Bakstur

Gómsætar möndlu og kókoskùlur

9. nóvember 2019

Þessar keto möndlu/kókoskùlur eru himnasending þegar manni vantar eitthvað sætt eða auka fitu yfir daginn. Þessar er snilld að eiga í frystinum 😋 Uppskrift 1 dl möndlur saxaðar 1 dl macadamia hnetur (eða aðrar að eigin vali) saxaðar 3 msk heint bökunarkakó 2 msk kókosmjöl 3 msk möndlusmjör 1 dl möndlumjöl Hálfur dl kókosolìa bráðnuð Stevíu dropar eftir smekk Blanda öllu saman í skál og hræra vel. Blandan þarf að kólna áður en hægt er að móta kúlurnar. Þið finnið mig á instagram 💕 instagram : hannathora88

Hljóðskrá ekki tengd.
Bakstur

Einfalt og æðislegt heimagert ketó múslí

22. september 2019

Nú er komið ár síðan ég byrjaði á ketó og mér hefur aldrei liðið betur á neinu mataræði. Ég hef mun meiri orku, liðverkir eru liðin tíð og ég að sjálfsögðu mun léttari á mér líkamlega. Fyrir mér er þetta lífsstíll sem hentar mér mjög vel og mér finnst gaman að deila því sem ég hef verið að prófa og græja í eldhúsinu með ykkur inná instagram 💕 Hlakka til að sjá ykkur þar Leitin að góðu múslí sem inniheldur ekki mikið af kolvetnum hefur verið frekar erfið en þá var auðvitað tilvalið að baka sitt eigið múslí sem passar inn í mataræðið 👏 Þessi uppskrift er fljótleg og afar gómsæt. Uppskrift : 150 grömm sneiddar möndlur 50 grömm graskersfræ 50 grömm sólblómafræ 1/2 dl möndlumjöl 1 dl chia fræ Blöndum öllum fræum og mjöli vel saman í skál. Blanda 1 dl af ketó vænu sýrópi út í 75 ml af vatni. Ég nota fiber sýrópið frá sukrin eða maple sweet like sugar frá good good. Hrærið þessu vel saman og hellið yfir þurrefnin Dreifið blöndunni á bökunarpappír og bakið við 160 gráður á blæstri í 20-30 mín Á 5 mínútna fresti hreyfi ég við blöndunni og sný múslíinu með […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Hanna Þóra

Heitur chia morgungrautur með kanil – þessi er ketó

28. júlí 2019

Þessi heiti chia grautur er æðislega góður í morgunmat og hentar vel þeim sem eru á lágkolvetna eða ketó matarræði 👌 Sjálfri fannst mér stundum leiðinlegt að geta ekki fengið mér hafragraut á morgnanna með fjölskyldunni en þessi grautur er að mínu mati betri og ekki verra hvað hann passar vel inn í mitt matarræði 👏 1/2 dl chia fræ 1 dl möndlumjöl 1/2 dl rjómi 1 tsk kanill Vatn eftir smekk en ég set oftast um hálfan dl. Aðeins mismunandi eftir því hversu þykkan graut maður vill Smá salt (nota steinefnaríkt Himalya sjálf) Skella þessu öllu saman í pott og hita þar til fræin eru tilbúin og grauturinn orðinn þykkur og góður. Æðislegt að toppa með möndlum, kanil og jafnvel fiber syrópi og kókosmjöli 👌 Allar mínar uppskriftir og hugmyndir koma inn á instagram, hvet ykkur til að fylgjast með mér þar 😊 https://www.instagram.com/hannathora88/?hl=en

Hljóðskrá ekki tengd.
Hanna Þóra

Steikt brokkolí með hnetum og lakkríssalti

8. maí 2019

Ein af mínum uppáhalds ketó uppskriftum er brokkolíið sem steikt er á pönnu með pistasiu hnetum og lakkríssalti. Þetta er ótrúlega góð blanda og passar einstaklega vel með kjúkling. Það besta er að ég á alltaf til í þennan rétt þar sem ég nota frosið brokkolí sem geymist vel og lengi. Uppskrift: 500 gr Frosið brokkolí sem ég afþýði í örbylgjuofninum Set ólífuolíu eða avocado olíu á pönnu og steiki brokkolíið uppúr henni ásamt smá hvítlauksdufti. 2 msk soya sósu bætt útá ásamt 1 dl af pistasíuhnetukjörnum Að lokum toppa ég réttinn með 1-2 tsk af lakkrís salti frá saltverki Einfalt – fljótleg og kemur skemmtilega á óvart 👏 Fleiri uppskriftir og fróðleik um ketó er að finna inná instagram 🙌Það væri gaman að sjá ykkur einnig þar 😊 https://www.instagram.com/hannathora88/?hl=en

Hljóðskrá ekki tengd.
Hanna Þóra

Uppáhalds ketó morgunmaturinn

16. apríl 2019

Ég á mér uppáhalds ketó morgunmat sem hentar mér vel að græja kvöldið áður fyrir morgunflug Uppskriftin er einföld og fljótleg 1 og 1/2 dl Grísk jógúrt frá MS 3 msk chia fræ Rjómi Stevíu dropar eftir smekk Blanda grísku jógúrtinni saman við rjómann og Stevíu dropana til að þynna hana áður en chia fræjunum er bætt útí Hræra öllu vel saman og velja topp eftir smekk. Uppáhalds toppablöndurnar mínar sem henta vel á ketó matarræðinu eru þessar ✨Dökkt fiber síróp ✨1 msk kókosmjöl ✨2-3 jarðarber skorin niður ✨Möndlur ✨Dökkt ósætt kakó Þið finnið mig og ketó uppskriftirnar mínar inná instagram með því að smella HÉR Þar er einnig gjafaleikur væntanlegur fyrir ketó snillinga 😊

Hljóðskrá ekki tengd.
Bakstur

Keto súkkulaðiostakaka með möndlu “Oreo” botni

26. september 2018

Ég var að prófa mig áfram í eftirréttagerðinni fyrir Ketó matarræðið mitt og langaði að deila með ykkur þessari dásamlegu súkkulaðiostaköku með möndlubotni sem minnir einna helst á OREO. Upppskriftin er afar einföld og það þarf ekki að baka kökuna í ofni sem gerir hana einstaklega fljótlega. Ostakökublanda 100 gr smjör við stofuhita 200 gr hreinn rjómaostur við stofuhita 2 msk sukrin “flórsykur” (fæst td í nettó í heilsudeildinni) 2 dl Þeyttur rjómi eða 1 dós sýrður rjómi ( fer eftir smekk hvers og eins) 2 tsk vanilludropar 3 msk hreint kakó   “OREO” möndlukurl 1 dl Möndlumjöl 2 tsk Kakóduft 2 msk Sukrin púðursykur Smjör klípa Byrja á því að þeyta rjómann og taka til hliðar Í sömu skál skelli ég smjörinu og rjómaostinum ásamt vanilludropum, kakóinu og “flórsykrinum” frá Sukrin og þeyti allt vel og lengi saman áður en rjómanum er bætt varlega útí. Á meðan ég er að þeyta ostablönduna bý ég til kurlið sem minnir mjög á OREO! Ég set ég möndlumjöl á þurra pönnu og leyfi því aðeins og brúnast. Bæti svo 2 tsk af kakó útá blönduna ásamt 2 msk af sukrin “púðursykri” og smá klípu af smjöri. Tek þetta til hliðar og leyfi […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bakstur

Ketó mozzarella brauð sem svíkur engan

9. september 2018

Nú hef ég verið á ketó/low carb matarræði í nánast mánuð og maður lifandi hvað ég finn mikinn mun á sjálfri mér bæði líkamlega og andlega. Enginn útblásinn magi lengur, engir magaverkir, jafnari orka yfir daginn og ég almennt bara hressari. Ég hef verið að prófa mig áfam með alls kyns uppskriftir undanfarið og langaði að deila með ykkur þessu mozzarella ólífubrauði sem ég bjó til um daginn. Uppskriftin er einföld og afskaplega fljótleg og auðvelt er að toppa brauðið á annan hátt t.d. með sólþurrkuðum tómötum, kryddum eða ostum. 1 poki rifinn mozzarella 2 msk beikon smurostur (eða annað bragð ef vill en passa að hann sé ekki léttsmurostur ef þið eruð á ketó eða low carb matarræði) 1 tsk salt 1 tsk lyftiduft 1 egg 2 msk möndlumjöl Ólífur að eigin vali Parmesan ostur Oreganó krydd   Byrjum á því að taka skál sem má fara í örbylgjuofn og látum allan ostinn ofaní hana ásamt smurostinum, saltinu, lyftiduftinu og möndumjölinu. Hitum þessa blöndu í 60 sek – hrærum aðeins og athugum hvort osturinn er bráðnaður, bætum við 15 sek þar til osturinn er alveg bráðnaður og hægt er að hræra í gott deig. Bætum egginu útí og hrærum […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Hanna Þóra

Heimagerðar kjötbollur með Havartí

10. ágúst 2018

Í vikunni eldaði ég svo æðislegar kjötbollur með havartí osti og marinara sósu sem mig langar að deila með ykkur. Þessar bollur henta einnig þeim sem eru að sneiða hjá kolvetnum td LKL eða Ketó. Uppskriftin er í raun einföld og allir geta græjað þessa máltíð. 1 kíló gott nautahakk Havartí Kryddostur ( 8 sneiðar) 1 Egg Salt Pipar Hvítur pipar Hvítlauksduft eða hvítlauksgeirar saxaðir smátt Þurrkuð basilíka Oregano Fersk frosin steinselja Rifinn parmesan ostur   Byrjum á því að setja hakkið í stóra skál og krydda eftir smekk. Þar á eftir er eitt egg sett útí og því blandað vel samanvið ( það gerir bollugerðina auðveldari og er einnig prófteinríkt) Í lokin skar ég niður 8 sneiðar af Havartí og blandaði varlega út í kjötbollublönduna. Svo tók við bollugerðin sem er tilvalið að fá krakka á heimilinu til að taka þátt í og skapa þannig skemmtilega samverustund í eldhúsinu. Fallegar bollur tilbúnar á pönnuna. Ég steiki bollurnar á pönnu uppúr ólífuolíu áður en þær fara svo í ofnfast mót og klára að eldast í ofninum. Þetta gefur þeim gullinbrúna eldum að utan en þær eru ennþá safaríkar að innan.   Þegar bollurnar eru komanar í mótið tek ég eina […]

Hljóðskrá ekki tengd.