átak

9 mánaða átaki lokið – náði ég að missa 9 kíló á 9 mánuðum?

29. maí 2018

Mér finnst hálf pínlegt að ég hafi verið búin að lofa færslu 15. maí með niðurstöðum úr átakinu þar sem ég ætlaði mér svo sannarlega að vera búin að missa 9 kílo og vera komin í drauma formið og skella inn fyrir- og eftir myndum og alles. Þið sem eruð með mig á Snapchat og fylgdust með mér í gegnum þessa níu mánuði vitið svo sem alveg niðurstöðurnar en já, stutta svarið við spurningunni “missti ég 9 kíló á 9 mánuðum” er bara pjúra NEI. Ekki nálægt því hehe. Ég missti um 2.5 kg af 9 sem var markmiðið. Já markmiðið var sem sagt (og er svo sem enn) að missa þessi 9 kíló og vera svaka fín og flott gella og vera jafn þung og ég var áður en ég varð fyrst ólétt árið 2013. Ég sé það eiginlega núna svona eftir á að þessar væntingar um að vera jafn þung og ég var áður en ég eignaðist börn er pínu spes, sérstaklega þar sem líkaminn breytist í fyrsta lagi með árunum og hvað þá eftir barneignir. Ég get alveg lést um þessi kg en líkaminn mun aldrei líta nákvæmlega eins út. Það sem ég lærði aðallega í þessu […]

Hljóðskrá ekki tengd.