hálskirtlataka

Hálskirtlataka á fullorðinsárum

14. maí 2020

Ég fór í hálskirtlatöku fyrir 9 dögum síðan og fannst tilvalið að skrifa færslu um það þegar kluklan er að verða 00 þar sem ég er búin að snúa við sólarhringnum í allri þessari rúmlegu. Eftir að hafa fengið streptókokka í hálsinn 3x í röð ákvað ég að fara til HNE læknis og láta meta það hvort það væri ekki kominn tími á að láta fjarlægja hálskirtlana. Ég hafði fengið streptó áður, kannski 5x en þá yfir margra ára tímabil. En þegar ég fékk þá 3x í röð og þeir komu bara aftur og aftur 3-4 dögum alltaf eftir að ég kláraði sýklalyfin þá hætti mér að lítast á blikuna. Úff það er svo leiðinlegt að fá streptó! HNE læknirinn sagði að það væri engin spurning, kirtlarnir ættu að fara burt, orðnir stórir og svampkenndir, jömmý. Þannig að hann gaf mér tíma 5. maí og svo var bara að vona það besta (þegar ég fékk tímann var nýkomið samkomubann). En svo var samkomubanninu breytt frá og með 4. maí þannig að ég komst í aðgerðina. Viðurkenni að ég var 0,0% spennt, en á sama tíma er illu best af lokið! Mig langaði neflilega að fresta þessu fram á haust því […]

Hljóðskrá ekki tengd.