hálskirtlataka

Hálskirtlataka á fullorðinsárum

14. maí 2020

Ég fór í hálskirtlatöku fyrir 9 dögum síðan og fannst tilvalið að skrifa færslu um það þegar kluklan er að verða 00 þar sem ég er búin að snúa við sólarhringnum í allri þessari rúmlegu. Eftir að hafa fengið streptókokka í hálsinn 3x í röð ákvað ég að fara til HNE læknis og láta meta það hvort það væri ekki kominn tími á að láta fjarlægja hálskirtlana. Ég hafði fengið streptó áður, kannski 5x en þá yfir margra ára tímabil. En þegar ég fékk þá 3x í röð og þeir komu bara aftur og aftur 3-4 dögum alltaf eftir að ég kláraði sýklalyfin þá hætti mér að lítast á blikuna. Úff það er svo leiðinlegt að fá streptó! HNE læknirinn sagði að það væri engin spurning, kirtlarnir ættu að fara burt, orðnir stórir og svampkenndir, jömmý. Þannig að hann gaf mér tíma 5. maí og svo var bara að vona það besta (þegar ég fékk tímann var nýkomið samkomubann). En svo var samkomubanninu breytt frá og með 4. maí þannig að ég komst í aðgerðina. Viðurkenni að ég var 0,0% spennt, en á sama tíma er illu best af lokið! Mig langaði neflilega að fresta þessu fram á haust því […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Framkvæmdir

Íbúðin mín – fyrir og eftir framkvæmdir og breytingar

20. febrúar 2020

Við Arnór höfum flutt óvenju oft á okkar tíma saman, en nú erum við hætt, amk í bili. Við fluttum sem sagt samtals níu sinnum á fimm árum og keyptum okkur 3x íbúð á 3 árum, en erum loksins komin í íbúð sem er nógu stór fyrir okkur öll og við erum búin að gera hana ótrúlega fína. Planið var svo að staldra við í c.a. 10 ár áður en við myndum kaupa hæðina/einbýlið/raðhúsið, sem er enn planið, þá eftir c.a. 7.5 ár ef 10 ára planið mun standa, en ef ég þekki okkur rétt þá munum við ekki ná 10 árum.. En við vorum ótrúlega heppin að finna þessa íbúð sem við eigum núna þar sem hún uppfyllti allar mínar kröfur: -er á jarðhæð-er með pall-það er gluggi inn á baði sem er algjör plús (höfðum aldrei búið í íbúð áður með glugga inn á baði)-varð að vera möguleiki að byggja “kisuparadís” svo kettirnir kæmust inn og út í búr eins og þau vilja og eru vöm-og að lokum FJÖGUR svefnherbergi, sem var svona aðalatriðið. Því við nenntum EKKI að flytja aftur næstu árin og vissum að okkur langaði að eignast barn nr.3 á næstu árum og vildum hafa […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Lífið

Góðir þættir á Netflix!

9. janúar 2020

Mig langar svo að deila með ykkur þáttum sem eru á Netflix sem mér finnst góðir. Það eru neflilega þrusu margar seríur þarna inni sem mér finnst snilld að deila með ykkur og mun setja hér lista yfir þær seríur sem mér finnst góðar og að allir ættu að sjá! Ég meina, eru ekki allir með Netflix og vantar manni ekki alltaf eitthvað til að horfa á? Hér kemur listinn og þið þakkið mér svo bara síðar…. -The CrownGeggjaðir þættir um bresku konungsfjölskylduna. Ég viðurkenni að ég var ekkert spennt fyrir þessum þáttum og ákvað svo að gefa þeim séns, sé svo sannarlega ekki eftir því, þeir eru æði! -OutlanderMæli svo mikið með. 1 sería er geggjuð, 2 sería er lala og 3 sería er geggjuð. Þættirnir eru um konu sem ferðast óvart aftur í tímann og ég vil helst ekki segja neitt meira til að skemma þannig að ég bara gef ykkur loforð að þessir þættir eru mjög skemmtilegir! -YouGeggjaðir þættir um sækó strák sem verður hrifinn af stelpu og fær hana á heilann….komnar 2 seríur og þær eru osom. -Dead to meÆðislegir! Um konu sem missir manninn sinn og líf hennar eftir það. Var ekkert sérlega spennt en […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Börnin

Hákon Orri 6 mánaða!

26. nóvember 2019

Ég á svo erfitt með að trúa þessu að litli gullmolinn minn sé orðið hálfs árs. Hvernig líður tíminn bara svona hratt? Þetta hálfa ár er búið að vera það besta sem ég hef átt. Hákon Orri er mikill ljúflingur sem leyfir mömmu sinni að sofa á nóttunni fyrir utan eina gjöf og það hefur næstum því verið þannig síðan hann fæddis. Hann er ofsalega ljúfur og góður og síborsand. Elskar að knúsast og kjassast og vera í mömmu fangi, enda mikill mömmu moli. Á hverjum degi sé ég mun á honum hvernig hann er að þroskast og upplifa nýja hluti. Hann er farinn að sitja með aðstoð og finnst það mjög gaman. Miklu skemmtilegra að leika með dótið sitjandi en liggjandi. Hann hefur alls enga þolinmæði á að liggja á maganum og er því lítið farinn að koma sér áfram en það er allt í góðu. Verður gaman að sjá þegar hann fer að koma sér af stað. Það sem ég er þakklát fyrir þennan litla gaur minn. Besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu er að eignast hann. Við mæðgin erum dugleg á Instagram endilega kíkið á okkur: SIGGALENA Þangað til næst…

Hljóðskrá ekki tengd.
Börn og uppeldi

Must have fyrir mömmur með fyrirbura/léttbura

23. nóvember 2019

Ég eignaðist mitt annað barn fyrir mánuði síðan. Litli kúturinn minn kom í heiminn á viku 33 og var voðalega lítill og smár en ofsalega duglegur. Hann þurfti að vera á vökudeildinni í 10 daga áður en hann fékk að koma heim með okkur. Systir hans sem fæddist í janúar 2017 kom líka fyrir tímann en hún fæddist á viku 36 og var því ekki alveg jafn lítil og viðkvæm og bróðir sinn og slapp alveg við vökudeildina. Ég er því orðin ágætlega sjóuð í svona litlum píslum og er búin að komast að því að það er ákveðnir hlutir sem maður notar meira og skipta meira máli með svona litla hnoðra en með fullburða börn og því ákvað ég að taka saman lista yfir það sem mér finnst must have með svona kríli. Það er svo auðvitað mjög mismunandi hvað hverjum og einum finnst vera must have en þetta er það sem ég hef notað mikið. Endilega smellið á nafnið á hverri vöru til að komast á síðuna þar sem er hægt að skoða vöruna betur. Difrax snuð newborn Þar sem það lá fyrir frá byrjun meðgöngu að litli snúður kæmi fyrr í heiminn fór ég í smá rannsóknarvinnu […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Beauty

Litasprey sem felur skallann!

15. nóvember 2019

Þessi færsla er ekki kostuð! Eins og einhverjir vita þá hef ég verið að díla við mikið hárlos eftir meðgönguna. Það mikið að fólk er farið að taka eftir því. Ég hef alltaf verið með mjög mikið og þykkt hár en nú er svona 50% eftir af því, no joke! Ég vissi alltaf að konur misstu aðeins hárið eftir meðgöngu en það hvarlaði ekki að mér hvað þetta vær mikið og sennilega er það mjög einstaklingsbundið. Ég viðurkenni alveg að þetta er búið að fara pínu á sálina hjá mér. En um daginn þá var ég á miðnætursprengjunni í Smáralind og kíkti á TaxFree hjá Hagkaup og rak þá augun í sprey frá LORÉAL sem heitir MAGIC RETOUCH. Þetta sprey er búið að bjarga sálinni hjá þessari mömmu. Ég spreyja smá í rótina og skallinn hverfur. Sjáið bara muninn á fyrir og eftir myndunum. Allt annað að sjá þessa stelpukonu. Miðað við það sem ég sá í Hagkaup eru til nokkrir litir af spreyinu og ættu því flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ef þið viljið fylgjast með okkur mæðginum erum við á Instagram: SIGGALENA Þangað til næst…

Hljóðskrá ekki tengd.
förðunarvörur

Get ég minnkað sóun á snyrtivörum?

14. nóvember 2019

Sem bæði förðunar- og snyrtifræðingur getur reynst mjög erfitt að draga úr, já eða allavega minnka snyrtivörusóun. En ég var að taka til í förðunarherberginu mínu um daginn, sem ég þarf auðvitað að gera reglulega, þá fékk ég smá samviskubit yfir magni sem ég þurfti að henda einfaldlega vegna þess að þær voru útrunnar! Mikið af vörunum voru mjög lítið notaðar og já jafnvel ónotaðar… Ég setti helling af snyrtivörum sem eru enn í góðu lagi í poka, sem ég er nú búin að taka með mér út um allar trissur og leyfa vinkonum mínum að gramsa í og velja sér eitthvað til þess að eiga. En ég set skilyrði fyrir þær að þær mega bara taka það sem þær halda að þær muni nota. Þetta er alveg búið að slá í gegn hjá þeim sem hafa fengið að kíkja í pokann og get allavega minnkað sóun á snyrtivörum með þessum einfalda hætti. Þar sem ég vinn með mikið af förðunar- og snyrtivörum þá viðurkenni ég nú að ég er ansi dugleg að kaupa í “safnið”. Svo fæ ég líka mjög mikið gefins frá fyrirtækjum sem vilja koma sínum vörum á framfæri. En það er nú bara þannig að sumar […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Baby björn

Hlutir sem við erum búin að elska að nota fyrstu 5 mánuðina

7. nóvember 2019

Þegar ég var ólett af Hákoni Orra þá lá ég yfir allskonar listum og pælingum um það hvað væri sniðugt að eiga og nota fyrstu mánuðina. Ég ákvað að taka saman smá lista yfir það sem er búið að virka lang best fyrir okkur.    Þessi færsla er ekki unnin í samstarfi við nein fyrirtæki. Allar vörurnar hef ég keypt sjálf.   Númer 1 á listanum er Baby Brezza mjólkur vélin. Þegar Hákon Orri var 6 vikna þá hafnaði hann brjóstinu. Hann hafði fengið viðbót frá því að hann fæddist þar sem ég mjólkaði lítið og litli kall nennti ekki brjóstinu lengur enda miklu auðveldara fyrir hann að drekka úr pela. Þannig fyrir ykkur pelamömmurnar er þetta mesta snilld í heimi. Brezzuna er hægt að nálgast bæði hjá Tvö líf og Olivía og Oliver. Númer 2  listanum er Balios S settið frá Cybex. Kerrustykki, vagnstykki og Aton M bilstólinn. Þetta hefur hentað okkur einstaklega vel. Grindin sjálf er létt og fyrirferðar lítil og kemst vel fyrir í litla bílinn minn sem er mikill plús. Það er yndislegt að geta smellt bílstólnum beint á grindina. Annars er kerran alltaf út í bíl og er mjög mikið notuð.     Númer 3 á listanum […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Ferðalög

Tene tips – sólarferð með 7 vikna kríli

25. október 2019

Ég, mamma og Lea Þóra skelltum okkur í sólina til Tenerife 11-21 september. Lea var 7 vikna þegar við fórum út og við vorum í 10 nætur. Mamma spurði mig þegar Lea var um 5 vikna hvort ég væri til í að koma með henni út í sólina, hún vildi bjóða mér (okkur) út. Ég sagði strax já, en svo var ég bara úff er maður samt að fara til útlanda með svona kornabarn?!?! Ég fór í smá panik þegar mamma pantaði ferðina og spurðist fyrir í mömmuhópnum mínum hvort maður væri að ferðast með svona ung börn, þó svo að ég vissi svo sem alveg svarið en ég meina ég var bara nýbökuð og paranojuð móðir 😉 Svörin voru bara mjög jákvæð og auðvitað áttum við að skella okkur og einhverjar í hópnum búnar að fara nú þegar, þannig ég ákvað að hætta þessu rugli og byrja að hlakka til í stað þess að vera stressa mig yfir þessu. Ég er samt mjög flughrædd og var því mikið að stressa mig á fluginu, við erum að tala um mjög flughrædd og engar ýkjur. En ég hef þó skánað með árunum og alltaf læt ég mig hafa það að fara […]

Hljóðskrá ekki tengd.
fjölskylda

Skírn Leu Þóru – sagan á bak við nafnið og myndir frá deginum

9. september 2019

Litla snúllan okkar fékk nafnið sitt sunnudaginn 18. ágúst heima hjá mömmu í yndislegri heimaskírn. Við fengum prestinn sem skírði hin börnin okkar og gifti okkur til að koma að skíra dömuna. Við ákváðum að hafa þetta litla krúttlega heimaskírn og bjóða bara allra nánustu fjölskyldunni. Börnin okkar þrjú voru öll komin með nafn löngu fyrir fæðingu, en við höfum alltaf haldið þeim leyndum fram að skírn og ekki notað sjálf nöfnin heima fyrr en eftir skírn bara svona just in case ef maður skyldi missa það út úr sér! Óli Freyr var nú bara komin með nafn þegar hann var baun í bumbunni, ég var 100% viss að ég gengi með strák og svo eftir 20 vikna sónar fengum við það staðfest og vorum tilbúin með nafnið og skírðum hann 9 daga gamlan, við vorum svo sjúklega spennt að við gátum ekki beðið. Elín Kara var svo slétt mánaðargömul þegar hún var skírð og var hún líka komin með nafn strax eftir 20 vikna sónarinn. Óli Freyr er skírður í höfuðið á Óla afa mínum sem dó áður en ég fæddist og Óla bróður mínum og svo pabba, hann hét Freyr. Elín Kara er skírð Elín í höfuðið á […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Börn og uppeldi

Fæðingarsaga – minn þriðji og seinasti keisari

30. júlí 2019

Þegar ég byrja á þessari færslu eru fimm dagar síðan ég átti snúlluna mína og langaði mig að setjast niður og skrifa fæðingarsöguna á meðan ég man þetta allt saman, maður er neflilega svo ótrúlega fljótur að gleyma! Við Arnór vorum sammála frá upphafi að við ætluðum að eignast þrjú börn og hafa stutt á milli þeirra og klára þetta ung. Allt fór samkvæmt plani og við eigum nú þrjú börn og það eru 5 og ½ ár á milli elsta og yngsta barns. Arnór er 27 ára og ég þrítug og við erum í skýjunum með þetta allt saman 🙂 Krakkarnir að halda á systu <3  Fyrst tímdi ég ekki að verða ólétt strax og eyða síðasta skiptinu mínu ólétt því það er eitthvað svo „final“ að klára þetta og allt svo dásamlegt í kringum þetta ferli en vá hvað ég er ótrúlega fegin núna að vera komin með hana í fangið og vera búin! Ég hugsaði svo mikið fyrstu tvo dagana eftir að hún fæddist bara vá, vá, vá hvað ég er fegin að hún sé komin út og bara never again! Þrír keisarar eru að mínu mati sko alveg meira en nóg, allavega fyrir minn kropp, úff […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Börnin

Dagurinn sem ég varð mamma

27. júlí 2019

Jæja það er löngu orðið tímabært að henda niður fæðingarsögunni enda er strákurinn orðinn tveggja mánaða. Guð minn góður hvað tíminn líður hratt. Kannski ágætt að gefa ykkur smá aðdraganda. Ég var látin hætta að vinna 23 apríl daginn eftir páska þá komin 36 vikur á leið. Komin með of háan blóðþrýsting og komin í auka eftirlit og átti gjöra svo vel að gera sem minnst þangað til að litli myndi láta sjá sig. Þar sem að þrýstingurinn var fremur hár var búið að pannta fyrir mig í gangsetningu frá 39v+4 dagar þangað til 40v+4d enda engin ástæða til að hafa hann lengur inni. Kvennadeildin hringdi í mig 21 maí og bauð mér gangsettningu 24 maí kl 08:15 þá komin 40 vikur og 4 daga. Ég mætti upp á deild þennan morgun og fór í blóðþrýstings mælingu. Fór svo í skoðun til að tékka á því hvort að einhver útvíkkun væri komin, það var ekki, leghálsinn afturstæður og óhagstæður og útvíkkun ekki hafin. Ljósmóðirin fór yfir gangsettningar ferlið með mér og sagði þá að þetta gæti tekið nokkra daga sérstaklega þar sem ég er frumbyrja. Fyrsta taflan var tekin kl 9 og átti ég að taka töflu á þriggja tíma […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Afmæli og veislur

Photobooth í brúðkaupinu

28. júní 2019

•Færslan er unnin í samstarfi• Í brúðkaupsveislunni ákváðum við að hafa ekki ljósmyndara að mynda veisluhöldin en ég var alveg ákveðin í að ég vildi hafa photobooth. Ég skoðaði möguleika sem voru í boði og mér leist best á síðuna Selfie.is Mér fannst síðan þeirra einföld! Það heillar mig þegar ég finn upplýsingar um verð og vöru á einfaldan hátt. Svo ég setti mig í samband við þá hjá Selfie.is og pantaði myndakassa, prentara og bakgrunn. Þeir voru svo elskulegir að bjóða mér samstarf í formi afsláttar og auka magn af útprentuðum myndum. Veislugestir fóru svo sjálfir í myndakassann, tóku myndir, prentuðu út og límdu í gestabókina. Nei sko þvílíka snilldin! Ég vildi ekki hafa props þó svo það væri í boði, mig langaði einfaldlega eiga myndirnar af fólkinu okkar án þess að þau væru með gríngleraugu, hatta eða þess háttar… en ég setti þrjár rósir við myndakassann sem mér fannst mjög sætt ef fólk vildi nota þær. En ég gæti ekki verið ánægðari með þjónustun, myndirnar og útprentunina. Svo fengum við allar myndir sendar í tölvupósti daginn eftir.  Myndakassinn var settur upp daginn fyrir brúðkaupið, sem þeir sáu alfarið um. Síðan mættu þeir um nóttina þegar veislan var búin […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Brúðkaup

Brúðkaupsfatnaðurinn – MYNDIR og linkar

26. júní 2019

Vá hvar á ég að byrja? Við ákváðum brúðkaupdaginn með 5 mánaða fyrirvara. Fyrsta sem ég gerði var að bóka kirkju, sal og prest. Síðan fór ég á fullt í að panta skreytingar að utan og græja allskonar hluti sem tæki jafnvel nokkrar vikur að koma til landsins. Síðan kemur svona tímabil sem ekkert gerist, bara biðin eftir stóra deginum. Ég var mjög snemma í því að panta mér hinn fullkomna brúðarkjól sem ég lét sérsauma á mig hjá JJSHOUSE … tveimur mánuðum síðar kom hann þessi gullfallegi kjóll, en hann var of stór á mig því ég var búin að léttast og þegar ég mátaði hann var þetta ekki “the one”. Ég fann það bara strax að þetta var ekki “ég” í þessum kjól. Svo ég fór strax í að panta mér annan kjól… og já svo þann þriðja. Já já þarna var Bridezilla mætt! Stressið var aðeins byrjað að kitla taugarnar og ég vissi ekkert hvorn kjólinn ég myndi svo velja fyrr en nokkrum dögum fyrir brúðkaupið. Kjóllinn sem ég féll algjörlega fyrir hefði ekki getað verið fullkomnari í mínum augum, mér leið eins og drottningu í honum og leið vel í honum allan daginn. Kjólinn pantaði ég […]

Hljóðskrá ekki tengd.
börn

Þrjú börn á fimm árum. Allt samkvæmt Excel skjalinu.

7. maí 2019

Já þessi fyrirsögn er frekar funky ég veit, en pabbi minn kallaði mig oft “Excel skjalið” því ég er og hef alltaf verið gríðarlega skipulögð, alveg einum of stundum 😀 Ég vissi það alltaf að mig langaði til þess að vera ung mamma og eignast þrjú börn og það væri plús ef ég væri búin þrítug. Þegar ég kynntist Arnóri í janúar 2011 þá sagði ég honum að við ættum því miður ekki samleið, ég var nýkomin úr rúmlega þriggja ára sambandi og var 22 ára gömul og vissi að mig langaði “bráðlega” að fara byrja í barneignum. Arnór sagði þá að hann væri alveg sammála og að honum langaði líka til þess að eignast barn á næstu árum, ég trúði honum eiginlega ekki, enda er hann yngri en ég og nýorðinn 19 ára þegar við kynntumst hehe. En ég ákvað að gefa honum séns þrátt fyrir að vera smá hrædd því ég vildi ekki fara í samband nema honum væri alvara með það, en honum var sem sagt alvara, ég veit það núna 😉 Planið var neflilega að byrja næst með gæja sem væri amk 2 árum eldri heldur en ég því “strákar eru svo óþroskaðir” en eftir að […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Ferðalög

Thailandsferð

22. mars 2019

Jæja, ég hef ekki sett inn færslu síðan í október, blogg peppið alveg að fara með mann þessa dagana.. Ég var sem sagt búin að vera lömuð af þreytu vegna járnskorts og fyrstu vikum meðgöngunnar, en líður mun betur núna. Fór í fimm járngjafir í æð og tek inn járn daglega, þannig að járnforðinn minn er smám saman að komast upp á við og meðgönguþreytan orðin skárri, enda er ég komin 22 vikur núna. En nóg um það! Ég kom heim frá Thailandi 10. febrúar, eftir dásamlega ferð, var í burtu í 17 nætur. Ég varð þrítug í desember og fékk supræs afmælispartý í lok nóvember, sem maðurinn minn planaði rétt áður en við komumst að því að ég væri ólétt, þannig að ég var komin um sex vikur í partýinu og endaði á því að segja öllum að ég væri ólétt því ég nennti ekki að þykjustunni djamma haha. Allavega, í þessu partýi þá fékk ég afmælisgjöfina mína frá mömmu og fjölskyldunni minni og Arnórs. Og það var hvorki meira né minna en Thailandsferð! Shit ég hélt ég myndi míga á mig, ég var á leiðinni til Thailands eftir tæpa tvo mánuði og þá komin 14-16 vikur á leið […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Brúðkaup

Bónorð & brúðkaup!

20. mars 2019

Eftir nokkurra ára bið er biðin loksins á enda…  Andri bað mín á aðfangadagskvöld, ég grenjaði og hló og þetta var dásamlegt bónorð og mjög skemmtilegt, alveg ekta við. Ég spurði hann strax um kvöldið hvort það væri nokkuð of snemmt að byrja að plana brúðkaupið og var það í léttu gríni, þar sem þetta er búið að vera frekar mikill djókur hjá okkur (aðallega mér) í nokkur ár hvort hann ætlaði nú ekki að fara að detta á skeljarnar. Það má alveg segja að ég sé búin að bíða og bíða eftir bónorðinu, enda vissi ég strax þegar ég kynntist honum að hann yrði maðurinn minn, að eilífu! Smá væmið ég veit, en það má þegar maður elskar og ætlar að ganga í það heilaga með makanum sínum:) En við vorum ekki lengi að ákveða dagsetningu og strax í byrjun janúar vorum við búin að bóka, kirkju, prest og sal. Við ætlum að gifta okkur þann 1.júní næstkomandi, svo við höfðum 6 mánuði fyrir undirbúning.  Auðvitað fór ég strax í eitthvað stress um að þetta yrði allt of stuttur tími til þess að undirbúa heilt brúðkaup en vinkonur mínar þekkja sína konu og sögðu mér að ég gæti þetta […]

Hljóðskrá ekki tengd.
académie

Langar þig í bjartari og sléttari húð fyrir stóra daginn? Mögnuð andlitsmeðferð !

22. febrúar 2019

Ég gifti mig síðasta sumar og um vorið ákvað ég að fara að skoða hvort það væru einhverjar húðmeðferðir í boði til að gera húðina mína bjartari, fallegri og mögulega aðeins sléttari (lesist unglegri haha).  Ég var svo heppin að vera bent á húðmeðferð sem kallast Dermatude og er boðið uppá á snyrtistofunni Paradís á Laugarnesvegi. Ég las mér aðeins til um þessa meðferð og ákvað að slá til og pantaði mér tíma. Ég viðurkenni þó fúslega að ég hafði ekki mikla trú á þessu áður en ég prófaði en VÁ þvílíka snilldin sem þessi meðferð er ! Ég sá strax mun eftir 1 tíma, húðin var miklu bjartari og fallegri, áferðin mun sléttari og ég held svei mér þá að ég hafi verið unglegri líka ! Ofaná það hvað húðin verður fallegri þá er þetta algjör kósýstund og maður er alveg endurnærður þegar maður kemur út eftir klukkutíma. Ég þurfti svo mikið á því að halda að fá smá slökun á móti öllu brúðkaupsstressinu og því var þetta algjört æði fyrir mig. Ég fór í 3 tíma í heildina fyrir brúðkaupið og fannst ég sjá mikinn mun á áferðinni á húðinni og eins fannst mér húðliturinn jafnari og andlitið […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Afmæli og veislur

Nammibarinn í brúðkaupinu mínu

15. febrúar 2019

Um leið og við Sæþór ákváðum að gifta okkur fór ég á flug að skipuleggja og plana og pæla. Ég komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að ég vildi vera með nammibar eða candy buffet í brúðkaupinu mínu.  Ég vil ekki vita hvað ég eyddi mörgum klukkutímum á pinterest að skoða allskonar útfærslur af nammibar og það var heljarinnar vinna að komast að niðurstöðu. Loksins eftir marga mánuði datt ég niður á myndir af nammibar sem mér fannst ótrúlega fallegur og ég ákvað að nota hann að hluta til sem fyrirmynd ásamt nokkrum öðrum myndum sem mér fannst fallegar og henta mínu þema. Þemað í brúðkaupinu var mest gull,glimmer, kampavínslitað og ég vildi að nammibarinn væri alveg skreyttur í því þema. Ég vildi einnig að allt sem væri boðið uppá á nammibarnum væri í þessu litaþema og það tókst á endanum hjá mér eftir miklar pælingar.  Það sem ég var með á mínum nammibar: Heimabakaðir cake pops, 4 tegundir Ástrík popp í litlum glærum pokum með borða Krispy Kreme kleinuhringir með gullglimmer Gylltar karamellukúlur Hersheys gullkossar Gylltar Lindt kúlur  Hvítir snjóboltar frá Kólus Haribo gúmmíbangsar í litlum gylltum pokum Ég bjó sjálf til cakepops og skreytti þá á 4 mismunandi vegu. […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Aníta

Lífið gerist og við veljum okkur ekki veikindi

22. janúar 2019

Úff, ég hreinlega veit ekki hvar ég á að byrja! Það er liðinn allt of langan tíma síðan ég skrifaði blogg síðast. Ég hef verið með hálfgerða ritstíflu, sem er kjánalegt miðað við það að ég starfa sem blaðakona. Það er svolítið annað að setjast niður og setja sínar eigin hugsanir á blað heldur en að skrifa fréttir eða viðtöl. Svo er það líka þannig að lífið okkar kemur í tímabilum og undanfarna mánuði hef ég verið að ganga í gegnum allskonar hluti sem kröfðust þess að ég sinnti sjálfri mér, börnunum og minni nánustu fjölskyldu betur. Það er líka svo mikilvægt stundum að taka sér tíma til þess að stoppa, endurhugsa og bæta lífið og líðanina. Það er það sem ég hef verið að gera. Ég er búin að leggja rækt við mikla sjálfsvinnu sem hefur skipt mig miklu máli. Lífið er nefnilega allskonar. Við getum ekki valið okkur hvaða veikindi banka upp á og hvað framtíðin býður okkur uppá. En við getum valið það hvernig við ætlum að takast á við það. Ég ákvað að taka erfiðleikum með æðruleysi og þakklæti. Það er ekki alltaf auðvelt. Óguð nei! Það erfiðasta sem ég hef þurft að takast á við […]

Hljóðskrá ekki tengd.
danskur jólamatur

Julefrokost jólaboð

12. desember 2018

Ég er alltaf með danskt julefrokost jólaboð fyrir jólin. Þá býð ég uppá allskonar danska jólarétti og með þessu er drukkin bjór og ákavíti. Þetta er ótrúlega skemmtilegur matur til að borða í góðum hópi þar sem borðhaldið tekur langan tíma, enda margir réttir að smakka á og eins er þetta matur sem er gaman að narta í langt fram eftir kvöldi.  Ég sýndi aðeins frá undirbúningi á snapchat og fékk mjög jákvæð viðbrögð svo ég ákvað að henda í bloggfærslu með nokkrum uppskriftum.  Þetta eru réttirnir sem ég býð uppá hreindýrabollur með gráðostasósu jólaskinka og kartöflusalat bananasíld og sveppamauk bökuð lifrarkæfa með beikoni og sveppum reyktur og grafinn lax, sósa, aspas og egg rækjukokteill roastbeef, remúlaði og steiktur laukur hreindýrapaté og hindberjasulta fiskipaté og hindberjasósa grafið nautafile og tvítaðreykt lambainnralæri með piparrótarsósu (keypt í Kjötkompaní) rauðlaukssulta rúgbrauð, gróft brauð, ristað brauð bjór og ákavíti ris a la mande grautur með karamellusósu  og brownie Hér fyrir neðan eru helstu uppskriftirnar sem ég nota: Hreindýrabollur 800g hreindýrahakk 1/2 dl sódavatn 1pk Tuc bacon kex 200g sveppir smátt skornir púrrulauksúpa (1pakki) 1 laukur smátt skorinn 2 msk fljótandi villibráðakraftur salt og pipar Blandið öllu saman í skál með höndunum og mótið litlar bollur. […]

Hljóðskrá ekki tengd.
ásbjörn ólafsson

Walkers karamellukrans – skemmtilegt og bragðgott jólaföndur

12. desember 2018

Ég fékk það skemmtilega verkefni á dögunum í samstarfi við Ásbjörn Ólafsson ehf. að útbúa karamellukrans úr Walkers karamellum.    Ég man þegar ég var lítil þá gerði ein vinkona mömmu alltaf svona krans fyrir jólin og mig dreymdi um að gera svona krans. Loksins 25 árum seinna varð draumurinn að veruleika 😉  Þetta verkefni var mun einfaldara en ég bjóst við og þegar maður er kominn í gírinn tekur þetta ekki meira en 30 mínútur.  Ég gerði tvo kransa út sitthvorri tegundinni af karamellum. Rauðar karamellur eru með dekkra súkkulaði og fjólubláar eru með rjómasúkkulaði. Karamellurnar koma í 1kg pokum og fást í Bónus.  Hringirnir sem ég notaði voru 17cm (rauðar karamellur) og 20cm (fjólubláar karamellur). Í minni kransinn notaði ég 1,3kg af karamellum og í þann stærri fór ég með næstum því 2kg. ÞEssir hringir fást í öllum föndurbúðum en þessir komu úr Föndru.  Ég fékk hvíta snærið sem ég festi karamellurnar með í Hagkaup (heitir Westmark).  Hér er hægt að horfa á video af kransagerðinni fyrir þá sem vilja spreyta sig.  Hér koma smá leiðbeiningar frá mér: takið heila rúllu af westmark snæri og bindið endan á henni í kransinn með tvöföldum hnút (ekki klippa snærið í bita […]

Hljóðskrá ekki tengd.
barnaföt

Cornelli kids – falleg föt á frábæru verði – tilvalið í jólapakkann

17. nóvember 2018

Ég elska falleg barnaföt og er því alltaf að skoða og spá í barnafötum og er búin að gera það síðan löngu áður en ég átti Emblu haha  og því var ég þvílíkt ánægð þegar ég datt inná facebook síðuna hjá Cornelli kids rétt áður en Embla fæddist.  Ég pantaði fyrst föt hjá Cornelli kids rétt áður en Embla fæddist þegar það var orðið ljóst að Embla yrði mjög lítil og ég átti lítið úrval af fötum í 44 og 50. Ég sá svo æðislega fallegt efni á facebook síðunni að ég varð bara að fá galla í þessu efni svo ég sendi á þau og bað um einn pínulítinn galla og húfu í stíl. Embla notaði þennan galla mjög mikið fyrstu vikurnar og ég elskaði hann svo mikið að ég pantaði mér seinna nýjan í stærri stærð. Eins keypti ég annan svona lítinn galla nokkrum dögum eftir að Embla fæddist þegar ég sá að ég átti alltof lítið af svona pínulitlum fötum á litlu ponsuna mína. Þetta eru ótrúlega þægileg föt sem vaxa vel með barninu af því það er stroff á þeim sem er ekkert mál að bretta upp fyrst þegar gallinn er vel stór.  Núna fyrir stuttu voum […]

Hljóðskrá ekki tengd.
aliexpress

Ali Express jólalistinn minn

12. október 2018

Þar sem það er alltaf að styttast í jólin ákvað ég að gera smá innkaupalista með því sem ég er með í körfunni minni og búin að kaupa á AliExpress í vikunni. Þar sem sendingartíminn á Ali er oft nokkuð langur er mikilvægt að vera tímanlega í því að kaupa eitthvað sem maður þarf að fá fyrir jólin.  JÓLAFÖT Mér finnst æði að kaupa svona krúttuð jólaföt á Emblu og jólanáttföt á okkur fjölskylduna þar sem þetta eru hlutir sem eru yfirleitt bara notaðir í örfá skipti og þá skipta gæðin ekkert öllu máli.  Þetta eru jólanáttfötin sem ég keypti á okkur fjölskylduna – það voru ekki til hundaföt svo ég keypti bara svona baby onsie á Gizmó sem ég treð honum í 😉  Ég keypti líka nokkur jóladress á Emblu  jólaálfa-náttgalli (Gizmó á sko peysu í stíl svo þau geta verið sæt saman)   jólasveinastelpu-náttgalli  jólatutu pils og samfella bleik stelpu jólanáttföt (varð að fá ein bleik )  önnur bleik stelpu jólanáttföt (oki ég varð að fá tvö bleik) INNPÖKKUN Ég elska að pakka inn jólagjöfum og er með nýtt þema á hverju ári. Í ár ætla ég að vera með svart og hvítt þema í þessum stíl.  Hér eru linkar […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Lífið

Hæ, ég heiti Tinna og ég var með búlimíu í átta ár

11. október 2018

Þetta er ein af erfiðustu færslum sem ég mun koma til með að birta. Það er mjög erfitt fyrir mig að birta þessa færslu því að allir sem hana lesa munu vita þetta um mig. Ég er ekki að birta þessa færslu til að fá athygli, enda margt annað gáfulegra hægt að gera til þess að fá athygli. Ég er að birta þessa færslu í von um að hjálpa öðrum. Ef ég næ að hjálpa svo mikið sem einni manneskju við lestur á þessari færslu þá er ég sátt. Það á enginn að ganga í gegnum það að vera með átröskun, en hún er samt svo algeng og ég held að hún sé miklu algengari heldur en við höldum. En þannig er mál með vexti að ég var með búlimíu/lotugræðgi í átta ár. Mér finnst eiginlega alveg ótrúlegt að hugsa til baka, ég trúi þessu ekki. Hvað var ég að spá? Ég er búin að vera með opið Snapchat núna í tvö ár þar sem nokkur þúsund manns fylgjast með mér daglega og er ég mjög persónuleg þar og deili miklu með fylgjendum mínum, en þetta fékk að sitja á hakanum, þetta er eitthvað sem maður skammast sín fyrir. Það eru […]

Hljóðskrá ekki tengd.
ásbjörn ólafsson

Geggjuð lagersala hjá Ásbirni Ólafssyni í Holtagörðum

29. september 2018

Heildverslunin Ásbjörn Ólafsson var að opna snilldar lagersölu í Holtagörðum sem ég verð bara að segja ykkur aðeins frá. Heildasalan verður opin frá 28.september – 4.nóvember en hún verður á 1.hæði í Holtagörðum hliðiná Bónus.  Lagersalan verður opin á eftirfarandi tímum: Alla virka daga frá 12-18 Laugardaga frá 12-17 Sunnudaga frá 13-17 Á lagersölunni verður fjöldinn allur af flottum vörumerkjum og því tilvalið að nota tækifærið og kaupa nokkrar jólagjafir… nú eða bara kaupa gjöf handa sjálfum sér (skemmtilegustu gjafirnar hihi) Boðið verður uppá vörur frá mörgum þekktum vörumerkjum eins og Bitz, Södahl, Rosti, Pyrex, Nuance, Westmark, Sveico, Amefa og Rug Republic.  Ég fékk að kíkja á lagersöluna í gær og sjá hvað væri í boði og ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum – frábær verð á ótrúlega flottum vörum. Ég náði að versla helling fyrir heimilið og meira að segja smá jólaskraut !  Það sem ég var mest að skoða voru þessar frábæru skálar frá Rosti – þetta er eiginlega skyldueign á hverju heimili finnst mér. Mig er búið að dreyma um að eiga þessar skálar í öllum stærðum síðan ég flutti að heiman ! Þetta eru harðplastskálar með gúmmi á botninum svo þær renna ekki til þegar þú ert […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Diy

SmartStore skipulagsbox í ísskápinn – algjör snilld !

24. september 2018

Þeir sem fylgjast með mér á Snapchat vita að ég elska skipulag og allskonar box og græjur til að gera heimilisskipulagið auðveldara.  Þegar ég rakst á auglýsingu með þessum frábæru SmartStore skipulagsboxum fyrir ísskápinn vissi ég að þetta yrði ég að prufa. Mig hefur lengi dreymt um að eiga svona fullkomlega skipulagðan ísskáp sem er alltaf hrikalega girnilegur og eins og í bíómynd en þar til nú hefur það verið vonlaust verkefni.  Ég er búin að leita nokkuð lengi að svona boxum en bara séð þau erlendis og þar sem þau eru ansi fyrirferðarmikil þá hef ég aldrei lagt í að burðast með þetta með mér á milli landa. Þið getið því ímyndað ykkur gleðina sem fyllti litla skipulagshjartað mitt þegar ég sá þessi box auglýst.  Boxin koma í 3 stærðum og það er einnig hægt að fá lok á allar stærðirnar. Boxin geta líka staflast öll ofaná hvort annað og eins er brún á lokunum svo hægt er að nýta þau sem geymslubakka líka, bæði ein og sér og eins þegar þau eru í notkun sem lok. Boxin eru einnig öll með handföngum sem auðveldar notkun þeirra.  Mér finnst snilld að geta bæði notað boxin og lokin sem ílát […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Aníta

Líf mitt í tímabilum: „Þessu hlýtur nú að fara að ljúka“

18. september 2018

Þegar ég eignaðist Kristófer Vopna fyrir næstum því fimm árum síðan, þá var hann til að byrja með alveg svakalegt kveisubarn. Hann grét mikið og engdist um af magaverkjum með tilheyrandi svefnleysi og áhyggjum okkar foreldranna. Sem betur fer var þetta bara tímabil. Stuttu eftir að hann fæddist kom svo í ljós að hann fékk í magann af mjólkurvörum og kastaði hann upp nánast stanslaust allan sólarhringinn, já líka á meðan hann svaf. Þrátt fyrir að ég tók út allar mjólkurvörur þá héldu ælubunurnar áfram hátt upp í eitt og hálft ár. En sem betur fer var þetta bara tímabil. Þegar Viktoría, dóttir mín fæddist svo 15 mánuðum síðar, þá svaf hún ekkert á næturnar. Hún vaknaði reglulega alla nóttina. Ekki til þess að gráta og kvarta, nei bara til þess að fara á fætur. Henni fannst nefnilega leiðinlegt að sofa. Sem betur fer var þetta bara tímabil…. Eftir að ég eignaðist börnin mín þá fór fólk allt í einu að tala við mig um allt sem tímabil. Tanntökugrátur.. Tímabil.. Andvökunætur.. Tímabil.. Aðskilnaðarkvíði.. Tímabil.. Frekjuköst.. Tímabil.. Skyndilega var ég farin að mæla líf mitt í tímabilum. „Þessu hlýtur nú að fara að ljúka,“ var setning sem ég sagði ansi oft. […]

Hljóðskrá ekki tengd.
ham

Hvað ef mér mistekst?

14. september 2018

Í haust byrjaði ég í háskólanámi (fjarnámi) með vinnu. Áður en skólinn byrjaði fór ég í algjört kvíðakast yfir þessu, myndi ég geta þetta? Það er náttúrlega hálfgjört brjálæði að skrá sig í 100% háskólanám með fullri vinnu, heimili, tvö börn, mann og allt það.. Ég byrjaði samt að brjóta mig niður áður en námið hófst. Fór að hugsa hvað ég yrði nú glötuð ef ég myndi ekki geta þetta allt saman. Ef ég myndi nú segja öllum frá því að ég væri byrjuð í námi og hvað það yrði nú hallærislegt ef ég myndi síðan hætta.  Okei hér segi ég hingað og ekki lengra! Sem betur fer þá hef ég unnið mikið í sjálfri mér, leitað til sálfræðings og farið í gegnum meðferðir hjá henni. Sem betur fer hef ég lært að henda kvíðanum frá mér þegar hann mætir á svæðið. Sem hann gerir reglulega, en þá þarf ég að vinna bug á honum strax! Þessi færsla mín er samt ekki beint um það hvernig ég tækla kvíðann minn sem slíkann en það sem ég vil segja við þá sem hafa hugsað svipað og ég og byrjað að rífa sig niður út af brenglaðri hugsun um okkur sjálf… ÞAÐ […]

Hljóðskrá ekki tengd.
baðherbergi

Íbúðin fyrir & eftir breytingar

7. september 2018

Fyrir jólin í fyrra þá fórum við í framkvæmdir á eldhúsinu í íbúðinni okkar. Það er óhætt að segja að það hafi frekar verið framkvæmdir á allri íbúðinni, ekki bara eldhúsinu! Við bókstaflega færðum eldhúsið á annan stað í íbúðinni og bættum við herbergi þar sem eldhúsið var áður. Við settum nýtt parket á alla íbúðina, færðum hurðina í þvottahúsið og ég veit ekki hvað og hvað.  HÉR má sjá myndir og stutta færslu um íbúðina fyrir breytingar. En við erum svakalega ánægð með breytingarnar og þetta er hreinlega eins og allt önnur íbúð en við keyptum upphaflega. Árið 2016 gerðum við upp baðherbergið (líka rétt fyrir jól haha) og erum mjög ánægð með það líka. En núna erum við búin að setja íbúðina á sölu (sem er líka alveg týpískt, nýbúin að gera hana alla upp og þá setur maður á sölu) … en svona er lífið og það má breyta! En við ætlum að stækka við okkur svo það er eina ástæðan fyrir því að við ætlum að selja fallegu íbúðina okkar.  En í linknum sem ég set inn HÉR getið þið séð íbúðina eins og hún lítur út í dag.   En ég hef mikið verið spurð […]

Hljóðskrá ekki tengd.
fjölskylda

Misheppnað (en yndislegt) sumarfrí í máli & myndum

21. ágúst 2018

Vá hvað það er langt síðan það kom færsla frá mér, tók mér heldur betur langt blogg-sumarfrí en ætla að koma sterk til baka núna 😉   Ég ákvað bæði að taka gott bloggfrí og endurhlaða batteríin – og einnig hef ég ekkert verið í neinu stuði, en er öll að koma til!   Þetta sumarfrí var nú meiri rússíbaninn – fór ekki alveg eins og ég hafði planað! Við fjölskyldan fórum sem sagt í sumarfrí frá 11. júlí til og með 14. ágúst. Ég var búin að búa til sjúklega skemmtilegan og raunhæfan sumarfríslista yfir skemmtilega hluti sem við ætluðum að gera með krökkunum, en því miður náðum við ekki að gera allt á listanum í þetta sinn – það er alltaf næsta ár!      –> fyrir áhugasama þá er sumarfrís-listinn sem ég gerði HÉR.     En mig langar að segja ykkur frá dásamlega misheppnaða sumarfríinu mínu….   Þetta byrjaði s.s. allt saman á því að Ríta (kisan mín hehe) fór í geldingu sama dag og fríið byrjaði. Aðgerðin gekk vel, en það gekk alls ekki vel eftir að við komum heim! Hún HATAÐI að vera með skerm yfir hálsinum og ég svaf ekkert fyrstu nóttina því ég […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Afmæli og veislur

Þynnkubaninn – snilld fyrir brúðkaupsgestina

1. ágúst 2018

Ég og Sæþór erum að fara að gifta okkur núna í lok ágúst og ég ætla að útbúa smá care-package fyrir gestina mína til að taka heim með sér í lok kvölds til að hjálpa til við heilsuna daginn eftir.  Ég sjálf þoli ekki að vera þunn og er búin að prófa endalaust af ráðum til að sleppa við þessi leiðindi. Ég er loksins komin með algjöra snilldarlausn sem mér finnst virka ótrúlega vel. Ég er búin að kynna þetta fyrir nokkrum vinum mínum og þau geta tekið undir með mér að þetta virkar bara ansi vel.  Þynnkubaninn er semsagt bætiefna- og verkjalyfjakokteill sem er nauðsynlegt að skola niður með einni flösku af Gatorade. Þetta þarf að gera áður en maður fer að sofa kvöldið sem maður er að skemmta sér. Þynnkubaninn 2 stk Panodil 500mg 1 stk B vítamín sterkar  1 stk C vítamín sterkar 1 stk D vítamín 2000 iu  1 stk Lóritín  0,5L Gatorade Ég keypti mjög fín lítil hvít álbox á aliexpress til að setja töflurnar í fyrir brúðkaupsgestina mína. Hægt að skoða þau hér.  Ég er með 150-160 gesti en ákvað bara að gera 100 box þar sem það eru auðvitað aldrei allir sem taka […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Afmæli og veislur

Brúðkaupsboðskortin mín !

23. júlí 2018

Ég og Sæþór erum að fara að gifta okkur núna í lok ágúst. Frá því við ákváðum að gifta okkur fyrir tæpu ári er ég búin að vera á fullu að plana og skipuleggja og ákveða allskonar hluti tengda brúðkaupinu og einn af þeim hlutum er að sjálfsögðu boðskortið.  Ég ákvað strax að ég vildi senda Save the date kort með jólakortinu og ég keypti þau á erlendri síðu þar sem ég gat hannað það sjálf að hluta til og lét senda hingað heim og það kom ágætlega út.  Hinsvegar var ég mun kröfuharðari á boðskortið sjálft og eftir að hafa prófað að panta þau á sömu síðu og Save the date kortin sá ég að þau voru bara alls ekki nógu falleg og ég var bara ekki ánægð með þau.  Ég ákvað því að hafa samband við Reykjavík Letterpress þar sem ég hafði heyrt svo ótrúlega góða hluti af þeirra þjónustu og vörum og ég sé sko alls ekki eftir því. Boðskortin eru ótrúlega falleg og ekkert smá vönduð og ég er algjörlega í skýjunum með þau ! Ég elska áferðina á textanum en hann er þrykktur í pappírinn sem mér finnst gera kortin enn gæðalegri og vandaðri og bara […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Börnin

Hvað á að gera með börnunum í sumarfríinu? Hér er minn listi!

28. júní 2018

Loksins er komið að því að við fjölskyldan erum að fara í sumafrí saman. Þetta verður í fyrsta skiptið sem við erum öll saman í fríi, alveg í heilar 5 vikur líka! 🙂   Síðasta sumar var ömurlegt. Pabbi lést 18. júní og sumarið er eiginlega allt í móðu. Man vel eftir flutningunum í júlí og 10 daga ferðalaginu sem við fórum í, en man ekki mikið meira en það. Ég man hvað ég var með mikið samviskubit eftir sumarið því það var ekki sniðið að börnunum, heldur þá var ég bara ógeðslega sorgmædd (eðlilega) og lofaði sjálfri mér að næsta sumar yrði fullt af fjöri fyrir krakkana! <3  En fyrir utan síðasta sumar þá erum við Arnór bæði nýlega útskrifuð úr námi þannig að þetta hefur alltaf bara verið þannig að hann er að vinna á sumrin og því höfum við aldrei tekið svona gott frí saman, mikið verður þetta ljúft!   Þetta er alveg frekar langur tími, en tíminn getur verið svo svakalega fljótur að líða samt og áður en maður veit þá er þetta búið. Þannig að mig langaði að gera to do lista fyrir fríið og geri hann 100% sniðinn að krökkunum og hvað þeim finnst gaman að gera. […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Afmæli og veislur

Cinnabons – sjúklega mjúkir og djúsí

9. júní 2018

Jæja loksins er ég komin með uppskriftina af cinnabons sem ég er búin að fá svo fjöldamargar fyrirspurnir um.  Cinnabons eru semsagt svona þykkir, mjúkir og djúsí kanilsnúðar með hvítri rjómaost frosting ofaná. Það er til staður í London sem heitir Cinnabon sem selur bara kanilsnúða og eftir að ég smakkaði þá varð ég að prófa að baka svona sjálf og núna eftir að vera búin að prófa nokkrar uppskriftir finnst mér þessir snúðar eiginlega betri en þeir sem maður fær á Cinnabon í London.    Ég gerði þessa snúða um daginn í kaffi fyrir nýju vinnuna mína og þeir runnu mjög ljúflega ofaní mannskapinn (ein að kaupa sér vinsældir haha). Það er algjör snilld við þessa snúða að það er hægt að búa þá til daginn áður , láta hefast og græja og gera og svo þarf bara að hita þá í ofni í 20 mín áður en þeir eru bornir fram.  Þessi uppskrift er fyrir 12 mjög stóra snúða.  Snúðadeigið 1/3 bolli heitt vatn 2 og 1/4 tsk þurrger 1/4 tsk sykur Þessu er öllu blandað saman og látið malla í ca 5 mín 1/2 bolli sykur 1/3 bolli AB mjólk 1/2 bolli mjólk 85 g brætt smjör […]

Hljóðskrá ekki tengd.
bernaise sósa

Bernaise sósan góða

4. júní 2018

Ég elska sósur ! Ég er án gríns sósusjúklingur og mér finnst heimagerð bernaise sósa algjört æði.  Þar sem ég er oft að baka franskar makkarónur á ég oft helling af eggjarauðum sem er tilvalið að nota í bernaise sósu.  Ég hef oft verið að gera þessa sósu á snapchat og fæ alltaf spurningar um uppskriftina. Þessi uppskrift er mjög einföld og ekkert mál að gera hana. Ég nota alltaf hrærivél til að gera mína sósu en það er bókað hægt að nota handþeytara líka.  Bernaise sósa , f. 4-8 (fer eftir því hversu sósusjúkt fólkið er) 500g smjör 8 eggjarauðu 1,5 mtsk bernaise essence 1 mtsk estragon krydd 1 tsk nautakraftur í duftformi salt og svartur pipar eftir smekk Byrjið á því að bræða allt smjörið og hella því í plastkönnu eða ílát sem hægt er að hella smjörinu úr.  Setjið eggjarauður á hrærivélaskálina og þeytið aðeins í um 10-15 sekúndur.  Setjið hrærivélina á minnsta styrkinn og hellið smjörinu í mjórri bunu útí eggjarauðurnar. Þetta á að gera hægt og alls ekki skella öllu smjörinu útí.  Bætið útí blönduna bernaise essence, estragon, kjötkrafti, salti og pipar. Mikilvægt að smakka til og bæta við eftir smekk, mjög misjafnt finnst mér hvað þarf […]

Hljóðskrá ekki tengd.
átak

9 mánaða átaki lokið – náði ég að missa 9 kíló á 9 mánuðum?

29. maí 2018

Mér finnst hálf pínlegt að ég hafi verið búin að lofa færslu 15. maí með niðurstöðum úr átakinu þar sem ég ætlaði mér svo sannarlega að vera búin að missa 9 kílo og vera komin í drauma formið og skella inn fyrir- og eftir myndum og alles. Þið sem eruð með mig á Snapchat og fylgdust með mér í gegnum þessa níu mánuði vitið svo sem alveg niðurstöðurnar en já, stutta svarið við spurningunni “missti ég 9 kíló á 9 mánuðum” er bara pjúra NEI. Ekki nálægt því hehe. Ég missti um 2.5 kg af 9 sem var markmiðið. Já markmiðið var sem sagt (og er svo sem enn) að missa þessi 9 kíló og vera svaka fín og flott gella og vera jafn þung og ég var áður en ég varð fyrst ólétt árið 2013. Ég sé það eiginlega núna svona eftir á að þessar væntingar um að vera jafn þung og ég var áður en ég eignaðist börn er pínu spes, sérstaklega þar sem líkaminn breytist í fyrsta lagi með árunum og hvað þá eftir barneignir. Ég get alveg lést um þessi kg en líkaminn mun aldrei líta nákvæmlega eins út. Það sem ég lærði aðallega í þessu […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Ferðalög

Fjölskylduferð til Spánar

23. maí 2018

Við fjölskyldan erum nýkomin heim úr yndislegri Spánarferð (Tjah eða við vorum nýkomin heim þegar ég byrjaði á færslunni en nú eru komnar sex vikur….svaka blogg metnaður í gangi hjá mér þessa dagana/mánuðina hehe) . Við fórum nokkur saman s.s. ég, maðurinn minn, börnin okkar tvö, mamma, tveir bræður mínir og dóttir bróður míns – vorum með þrjú börn og þau öll undir fimm ára. Þið veltið því kannski fyrir ykkur hvernig það hafi verið að vera með þrjú börn undir fimm ára í svona ferð, ég get alveg sagt ykkur það að það var alveg frábært – þó ég myndi ekki segja að það mætti beint kalla þetta 100% frí því maður er náttúrulega alltaf að passa upp á elsku börnin, en þetta gekk furðuvel. Frænkurnar Elín Kara og Tinna Rut eru báðar fæddar í október 2015 og eru því nánast alveg jafn gamlar og ná mjög vel saman og Óla Frey fannst bara mjög gaman að leika með þeim þó hann sé svona “stór” 🙂 Flugið út gekk furðuvel, þetta voru c.a. 4,5 klst og börnin mín voru alveg ótrúlega góð og róleg allan tímann, Tinna Rut, dóttir bróður míns var aðeins með smá vesen en það gekk svo […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Börnin

Lífið síðasta mánuðinn

14. apríl 2018

Síðasta mánuðinn eða svo hef ég verið í hálfgerðri lægð, lægð frá samfélgasmiðlum og mjög lítið gert annað en að vinna. Vinna, safna mér pening svo ég geti haldið áfram að ná markmiðum mínum. Eins og þið eflaust vitið flest er stærsta markmið ársins að stofna mína eigin fjölskyldu. (Linkur á fyrri færslu)  Það sem er að frétta af ferlinu hjá mér er að ég er búin að fara í allar skoðanir, blóðprufur og viðtal hjá Félagsráðgjafa. Allt saman kom vel út og fannst mér virklega hjálplegt að tala við Félagsráðgjafann. Hún sagði mér frá allskonar hlutum sem ég hafði ekkert pælt í og opnaði augun mín enn frekar fyrir því hvernig það er að vera einstök móðir.   Stundum er svolítið magnað hvað maður getur verið fastur í sínum eigin kassi og ekki alveg séð út fyrir hann, það hjálpaði mér alveg helling að fara til hennar og ég vona sem flestar nýti sér þekkingu hjá fagaðilum þegar kemur að þessum málum.  Aftur á móti var næst á dagskrá að klára að velja sæðisgjafa. Ég er búin að hafa aðgang að European Sperm Bank síðan í byrjun janúar og mörgum sinnum í viku hef ég farið inn að skoða og lesa […]

Hljóðskrá ekki tengd.
æskublár

Breytingar á heimilinu – fyrir og eftir

25. mars 2018

Í byrjun febrúar ákváðum við Sæþór að fara loksins í það að mála nokkra veggi í eldhúsinu og stofunni í lit og flikka aðeins uppá með aukahlutum, blómum og slíku. Við erum núna búin að búa í húsinu okkar í 18 mánuði ca og búin að vera á leiðini að henda okkur í þetta verkefni nánast síðan við fluttum !  Ég byrjaði á því að velja mér lit á málningunni og fór í Slippfélagið og valdi mér nokkrar prufur. Ég fór inn í Slippfélagið og var alveg búin að ákveða að mála í gráum lit en hitti þar æðislegan starfsmann sem leiðbeindi mér mjög vel og kom svo bara óvart út með nokkrar prufur í bláum tónum fyrir stofuna.  Ég sé sko alls ekki eftir því þar sem blár tónar mjög fallega við mitt litaþema í stofunni. Við vorum mjög efins um bláa litinn og fannst allar prufurnar svo dökkar en ákváðum á endanum að vera svolítið djörf og velja lit sem okkur fannst aðeins of dökkur. Við völdum litinn Æskublár og þegar hann er kominn á vegginn er hann sko ekki neitt dökkur og bara ótrúlega fallegur og tónar svo vel við gráa, hvíta og svarta litaþemað sem er […]

Hljóðskrá ekki tengd.
breyta

Það má breyta!

15. mars 2018

Það er mitt mottó í lífinu að það má breyta. Það er nú ekki svo langt síðan ég skrifaði þessa færslu sem má lesa HÉR, þar sem ég sagði frá stórri ákvörðun um að hætta að vinna sem snyrtifræðingur til þess að gerast verlsunarstjóri í ísbúð. Þannig var nú mál með vexti að sú vinna hentaði mér alls ekki persónulega. Fínt starf og allt það en ég fann að ástríða mín var bara ekki í ísnum (haha). Þannig að ég snéri aftur í snyrtinguna. Enn og aftur var ég komin á stað í lífinu þar sem ég vann við það sem ég elskaði að gera en álagið var allt of mikið. Ég kom þreytt heim dag eftir dag og áorkaði engu. Mér fannst ég ekki geta sinnt móðurhlutverkinu nógu vel, fannst ég heldur ekki góð húsmóðir og hvað þá að vera góð kærasta! Aftur var kominn tími til að breyta… Í byrjun mars mætti ég á nýjan vinnustað að gera eitthvað allt annað en ég hafði unnið við áður. Ég fór að vinna við aðhlynningu á Hrafnistu sem er hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Þvílíkur dásemdar vinnustaður!!! Þetta er jú alveg erfið vinna en svakalega gefandi á sama tíma. Þetta var klárlega BESTA ákvörðun […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Afmæli og veislur

Að skreyta fermingarborðið + uppskrift

15. mars 2018

Eins og flestir kannski vita þá ELSKA ég að skreyta, halda veislur og dúlla í veisluborðinu.  Fréttablaðið gaf úr fermingarblað í síðustu viku og ég var fengin til að skreyta eitt stykki fermingarborð. Þar sem dóttir mín er bara 1árs og ég alls ekki að fara að ferma á næstunni fannst mér þetta fyrst svolítið fyndið verkefni en ég slæ nú aldrei hendinni á móti tækifæri til að skreyta. Ég sjálf bíð spennt eftir því að fá að ferma svo þetta var ágætis forskot á sæluna.  Ég gekk þó ekki svo langt að baka sjálf heilan helling af kökum, kransakökum og turnum eins og ég mun án efa gera þegar Embla dótttir mín fermist enda væri það algjör matarsóun þar sem engir gestir voru að mæta . Ég fékk því 17 sortir til að bjarga mér svo veisluborðið væri ekki alveg tómt og ég fékk 2 æðislegar kökur frá þeim. Ég fékk allar skreytingarnar sem ég notaði á veisluborðið í Partýbúðinni en þau eru með ótrúlega flott úrval af skrauti fyrir ferminguna. Ég ákvað að vera mað grænblátt, silfur og gull þema á mínu veisluborði en mér finnst mjög mikilvægt að byrja á því að velja litaþema til að vinna […]

Hljóðskrá ekki tengd.
barnabílstóll

Snilldar bílstólar frá Recaro

6. mars 2018

Það þekkja það allir foreldrar hvað það er mikill höfuðverkur að velja bílstól fyrir barnið sitt. Núna um áramótin var Embla að verða of stór í ungbarnastólinn sinn og fór að vanta næstu stærð fyrir ofan. Ég fór í þvílíka rannsóknarvinnu og komst að því að Recaro bílstólarnir voru að fá mjög góða dóma fyrir öryggi og eru alveg ótrúlega neytendavænir ! Þessir stólar fást í Bílasmiðurinn uppá Höfða og ég fékk frábæra þjónustu þegar ég fór að skoða þessa stóla.   Ég var líka þvílíkt spennt fyrir stól sem getur snúist í 360°af því það auðveldar svo sjúklega mikið að setja barnið í og taka það úr stólnum og eins vildi ég stól sem væri ekki mikið mál að flytja á milli bíla. Embla var svo heppin að fá svona stól í jólagjöf frá ömmu sinni og afa og ég gat ekki beðið eftir að skella honum í bílinn og leggja leiðindar ungbarnastólnum hennar sem er mjög þungur og erfiður í notkun.    Recaro Zero 1 stóllinn uppfyllti allar mínar kröfur og meira til og ég elska þennan stól. Embla er líka mjög sátt í honum og finnst gaman að vera komin í stærri stól þar sem hún getur […]

Hljóðskrá ekki tengd.