baðherbergi

Íbúðin fyrir & eftir breytingar

7. september 2018

Fyrir jólin í fyrra þá fórum við í framkvæmdir á eldhúsinu í íbúðinni okkar. Það er óhætt að segja að það hafi frekar verið framkvæmdir á allri íbúðinni, ekki bara eldhúsinu! Við bókstaflega færðum eldhúsið á annan stað í íbúðinni og bættum við herbergi þar sem eldhúsið var áður. Við settum nýtt parket á alla íbúðina, færðum hurðina í þvottahúsið og ég veit ekki hvað og hvað.  HÉR má sjá myndir og stutta færslu um íbúðina fyrir breytingar. En við erum svakalega ánægð með breytingarnar og þetta er hreinlega eins og allt önnur íbúð en við keyptum upphaflega. Árið 2016 gerðum við upp baðherbergið (líka rétt fyrir jól haha) og erum mjög ánægð með það líka. En núna erum við búin að setja íbúðina á sölu (sem er líka alveg týpískt, nýbúin að gera hana alla upp og þá setur maður á sölu) … en svona er lífið og það má breyta! En við ætlum að stækka við okkur svo það er eina ástæðan fyrir því að við ætlum að selja fallegu íbúðina okkar.  En í linknum sem ég set inn HÉR getið þið séð íbúðina eins og hún lítur út í dag.   En ég hef mikið verið spurð […]

Hljóðskrá ekki tengd.