bauhaus

Innlit í litlu íbúðina mína

9. júní 2018

Árið 2016 þá keypti ég fyrstu íbúðina mína. Ég var búin að skoða nokkrar og gera tilboð í eina áður en ég fann þessa.  Það var ekkert aftur snúið þegar ég fór á opna húsið. Fann það strax þegar ég labbaði inn og skoðaði að þetta væri íbúðin sem ég átti að kaupa. Íbúðin er ekki nema 43 fermetrar. Hérna eru fyrir og eftir myndir af því sem ég er (með hjálp frá svo mörgum) búin að dunda mér við til að gera hana að minni. Þessar hvítu flísar, ekki alveg minn tebolli! Við skiptum um gólfefni, filmuðum hurðar og settum upp nýja hurðakarma og gólflista. Gólfefni, hurðakarmar, gólflistar og filmur var keypt í Bauhaus. Flísarnar í eldhúsinu voru mjög gular og fúan orðin hálf brún. Ég fékk ráðlagningar frá fagmönnum Slippfélagsins hvernig væri best að mála þær. Sem var lítið mál og þvílíkur munur.  Ég filmaði gluggakisturnar með marmara filmu frá Bauhaus, kemur mjög skemmtilega út. Íbúðin er öll máluð í sama litnum. Gauragrár frá Slippfélaginu.         Það eina sem á eftir að gera núna, er að taka baðherbergið í gegn. Þá verður íbúðin fullkomin. Takk fyrir að kíkja í heimsókn, ég vona að þið hafið haft gaman […]

Hljóðskrá ekki tengd.