Afmæli og veislur

Skírnarveisla

20. júní 2020

Á 17.júní var sonur okkar Sæþórs loksins skírður. Hann fékk nafnið Bjarki Snær Fannberg. Til stóð að skíra litla snúðinn 13.apríl sem var annar í páskum en Covid sló það alveg útaf borðinu. Þá hefðu þau systkini. átt sama skírnardag en 2017 var 13.apríl einmitt Skírdagur og þá var Embla Ýr dóttir okkar skírð. Þar sem Bjarki er fæddur 22.október var hann orðinn ansi gamall en sem betur fer ákváðum við að nefna hann 5.desember svo hann hefur ekki verið nafnlaus allan þennan tíma. Hann sem betur fer passaði ennþá í kjólinn en þar sem hann er orðinn svo stór og kjóllinn ansi sleipur var hægara sagt en gert að halda á honum meðan athöfnin var í gangi og mér leið smá eins og ég væri með lax í fanginu haha. Eins og þeir sem þekkja mig vita er ég alveg veisluóð og að sjálfsögðu stóð aldrei til að sleppa því að halda veislu þó Covid væri eitthvað að trufla og í byrjun júní ákváðum við að 17.júní væri snilldardagur fyrir þetta. Þar sem sá dagur kom upp í miðri viku vorum við ekki að skemma helgarplön hjá fólki sem var á leiðinni útá land og því var mjög góð […]

Hljóðskrá ekki tengd.
danskur jólamatur

Julefrokost jólaboð

12. desember 2018

Ég er alltaf með danskt julefrokost jólaboð fyrir jólin. Þá býð ég uppá allskonar danska jólarétti og með þessu er drukkin bjór og ákavíti. Þetta er ótrúlega skemmtilegur matur til að borða í góðum hópi þar sem borðhaldið tekur langan tíma, enda margir réttir að smakka á og eins er þetta matur sem er gaman að narta í langt fram eftir kvöldi.  Ég sýndi aðeins frá undirbúningi á snapchat og fékk mjög jákvæð viðbrögð svo ég ákvað að henda í bloggfærslu með nokkrum uppskriftum.  Þetta eru réttirnir sem ég býð uppá hreindýrabollur með gráðostasósu jólaskinka og kartöflusalat bananasíld og sveppamauk bökuð lifrarkæfa með beikoni og sveppum reyktur og grafinn lax, sósa, aspas og egg rækjukokteill roastbeef, remúlaði og steiktur laukur hreindýrapaté og hindberjasulta fiskipaté og hindberjasósa grafið nautafile og tvítaðreykt lambainnralæri með piparrótarsósu (keypt í Kjötkompaní) rauðlaukssulta rúgbrauð, gróft brauð, ristað brauð bjór og ákavíti ris a la mande grautur með karamellusósu  og brownie Hér fyrir neðan eru helstu uppskriftirnar sem ég nota: Hreindýrabollur 800g hreindýrahakk 1/2 dl sódavatn 1pk Tuc bacon kex 200g sveppir smátt skornir púrrulauksúpa (1pakki) 1 laukur smátt skorinn 2 msk fljótandi villibráðakraftur salt og pipar Blandið öllu saman í skál með höndunum og mótið litlar bollur. […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Aníta

Fagurkera deit á Vikingspizza

23. apríl 2018

Eitt af því skemmtilegasta sem við stelpurnar í Fagurkerum gerum er að hittast allar saman og spjalla um heima og geima! Við erum allar ótrúlega góðar vinkonur og gætum ekki verið heppnari með hvora aðra. Við reynum því reglulega að finna okkur tíma þar sem við getum skilið börnin eftir heima, fengið okkur gott að borða og jafnvel örlítið meðí svona í aðra tánna (eða báðar..) Á dögunum fengum við boð um að smakka nýjan pizzastað sem var að opna í Hafnargötunni í Keflavík. Staðurinn heitir Vikingspizza. Deigið og pizzasósan er heimalöguð og er allt eldbakað á staðnum.  Einn af eigendum staðarins tók á móti okkur og vorum við allar sammála um það að þjónustan hafi verið frábær í alla staði. Okkur leið nokkurnvegin eins og algjörum prinsessum alveg frá því við gengum inn og þar til við fórum. Við byrjuðum á því að panta okkur ostabrauðstangir, hvítlauksbrauð og bernies brauðstangir í forrétt og sló sérstaklega hvítlauksbrauðið og bernies brauðstangirnar í gegn. Við vorum allar sammála um það að þetta væri lang besta hvítlauksbrauð sem við hefðum smakkað og bernies brauðstangirnar! Þær voru bara úr öðrum heimi þær voru svo sjúklega góðar! Við fengum svo að smakka hinar ýmsu pizzur […]

Hljóðskrá ekki tengd.