Afmæli og veislur

Cinnabons – sjúklega mjúkir og djúsí

9. júní 2018

Jæja loksins er ég komin með uppskriftina af cinnabons sem ég er búin að fá svo fjöldamargar fyrirspurnir um.  Cinnabons eru semsagt svona þykkir, mjúkir og djúsí kanilsnúðar með hvítri rjómaost frosting ofaná. Það er til staður í London sem heitir Cinnabon sem selur bara kanilsnúða og eftir að ég smakkaði þá varð ég að prófa að baka svona sjálf og núna eftir að vera búin að prófa nokkrar uppskriftir finnst mér þessir snúðar eiginlega betri en þeir sem maður fær á Cinnabon í London.    Ég gerði þessa snúða um daginn í kaffi fyrir nýju vinnuna mína og þeir runnu mjög ljúflega ofaní mannskapinn (ein að kaupa sér vinsældir haha). Það er algjör snilld við þessa snúða að það er hægt að búa þá til daginn áður , láta hefast og græja og gera og svo þarf bara að hita þá í ofni í 20 mín áður en þeir eru bornir fram.  Þessi uppskrift er fyrir 12 mjög stóra snúða.  Snúðadeigið 1/3 bolli heitt vatn 2 og 1/4 tsk þurrger 1/4 tsk sykur Þessu er öllu blandað saman og látið malla í ca 5 mín 1/2 bolli sykur 1/3 bolli AB mjólk 1/2 bolli mjólk 85 g brætt smjör […]

Hljóðskrá ekki tengd.