Ferðalög

Tene tips – sólarferð með 7 vikna kríli

25. október 2019

Ég, mamma og Lea Þóra skelltum okkur í sólina til Tenerife 11-21 september. Lea var 7 vikna þegar við fórum út og við vorum í 10 nætur. Mamma spurði mig þegar Lea var um 5 vikna hvort ég væri til í að koma með henni út í sólina, hún vildi bjóða mér (okkur) út. Ég sagði strax já, en svo var ég bara úff er maður samt að fara til útlanda með svona kornabarn?!?! Ég fór í smá panik þegar mamma pantaði ferðina og spurðist fyrir í mömmuhópnum mínum hvort maður væri að ferðast með svona ung börn, þó svo að ég vissi svo sem alveg svarið en ég meina ég var bara nýbökuð og paranojuð móðir 😉 Svörin voru bara mjög jákvæð og auðvitað áttum við að skella okkur og einhverjar í hópnum búnar að fara nú þegar, þannig ég ákvað að hætta þessu rugli og byrja að hlakka til í stað þess að vera stressa mig yfir þessu. Ég er samt mjög flughrædd og var því mikið að stressa mig á fluginu, við erum að tala um mjög flughrædd og engar ýkjur. En ég hef þó skánað með árunum og alltaf læt ég mig hafa það að fara […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Ferðalög

Thailandsferð

22. mars 2019

Jæja, ég hef ekki sett inn færslu síðan í október, blogg peppið alveg að fara með mann þessa dagana.. Ég var sem sagt búin að vera lömuð af þreytu vegna járnskorts og fyrstu vikum meðgöngunnar, en líður mun betur núna. Fór í fimm járngjafir í æð og tek inn járn daglega, þannig að járnforðinn minn er smám saman að komast upp á við og meðgönguþreytan orðin skárri, enda er ég komin 22 vikur núna. En nóg um það! Ég kom heim frá Thailandi 10. febrúar, eftir dásamlega ferð, var í burtu í 17 nætur. Ég varð þrítug í desember og fékk supræs afmælispartý í lok nóvember, sem maðurinn minn planaði rétt áður en við komumst að því að ég væri ólétt, þannig að ég var komin um sex vikur í partýinu og endaði á því að segja öllum að ég væri ólétt því ég nennti ekki að þykjustunni djamma haha. Allavega, í þessu partýi þá fékk ég afmælisgjöfina mína frá mömmu og fjölskyldunni minni og Arnórs. Og það var hvorki meira né minna en Thailandsferð! Shit ég hélt ég myndi míga á mig, ég var á leiðinni til Thailands eftir tæpa tvo mánuði og þá komin 14-16 vikur á leið […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Ameríka

Amerískar vörur í uppáhaldi

24. maí 2018

Úrvalið í amerískum verslunum er engu líkt og ég hef fallið fyrir nokkrum vörum sem ég hef sjaldan eða aldrei fundið hér heima sem ég hef kippt með mér heim frá Ameríku reglulega. Mér er nánast sama um búðarölt í fataverslunum en gefðu mér góðan tíma og supermarkað erlendis og ég get verið þar tímunum saman að skoða 🙂 Hérna eru nokkrar uppáhalds vörur sem ég kaupi. Einhverjar eru hugsanlega til hérna heima en ef þið eruð á leiðinni til Ameríku mæli ég með því að kíkja á þessar vörur 🙂   Þessa dressingu frá Hidden Valley kaupi ég alltaf, hún fæst í nokkrum útgáfum, low fat, fat free, original og með allskyns auka bragði. Æðisleg á Cesar salat og með kjúklingavængjum 🙂 Þessar mini tortillur eru þær bestu sem ég hef smakkað frá Mission. Þykkar og bragðgóðar og snilld í þessa uppskrift hérna –  http://fagurkerar.is/street-tacos-med-bbq-og-lime-kjukling/ Það er ekkert mál að setja þær í frystinn og annað sniðugt ráð er að nota þær í mini pizzugerð fyrir börnin eða veisluna 🙂 MMMM… Oreo lovers verða ekki sviknir af þessari snilld. 6 pakkar af kökum með lítilli dýfu. Örugglega vinsælt í afmæli eða lautarferð. Margir þekkja fiskakexið góða en í ameríkunni […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Ferðalög

Fjölskylduferð til Spánar

23. maí 2018

Við fjölskyldan erum nýkomin heim úr yndislegri Spánarferð (Tjah eða við vorum nýkomin heim þegar ég byrjaði á færslunni en nú eru komnar sex vikur….svaka blogg metnaður í gangi hjá mér þessa dagana/mánuðina hehe) . Við fórum nokkur saman s.s. ég, maðurinn minn, börnin okkar tvö, mamma, tveir bræður mínir og dóttir bróður míns – vorum með þrjú börn og þau öll undir fimm ára. Þið veltið því kannski fyrir ykkur hvernig það hafi verið að vera með þrjú börn undir fimm ára í svona ferð, ég get alveg sagt ykkur það að það var alveg frábært – þó ég myndi ekki segja að það mætti beint kalla þetta 100% frí því maður er náttúrulega alltaf að passa upp á elsku börnin, en þetta gekk furðuvel. Frænkurnar Elín Kara og Tinna Rut eru báðar fæddar í október 2015 og eru því nánast alveg jafn gamlar og ná mjög vel saman og Óla Frey fannst bara mjög gaman að leika með þeim þó hann sé svona “stór” 🙂 Flugið út gekk furðuvel, þetta voru c.a. 4,5 klst og börnin mín voru alveg ótrúlega góð og róleg allan tímann, Tinna Rut, dóttir bróður míns var aðeins með smá vesen en það gekk svo […]

Hljóðskrá ekki tengd.