Börnin

Hákon Orri 6 mánaða!

26. nóvember 2019

Ég á svo erfitt með að trúa þessu að litli gullmolinn minn sé orðið hálfs árs. Hvernig líður tíminn bara svona hratt? Þetta hálfa ár er búið að vera það besta sem ég hef átt. Hákon Orri er mikill ljúflingur sem leyfir mömmu sinni að sofa á nóttunni fyrir utan eina gjöf og það hefur næstum því verið þannig síðan hann fæddis. Hann er ofsalega ljúfur og góður og síborsand. Elskar að knúsast og kjassast og vera í mömmu fangi, enda mikill mömmu moli. Á hverjum degi sé ég mun á honum hvernig hann er að þroskast og upplifa nýja hluti. Hann er farinn að sitja með aðstoð og finnst það mjög gaman. Miklu skemmtilegra að leika með dótið sitjandi en liggjandi. Hann hefur alls enga þolinmæði á að liggja á maganum og er því lítið farinn að koma sér áfram en það er allt í góðu. Verður gaman að sjá þegar hann fer að koma sér af stað. Það sem ég er þakklát fyrir þennan litla gaur minn. Besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu er að eignast hann. Við mæðgin erum dugleg á Instagram endilega kíkið á okkur: SIGGALENA Þangað til næst…

Hljóðskrá ekki tengd.
Börn og uppeldi

Must have fyrir mömmur með fyrirbura/léttbura

23. nóvember 2019

Ég eignaðist mitt annað barn fyrir mánuði síðan. Litli kúturinn minn kom í heiminn á viku 33 og var voðalega lítill og smár en ofsalega duglegur. Hann þurfti að vera á vökudeildinni í 10 daga áður en hann fékk að koma heim með okkur. Systir hans sem fæddist í janúar 2017 kom líka fyrir tímann en hún fæddist á viku 36 og var því ekki alveg jafn lítil og viðkvæm og bróðir sinn og slapp alveg við vökudeildina. Ég er því orðin ágætlega sjóuð í svona litlum píslum og er búin að komast að því að það er ákveðnir hlutir sem maður notar meira og skipta meira máli með svona litla hnoðra en með fullburða börn og því ákvað ég að taka saman lista yfir það sem mér finnst must have með svona kríli. Það er svo auðvitað mjög mismunandi hvað hverjum og einum finnst vera must have en þetta er það sem ég hef notað mikið. Endilega smellið á nafnið á hverri vöru til að komast á síðuna þar sem er hægt að skoða vöruna betur. Difrax snuð newborn Þar sem það lá fyrir frá byrjun meðgöngu að litli snúður kæmi fyrr í heiminn fór ég í smá rannsóknarvinnu […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Baby björn

Hlutir sem við erum búin að elska að nota fyrstu 5 mánuðina

7. nóvember 2019

Þegar ég var ólett af Hákoni Orra þá lá ég yfir allskonar listum og pælingum um það hvað væri sniðugt að eiga og nota fyrstu mánuðina. Ég ákvað að taka saman smá lista yfir það sem er búið að virka lang best fyrir okkur.    Þessi færsla er ekki unnin í samstarfi við nein fyrirtæki. Allar vörurnar hef ég keypt sjálf.   Númer 1 á listanum er Baby Brezza mjólkur vélin. Þegar Hákon Orri var 6 vikna þá hafnaði hann brjóstinu. Hann hafði fengið viðbót frá því að hann fæddist þar sem ég mjólkaði lítið og litli kall nennti ekki brjóstinu lengur enda miklu auðveldara fyrir hann að drekka úr pela. Þannig fyrir ykkur pelamömmurnar er þetta mesta snilld í heimi. Brezzuna er hægt að nálgast bæði hjá Tvö líf og Olivía og Oliver. Númer 2  listanum er Balios S settið frá Cybex. Kerrustykki, vagnstykki og Aton M bilstólinn. Þetta hefur hentað okkur einstaklega vel. Grindin sjálf er létt og fyrirferðar lítil og kemst vel fyrir í litla bílinn minn sem er mikill plús. Það er yndislegt að geta smellt bílstólnum beint á grindina. Annars er kerran alltaf út í bíl og er mjög mikið notuð.     Númer 3 á listanum […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Afmæli og veislur

Afmælispartý Elínar Köru – Blíða og Blær þema

6. nóvember 2019

Elín Kara mín varð 4 ára þann 8. október og ákvað hún að hafa Blíðu og Blæ þema. Hún hafði líka Blíðu og Blæ þema í 2 ára afmælinu sínu og kom það mér á óvart að hún skyldi velja þetta þema aftur þar sem hún horfir aldrei á þessa þætti lengur, en auðvitað fékk drottningin að velja þema alveg sjálf og þá fór mamman á fullt að versla fyrir veisluna. Ég keypti allt á Tenerife, við mamma leituðum af partýbúð og fundum eina sem var í Santa Cruz og skelltum okkur í hana og fundum allt sem við þurftum. Ég keypti glös, diska, skraut, dúk, skeiðar, litla Blíðu og Blæ “kalla” til að setja á köku og fann allt sem ég hafði hugsað mér að nota og notaði svo Blíðu og Blær dúkkur sem Elín Kara á til að skreyta enn meira. Allt þetta kostaði um 6 þús kr. Það mætti segja að Blíða og Blær hafi ælt yfir stofuna okkar þennan dag og þetta var sjúklega flott, þó ég segi sjálf frá. Afmælið heppnaðist mjög vel og var Elín Kara hæst ánægð með hvað þetta var flott allt saman. Við buðum upp á alls kyns gotterí og græjaði […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Börn og uppeldi

Fæðingarsaga – minn þriðji og seinasti keisari

30. júlí 2019

Þegar ég byrja á þessari færslu eru fimm dagar síðan ég átti snúlluna mína og langaði mig að setjast niður og skrifa fæðingarsöguna á meðan ég man þetta allt saman, maður er neflilega svo ótrúlega fljótur að gleyma! Við Arnór vorum sammála frá upphafi að við ætluðum að eignast þrjú börn og hafa stutt á milli þeirra og klára þetta ung. Allt fór samkvæmt plani og við eigum nú þrjú börn og það eru 5 og ½ ár á milli elsta og yngsta barns. Arnór er 27 ára og ég þrítug og við erum í skýjunum með þetta allt saman 🙂 Krakkarnir að halda á systu <3  Fyrst tímdi ég ekki að verða ólétt strax og eyða síðasta skiptinu mínu ólétt því það er eitthvað svo „final“ að klára þetta og allt svo dásamlegt í kringum þetta ferli en vá hvað ég er ótrúlega fegin núna að vera komin með hana í fangið og vera búin! Ég hugsaði svo mikið fyrstu tvo dagana eftir að hún fæddist bara vá, vá, vá hvað ég er fegin að hún sé komin út og bara never again! Þrír keisarar eru að mínu mati sko alveg meira en nóg, allavega fyrir minn kropp, úff […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Börnin

Dagurinn sem ég varð mamma

27. júlí 2019

Jæja það er löngu orðið tímabært að henda niður fæðingarsögunni enda er strákurinn orðinn tveggja mánaða. Guð minn góður hvað tíminn líður hratt. Kannski ágætt að gefa ykkur smá aðdraganda. Ég var látin hætta að vinna 23 apríl daginn eftir páska þá komin 36 vikur á leið. Komin með of háan blóðþrýsting og komin í auka eftirlit og átti gjöra svo vel að gera sem minnst þangað til að litli myndi láta sjá sig. Þar sem að þrýstingurinn var fremur hár var búið að pannta fyrir mig í gangsetningu frá 39v+4 dagar þangað til 40v+4d enda engin ástæða til að hafa hann lengur inni. Kvennadeildin hringdi í mig 21 maí og bauð mér gangsettningu 24 maí kl 08:15 þá komin 40 vikur og 4 daga. Ég mætti upp á deild þennan morgun og fór í blóðþrýstings mælingu. Fór svo í skoðun til að tékka á því hvort að einhver útvíkkun væri komin, það var ekki, leghálsinn afturstæður og óhagstæður og útvíkkun ekki hafin. Ljósmóðirin fór yfir gangsettningar ferlið með mér og sagði þá að þetta gæti tekið nokkra daga sérstaklega þar sem ég er frumbyrja. Fyrsta taflan var tekin kl 9 og átti ég að taka töflu á þriggja tíma […]

Hljóðskrá ekki tengd.
börn

Þrjú börn á fimm árum. Allt samkvæmt Excel skjalinu.

7. maí 2019

Já þessi fyrirsögn er frekar funky ég veit, en pabbi minn kallaði mig oft “Excel skjalið” því ég er og hef alltaf verið gríðarlega skipulögð, alveg einum of stundum 😀 Ég vissi það alltaf að mig langaði til þess að vera ung mamma og eignast þrjú börn og það væri plús ef ég væri búin þrítug. Þegar ég kynntist Arnóri í janúar 2011 þá sagði ég honum að við ættum því miður ekki samleið, ég var nýkomin úr rúmlega þriggja ára sambandi og var 22 ára gömul og vissi að mig langaði “bráðlega” að fara byrja í barneignum. Arnór sagði þá að hann væri alveg sammála og að honum langaði líka til þess að eignast barn á næstu árum, ég trúði honum eiginlega ekki, enda er hann yngri en ég og nýorðinn 19 ára þegar við kynntumst hehe. En ég ákvað að gefa honum séns þrátt fyrir að vera smá hrædd því ég vildi ekki fara í samband nema honum væri alvara með það, en honum var sem sagt alvara, ég veit það núna 😉 Planið var neflilega að byrja næst með gæja sem væri amk 2 árum eldri heldur en ég því “strákar eru svo óþroskaðir” en eftir að […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Börnin

Stóri draumurinn er að rætast

20. febrúar 2019

Jæja ég held að það sé komin tími til þess að láta aðeins heyra frá mér.  Heldur betur langt síðan síðast og hefur lífið breyst til muna. Í byrjun júni 2018 tók ég endanlega ákvörðun hvað sæðisgjafa varðar og sló til og pantaði. Pöntunin kom til landssins í byrjun júlí og þá passaði akkúrat að Livio var í sumarfríi þangað til í ágúst. Ákvað ég því að skrá mig í meðferð í ágúst og átti að senda þeim póst um leið og ég myndi byrja á blæðingum.  Áður en ég byrjaði í meðferð keypti ákvað ég egglospróf og þugunarpróf á amazon.com. Þau virkuðu líka svona svakalega vel. Að sjálfsögðu keypti ég allt of miki af þeim, þannig nóg var til.   Tíu dögum eftir að ég kláraði blæðingar átti ég að byrja að taka egglospróf á hvernum morgni með fyrsta þvagi þangað til að prófið sýndi jákvæðar niðurstöður.  Jákvæð niðurstaða kom þann 22 ágúst og hafði ég samband við Livio sem gaf mér tíma í uppsetningu strax daginn eftir eða 23 ágúst. Aðgerðin sjálf ef aðgerð skal kalla tók innan við mínútu. Ég lagðist upp á bekk hjá lækninum og sæðinu var sprautað inn með löngum og grönnum plast hólk […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Afmæli og veislur

Barnaafmæli í Shimmer and shine þema

23. nóvember 2018

Við héldum uppá 3 ára afmæli dóttur okkar um daginn og sú litla er alveg heilluð af Shimmer and Shine eða Blíðu og Blæ eins og þær heita á íslensku. Shimmer and Shine þemalitirnir eru frekar sterkir litir í bleiku, bláu og túrkis  ásamt gylltu og var því tilvalið að búa til servítettu pom poms fyrir vegginn á gotteríisborðinu. Ég nota Ikea 3 laga servíetturnar til að búa þá til og ikea er alltaf að koma með nýja og fallega liti í þessari tegund. Hérna er youtube linkur sem sýnir hvernir mínir pommar eru gerðir en ég geri hálfa þegar þeir eru hengdir uppá vegg! – https://www.youtube.com/watch?v=L-pLFNUwROU Nóg af gotteríi fyrir alla! Ferrero Rocher molar þar sem ég tók brúna pappírinn undan Bleikir smáhringir Kramellu rice crispies Allir andar verða að eiga fallegan lampa – primark 5 pund Gyllta dúka og fleira gyllt skrauk fékk ég að láni hjá Hrönn vinkonu og fagurkera enda hún nýbúin að halda glæsilega gyllta brúðkaupsveislu og var svo yndisleg að lána mér skreytingar sem hentuðu. Mig hefur lengi langað að hafa flott krakkaborð þar sem setið er á fallegum púðum á gólfinu og í ár rættist sú hugmynd. Borðið sjálft er bara skrifborðsplata úr […]

Hljóðskrá ekki tengd.
barnaföt

Cornelli kids – falleg föt á frábæru verði – tilvalið í jólapakkann

17. nóvember 2018

Ég elska falleg barnaföt og er því alltaf að skoða og spá í barnafötum og er búin að gera það síðan löngu áður en ég átti Emblu haha  og því var ég þvílíkt ánægð þegar ég datt inná facebook síðuna hjá Cornelli kids rétt áður en Embla fæddist.  Ég pantaði fyrst föt hjá Cornelli kids rétt áður en Embla fæddist þegar það var orðið ljóst að Embla yrði mjög lítil og ég átti lítið úrval af fötum í 44 og 50. Ég sá svo æðislega fallegt efni á facebook síðunni að ég varð bara að fá galla í þessu efni svo ég sendi á þau og bað um einn pínulítinn galla og húfu í stíl. Embla notaði þennan galla mjög mikið fyrstu vikurnar og ég elskaði hann svo mikið að ég pantaði mér seinna nýjan í stærri stærð. Eins keypti ég annan svona lítinn galla nokkrum dögum eftir að Embla fæddist þegar ég sá að ég átti alltof lítið af svona pínulitlum fötum á litlu ponsuna mína. Þetta eru ótrúlega þægileg föt sem vaxa vel með barninu af því það er stroff á þeim sem er ekkert mál að bretta upp fyrst þegar gallinn er vel stór.  Núna fyrir stuttu voum […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Börnin

Hvað á að gera með börnunum í sumarfríinu? Hér er minn listi!

28. júní 2018

Loksins er komið að því að við fjölskyldan erum að fara í sumafrí saman. Þetta verður í fyrsta skiptið sem við erum öll saman í fríi, alveg í heilar 5 vikur líka! 🙂   Síðasta sumar var ömurlegt. Pabbi lést 18. júní og sumarið er eiginlega allt í móðu. Man vel eftir flutningunum í júlí og 10 daga ferðalaginu sem við fórum í, en man ekki mikið meira en það. Ég man hvað ég var með mikið samviskubit eftir sumarið því það var ekki sniðið að börnunum, heldur þá var ég bara ógeðslega sorgmædd (eðlilega) og lofaði sjálfri mér að næsta sumar yrði fullt af fjöri fyrir krakkana! <3  En fyrir utan síðasta sumar þá erum við Arnór bæði nýlega útskrifuð úr námi þannig að þetta hefur alltaf bara verið þannig að hann er að vinna á sumrin og því höfum við aldrei tekið svona gott frí saman, mikið verður þetta ljúft!   Þetta er alveg frekar langur tími, en tíminn getur verið svo svakalega fljótur að líða samt og áður en maður veit þá er þetta búið. Þannig að mig langaði að gera to do lista fyrir fríið og geri hann 100% sniðinn að krökkunum og hvað þeim finnst gaman að gera. […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Börnin

Lífið síðasta mánuðinn

14. apríl 2018

Síðasta mánuðinn eða svo hef ég verið í hálfgerðri lægð, lægð frá samfélgasmiðlum og mjög lítið gert annað en að vinna. Vinna, safna mér pening svo ég geti haldið áfram að ná markmiðum mínum. Eins og þið eflaust vitið flest er stærsta markmið ársins að stofna mína eigin fjölskyldu. (Linkur á fyrri færslu)  Það sem er að frétta af ferlinu hjá mér er að ég er búin að fara í allar skoðanir, blóðprufur og viðtal hjá Félagsráðgjafa. Allt saman kom vel út og fannst mér virklega hjálplegt að tala við Félagsráðgjafann. Hún sagði mér frá allskonar hlutum sem ég hafði ekkert pælt í og opnaði augun mín enn frekar fyrir því hvernig það er að vera einstök móðir.   Stundum er svolítið magnað hvað maður getur verið fastur í sínum eigin kassi og ekki alveg séð út fyrir hann, það hjálpaði mér alveg helling að fara til hennar og ég vona sem flestar nýti sér þekkingu hjá fagaðilum þegar kemur að þessum málum.  Aftur á móti var næst á dagskrá að klára að velja sæðisgjafa. Ég er búin að hafa aðgang að European Sperm Bank síðan í byrjun janúar og mörgum sinnum í viku hef ég farið inn að skoða og lesa […]

Hljóðskrá ekki tengd.
barnabílstóll

Snilldar bílstólar frá Recaro

6. mars 2018

Það þekkja það allir foreldrar hvað það er mikill höfuðverkur að velja bílstól fyrir barnið sitt. Núna um áramótin var Embla að verða of stór í ungbarnastólinn sinn og fór að vanta næstu stærð fyrir ofan. Ég fór í þvílíka rannsóknarvinnu og komst að því að Recaro bílstólarnir voru að fá mjög góða dóma fyrir öryggi og eru alveg ótrúlega neytendavænir ! Þessir stólar fást í Bílasmiðurinn uppá Höfða og ég fékk frábæra þjónustu þegar ég fór að skoða þessa stóla.   Ég var líka þvílíkt spennt fyrir stól sem getur snúist í 360°af því það auðveldar svo sjúklega mikið að setja barnið í og taka það úr stólnum og eins vildi ég stól sem væri ekki mikið mál að flytja á milli bíla. Embla var svo heppin að fá svona stól í jólagjöf frá ömmu sinni og afa og ég gat ekki beðið eftir að skella honum í bílinn og leggja leiðindar ungbarnastólnum hennar sem er mjög þungur og erfiður í notkun.    Recaro Zero 1 stóllinn uppfyllti allar mínar kröfur og meira til og ég elska þennan stól. Embla er líka mjög sátt í honum og finnst gaman að vera komin í stærri stól þar sem hún getur […]

Hljóðskrá ekki tengd.