Beauty

Litasprey sem felur skallann!

15. nóvember 2019

Þessi færsla er ekki kostuð! Eins og einhverjir vita þá hef ég verið að díla við mikið hárlos eftir meðgönguna. Það mikið að fólk er farið að taka eftir því. Ég hef alltaf verið með mjög mikið og þykkt hár en nú er svona 50% eftir af því, no joke! Ég vissi alltaf að konur misstu aðeins hárið eftir meðgöngu en það hvarlaði ekki að mér hvað þetta vær mikið og sennilega er það mjög einstaklingsbundið. Ég viðurkenni alveg að þetta er búið að fara pínu á sálina hjá mér. En um daginn þá var ég á miðnætursprengjunni í Smáralind og kíkti á TaxFree hjá Hagkaup og rak þá augun í sprey frá LORÉAL sem heitir MAGIC RETOUCH. Þetta sprey er búið að bjarga sálinni hjá þessari mömmu. Ég spreyja smá í rótina og skallinn hverfur. Sjáið bara muninn á fyrir og eftir myndunum. Allt annað að sjá þessa stelpukonu. Miðað við það sem ég sá í Hagkaup eru til nokkrir litir af spreyinu og ættu því flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ef þið viljið fylgjast með okkur mæðginum erum við á Instagram: SIGGALENA Þangað til næst…

Hljóðskrá ekki tengd.
augnháralenging

Frankfurt – Russian Volume námskeið

27. október 2019

Ég var svo heppin síðustu helgi að fara í vinnuferð til Frankfurt með Karma Pro heildversluninni sem ég vinn hjá. Ég fór á augnháralenginganámskeið í Russian Volume tækni hjá PhiLashes sem er risastórt vörumerki í augnháralenginga”bransanum” ef svo má segja. Hjá PhiLashes er hægt að vinna sig úr því að vera student upp í að verða grand master. Þó svo að ég sé viðurkenndur sérfræðingur í classic augnháralenginum frá öðru vörumerki þá er ég núna “bara” lærlingur hjá PhiLashes. En ég þarf að klára 10 level í heimavinnu til þess að verða viðurkenndur PhiLashes – artist. Ég er komin í level 2 og stefni á að skila af mér því stigi í dag og vonandi verð ég komin í level 3 á morgun.    En heimur augnháralenginga er risastór og það er rosalega skemmtilegt að vera partur af þessum heimi. Enda hefur áhugi minn á augnháralenginum vaxið mjög mikið, ég fékk algjört ógeð á sínum tíma en þá er stundum nauðsynlegt að taka sér smá pásu. En í vor þá var ég líka alveg tilbúin að byrja aftur og þegar fæ áhuga á einhverju þá fæ ég ÁHUGA og helli mér algjörlega í hlutina. Ég er búin að vinna mikla […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Beauty

Einföld 5 mínútna dagförðun

5. júlí 2019

Ég fæ oft beiðnir á Snapchat og Instagram um að sýna mjög einfalda dagförðun.
Í gær varð ég loksins við þessum beiðnum og skellti í eitt lauflétt myndband á IGTV (Instagram Tv).
Þið getið skoðað myndbandið HÉR
Upplýsingar um þær vörur sem ég notaði eru…

Hljóðskrá ekki tengd.
académie

Langar þig í bjartari og sléttari húð fyrir stóra daginn? Mögnuð andlitsmeðferð !

22. febrúar 2019

Ég gifti mig síðasta sumar og um vorið ákvað ég að fara að skoða hvort það væru einhverjar húðmeðferðir í boði til að gera húðina mína bjartari, fallegri og mögulega aðeins sléttari (lesist unglegri haha).  Ég var svo heppin að vera bent á húðmeðferð sem kallast Dermatude og er boðið uppá á snyrtistofunni Paradís á Laugarnesvegi. Ég las mér aðeins til um þessa meðferð og ákvað að slá til og pantaði mér tíma. Ég viðurkenni þó fúslega að ég hafði ekki mikla trú á þessu áður en ég prófaði en VÁ þvílíka snilldin sem þessi meðferð er ! Ég sá strax mun eftir 1 tíma, húðin var miklu bjartari og fallegri, áferðin mun sléttari og ég held svei mér þá að ég hafi verið unglegri líka ! Ofaná það hvað húðin verður fallegri þá er þetta algjör kósýstund og maður er alveg endurnærður þegar maður kemur út eftir klukkutíma. Ég þurfti svo mikið á því að halda að fá smá slökun á móti öllu brúðkaupsstressinu og því var þetta algjört æði fyrir mig. Ég fór í 3 tíma í heildina fyrir brúðkaupið og fannst ég sjá mikinn mun á áferðinni á húðinni og eins fannst mér húðliturinn jafnari og andlitið […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Beauty

TAX FREE – vörur sem ég mæli með!

4. maí 2018

*** Færslan er ekki kostuð & ekki samstarf *** Þar sem nú er TAX FREE í Hagkaup um helgina þá langar mig að segja ykkur frá nokkrum vörur sem ég kaupi mér reglulega eða er nýbyrjuð að nota.  Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er ég bæði snyrti- & förðunarfræðingur svo ég kaupi & nota mikið af snyrtivörum:)   GLAMGLOW SUPERMUD Minn allra uppáhalds maski er Supermud frá Glamglow. Þetta er langbesti hreinsimaski sem er til að mínu mati (og hef ég prófað þá marga). Hann vinnur mjög vel á vandamálahúð og dregur óhreinindi vel upp úr húðinni. Hann er alls ekki fyrir viðkvæma að mínu mati, en hann er mjög góður til að nota staðbundið, þ.e.a.s á svæðin sem þarf virkilega að vinna á. Hann er því tilvalinn til að nota í multi-masking með öðrum maska. Það er AUKA 15% afsláttur af GLAMGLOW á Tax free!   MAYBELLINE DREAM MATTE BB Nýlega keypti ég þetta BB krem bara til að prófa og í hreinskilni sagt þá er ég að fíla það í tætlur. Mig langaði að eiga eitthvað létt til þess að skella á mig á morgnana án þess að líta út fyrir að vera mikið máluð. Þetta krem […]

Hljóðskrá ekki tengd.