Afmæli og veislur

Skírnarveisla

20. júní 2020

Á 17.júní var sonur okkar Sæþórs loksins skírður. Hann fékk nafnið Bjarki Snær Fannberg. Til stóð að skíra litla snúðinn 13.apríl sem var annar í páskum en Covid sló það alveg útaf borðinu. Þá hefðu þau systkini. átt sama skírnardag en 2017 var 13.apríl einmitt Skírdagur og þá var Embla Ýr dóttir okkar skírð. Þar sem Bjarki er fæddur 22.október var hann orðinn ansi gamall en sem betur fer ákváðum við að nefna hann 5.desember svo hann hefur ekki verið nafnlaus allan þennan tíma. Hann sem betur fer passaði ennþá í kjólinn en þar sem hann er orðinn svo stór og kjóllinn ansi sleipur var hægara sagt en gert að halda á honum meðan athöfnin var í gangi og mér leið smá eins og ég væri með lax í fanginu haha. Eins og þeir sem þekkja mig vita er ég alveg veisluóð og að sjálfsögðu stóð aldrei til að sleppa því að halda veislu þó Covid væri eitthvað að trufla og í byrjun júní ákváðum við að 17.júní væri snilldardagur fyrir þetta. Þar sem sá dagur kom upp í miðri viku vorum við ekki að skemma helgarplön hjá fólki sem var á leiðinni útá land og því var mjög góð […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Afmæli

3ja ára regnboga-afmæli

22. janúar 2020

Embla Ýr dóttir mín varð 3ja ára 10. janúar og því þurfti að sjálfsögðu að fagna með veislu en dóttir mín er mikil stemmningsmanneskja og veit fátt skemmtilegra en fullt af fólki, læti og gaman. Ég elska að halda barnafmæli og þá sérstaklega að velja þema fyrir veisluna en nú þegar er ég búin að vera með einhyrningaafmæli og prinsessuafmæli. Í þetta skiptið var ég að reyna að velja þema sem væri nokkuð auðvelt í framkvæmd þar sem ég er núna líka með einn ponsulítinn 3ja mánaða snúð og hef ekki alveg jafn mikinn tíma og fyrir seinasta afmæli. Regnboga þema varð fyrir valinu og strax í ágúst var ég komin með þema, búin að ákveða hvernig veitingar ég yrði með og hvernig skraut ég ætlaði að kaupa. Regnbogaþema er mjög þægilegt þema þar sem það eru svo margir litir í því að í raun allt litríkt skraut passar inní þemað. Í þetta skiptið ákvað ég að vera ekki með marga smárétti á undan kökunum og hafa þetta bara einfalt – kalt kjúklingapastasalat og súrdeigsbrauð fyrir fullorðna og pylsur í brauði fyrir krakkana. Pylsur eru uppáhalds maturinn hennar Emblu svo það hentaði mjög vel. Kjúklingapastasalatið er mjög þægilegt þar sem […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bakstur

Gómsætar möndlu og kókoskùlur

9. nóvember 2019

Þessar keto möndlu/kókoskùlur eru himnasending þegar manni vantar eitthvað sætt eða auka fitu yfir daginn. Þessar er snilld að eiga í frystinum 😋 Uppskrift 1 dl möndlur saxaðar 1 dl macadamia hnetur (eða aðrar að eigin vali) saxaðar 3 msk heint bökunarkakó 2 msk kókosmjöl 3 msk möndlusmjör 1 dl möndlumjöl Hálfur dl kókosolìa bráðnuð Stevíu dropar eftir smekk Blanda öllu saman í skál og hræra vel. Blandan þarf að kólna áður en hægt er að móta kúlurnar. Þið finnið mig á instagram 💕 instagram : hannathora88

Hljóðskrá ekki tengd.
Afmæli og veislur

Afmælispartý Elínar Köru – Blíða og Blær þema

6. nóvember 2019

Elín Kara mín varð 4 ára þann 8. október og ákvað hún að hafa Blíðu og Blæ þema. Hún hafði líka Blíðu og Blæ þema í 2 ára afmælinu sínu og kom það mér á óvart að hún skyldi velja þetta þema aftur þar sem hún horfir aldrei á þessa þætti lengur, en auðvitað fékk drottningin að velja þema alveg sjálf og þá fór mamman á fullt að versla fyrir veisluna. Ég keypti allt á Tenerife, við mamma leituðum af partýbúð og fundum eina sem var í Santa Cruz og skelltum okkur í hana og fundum allt sem við þurftum. Ég keypti glös, diska, skraut, dúk, skeiðar, litla Blíðu og Blæ “kalla” til að setja á köku og fann allt sem ég hafði hugsað mér að nota og notaði svo Blíðu og Blær dúkkur sem Elín Kara á til að skreyta enn meira. Allt þetta kostaði um 6 þús kr. Það mætti segja að Blíða og Blær hafi ælt yfir stofuna okkar þennan dag og þetta var sjúklega flott, þó ég segi sjálf frá. Afmælið heppnaðist mjög vel og var Elín Kara hæst ánægð með hvað þetta var flott allt saman. Við buðum upp á alls kyns gotterí og græjaði […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Afmæli og veislur

Jasmine barnaafmæli

28. október 2019

Dóttir mín varð 4 ára í október og höfðum við mæðgur ákveðið í sameiningu að þemað yrði Jasmine prinsessa í ár. Ég var alltaf mikill Aladdin aðdáandi sjálf þegar ég var lítil og því var ég ekki minna spennt að skreyta fyrir veisluna. Þeir sem hafa verið að fylgja mér á instagram síðustu ár hafa mögulega tekið eftir því að ég er oftast all in þegar kemur að afmælum og veislum. Langar að deila með ykkur myndum og hugmyndum úr afmælinu. Ég hef alltaf eitt borð þar sem þemað fær alveg að njóta sín með bakgrunni og litlum hlutum sem saman verða að einni heild. Ég nota einnota dúka úr party city til að útbúa bakgrunninn og festi við gardínu brautina í loftinu. Kúlulengjur úr jólalínu ikea Ég fékk svo fallega Jasmine diska og Servíettur í partý city og þessi fallegu pappaglös “once upon a time”. Gyllt papparör og gamall álkassi í þemalitnum sem innihélt einusinni breskar smákökur. Svo gaman að nýta gamla hluti á nýjan og skemmtilegan hátt. Ég keypti allskonar nammi í þema litunum og raðaði í krukkurnar mínar Drykkjarkrúsin mín úr pier stendur alltaf fyrir sínu👌 Þá var komið að afmæliskökunni 👏 6 laga súkkulaði draumur með […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bakstur

Einfalt og æðislegt heimagert ketó múslí

22. september 2019

Nú er komið ár síðan ég byrjaði á ketó og mér hefur aldrei liðið betur á neinu mataræði. Ég hef mun meiri orku, liðverkir eru liðin tíð og ég að sjálfsögðu mun léttari á mér líkamlega. Fyrir mér er þetta lífsstíll sem hentar mér mjög vel og mér finnst gaman að deila því sem ég hef verið að prófa og græja í eldhúsinu með ykkur inná instagram 💕 Hlakka til að sjá ykkur þar Leitin að góðu múslí sem inniheldur ekki mikið af kolvetnum hefur verið frekar erfið en þá var auðvitað tilvalið að baka sitt eigið múslí sem passar inn í mataræðið 👏 Þessi uppskrift er fljótleg og afar gómsæt. Uppskrift : 150 grömm sneiddar möndlur 50 grömm graskersfræ 50 grömm sólblómafræ 1/2 dl möndlumjöl 1 dl chia fræ Blöndum öllum fræum og mjöli vel saman í skál. Blanda 1 dl af ketó vænu sýrópi út í 75 ml af vatni. Ég nota fiber sýrópið frá sukrin eða maple sweet like sugar frá good good. Hrærið þessu vel saman og hellið yfir þurrefnin Dreifið blöndunni á bökunarpappír og bakið við 160 gráður á blæstri í 20-30 mín Á 5 mínútna fresti hreyfi ég við blöndunni og sný múslíinu með […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Afmæli og veislur

Nammibarinn í brúðkaupinu mínu

15. febrúar 2019

Um leið og við Sæþór ákváðum að gifta okkur fór ég á flug að skipuleggja og plana og pæla. Ég komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að ég vildi vera með nammibar eða candy buffet í brúðkaupinu mínu.  Ég vil ekki vita hvað ég eyddi mörgum klukkutímum á pinterest að skoða allskonar útfærslur af nammibar og það var heljarinnar vinna að komast að niðurstöðu. Loksins eftir marga mánuði datt ég niður á myndir af nammibar sem mér fannst ótrúlega fallegur og ég ákvað að nota hann að hluta til sem fyrirmynd ásamt nokkrum öðrum myndum sem mér fannst fallegar og henta mínu þema. Þemað í brúðkaupinu var mest gull,glimmer, kampavínslitað og ég vildi að nammibarinn væri alveg skreyttur í því þema. Ég vildi einnig að allt sem væri boðið uppá á nammibarnum væri í þessu litaþema og það tókst á endanum hjá mér eftir miklar pælingar.  Það sem ég var með á mínum nammibar: Heimabakaðir cake pops, 4 tegundir Ástrík popp í litlum glærum pokum með borða Krispy Kreme kleinuhringir með gullglimmer Gylltar karamellukúlur Hersheys gullkossar Gylltar Lindt kúlur  Hvítir snjóboltar frá Kólus Haribo gúmmíbangsar í litlum gylltum pokum Ég bjó sjálf til cakepops og skreytti þá á 4 mismunandi vegu. […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Afmæli

2ja ára prinsessuafmæli

11. febrúar 2019

Í janúar varð Embla dóttir mín 2ja ára. Ég elska að halda veislur og þá sérstaklega veislur þar sem ég get komið einhverju þema að. Barnaafmæli eru hinn fullkomni viðburður fyrir þemaveislu og ég man að þegar ég var ólétt að Emblu var ég strax farin að hugsa útí 1.árs afmælið hennar ! Ég hélt semsagt einhyrningaafmæli fyrir hana þegar hún var 1.árs sem heppnaðist mjög vel. Hægt að skoða það hérna.  Í ár ákvað ég að hafa prinsessuþema í bleikum og gylltum litum. Ein ástæðan fyrir því er sú að ég gifti mig síðasta sumar og átti því ágætis safn af gylltu skrauti, dúkum, kökudiskum og kertastjökum sem ég gat nýtt núna. Eins fann ég svo margar flottar myndir á netinu af svona prinsessuafmælum.  Ég byrjaði á því að panta slatta af skrauti í prinsessuþema af aliexpress í lok október. Þar sem afmælið hennar Emblu er svo nálægt jólunum þarf maður að passa að vera tímanlega í að panta af ali þar sem sendingartíminn lengist oft töluvert í kringum jólin. Nú er pósturinn að vísu byrjaður að rukka fyrir alla pakka svo ég hugsa að ég panti bara á amazon.com fyrir næsta afmæli og láti senda það allt saman í […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Afmæli og veislur

Barnaafmæli í Shimmer and shine þema

23. nóvember 2018

Við héldum uppá 3 ára afmæli dóttur okkar um daginn og sú litla er alveg heilluð af Shimmer and Shine eða Blíðu og Blæ eins og þær heita á íslensku. Shimmer and Shine þemalitirnir eru frekar sterkir litir í bleiku, bláu og túrkis  ásamt gylltu og var því tilvalið að búa til servítettu pom poms fyrir vegginn á gotteríisborðinu. Ég nota Ikea 3 laga servíetturnar til að búa þá til og ikea er alltaf að koma með nýja og fallega liti í þessari tegund. Hérna er youtube linkur sem sýnir hvernir mínir pommar eru gerðir en ég geri hálfa þegar þeir eru hengdir uppá vegg! – https://www.youtube.com/watch?v=L-pLFNUwROU Nóg af gotteríi fyrir alla! Ferrero Rocher molar þar sem ég tók brúna pappírinn undan Bleikir smáhringir Kramellu rice crispies Allir andar verða að eiga fallegan lampa – primark 5 pund Gyllta dúka og fleira gyllt skrauk fékk ég að láni hjá Hrönn vinkonu og fagurkera enda hún nýbúin að halda glæsilega gyllta brúðkaupsveislu og var svo yndisleg að lána mér skreytingar sem hentuðu. Mig hefur lengi langað að hafa flott krakkaborð þar sem setið er á fallegum púðum á gólfinu og í ár rættist sú hugmynd. Borðið sjálft er bara skrifborðsplata úr […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bakstur

Keto súkkulaðiostakaka með möndlu “Oreo” botni

26. september 2018

Ég var að prófa mig áfram í eftirréttagerðinni fyrir Ketó matarræðið mitt og langaði að deila með ykkur þessari dásamlegu súkkulaðiostaköku með möndlubotni sem minnir einna helst á OREO. Upppskriftin er afar einföld og það þarf ekki að baka kökuna í ofni sem gerir hana einstaklega fljótlega. Ostakökublanda 100 gr smjör við stofuhita 200 gr hreinn rjómaostur við stofuhita 2 msk sukrin “flórsykur” (fæst td í nettó í heilsudeildinni) 2 dl Þeyttur rjómi eða 1 dós sýrður rjómi ( fer eftir smekk hvers og eins) 2 tsk vanilludropar 3 msk hreint kakó   “OREO” möndlukurl 1 dl Möndlumjöl 2 tsk Kakóduft 2 msk Sukrin púðursykur Smjör klípa Byrja á því að þeyta rjómann og taka til hliðar Í sömu skál skelli ég smjörinu og rjómaostinum ásamt vanilludropum, kakóinu og “flórsykrinum” frá Sukrin og þeyti allt vel og lengi saman áður en rjómanum er bætt varlega útí. Á meðan ég er að þeyta ostablönduna bý ég til kurlið sem minnir mjög á OREO! Ég set ég möndlumjöl á þurra pönnu og leyfi því aðeins og brúnast. Bæti svo 2 tsk af kakó útá blönduna ásamt 2 msk af sukrin “púðursykri” og smá klípu af smjöri. Tek þetta til hliðar og leyfi […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Bakstur

Ketó mozzarella brauð sem svíkur engan

9. september 2018

Nú hef ég verið á ketó/low carb matarræði í nánast mánuð og maður lifandi hvað ég finn mikinn mun á sjálfri mér bæði líkamlega og andlega. Enginn útblásinn magi lengur, engir magaverkir, jafnari orka yfir daginn og ég almennt bara hressari. Ég hef verið að prófa mig áfam með alls kyns uppskriftir undanfarið og langaði að deila með ykkur þessu mozzarella ólífubrauði sem ég bjó til um daginn. Uppskriftin er einföld og afskaplega fljótleg og auðvelt er að toppa brauðið á annan hátt t.d. með sólþurrkuðum tómötum, kryddum eða ostum. 1 poki rifinn mozzarella 2 msk beikon smurostur (eða annað bragð ef vill en passa að hann sé ekki léttsmurostur ef þið eruð á ketó eða low carb matarræði) 1 tsk salt 1 tsk lyftiduft 1 egg 2 msk möndlumjöl Ólífur að eigin vali Parmesan ostur Oreganó krydd   Byrjum á því að taka skál sem má fara í örbylgjuofn og látum allan ostinn ofaní hana ásamt smurostinum, saltinu, lyftiduftinu og möndumjölinu. Hitum þessa blöndu í 60 sek – hrærum aðeins og athugum hvort osturinn er bráðnaður, bætum við 15 sek þar til osturinn er alveg bráðnaður og hægt er að hræra í gott deig. Bætum egginu útí og hrærum […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Aníta

Uppskrift af einföldu brauði með Fetaost og Kryddbrauð

25. júní 2018

Við Óttar erum alltaf að reyna að finna okkur eitthvað annað að gera á kvöldin saman heldur en að horfa á sjónvarpið.  Áður en við eignuðumst börn þá vorum við bæði rosalega virk og alltaf að gera eitthvað. Það var því smá breyting þegar við vorum allt í einu komin með tvö ung börn og komumst lítið sem ekkert út nema með því að redda pössun.  Við erum því byrjuð að finna okkur eitthvað annað en sjónvarpsgláp að gera á kvöldin svona til þess að brjóta aðeins upp rútínuna.  Í gærkvöldi ákváðum við að baka. Okkur langaði bæði í venjulegt hvítt brauð og kryddbrauð.  Einfalt brauð með fetaosti 625 grömm hveiti 1 msk lyftiduft 500 ml mjólk 1 tsk salt 2 msk sykur 1/2 krukka fetaostur ásamt olíunni Aðferð: Byrjið á því að setja öll þurrefni saman og hræra vel. Setið því næst 2/3 af olíunni úr fetaostinum saman við ásamt mjólkinni og hnoðið saman. Smyrjið formið með restinni af olíunni og bætið að lokum fetaostinum ofan í brauðið og hrærið varlega. Bakið við 200°c í 40-50 mínútur eða þar til brauðið er orðið gullinbrúnt ofaná. Kryddbrauð: 3 dl hveiti 3 dl haframjöl (gott að setja það í matvinnsluvél en […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Afmæli og veislur

Cinnabons – sjúklega mjúkir og djúsí

9. júní 2018

Jæja loksins er ég komin með uppskriftina af cinnabons sem ég er búin að fá svo fjöldamargar fyrirspurnir um.  Cinnabons eru semsagt svona þykkir, mjúkir og djúsí kanilsnúðar með hvítri rjómaost frosting ofaná. Það er til staður í London sem heitir Cinnabon sem selur bara kanilsnúða og eftir að ég smakkaði þá varð ég að prófa að baka svona sjálf og núna eftir að vera búin að prófa nokkrar uppskriftir finnst mér þessir snúðar eiginlega betri en þeir sem maður fær á Cinnabon í London.    Ég gerði þessa snúða um daginn í kaffi fyrir nýju vinnuna mína og þeir runnu mjög ljúflega ofaní mannskapinn (ein að kaupa sér vinsældir haha). Það er algjör snilld við þessa snúða að það er hægt að búa þá til daginn áður , láta hefast og græja og gera og svo þarf bara að hita þá í ofni í 20 mín áður en þeir eru bornir fram.  Þessi uppskrift er fyrir 12 mjög stóra snúða.  Snúðadeigið 1/3 bolli heitt vatn 2 og 1/4 tsk þurrger 1/4 tsk sykur Þessu er öllu blandað saman og látið malla í ca 5 mín 1/2 bolli sykur 1/3 bolli AB mjólk 1/2 bolli mjólk 85 g brætt smjör […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Aníta

Mjúkir og fljótlegir kanilsnúðar

12. maí 2018

Það elska allir kanilsnúða, sérstaklega mjúka og bragðgóða kanilsnúða sem auðvelt er að skella í á stuttum tíma. Þessa uppskrift hef ég notað lengi og fékk ég hana að láni frá Grgs. Ég geri þó yfirleitt alltaf örlitlar breytingar á þeim uppskriftum sem ég hef fengið annarstaðar frá og bæti og breyti því sem mér þykir vanta uppá 🙂 Við Óttar eigum 6 ára brúðkaupsafmæli í dag og fannst mér því tilvalið að skella í þessa kanilsnúða á meðan hann fékk að sofa út. Hann er nefnilega búinn að vera að væla um þá í nokkrar vikur 😅  Uppskrift:  550 grömm heiti, 5 tsk lyftiduft, 1 dl sykur, 100 gr brætt smjör, 3 og 1/2 dl mjólk Aðferð:  Hræra þurrefnum saman, bæta smjörinu útí og svo mjólkinni. Hnoða vel saman en þó ekki of lengi svo deigið verði ekki seigt. Flytja deigið út og reyna að hafa það ferhyrnt. Notið vel af hveiti undir og ofan á svo deigið klístrist ekki við borðið eða kökukeflið. Innihald: Bræða 70-80 grömm smjör og smyrja eins miklu á deigið og þarf. Strá vel af kanilsykri yfir allan flötinn. (Eg vil hafa mikið kanilbragð og set því alveg helling. Rúlla deiginu upp og skera […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Afmæli og veislur

Að skreyta fermingarborðið + uppskrift

15. mars 2018

Eins og flestir kannski vita þá ELSKA ég að skreyta, halda veislur og dúlla í veisluborðinu.  Fréttablaðið gaf úr fermingarblað í síðustu viku og ég var fengin til að skreyta eitt stykki fermingarborð. Þar sem dóttir mín er bara 1árs og ég alls ekki að fara að ferma á næstunni fannst mér þetta fyrst svolítið fyndið verkefni en ég slæ nú aldrei hendinni á móti tækifæri til að skreyta. Ég sjálf bíð spennt eftir því að fá að ferma svo þetta var ágætis forskot á sæluna.  Ég gekk þó ekki svo langt að baka sjálf heilan helling af kökum, kransakökum og turnum eins og ég mun án efa gera þegar Embla dótttir mín fermist enda væri það algjör matarsóun þar sem engir gestir voru að mæta . Ég fékk því 17 sortir til að bjarga mér svo veisluborðið væri ekki alveg tómt og ég fékk 2 æðislegar kökur frá þeim. Ég fékk allar skreytingarnar sem ég notaði á veisluborðið í Partýbúðinni en þau eru með ótrúlega flott úrval af skrauti fyrir ferminguna. Ég ákvað að vera mað grænblátt, silfur og gull þema á mínu veisluborði en mér finnst mjög mikilvægt að byrja á því að velja litaþema til að vinna […]

Hljóðskrá ekki tengd.