grillsumar

Bakaðar kartöflur með beikon og Cheddar toppi

24. apríl 2018

Nú þegar grillsumarið er framundan þá má ég til með að deila með ykkur þessari uppskrift af mínum uppáhalds bökuðu kartöflum sem eru engu líkar. Þessar kartöflur eru dekur kartöflur og ég vara ykkur við að þegar þið smakkið þá verður ekki aftur snúið. Byrjum á því að taka kartöflurnar og stinga lítil göt á hýðið með gaffli. Nudda ólífuolíu á allt hýðið og inn í ofn á bökunarpappír í klukkutíma á 200 gráðum Klukkutíma síðar hefst dekrið fyrir alvöru. Kartöflurnar skornar í tvennt og mjög varlega er skafið innanúr þeim og yfir í skál. Geymum hýðið þar til síðar Út í kartöflu fyllinguna set ég smjör , vel af salti og pipar og hræri saman – Hér er mikilvægt að hræra ekki of mikið þar sem við viljum ekki fá kartöflumús, viljum halda í áferðina af bökuðum kartöflum. Því næst set ég beikonkurl útí blönduna og hræri saman. þá þarf að fylla hýðin aftur varlega með skeið. Svo toppum við þetta með rifnum cheddar og setum inn í ofninn þannig að osturinn bráðni og myndi æðislegan ostatopp Gleðilegt grillsumar  😀 Ps. þið finnið mig á snapchat : Hannsythora    

Hljóðskrá ekki tengd.