hálskirtlataka

Hálskirtlataka á fullorðinsárum

14. maí 2020

Ég fór í hálskirtlatöku fyrir 9 dögum síðan og fannst tilvalið að skrifa færslu um það þegar kluklan er að verða 00 þar sem ég er búin að snúa við sólarhringnum í allri þessari rúmlegu. Eftir að hafa fengið streptókokka í hálsinn 3x í röð ákvað ég að fara til HNE læknis og láta meta það hvort það væri ekki kominn tími á að láta fjarlægja hálskirtlana. Ég hafði fengið streptó áður, kannski 5x en þá yfir margra ára tímabil. En þegar ég fékk þá 3x í röð og þeir komu bara aftur og aftur 3-4 dögum alltaf eftir að ég kláraði sýklalyfin þá hætti mér að lítast á blikuna. Úff það er svo leiðinlegt að fá streptó! HNE læknirinn sagði að það væri engin spurning, kirtlarnir ættu að fara burt, orðnir stórir og svampkenndir, jömmý. Þannig að hann gaf mér tíma 5. maí og svo var bara að vona það besta (þegar ég fékk tímann var nýkomið samkomubann). En svo var samkomubanninu breytt frá og með 4. maí þannig að ég komst í aðgerðina. Viðurkenni að ég var 0,0% spennt, en á sama tíma er illu best af lokið! Mig langaði neflilega að fresta þessu fram á haust því […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Framkvæmdir

Íbúðin mín – fyrir og eftir framkvæmdir og breytingar

20. febrúar 2020

Við Arnór höfum flutt óvenju oft á okkar tíma saman, en nú erum við hætt, amk í bili. Við fluttum sem sagt samtals níu sinnum á fimm árum og keyptum okkur 3x íbúð á 3 árum, en erum loksins komin í íbúð sem er nógu stór fyrir okkur öll og við erum búin að gera hana ótrúlega fína. Planið var svo að staldra við í c.a. 10 ár áður en við myndum kaupa hæðina/einbýlið/raðhúsið, sem er enn planið, þá eftir c.a. 7.5 ár ef 10 ára planið mun standa, en ef ég þekki okkur rétt þá munum við ekki ná 10 árum.. En við vorum ótrúlega heppin að finna þessa íbúð sem við eigum núna þar sem hún uppfyllti allar mínar kröfur: -er á jarðhæð-er með pall-það er gluggi inn á baði sem er algjör plús (höfðum aldrei búið í íbúð áður með glugga inn á baði)-varð að vera möguleiki að byggja “kisuparadís” svo kettirnir kæmust inn og út í búr eins og þau vilja og eru vöm-og að lokum FJÖGUR svefnherbergi, sem var svona aðalatriðið. Því við nenntum EKKI að flytja aftur næstu árin og vissum að okkur langaði að eignast barn nr.3 á næstu árum og vildum hafa […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Lífið

Góðir þættir á Netflix!

9. janúar 2020

Mig langar svo að deila með ykkur þáttum sem eru á Netflix sem mér finnst góðir. Það eru neflilega þrusu margar seríur þarna inni sem mér finnst snilld að deila með ykkur og mun setja hér lista yfir þær seríur sem mér finnst góðar og að allir ættu að sjá! Ég meina, eru ekki allir með Netflix og vantar manni ekki alltaf eitthvað til að horfa á? Hér kemur listinn og þið þakkið mér svo bara síðar…. -The CrownGeggjaðir þættir um bresku konungsfjölskylduna. Ég viðurkenni að ég var ekkert spennt fyrir þessum þáttum og ákvað svo að gefa þeim séns, sé svo sannarlega ekki eftir því, þeir eru æði! -OutlanderMæli svo mikið með. 1 sería er geggjuð, 2 sería er lala og 3 sería er geggjuð. Þættirnir eru um konu sem ferðast óvart aftur í tímann og ég vil helst ekki segja neitt meira til að skemma þannig að ég bara gef ykkur loforð að þessir þættir eru mjög skemmtilegir! -YouGeggjaðir þættir um sækó strák sem verður hrifinn af stelpu og fær hana á heilann….komnar 2 seríur og þær eru osom. -Dead to meÆðislegir! Um konu sem missir manninn sinn og líf hennar eftir það. Var ekkert sérlega spennt en […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Afmæli og veislur

Afmælispartý Elínar Köru – Blíða og Blær þema

6. nóvember 2019

Elín Kara mín varð 4 ára þann 8. október og ákvað hún að hafa Blíðu og Blæ þema. Hún hafði líka Blíðu og Blæ þema í 2 ára afmælinu sínu og kom það mér á óvart að hún skyldi velja þetta þema aftur þar sem hún horfir aldrei á þessa þætti lengur, en auðvitað fékk drottningin að velja þema alveg sjálf og þá fór mamman á fullt að versla fyrir veisluna. Ég keypti allt á Tenerife, við mamma leituðum af partýbúð og fundum eina sem var í Santa Cruz og skelltum okkur í hana og fundum allt sem við þurftum. Ég keypti glös, diska, skraut, dúk, skeiðar, litla Blíðu og Blæ “kalla” til að setja á köku og fann allt sem ég hafði hugsað mér að nota og notaði svo Blíðu og Blær dúkkur sem Elín Kara á til að skreyta enn meira. Allt þetta kostaði um 6 þús kr. Það mætti segja að Blíða og Blær hafi ælt yfir stofuna okkar þennan dag og þetta var sjúklega flott, þó ég segi sjálf frá. Afmælið heppnaðist mjög vel og var Elín Kara hæst ánægð með hvað þetta var flott allt saman. Við buðum upp á alls kyns gotterí og græjaði […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Ferðalög

Tene tips – sólarferð með 7 vikna kríli

25. október 2019

Ég, mamma og Lea Þóra skelltum okkur í sólina til Tenerife 11-21 september. Lea var 7 vikna þegar við fórum út og við vorum í 10 nætur. Mamma spurði mig þegar Lea var um 5 vikna hvort ég væri til í að koma með henni út í sólina, hún vildi bjóða mér (okkur) út. Ég sagði strax já, en svo var ég bara úff er maður samt að fara til útlanda með svona kornabarn?!?! Ég fór í smá panik þegar mamma pantaði ferðina og spurðist fyrir í mömmuhópnum mínum hvort maður væri að ferðast með svona ung börn, þó svo að ég vissi svo sem alveg svarið en ég meina ég var bara nýbökuð og paranojuð móðir 😉 Svörin voru bara mjög jákvæð og auðvitað áttum við að skella okkur og einhverjar í hópnum búnar að fara nú þegar, þannig ég ákvað að hætta þessu rugli og byrja að hlakka til í stað þess að vera stressa mig yfir þessu. Ég er samt mjög flughrædd og var því mikið að stressa mig á fluginu, við erum að tala um mjög flughrædd og engar ýkjur. En ég hef þó skánað með árunum og alltaf læt ég mig hafa það að fara […]

Hljóðskrá ekki tengd.
fjölskylda

Skírn Leu Þóru – sagan á bak við nafnið og myndir frá deginum

9. september 2019

Litla snúllan okkar fékk nafnið sitt sunnudaginn 18. ágúst heima hjá mömmu í yndislegri heimaskírn. Við fengum prestinn sem skírði hin börnin okkar og gifti okkur til að koma að skíra dömuna. Við ákváðum að hafa þetta litla krúttlega heimaskírn og bjóða bara allra nánustu fjölskyldunni. Börnin okkar þrjú voru öll komin með nafn löngu fyrir fæðingu, en við höfum alltaf haldið þeim leyndum fram að skírn og ekki notað sjálf nöfnin heima fyrr en eftir skírn bara svona just in case ef maður skyldi missa það út úr sér! Óli Freyr var nú bara komin með nafn þegar hann var baun í bumbunni, ég var 100% viss að ég gengi með strák og svo eftir 20 vikna sónar fengum við það staðfest og vorum tilbúin með nafnið og skírðum hann 9 daga gamlan, við vorum svo sjúklega spennt að við gátum ekki beðið. Elín Kara var svo slétt mánaðargömul þegar hún var skírð og var hún líka komin með nafn strax eftir 20 vikna sónarinn. Óli Freyr er skírður í höfuðið á Óla afa mínum sem dó áður en ég fæddist og Óla bróður mínum og svo pabba, hann hét Freyr. Elín Kara er skírð Elín í höfuðið á […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Börn og uppeldi

Fæðingarsaga – minn þriðji og seinasti keisari

30. júlí 2019

Þegar ég byrja á þessari færslu eru fimm dagar síðan ég átti snúlluna mína og langaði mig að setjast niður og skrifa fæðingarsöguna á meðan ég man þetta allt saman, maður er neflilega svo ótrúlega fljótur að gleyma! Við Arnór vorum sammála frá upphafi að við ætluðum að eignast þrjú börn og hafa stutt á milli þeirra og klára þetta ung. Allt fór samkvæmt plani og við eigum nú þrjú börn og það eru 5 og ½ ár á milli elsta og yngsta barns. Arnór er 27 ára og ég þrítug og við erum í skýjunum með þetta allt saman 🙂 Krakkarnir að halda á systu <3  Fyrst tímdi ég ekki að verða ólétt strax og eyða síðasta skiptinu mínu ólétt því það er eitthvað svo „final“ að klára þetta og allt svo dásamlegt í kringum þetta ferli en vá hvað ég er ótrúlega fegin núna að vera komin með hana í fangið og vera búin! Ég hugsaði svo mikið fyrstu tvo dagana eftir að hún fæddist bara vá, vá, vá hvað ég er fegin að hún sé komin út og bara never again! Þrír keisarar eru að mínu mati sko alveg meira en nóg, allavega fyrir minn kropp, úff […]

Hljóðskrá ekki tengd.
börn

Þrjú börn á fimm árum. Allt samkvæmt Excel skjalinu.

7. maí 2019

Já þessi fyrirsögn er frekar funky ég veit, en pabbi minn kallaði mig oft “Excel skjalið” því ég er og hef alltaf verið gríðarlega skipulögð, alveg einum of stundum 😀 Ég vissi það alltaf að mig langaði til þess að vera ung mamma og eignast þrjú börn og það væri plús ef ég væri búin þrítug. Þegar ég kynntist Arnóri í janúar 2011 þá sagði ég honum að við ættum því miður ekki samleið, ég var nýkomin úr rúmlega þriggja ára sambandi og var 22 ára gömul og vissi að mig langaði “bráðlega” að fara byrja í barneignum. Arnór sagði þá að hann væri alveg sammála og að honum langaði líka til þess að eignast barn á næstu árum, ég trúði honum eiginlega ekki, enda er hann yngri en ég og nýorðinn 19 ára þegar við kynntumst hehe. En ég ákvað að gefa honum séns þrátt fyrir að vera smá hrædd því ég vildi ekki fara í samband nema honum væri alvara með það, en honum var sem sagt alvara, ég veit það núna 😉 Planið var neflilega að byrja næst með gæja sem væri amk 2 árum eldri heldur en ég því “strákar eru svo óþroskaðir” en eftir að […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Ferðalög

Thailandsferð

22. mars 2019

Jæja, ég hef ekki sett inn færslu síðan í október, blogg peppið alveg að fara með mann þessa dagana.. Ég var sem sagt búin að vera lömuð af þreytu vegna járnskorts og fyrstu vikum meðgöngunnar, en líður mun betur núna. Fór í fimm járngjafir í æð og tek inn járn daglega, þannig að járnforðinn minn er smám saman að komast upp á við og meðgönguþreytan orðin skárri, enda er ég komin 22 vikur núna. En nóg um það! Ég kom heim frá Thailandi 10. febrúar, eftir dásamlega ferð, var í burtu í 17 nætur. Ég varð þrítug í desember og fékk supræs afmælispartý í lok nóvember, sem maðurinn minn planaði rétt áður en við komumst að því að ég væri ólétt, þannig að ég var komin um sex vikur í partýinu og endaði á því að segja öllum að ég væri ólétt því ég nennti ekki að þykjustunni djamma haha. Allavega, í þessu partýi þá fékk ég afmælisgjöfina mína frá mömmu og fjölskyldunni minni og Arnórs. Og það var hvorki meira né minna en Thailandsferð! Shit ég hélt ég myndi míga á mig, ég var á leiðinni til Thailands eftir tæpa tvo mánuði og þá komin 14-16 vikur á leið […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Lífið

Hæ, ég heiti Tinna og ég var með búlimíu í átta ár

11. október 2018

Þetta er ein af erfiðustu færslum sem ég mun koma til með að birta. Það er mjög erfitt fyrir mig að birta þessa færslu því að allir sem hana lesa munu vita þetta um mig. Ég er ekki að birta þessa færslu til að fá athygli, enda margt annað gáfulegra hægt að gera til þess að fá athygli. Ég er að birta þessa færslu í von um að hjálpa öðrum. Ef ég næ að hjálpa svo mikið sem einni manneskju við lestur á þessari færslu þá er ég sátt. Það á enginn að ganga í gegnum það að vera með átröskun, en hún er samt svo algeng og ég held að hún sé miklu algengari heldur en við höldum. En þannig er mál með vexti að ég var með búlimíu/lotugræðgi í átta ár. Mér finnst eiginlega alveg ótrúlegt að hugsa til baka, ég trúi þessu ekki. Hvað var ég að spá? Ég er búin að vera með opið Snapchat núna í tvö ár þar sem nokkur þúsund manns fylgjast með mér daglega og er ég mjög persónuleg þar og deili miklu með fylgjendum mínum, en þetta fékk að sitja á hakanum, þetta er eitthvað sem maður skammast sín fyrir. Það eru […]

Hljóðskrá ekki tengd.
fjölskylda

Misheppnað (en yndislegt) sumarfrí í máli & myndum

21. ágúst 2018

Vá hvað það er langt síðan það kom færsla frá mér, tók mér heldur betur langt blogg-sumarfrí en ætla að koma sterk til baka núna 😉   Ég ákvað bæði að taka gott bloggfrí og endurhlaða batteríin – og einnig hef ég ekkert verið í neinu stuði, en er öll að koma til!   Þetta sumarfrí var nú meiri rússíbaninn – fór ekki alveg eins og ég hafði planað! Við fjölskyldan fórum sem sagt í sumarfrí frá 11. júlí til og með 14. ágúst. Ég var búin að búa til sjúklega skemmtilegan og raunhæfan sumarfríslista yfir skemmtilega hluti sem við ætluðum að gera með krökkunum, en því miður náðum við ekki að gera allt á listanum í þetta sinn – það er alltaf næsta ár!      –> fyrir áhugasama þá er sumarfrís-listinn sem ég gerði HÉR.     En mig langar að segja ykkur frá dásamlega misheppnaða sumarfríinu mínu….   Þetta byrjaði s.s. allt saman á því að Ríta (kisan mín hehe) fór í geldingu sama dag og fríið byrjaði. Aðgerðin gekk vel, en það gekk alls ekki vel eftir að við komum heim! Hún HATAÐI að vera með skerm yfir hálsinum og ég svaf ekkert fyrstu nóttina því ég […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Börnin

Hvað á að gera með börnunum í sumarfríinu? Hér er minn listi!

28. júní 2018

Loksins er komið að því að við fjölskyldan erum að fara í sumafrí saman. Þetta verður í fyrsta skiptið sem við erum öll saman í fríi, alveg í heilar 5 vikur líka! 🙂   Síðasta sumar var ömurlegt. Pabbi lést 18. júní og sumarið er eiginlega allt í móðu. Man vel eftir flutningunum í júlí og 10 daga ferðalaginu sem við fórum í, en man ekki mikið meira en það. Ég man hvað ég var með mikið samviskubit eftir sumarið því það var ekki sniðið að börnunum, heldur þá var ég bara ógeðslega sorgmædd (eðlilega) og lofaði sjálfri mér að næsta sumar yrði fullt af fjöri fyrir krakkana! <3  En fyrir utan síðasta sumar þá erum við Arnór bæði nýlega útskrifuð úr námi þannig að þetta hefur alltaf bara verið þannig að hann er að vinna á sumrin og því höfum við aldrei tekið svona gott frí saman, mikið verður þetta ljúft!   Þetta er alveg frekar langur tími, en tíminn getur verið svo svakalega fljótur að líða samt og áður en maður veit þá er þetta búið. Þannig að mig langaði að gera to do lista fyrir fríið og geri hann 100% sniðinn að krökkunum og hvað þeim finnst gaman að gera. […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Matur

Spínat lasagna – hollt og gott!

20. júní 2018

Langar að deila með ykkur uppskrift af spínat lasagna sem ég elska. Það er ótrúlega gott og hollt (ish). Þegar mamma bauð okkur Arnóri fyrst í spínat lasagna hugsaði ég með mér bara “Já ok, en hrikalega óspennandi” haha….en vá hvað það kom á óvart og er nú einn af mínum allra uppáhalds réttum!    Það er alveg frekar einfalt að búa réttinn til og einnig gaman, svo tekur það alls ekki langan tíma sem mér finnst alltaf plús.       Það sem þarf: 1 púrrulaukur C.a. 10 stk meðalstórar kartöflur 600gr frosið spínat Lasagna plötur 200 gr rjómaostur Rifinn ostur Hvítlaukssalt 1-2 msk  kúmín (cumin) 1 tsk kóríander  Dass af chillidufti Salt & pipar       Aðferð: Leggja lasagna plöturnar í bleyti í c.a. 30 mín til að mýkja þær aðeins Sjóða kartöflur (ekki kæla) Saxa lauk og steikja upp úr olíu Setja spínat á pönnuna með lauknum Setja grófmarðar kartöflur út á laukinn og spínatið þegar spínatið er þiðnað á pönnunni Rjómaost og kryddi er svo bætt út í og allt hrært vel saman Síðan er þessu komið í eldfast fót, gerðar eru nokkrar hæðir og lasagna plötunum raðað á milli. Að lokum er settur ostur […]

Hljóðskrá ekki tengd.
átak

9 mánaða átaki lokið – náði ég að missa 9 kíló á 9 mánuðum?

29. maí 2018

Mér finnst hálf pínlegt að ég hafi verið búin að lofa færslu 15. maí með niðurstöðum úr átakinu þar sem ég ætlaði mér svo sannarlega að vera búin að missa 9 kílo og vera komin í drauma formið og skella inn fyrir- og eftir myndum og alles. Þið sem eruð með mig á Snapchat og fylgdust með mér í gegnum þessa níu mánuði vitið svo sem alveg niðurstöðurnar en já, stutta svarið við spurningunni “missti ég 9 kíló á 9 mánuðum” er bara pjúra NEI. Ekki nálægt því hehe. Ég missti um 2.5 kg af 9 sem var markmiðið. Já markmiðið var sem sagt (og er svo sem enn) að missa þessi 9 kíló og vera svaka fín og flott gella og vera jafn þung og ég var áður en ég varð fyrst ólétt árið 2013. Ég sé það eiginlega núna svona eftir á að þessar væntingar um að vera jafn þung og ég var áður en ég eignaðist börn er pínu spes, sérstaklega þar sem líkaminn breytist í fyrsta lagi með árunum og hvað þá eftir barneignir. Ég get alveg lést um þessi kg en líkaminn mun aldrei líta nákvæmlega eins út. Það sem ég lærði aðallega í þessu […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Ferðalög

Fjölskylduferð til Spánar

23. maí 2018

Við fjölskyldan erum nýkomin heim úr yndislegri Spánarferð (Tjah eða við vorum nýkomin heim þegar ég byrjaði á færslunni en nú eru komnar sex vikur….svaka blogg metnaður í gangi hjá mér þessa dagana/mánuðina hehe) . Við fórum nokkur saman s.s. ég, maðurinn minn, börnin okkar tvö, mamma, tveir bræður mínir og dóttir bróður míns – vorum með þrjú börn og þau öll undir fimm ára. Þið veltið því kannski fyrir ykkur hvernig það hafi verið að vera með þrjú börn undir fimm ára í svona ferð, ég get alveg sagt ykkur það að það var alveg frábært – þó ég myndi ekki segja að það mætti beint kalla þetta 100% frí því maður er náttúrulega alltaf að passa upp á elsku börnin, en þetta gekk furðuvel. Frænkurnar Elín Kara og Tinna Rut eru báðar fæddar í október 2015 og eru því nánast alveg jafn gamlar og ná mjög vel saman og Óla Frey fannst bara mjög gaman að leika með þeim þó hann sé svona “stór” 🙂 Flugið út gekk furðuvel, þetta voru c.a. 4,5 klst og börnin mín voru alveg ótrúlega góð og róleg allan tímann, Tinna Rut, dóttir bróður míns var aðeins með smá vesen en það gekk svo […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Matur

Besta sósan

19. apríl 2018

Langar að deila með ykkur uppskrift af sósu sem mér finnst alveg rosalega góð. Hef gert þessa sósu síðan við Arnór byrjuðum að búa og fæ aldrei leið á henni. Hún passar með svo mörgu, t.d. pasta, kjötréttum, góð grillsósa.. Alltaf þegar ég fæ fólk í mat þá er talað um að sósan sé svo góð og á mínu heimili er hún kölluð “mömmusósa.” 🙂 Ég er ekkert að finna upp neitt hjól hérna en ef það eru einhverjir sem eru ekki vanir því að gera heita sósu með matnum eða einhverjir sem vilja prófa eitthvað nýtt þá mæli ég svo innilega með því að prófa þessa. Það er alveg rosalega einfalt og fljótlegt að útbúa sósuna.   Innihald: 1/2 L matreiðslurjómi (stundum nota ég frekar mjólk og smá vatn ef ég á ekki til matreiðslurjóma)  Dass af mjólk eða vatni  1/2 kjúklinga súputeningur (hægt að nota frekar nauta- eða grænmetis en ég hef alltaf notað kjúklinga) Sveppasósugrunnur (hægt að sleppa – en hann gefur mikið og gott bragð. Sá sem ég nota fæst í Bónus og mér finnst hann mjög góður) 1/2 villisveppa- og 1/2 hvítlauksostur (ég notaði þessa osta í gær en nota lang oftast 1/2 pipar- og […]

Hljóðskrá ekki tengd.
kjúklingalasagna

Dásamlegt kjúklinga lasagna!

15. mars 2018

Ég er eflaust sá allra versti bakari sem fyrirfinnst í alheiminum en ég má alveg eiga það að ég er ágæt í að elda góðan mat. Eða tjah, ágæt í að elda góðan mat eftir uppskrift allavega 😉 Mamma mín eldar að mínu mati allra besta matinn (segja þetta ekki annars allir eða?!) og ég er með nokkrar uppskriftir frá henni sem ég hef verið að leika eftir og verð að fá að deila með ykkur. Við vorum með kjúklingalasgna í matinn í gær og vorum að gera það sjálf heima í annað sinn, annars erum við vön að fá þetta hjá Hótel Mömmu öðru hvoru. Í fyrsta sinn sem við gerðum það þá var það ekki alveg jafn gott og hjá mömmu en í gær var það DELISH! Samt fórum við í bæði skiptin eftir uppskrift þannig ég veit ekki hvað klikkaði fyrst hehe..   Þið verðið að prófa þennan rétt, hann er sjúklega góður!   Innihald: (fyrir c.a. fjóra) Lasagna plötur (við notuðum 9 stk og lögðum þær í bleyti í hálftíma áður en við byrjuðum til að mýkja þær upp) 400 gr kjúklingur (við settum samt heilan bakka af bringum sem var um 750 grömm) 1 dl […]

Hljóðskrá ekki tengd.