Aníta

Fagurkera deit á Vikingspizza

23. apríl 2018

Eitt af því skemmtilegasta sem við stelpurnar í Fagurkerum gerum er að hittast allar saman og spjalla um heima og geima! Við erum allar ótrúlega góðar vinkonur og gætum ekki verið heppnari með hvora aðra. Við reynum því reglulega að finna okkur tíma þar sem við getum skilið börnin eftir heima, fengið okkur gott að borða og jafnvel örlítið meðí svona í aðra tánna (eða báðar..) Á dögunum fengum við boð um að smakka nýjan pizzastað sem var að opna í Hafnargötunni í Keflavík. Staðurinn heitir Vikingspizza. Deigið og pizzasósan er heimalöguð og er allt eldbakað á staðnum.  Einn af eigendum staðarins tók á móti okkur og vorum við allar sammála um það að þjónustan hafi verið frábær í alla staði. Okkur leið nokkurnvegin eins og algjörum prinsessum alveg frá því við gengum inn og þar til við fórum. Við byrjuðum á því að panta okkur ostabrauðstangir, hvítlauksbrauð og bernies brauðstangir í forrétt og sló sérstaklega hvítlauksbrauðið og bernies brauðstangirnar í gegn. Við vorum allar sammála um það að þetta væri lang besta hvítlauksbrauð sem við hefðum smakkað og bernies brauðstangirnar! Þær voru bara úr öðrum heimi þær voru svo sjúklega góðar! Við fengum svo að smakka hinar ýmsu pizzur […]

Hljóðskrá ekki tengd.