 1 pakki úrbeinuð kjúklingalæri ( það má einnig nota hvaða bita sem er, með beinum eða beinlausa eftir smekk) 1 poki Bag’N Season poki 1 dl hveiti 1/2 dl Mjólk Aðferð : Opna lærapakkann og helli mjólkinni yfir lærin þannig að hún dreifist yfir öll lærin. Þetta gerir það að verkum að kryddið festist vel á bitunum! Opna pokann sem fylgir með og helli kryddblöndunni úr pokanum ofaní ásamt 1 dl af hveiti. Hristi pokann þannig að allt blandist saman áður en lærin fara útí. Skelli lærunum útí og þá er bara að velta bitunum vel og lengi inní pokanum þar til allt er orðið vel húðað. Ég raða bitunum á bökunarplötu með bökunarpappír á – Mér persónulega finnast bitarnir festast síður við ef ég nota bökunarpappírinn í stað álpappírs! Yfir bitana set ég smá ólífuolíu aður […]

Hljóðskrá ekki tengd.
fljotlegt

Tómatsúpa með makkarónum og osti

21. júní 2018

Stundum þegar tíminn er naumur og manni langar í góða súpu í hádeginu er tilvalið að nýta sér pakkasúpur sem grunn og ég hika ég ekki við að nýta mér það. Það er auðvelt að dressa upp súpur með því að bæta við allskonar góðgæti og gera súpuna matarmeiri fyrir vikið. Þessi súpa er í uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni um helgar. Þessi súpa þarf að sjóða í um 5 mínútur en ég bæti oft auka makkarónum útí og læt þær sjóða með. Einnig bæti ég útí einni dós af niðursoðnum tómötum og krydda eftir smekk með basilíku, pipar, ítölsku kryddi og oreganó. Galdurinn liggur svo í því hvernig hún er toppuð.   Ofaná er tilvalið að setja soðin egg sem eru skorin í báta, Rifinn ost og sýrðan rjóma. Mæli með því að prófa sig áfram með pakkasúpur… Því það er nú oft þannig að tíminn er af skornum skammti 🙂  

Hljóðskrá ekki tengd.
Matur

Spínat lasagna – hollt og gott!

20. júní 2018

Langar að deila með ykkur uppskrift af spínat lasagna sem ég elska. Það er ótrúlega gott og hollt (ish). Þegar mamma bauð okkur Arnóri fyrst í spínat lasagna hugsaði ég með mér bara “Já ok, en hrikalega óspennandi” haha….en vá hvað það kom á óvart og er nú einn af mínum allra uppáhalds réttum!    Það er alveg frekar einfalt að búa réttinn til og einnig gaman, svo tekur það alls ekki langan tíma sem mér finnst alltaf plús.       Það sem þarf: 1 púrrulaukur C.a. 10 stk meðalstórar kartöflur 600gr frosið spínat Lasagna plötur 200 gr rjómaostur Rifinn ostur Hvítlaukssalt 1-2 msk  kúmín (cumin) 1 tsk kóríander  Dass af chillidufti Salt & pipar       Aðferð: Leggja lasagna plöturnar í bleyti í c.a. 30 mín til að mýkja þær aðeins Sjóða kartöflur (ekki kæla) Saxa lauk og steikja upp úr olíu Setja spínat á pönnuna með lauknum Setja grófmarðar kartöflur út á laukinn og spínatið þegar spínatið er þiðnað á pönnunni Rjómaost og kryddi er svo bætt út í og allt hrært vel saman Síðan er þessu komið í eldfast fót, gerðar eru nokkrar hæðir og lasagna plötunum raðað á milli. Að lokum er settur ostur […]

Hljóðskrá ekki tengd.
bernaise sósa

Bernaise sósan góða

4. júní 2018

Ég elska sósur ! Ég er án gríns sósusjúklingur og mér finnst heimagerð bernaise sósa algjört æði.  Þar sem ég er oft að baka franskar makkarónur á ég oft helling af eggjarauðum sem er tilvalið að nota í bernaise sósu.  Ég hef oft verið að gera þessa sósu á snapchat og fæ alltaf spurningar um uppskriftina. Þessi uppskrift er mjög einföld og ekkert mál að gera hana. Ég nota alltaf hrærivél til að gera mína sósu en það er bókað hægt að nota handþeytara líka.  Bernaise sósa , f. 4-8 (fer eftir því hversu sósusjúkt fólkið er) 500g smjör 8 eggjarauðu 1,5 mtsk bernaise essence 1 mtsk estragon krydd 1 tsk nautakraftur í duftformi salt og svartur pipar eftir smekk Byrjið á því að bræða allt smjörið og hella því í plastkönnu eða ílát sem hægt er að hella smjörinu úr.  Setjið eggjarauður á hrærivélaskálina og þeytið aðeins í um 10-15 sekúndur.  Setjið hrærivélina á minnsta styrkinn og hellið smjörinu í mjórri bunu útí eggjarauðurnar. Þetta á að gera hægt og alls ekki skella öllu smjörinu útí.  Bætið útí blönduna bernaise essence, estragon, kjötkrafti, salti og pipar. Mikilvægt að smakka til og bæta við eftir smekk, mjög misjafnt finnst mér hvað þarf […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Ameríka

Amerískar vörur í uppáhaldi

24. maí 2018

Úrvalið í amerískum verslunum er engu líkt og ég hef fallið fyrir nokkrum vörum sem ég hef sjaldan eða aldrei fundið hér heima sem ég hef kippt með mér heim frá Ameríku reglulega. Mér er nánast sama um búðarölt í fataverslunum en gefðu mér góðan tíma og supermarkað erlendis og ég get verið þar tímunum saman að skoða 🙂 Hérna eru nokkrar uppáhalds vörur sem ég kaupi. Einhverjar eru hugsanlega til hérna heima en ef þið eruð á leiðinni til Ameríku mæli ég með því að kíkja á þessar vörur 🙂   Þessa dressingu frá Hidden Valley kaupi ég alltaf, hún fæst í nokkrum útgáfum, low fat, fat free, original og með allskyns auka bragði. Æðisleg á Cesar salat og með kjúklingavængjum 🙂 Þessar mini tortillur eru þær bestu sem ég hef smakkað frá Mission. Þykkar og bragðgóðar og snilld í þessa uppskrift hérna –  http://fagurkerar.is/street-tacos-med-bbq-og-lime-kjukling/ Það er ekkert mál að setja þær í frystinn og annað sniðugt ráð er að nota þær í mini pizzugerð fyrir börnin eða veisluna 🙂 MMMM… Oreo lovers verða ekki sviknir af þessari snilld. 6 pakkar af kökum með lítilli dýfu. Örugglega vinsælt í afmæli eða lautarferð. Margir þekkja fiskakexið góða en í ameríkunni […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Gotterí

5 Mínútna súkkulaði popp og ávaxtaspjót

9. maí 2018

Nú þegar Ísland er að keppa í öllu mögulegu á komandi mánuðum er tilvalið að vera með skemmtilegt og einfalt gotterí á boðstólum fyrir dygga stuðningsmenn heima í stofu. Þessar uppskriftir henta öllum aldri og hægt að útfæra með og án sykurs allt eftir því hvaða súkkulaði er fyrir valinu hverju sinni 🙂 Súkkulaði Popp 1 poki poppkorn ( ég kýs stjörnu eða fitness popp, þá er það kallt og tilbúðið hvenær sem er) 1 súkkulaði plata að eigin vali Nammi til að strá yfir poppið, M&M er sérlega vinsælt og litríkt. Ég tek bökunar pappír og dreifi poppinu yfir örkina. Bræði súkkulaðið í örbylgjuofninum þar til alveg bráðnað Set súkkulaðið yfir poppið þannig að myndist mjóar línur af súkkulaði á poppinu. Set M&M yfir meðan súkklaðið er ennþá volgt. Leyfa þessu að kólna alveg og storkna Setja í fallega skál og njóta! 🙂 Fullkomið með Eurovision eða góðum landsleik 🙂 Meðan ég er ennþá að vinna með bráðið súkkulaði er tilvalið að útbúa ávaxtaspjót með súkkulaði húðuðum bananabitum. Þetta slær alltaf í gegn og það má líka alveg sleppa súkkulaðinu og kökuskrautinu,  það rennur líka ljúflega niður fyrir allan aldur 😉 Bræði meira súkkulaði og set á bananabitana. Meðan […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Afgangar

Street Tacos með BBQ/Lime kjúkling

9. maí 2018

Ég var úti í New york þann 5 Maí síðast liðinn en þann daginn er hátíðsdagur í mexíkó (Cinqo de mayo) og því mikið um mexíkóskan mat í verslunum í bandaríkjunum, skraut og drykki. Ég tók með mér litlar tortillur í street taco stíl heim og fannst tilvalið að prófa þetta í vikunni. Uppskriftin er einföld en það er tilvalið að grilla kjúklinginn eitt kvöldið og nota afgangana í tacos daginn eftir. Uppskrift 1 bakki úrbeinuð kjúklingalæri ( Það má nota hvaða kjöt sem er en mér finnst koma besta bragðið af lærum) Marinering : 1 dl Caj P kryddolía 1 dl BBQ sósa að eigin vali 1 tsk paprikuduft 1 tsk hvítlauksduft 1 lime kreist yfir Salt og pipar eftir smekk Lærin grilluð á háum hita þar til tilbúin.   Meðlætið getur verið allskonar en ég var með kál, litla mangó bita, gúrku, tómata. Mér finnst mikilvægt að skera grænmetið mjög smátt þegar um svona litlar tortillur er að ræða, þá blandast allt betur saman og bragðið nýtur sín 🙂 Salsa sósa og sýrður rjómi ávallt nauðsynlegt í hvaða mexíkóska rétti sem er, sniðugt að hafa nokkra styrkleika af salsa sósu ef maður fær gesti í mat. Gott er […]

Hljóðskrá ekki tengd.
grillsumar

Bakaðar kartöflur með beikon og Cheddar toppi

24. apríl 2018

Nú þegar grillsumarið er framundan þá má ég til með að deila með ykkur þessari uppskrift af mínum uppáhalds bökuðu kartöflum sem eru engu líkar. Þessar kartöflur eru dekur kartöflur og ég vara ykkur við að þegar þið smakkið þá verður ekki aftur snúið. Byrjum á því að taka kartöflurnar og stinga lítil göt á hýðið með gaffli. Nudda ólífuolíu á allt hýðið og inn í ofn á bökunarpappír í klukkutíma á 200 gráðum Klukkutíma síðar hefst dekrið fyrir alvöru. Kartöflurnar skornar í tvennt og mjög varlega er skafið innanúr þeim og yfir í skál. Geymum hýðið þar til síðar Út í kartöflu fyllinguna set ég smjör , vel af salti og pipar og hræri saman – Hér er mikilvægt að hræra ekki of mikið þar sem við viljum ekki fá kartöflumús, viljum halda í áferðina af bökuðum kartöflum. Því næst set ég beikonkurl útí blönduna og hræri saman. þá þarf að fylla hýðin aftur varlega með skeið. Svo toppum við þetta með rifnum cheddar og setum inn í ofninn þannig að osturinn bráðni og myndi æðislegan ostatopp Gleðilegt grillsumar  😀 Ps. þið finnið mig á snapchat : Hannsythora    

Hljóðskrá ekki tengd.
Aníta

Fagurkera deit á Vikingspizza

23. apríl 2018

Eitt af því skemmtilegasta sem við stelpurnar í Fagurkerum gerum er að hittast allar saman og spjalla um heima og geima! Við erum allar ótrúlega góðar vinkonur og gætum ekki verið heppnari með hvora aðra. Við reynum því reglulega að finna okkur tíma þar sem við getum skilið börnin eftir heima, fengið okkur gott að borða og jafnvel örlítið meðí svona í aðra tánna (eða báðar..) Á dögunum fengum við boð um að smakka nýjan pizzastað sem var að opna í Hafnargötunni í Keflavík. Staðurinn heitir Vikingspizza. Deigið og pizzasósan er heimalöguð og er allt eldbakað á staðnum.  Einn af eigendum staðarins tók á móti okkur og vorum við allar sammála um það að þjónustan hafi verið frábær í alla staði. Okkur leið nokkurnvegin eins og algjörum prinsessum alveg frá því við gengum inn og þar til við fórum. Við byrjuðum á því að panta okkur ostabrauðstangir, hvítlauksbrauð og bernies brauðstangir í forrétt og sló sérstaklega hvítlauksbrauðið og bernies brauðstangirnar í gegn. Við vorum allar sammála um það að þetta væri lang besta hvítlauksbrauð sem við hefðum smakkað og bernies brauðstangirnar! Þær voru bara úr öðrum heimi þær voru svo sjúklega góðar! Við fengum svo að smakka hinar ýmsu pizzur […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Matur

Besta sósan

19. apríl 2018

Langar að deila með ykkur uppskrift af sósu sem mér finnst alveg rosalega góð. Hef gert þessa sósu síðan við Arnór byrjuðum að búa og fæ aldrei leið á henni. Hún passar með svo mörgu, t.d. pasta, kjötréttum, góð grillsósa.. Alltaf þegar ég fæ fólk í mat þá er talað um að sósan sé svo góð og á mínu heimili er hún kölluð “mömmusósa.” 🙂 Ég er ekkert að finna upp neitt hjól hérna en ef það eru einhverjir sem eru ekki vanir því að gera heita sósu með matnum eða einhverjir sem vilja prófa eitthvað nýtt þá mæli ég svo innilega með því að prófa þessa. Það er alveg rosalega einfalt og fljótlegt að útbúa sósuna.   Innihald: 1/2 L matreiðslurjómi (stundum nota ég frekar mjólk og smá vatn ef ég á ekki til matreiðslurjóma)  Dass af mjólk eða vatni  1/2 kjúklinga súputeningur (hægt að nota frekar nauta- eða grænmetis en ég hef alltaf notað kjúklinga) Sveppasósugrunnur (hægt að sleppa – en hann gefur mikið og gott bragð. Sá sem ég nota fæst í Bónus og mér finnst hann mjög góður) 1/2 villisveppa- og 1/2 hvítlauksostur (ég notaði þessa osta í gær en nota lang oftast 1/2 pipar- og […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Edamame

Edamame baunir með Lime og hoisin sósu

30. mars 2018

Ég hef undanfarið verið að prófa mig áfram með Edamame baunir en þær eru bæði hollar og góðar, stútfullar af próteini og henta einnig þeim sem er vegan. Edamame baunir eru góðar í léttan hádegisverð, sem meðlæti með mat eða sem skemmtilegur forréttur í matarboði. Baunirnar koma frosnar og því auðvelt að eiga alltaf til í þennan gómsæta rétt. Ég hef verið að kaupa þessar baunir frá Gestus í Krónunni, eins baunir fást í bónus og þá í hvítum pokum í frystinum. Uppskrift: Baunirnar settar í pott með vatni og smá salti. Suðan látin koma upp og gott að leyfa þeim að sjóða í 3 mínútur áður en vatnið er sigtað frá. Ég hita pönnu með ólífuolíu og skelli baununum útá. Krydda með eftirfarandi kryddum: Hálf msk chilli krydd 2 tsk svartur pipar úr kvörn Hálf tsk hvítlauksduft Strái maldon saltflögum yfir allar baunirnar 3 msk soyjasósa og 2 msk hoisin sósa sett útá pönnuna og leyfi baununum að drekka sósublönduna aðeins í sig. Að lokum kreisti ég hálft Lime yfir baunirnar á pönnunni og ber svo á borð. Baunirnar eru borðaðar innan úr belgnum og honum svo hent. Skemmtilegt að bera fram með Lime bátum og prjónum   Verði […]

Hljóðskrá ekki tengd.
kjúklingalasagna

Dásamlegt kjúklinga lasagna!

15. mars 2018

Ég er eflaust sá allra versti bakari sem fyrirfinnst í alheiminum en ég má alveg eiga það að ég er ágæt í að elda góðan mat. Eða tjah, ágæt í að elda góðan mat eftir uppskrift allavega 😉 Mamma mín eldar að mínu mati allra besta matinn (segja þetta ekki annars allir eða?!) og ég er með nokkrar uppskriftir frá henni sem ég hef verið að leika eftir og verð að fá að deila með ykkur. Við vorum með kjúklingalasgna í matinn í gær og vorum að gera það sjálf heima í annað sinn, annars erum við vön að fá þetta hjá Hótel Mömmu öðru hvoru. Í fyrsta sinn sem við gerðum það þá var það ekki alveg jafn gott og hjá mömmu en í gær var það DELISH! Samt fórum við í bæði skiptin eftir uppskrift þannig ég veit ekki hvað klikkaði fyrst hehe..   Þið verðið að prófa þennan rétt, hann er sjúklega góður!   Innihald: (fyrir c.a. fjóra) Lasagna plötur (við notuðum 9 stk og lögðum þær í bleyti í hálftíma áður en við byrjuðum til að mýkja þær upp) 400 gr kjúklingur (við settum samt heilan bakka af bringum sem var um 750 grömm) 1 dl […]

Hljóðskrá ekki tengd.