Gotterí

5 Mínútna súkkulaði popp og ávaxtaspjót

9. maí 2018

Nú þegar Ísland er að keppa í öllu mögulegu á komandi mánuðum er tilvalið að vera með skemmtilegt og einfalt gotterí á boðstólum fyrir dygga stuðningsmenn heima í stofu. Þessar uppskriftir henta öllum aldri og hægt að útfæra með og án sykurs allt eftir því hvaða súkkulaði er fyrir valinu hverju sinni 🙂 Súkkulaði Popp 1 poki poppkorn ( ég kýs stjörnu eða fitness popp, þá er það kallt og tilbúðið hvenær sem er) 1 súkkulaði plata að eigin vali Nammi til að strá yfir poppið, M&M er sérlega vinsælt og litríkt. Ég tek bökunar pappír og dreifi poppinu yfir örkina. Bræði súkkulaðið í örbylgjuofninum þar til alveg bráðnað Set súkkulaðið yfir poppið þannig að myndist mjóar línur af súkkulaði á poppinu. Set M&M yfir meðan súkklaðið er ennþá volgt. Leyfa þessu að kólna alveg og storkna Setja í fallega skál og njóta! 🙂 Fullkomið með Eurovision eða góðum landsleik 🙂 Meðan ég er ennþá að vinna með bráðið súkkulaði er tilvalið að útbúa ávaxtaspjót með súkkulaði húðuðum bananabitum. Þetta slær alltaf í gegn og það má líka alveg sleppa súkkulaðinu og kökuskrautinu,  það rennur líka ljúflega niður fyrir allan aldur 😉 Bræði meira súkkulaði og set á bananabitana. Meðan […]

Hljóðskrá ekki tengd.