Framkvæmdir

Íbúðin mín – fyrir og eftir framkvæmdir og breytingar

20. febrúar 2020

Við Arnór höfum flutt óvenju oft á okkar tíma saman, en nú erum við hætt, amk í bili. Við fluttum sem sagt samtals níu sinnum á fimm árum og keyptum okkur 3x íbúð á 3 árum, en erum loksins komin í íbúð sem er nógu stór fyrir okkur öll og við erum búin að gera hana ótrúlega fína. Planið var svo að staldra við í c.a. 10 ár áður en við myndum kaupa hæðina/einbýlið/raðhúsið, sem er enn planið, þá eftir c.a. 7.5 ár ef 10 ára planið mun standa, en ef ég þekki okkur rétt þá munum við ekki ná 10 árum.. En við vorum ótrúlega heppin að finna þessa íbúð sem við eigum núna þar sem hún uppfyllti allar mínar kröfur: -er á jarðhæð-er með pall-það er gluggi inn á baði sem er algjör plús (höfðum aldrei búið í íbúð áður með glugga inn á baði)-varð að vera möguleiki að byggja “kisuparadís” svo kettirnir kæmust inn og út í búr eins og þau vilja og eru vöm-og að lokum FJÖGUR svefnherbergi, sem var svona aðalatriðið. Því við nenntum EKKI að flytja aftur næstu árin og vissum að okkur langaði að eignast barn nr.3 á næstu árum og vildum hafa […]

Hljóðskrá ekki tengd.