Spjallþáttur: ,,Ég er mun rólegri núna því ég veit meira hvað er framundan.“

26. mars 2022

Þórunn og Alexsandra eru bara tvær (okei tvær og hálf með Jökli) í þætti dagsins. Þær ræða aðeins um upplifun Lexunar að vera með ungabarn í annað sinn, svara nokkrum spurningum frá hlustendum og fara yfir það sem hefur verið að hrjá Tótuna seinustu mánuði. 

ÞOKAN er í boði Kiehl’s, Nespresso og Bestseller.

Svandís Sigurðardóttir: ,,Endómetríósa, Adenomyosis og ættleiðingarferlið“

17. mars 2022

Þórunn & Alexsandra fá til sín vinkonu Þórunnar hana Svandísi Sigurðardóttir. Ræða þær aðeins um endómetríósu sem þær Þórunn eru báðar með, ófrjósemi og ættleiðingarferlið sem Svandís og maður hennar fóru í gegnum. 

ÞOKAN er í boði Kiehl’s, Nespresso, Bestseller og Dr. Teal’s.

Vara- og tunguhaft: ,,Þetta er ekki tískubóla, þetta er vitundavakning.“

8. mars 2022

Þórunn & Alexsandra fara aðeins yfir atburði seinustu vikna í þætti dagsins. Þær tala um sína upplifun og reynslu á að eiga börn með vara- og tunguhöft sem þurfti að klippa á, helstu einkenni þess og hvað breyttist eftir að var klippt á höftin. Nauðsynlegt er að bæta þjónustu þegar kemur að þessum þáttum hérlendis og grípa sem fyrst inn í til að koma í veg fyrir vandamál tengd brjóstagjöf, fæðuinntöku og tali barna.

ÞOKAN er í boði Kiehl’s, Bestseller og Nespresso. 

Steinunn í Reykjavíkurdætrum: ,,Mestu viðbrigðin við að eignast barn númer tvö er sambandið við fyrsta barnið.“

1. mars 2022

Þórunn & Alexsandra fá til sín góðan gest, hana Steinunni Jónsdóttur úr Reykjavíkurdætrum og Amabadama. Þær ræða um móðurhlutverkið, hversu mikilvægt það er að undirbúa börnin fyrir það að eignast nýtt systkini og tónlistarferilinn hennar Steinunnar ásamt þátttöku hennar með Reykjavíkurdætrum í Söngvakeppninni.

ÞOKAN er í boði Kiehl’s, Nespresso, Bestseller og Dr. Teal’s.

Þórhildur í Sundur og Saman: ,,Makinn þinn á ekki að vera allt fyrir þér.“

10. febrúar 2022

Þórunn & Alexsandra fá til sín hana Þórhildi sem heldur úti Instagram reikningnum Sundur og Saman. Þar deilir hún sinni reynslu og ráðum sem tengjast því að bæta sambönd sem byggir á jafningjagrundvelli. Þær ræða sambönd eftir barneignir, vinkonusambönd, opin sambönd og hvernig er hægt að rækta þau og bæta. 

Við lentum í smá vandræðum með hljóðið í þessum þætti svo við biðjumst afsökunar á því.

ÞOKAN er í boði Kiehl’s, Nepsresso og Bestseller.

Keisarafæðing: ,,Ég er í sjokki eftir þessa upplifun, bataferlið var svakalegt!“

1. febrúar 2022

Þórunn & Alexsandra eru mættar aftur eftir nokkrar vikur af sóttkví og einangrun. Í þætti dagsins halda þær áfram þar sem frá var horfið eftir fæðingarsöguna hennar Lexu og ræða aðeins fyrstu dagana og batann eftir bráðakeisara.

ÞOKAN er í boði Dr. Teal’s, Bestseller og Nespresso.

Valhneta: „Ég trúi ekki að allt þetta fólk sem þekkir okkur ekki neitt er að panta af okkur.“

1. desember 2021

Þórunn fær til sín hana Gyðu Dröfn í þennan þátt af Þokunni á meðan Lexa er í barneignaleyfi. Þær vinkonurnar ræða sitt vinasamband og hvernig það hefur gengið að vinna saman seinustu ár. 

ÞOKAN er í boði Nespresso, Bestseller og Dr. Teal’s.

Spjallþáttur: ,,Ég enda bara í gangsetningu á 41+6.“

16. nóvember 2021

Þórunn & Alexsandra eru mættar aftur með léttan spjallþátt um allt og ekkert svona í tilefni þess að Lexan er komin heila þrjá daga framyfir, hverjum hefði grunað það? 

Það voru smá tæknilegir örðugleikar svo það gætu heyrst smá skruðningar fyrstu mínúturnar en svo lagast það.

ÞOKAN er í boði Nespresso, Bestseller og Dr. Teal’s.

Óumbeðin ráð: ,,Gerðu þetta út frá þínu hjarta og þinni sannfæringu.“

9. nóvember 2021

Þórunn & Alexsandra ræða óumbeðin ráð í þessum þætti af Þokunni. Það er ótrúlegt hvað fólk leyfir sér oft að segja við óléttar konur og nýbakaðar mæður og ræða þær nokkra hluti sem þær hafa heyrt á seinustu árum.ÞOKAN er í boði Bestseller, Nespress…

Spjallþáttur: ,,Ég hélt að ég væri að fara af stað um daginn.“

4. nóvember 2021

Þórunn & Alexsandra taka einn góðan spjallþátt um allt og ekkert. Þær ræða lok meðgöngunnar, hvað hefur verið að gerast seinustu vikur hjá þeim og hvað er framundan.ÞOKAN er í boði Bestseller, Nespresso og Fruitfunk. 

Anna Marta: ,,Fyrir mér snýst þetta um að það sé hlustað.“

26. október 2021

*TW: Í þættinum er fjallað um barn sem lætur lífið í móðurkviði.*

Þórunn & Alexsandra fá til sín hana Önnu Mörtu, líkamsræktar- og matarþjálfara. Anna Marta segir okkur söguna af henni Sól, sem fæddist andvana árið 2008. Anna Marta greinist eftir fæðinguna með gallstasa og í þættinum ræða þær aðdraganda, fæðinguna og hvernig það hefur verið að lifa með sorginni ásamt því að vekja athygli á gallstasa. 

ÞOKAN er í boði Nespresso, Bestseller og Dr. Teal’s. 

Hreiðurgerð: ,,Barnið getur ekki komið nema ég eigi allt það flottasta.“

19. október 2021

Þórunn & Alexsandra ræða fyrirbærið  hreiðurgerð í þessum þætti af Þokunni. Lexan er djúpt sokkin í hreiðurgerðina og er að skúra baðherbergisgólfið á miðnætti á sunnudagskvöldum og að laga til í geymslunni sinni, er það ekki alveg eðlilegt? Þær ræ…

Mömmujátningar: ,,Ég var búin að slefa yfir allan hausinn hans.“

14. október 2021

Þórunn & Alexsandra taka fyrir nokkrar játningar sem þær fengu sendar inn frá hlustendum og ræða í þessum þætti af Þokunni. Viðurkennum bara að við erum allar að gera okkar besta 99% af tímanum en stundum þarf maður bara að redda sér eða við gerum eitthvað sem við erum ekki endilega stoltar af.

ÞOKAN er í boði Bestseller, Nespresso og Dr. Teal’s.

Önnur meðganga: ,,Ég er ekkert það spennt fyrir fæðingunni því ég veit hvað þetta er vont.“

5. október 2021

Þórunn & Alexsandra ræða meðgönguna hennar Lexu í þessum þætti af Þokunni. Þær fjalla um muninn á fyrstu meðgöngunni hennar og þessari, alls konar tilfinningar sem hún er búin að upplifa á meðgöngunni, hvernig hún er að undirbúa sig fyrir fæðinguna…

Tíðahringurinn: ,,Það sem enginn talar um.“

29. september 2021

Þórunn & Alexsandra fara yfir hlut í þætti dagsins sem flestar konur upplifa en enginn talar um. Þær ræða tíðahringinn, sniðuga leið til að fylgjast með honum og ýmsa hluti til að gera lífið aðeins bærilegra þessa nokkru daga í mánuði.

ÞOKAN er í boði Bestseller, Nespresso og Dr. Teal’s.

Bílstólaöryggi: ,,Ef það er einn staður sem á ekki að spara, þá er það í öryggið.“

21. september 2021

Þórunn & Alexsandra ræða bílstólaöryggi og fleiri öryggisþætti tengda svefni og börnum í þessum þætti af Þokunni. Mjög mikilvægt er að ræða hluti eins og bílstólaöryggi og hvernig á að festa börnin rétt í stólana til að tryggja að allir séu sem öru…

Fortuna Invest: ,,Áhætta þarf ekki alltaf að vera neikvæð.“

7. september 2021

Þórunn & Alexsandra fá til sín hana Anítu Rut en hún er ein af þremur konum sem halda úti Fortuna Invest reikningnum á Instagram. Fortuna Invest er vettvangur sem veitir aðgengilega fræðslu um fjárfestingar og er markmið þeirra að auka fjölbreytile…

Prjónaþáttur II: ,,Það er eitthvað við það að fitja upp á nýju verkefni.“

24. ágúst 2021

Þórunn & Alexsandra tala aðeins meira um prjón í þessum þætti af Þokunni þar sem hlustendur þáttarins hafa óskað eftir því síðan seinasti prjónaþáttur kom út. Þær ræða nýkláruð verkefni, verkefni sem eru á prjónunum ásamt óskalistanum sínum. ÞOKAN …

Bumbuhópar: ,,Þeir eru hjálplegir en geta verið mjög kvíðavaldandi og toxic.“

17. ágúst 2021

Þórunn & Alexsandra ræða bumbuhópa á Facebook í þætti dagsins en þeir eru afar umdeildir og mikið í umræðunni áhrif þeirra á andlegu heilsu verðandi mæðra. Þær ræða jákvæðu hliðar bumbuhópa ásamt neikvæðu hliðunum og hversu mikilvægt það er að fara inn í þá með gagnrýna hugsun og sleppa samanburðinum. 

ÞOKAN er í boði Nespresso, Bestseller og Johnson’s Baby.

Væntingar vs. Raunveruleikinn II: ,,Svo leiðinlegt að þessar mömmur fá aldrei að segja neitt.“

10. ágúst 2021

Þórunn & Alexsandra halda áfram að ræða væntingar og raunveruleika við móðurhlutverkið en í þessum þætti fara þær yfir nokkrar væntingar sem hlustendur sendu inn.ÞOKAN er í boði Fruitfunk, Nespresso og Bestseller.

Væntingar vs. Raunveruleikinn II: ,,Svo leiðinlegt að þessar mömmur fá aldrei að segja neitt.“

10. ágúst 2021

Þórunn & Alexsandra halda áfram að taka fyrir væntingar vs. raunveruleika fyrir sem tengjast móðurhlutverkinu og nú fara þær yfir nokkra punkta sem lesendur sendu inn. ÞOKAN er í boði Fruitfunk, Nespresso og Bestseller.

Væntingar vs. Raunveruleikinn: ,,Ég hélt að það væri 80% auðveldara að vera mamma.“

27. júlí 2021

Þórunn & Alexsandra fara yfir nokkrar væntingar sem þær höfðu áður en þær eignuðust börnin sín og svo hvernig þær hafa breyst eða hvernig hlutirnir eru í raunveruleikanum í dag.ÞOKAN er í boði Nespresso og Bestseller. 

Litlar við í Los Angeles: ,,Þá labbar lífvörðurinn hans til mín og segir að hann vilji hitta mig.“

13. júlí 2021

Þórunn & Alexsandra fara aðeins út fyrir móðurhlutverkið, spóla góð 10 ár aftur í tímann og rifja upp tímana þegar þær bjuggu báðar í Los Angeles þar sem þær kynntust fyrst. Í þættinum koma fram ýmsar skemmtilegar sögur, þá helst af Tótunni en smá …

Jákvætt/neikvætt hugarfar: ,,Ég reyni að halda þér þarna inni eins lengi og ég get.“

6. júlí 2021

Þórunn & Alexsandra ræða mikilvægi þess að vera með jákvætt hugarfar, bæði á meðgöngu og eftir fæðingu. Alexsandra talar um ýmsar tilfinningar sem hafa ýtt henni út í að breyta hugarfarinu á þessari meðgöngu ásamt áhyggjum varðandi erfiða reynslu f…

Ingólfur Grétarsson: ,,Ég var ekki tilbúinn, nei!“

29. júní 2021

Þórunn & Alexsandra fá til sín hann Ingólf Grétarsson eða Góa Sportrönd sem flestir þekkja af samfélagsmiðlum og úr hlaðvarpinu Þarf alltaf að vera grín? Þær ræða við hann um að það að vera skilnaðarbarn, að verða stjúppabbi ungur og að ganga í geg…

Fanney Dóra: ,,Hún er komin. Hún er komin. Thalia er komin!“

22. júní 2021

Þórunn & Alexsandra fá góðan gest til sín í Þokustúdíóið en það er engin önnur en áhrifavaldurinn og nýbakaða mamman hún Fanney Dóra. Hún kom til þeirra á meðgöngunni en nú er hún komin aftur að deila fæðingarsögunni sinni með okkur.ÞOKAN er í boði…

Örþoka: ,,Ég fékk jákvætt óléttupróf, hvað geri ég næst?“

13. júní 2021

Þórunn & Alexsandra svara spurningum frá hlustendum í Örþokunni. Spurning dagsins snýr að hvað skal gera eftir að kona pissar á jákvætt óléttupróf, hvert á að hringja og hvað þarf að huga að?

Örþokan er í boði Johnson’s Baby. 

Sumarfríið: ,,Það þarf ekki alltaf að vera skemmtidagskrá.“

10. júní 2021

Þórunn & Alexsandra ræða aðeins um sumarfríið og þeirra hugmyndir um hvað er hægt að gera með börnunum í sumar. Einnig deila þær hljóðbroti frá augnablikinu þegar Alexsandra kom Þórunni á óvart og deildi með henni kyninu á barninu. ÞOKAN er í boði …

Fanney Skúladóttir: ,,Þá var ég komin á fjórar fætur inn í stofu með tvær mínútur á milli.“

27. maí 2021

*TW: Rætt er um fósturmissi í þættinum. Þórunn & Alexsandra fá loksins til sín gest í Þokuna eftir mikla bið en það er engin önnur en hún Fanney Skúladóttir, ofurmamma þriggja barna og stofnandi Busy Mom samfélagsins á Íslandi. Þær ræða allar þrjár…

Örþoka: ,,Ég fór að hugsa hvernig er allt á litinn sem ég borða?“

24. maí 2021

Þórunn & Alexsandra svara fyrirspurn frá hlustenda um breyttar matarvenjur og hvernig á að peppa sig til að borða hollar og hugsa betur um það sem maður borðar. Þórunn deilir sinni reynslu og Lexan lærir mjög mikið nýtt. 

Örþokan er í boði Johnson’s Baby.

Örþoka: ,,Lykilatriðið er að fylgja barninu og gera þetta á þeirra hraða.“

4. maí 2021

Þórunn & Alexsandra ræða það að hætta með bleyju í þessum þætti af Örþokunni.  Þær eru á mjög ólíkum stöðum með börnin í þessu og ræða sína reynslu og upplifun.

Örþokan er í boði Dr. Teal’s. 

Vinátta eftir barneignir: ,,Mér finnst þetta umræðuefni smá fíllinn í herberginu.“

29. apríl 2021

Þórunn & Alexsandra ræða aðeins vináttu eftir barneignir og þær breytingar sem geta orðið á vináttusamböndum. Þær ræða þetta frá báðum hliðum; þegar þú ert sú sem eignast barn og þegar þú ert sú barnlausa og vinkonur þínar eignast börn. Það er marg…

Mikilvægi samskipta: ,,Ég undirbjó hana ekki nóg og hún bara grét og grét.“

20. apríl 2021

Þórunn & Alexsandra halda aðeins áfram þar sem frá var horfið í þættinum um að setja mörk og ræða mikilvægi samskipta í þessum þætti. Þær tala um hversu mikilvægt það er að ræða við börnin, segja þeim hvað er að fara að gerast og undirbúa þau vel f…

Örþoka: ,,Hvað hjálpaði ykkur með ógleðina á fyrstu vikunum?“

13. apríl 2021

Þórunn & Alexsandra svara spurningu frá verðandi móður sem er að ganga í gegnum mikla ógleði á fyrstu vikum meðgöngunar. Þær hafa báðar ansi góða reynslu á mikilli ógleði og deila sínum ráðum.

Örþokan er í boði Dr. Teal’s.

Að setja mörk: ,,Við þurfum sjálf að setja okkur mörk svo þau læri að virða þau.“

9. apríl 2021

Þórunn & Alexsandra ræða mikilvægi þess að setja mörk, bæði fyrir þær sjálfar og fyrir börnin og hversu mikilvægt það er fyrir börnin að virða mörkin. Það getur oft verið auðvelt að segja bara já og sleppa við storminn en til lengri tíma gerir það …

Að hætta brjóstagjöf: ,,Þetta er miklu erfiðara fyrir okkur mömmurnar en fyrir börnin.“

31. mars 2021

Í þessum þætti af Þokunni fara Þórunn & Alexsandra aðeins yfir stöðu mála með magavandamálin hennar Eriku og ræða að byrja að gefa börnum mat en halda brjóstagjöfinni samt inni. Þær fara einnig í umræðuna um að hætta með börn á brjósti og deila sin…

Örþoka: ,,Það ganga öll börn í gegnum þetta tímabil, að bíta.“

29. mars 2021

Þórunn & Alexsandra svara skilaboðum frá hlustendum Þokunnar í Örþokunni. Í þessum þætti svara þær spurningum frá mömmu sem er að pæla hvort það sé mögulegt að útskýra fyrir börnum á aldrinum 1-3 ára þegar önnur börn bíta eða ýta í þau ásamt öðrum uppákomum sem geta komið fyrir á leikskólanum. 

Örþokan er í boði Dr. Teal’s.

Þokuquiz: ,,Ég hélt að þú myndir aldrei geta þetta.“

11. mars 2021

Þórunn & Alexsandra slá á létta strengi í þætti dagsins, reyna að gleyma jarðskjálftum, hugsanlegu eldgosi, covid vol. IIII og snjónum sem er úti. Þessi þáttur er í boði Þarf alltaf að vera grín. ÞOKAN er í boði Bobbi Brown, Selected og Nespre…

Örþoka: ,,Hvenær er besti tíminn til að pumpa mig til að safna mjólk?“

8. mars 2021

Í þessari Örþoku ræða Þórunn & Alexsandra um brjóstagjöf og hvenær hentugasti tími dagsins er til þess að pumpa sig til þess að safna mjólk í frystinn til að eiga án þess að auka framleiðsluna of mikið og hafa slæm áhrif á brjóstagjöfina.Örþokan er…

Endómetríósa og ófrjósemi: ,,Þessir verkir voru bara orðnir óbærilegir.“

4. mars 2021

Í þessum þætti af Þokunni ræða Þórunn & Alexsandra um endómetríósu og ófrjósemi. Þórunn hefur glímt við sjúkdóminn í mörg ár og hún fer yfir hvað endómetríósa er, hver einkenni hennar eru og fer svo yfir sína sögu og reynslu að lifa með endómetríós…

Skjátími og hegðun: ,,Oft eru það við foreldrarnir sem búum til vandamálið.“

25. febrúar 2021

Þórunn & Alexsandra ræða aðeins skjátíma barna og hvaða áhrif hann getur haft á hegðun, leik og svefn. Þórunn tók nýlega á skjátímanum á sínu heimili og sá strax jákvæðar breytingar á ýmsum hlutum sem hún deilir í þættinum.ÞOKAN er í boði Clinique,…

Örþoka: ,,Að taka út alla mjólk er auðveldara en ég bjóst við.“

14. febrúar 2021

Í þessum þætti af Örþokunni svörum við fyrirspurn frá móður sem er í vandræðum með að taka út allar mjólkurvörur úr fæðunni hjá barninu sínu. Alexsandra gefur sín ráð en Frosti hefur verið mjólkurlaus í að verða ár vegna óþols.Örþokan er í boði Dr. Tea…

Alexsandra Bernharð: ,,Guð minn, ég á svo erfitt með að hugsa um þessa tíma.“

10. febrúar 2021

Við höldum áfram að kynnast ÞOKUNNI betur og í þessum þætti köfum við aðeins dýpra í barnæsku og líf Alexsöndru. Hvað var það sem mótaði hana sem manneskju og hafði áhrif á hana? Sá sem giskar rétt á hversu oft Lexan segir ,,þú veist“ í þættinum fær 50…

Thorunn Ívars: ,,Þetta er eitthvað sem fólk veit ekki um mig.“

4. febrúar 2021

Þórunn & Alexsandra kafa aðeins dýpra og kynna sig betur fyrir hlustendum. Í þessum þætti kynnumst við Þórunni betur en nokkurn tímann fyrr en hún ræðir barnæsku sína, ýmis áföll og erfiðleika sem hún hefur aldrei tjáð sig um opinberlega, erfið sam…

Örþoka: ,,Er hann orðinn allt of þreyttur eða er hann ekki nógu þreyttur?“

31. janúar 2021

Þórunn & Alexsandra kynna til leiks Örþokuna. Örþokan eru stuttir þættir þar sem þær lesa upp skilaboð hlustenda, gefa sín ráð og deila reynslu sinni og upplifun. Í þessum fyrsta þætti af Örþokunni taka þær fyrir skilaboð frá móður sem á einn 8 mán…

Andlegt álag og verkaskipting: ,,Ég sé um þetta því mig langar að sjá um þetta.“

27. janúar 2021

Þórunn & Alexsandra halda aðeins áfram í andlegu umræðunni sem hefur einkennt umræðuefni ársins hingað til og ræða verkaskiptingu heimilisins og svokallað andlegt álag eða mental load. ÞOKAN er í boði Glamglow. 

Svefnvandamál: ,,Það má ekki hafa þessar óraunhæfu kröfur að börn sofi alla nóttina.“

19. janúar 2021

Þórunn & Alexsandra taka uppáhalds umræðuefnið sitt fyrir í þætti dagsins, svefn. Hvað er svefn? Veit einhver foreldri það? Þær fara yfir sína upplifun af svefnvandamálum og fara yfir nokkra hluti sem valda svefnvandamálum hjá börnum, meðal annars …

Kvíði og foreldrahlutverkið: ,,Þessi hálftími sem ég hélt að hann væri dáinn hafði svo mikil áhrif á mig.“

12. janúar 2021

Þórunn & Alexsandra halda áfram frá seinasta þætti og ræða hvernig þær geta breytt hugarfari sínu til að gera erfiða hluti aðeins bærilegri. Þær opna sig um kvíða sem tengist foreldrahlutverkinu, erfiðum fæðingum og framtíðinni og hvernig þær tækla…

Mömmviskubit: ,,Þú verður að hlúa að sjálfum þér svo þú getur hlúð að öðrum.“

7. janúar 2021

Þórunn & Alexsandra ræða foreldrasamviskubit eða eins og þær kalla það, mömmviskubit. Margir foreldrar kannast eflaust við þetta samviskubit sem þær ræða um, sérstaklega núna eftir jóla“fríið“. Þær ræða einnig um óraunhæfar væntingar sem við setjum…

Meðgöngukvillar: ,,Pissaðir þú á þig í lyftunni?“

17. desember 2020

Þórunn & Alexsandra ræða um ýmsa meðgöngukvilla og skrýtna hluti sem þær upplifðu á sínum meðgöngum ásamt fleirum algengum kvillum sem margar konur finna fyrir. Þær fara yfir allt frá ógleði, slitum, þreytu, bjúg yfir í meðgöngueitrun og lighting c…

Börnin og jólin: ,,Ekki fara yfirdrifið í jólagjöfunum, ekki vera eins og ég!“

10. desember 2020

Þórunn & Alexsandra ræða aðeins um börnin og jólin. Það var ekki nóg að vera með 2,5 klst þátt um jólin fyrir Þórunni svo þær ræða um jólagjafir, hvernig allt breyttist eftir að börnin komu í heiminn, skógjafir og meira.ÞOKAN er í boði Nine Kids, D…

Leikur & opinn efniviður: „Barnið mitt er búið að leika með sömu leikföngin í tvö ár.“

4. desember 2020

Þórunn & Alexsandra ræða um leik og opinn efnivið í þessum þætti af Þokunni. Opinn efniviður er efni eða hlutur sem hefur ekki fyrirfram ákveðið hlutverk eða útkomu þannig að börn fá meðal annars tækifæri til að njóta sín á eigin forsendum og efla …

Vissir þú að?: ,,Svo sé ég bara manneskju fljúgandi í loftinu og bara BAMM.“

26. nóvember 2020

Þórunn & Alexsandra opna sig aðeins betur í þessum þætti af Þokunni en þær segja nokkrar skemmtilegar og nokkrar mjög svo dramatískar sögur sem þær hafa ekki deilt áður. Allt frá því að hringja í 911 í Downtown Los Angeles þegar þær voru fyrst að k…

Stóri jólaþátturinn: ,,Ég verð eins og fimm ára aftur!“

20. nóvember 2020

Þórunn & Alexsandra fá til sín góðan gest í stóra jólaþátt Þokunnar, Gyðu Dröfn eða betur þekkt sem Jyða Jöfn. Jólunn & Jólasandra fara yfir jólahefðirnar sínar með Jyðu, undirbúning, jólagjafir, jólaskraut og meira til. Mælum með að hlusta á þ…

Meðganga og fæðing í COVID: ,,2020 er búið að vera besta, leiðinlegasta, erfiðasta og skemmtilegasta ár lífs míns.“

13. nóvember 2020

Þórunn & Alexsandra ræða meðgöngu, fæðingu og fæðingarorlof á tímum COVID. Þær fengu fjórar reynslusögur frá hlustendum Þokunnar sem eignuðust barn á árinu og fara í gegnum þeirra reynslur og ræða sín á milli.ÞOKAN er í boði Nine Kids, Johnson’s Ba…

Makeup Special: ,,Það er óþolandi hvað þú ert með fallega húð.”

30. október 2020

Þórunn & Alexsandra setjast niður og ræða um uppáhalds förðunarvörurnar sínar. Ef þú elskaðir að hlusta á okkur tala um húðumhirðu í tvo klukkutíma þá muntu elska þennan þátt líka, lofa!Þokan er í boði Nine Kids, Dr Teal’s og Nóa Siríus.Þessi einst…

Extreme favoritism: ,,Barnið þitt er ekki að vera erfitt, það er að eiga erfitt.“

21. október 2020

Þórunn & Alexsandra ræða extreme favoritism og default parenting í þessum þætti af Þokunni en þær eru báðar að upplifa það sama varðandi þessi umræðuefni en á aðeins mismunandi hátt. Þær fara yfir kostina við það að vera foreldrið sem er meira í ,,…

Heimilið: ,,Ég er að þvo hendurnar með dýrustu blöndunartækjum í heimi.“

9. október 2020

Þórunn & Alexsandra ræða ástandið sem er í gangi og ræða aðeins um heimilið. Þær eru báðar í framkvæmdum og á leiðinni í framkvæmdir og þær ræða framtíðarplönin sín tengt heimilinu.Þokan er í boði Nine Kids, Johnson’s Baby og Nóa Siríus….

Fanney Dóra: ,,Það eru konur í ofþyngd að eiga börn alla daga.“

5. október 2020

Þórunn & Alexsandra fá til sín yndislegan gest en það er engin önnur en áhrifavaldurinn, nemandi í leikskólakennarafræði og mjög náin vinkona þeirra hún Fanney Dóra Veigarsdóttir. Fanney Dóra er ólétt af sínu fyrsta barni og ræða þær meðgönguna hen…

Svefn III: “Það er ástæða fyrir því að það er ekki komið barn nr. 2.”

16. september 2020

Þórunn og Alexsandra taka fyrir uppáhalds umræðuefnið sitt, svefn, í þriðja sinn. Þær fara yfir þær breytingar sem hafa orðið á svefninum, þar á meðal að hætta næturgjöfum án þess að taka mömmuna úr aðstæðunum, færa börnin í sérherbergi og að sofna sjá…

Sandra Dögg Vignisdóttir: Málþroski og málþroskaörvun barna

8. september 2020

Þórunn & Alexsandra fá til sín góðan gest en hún Sandra Dögg Vignisdóttir, nemi í talmeinafræði, kemur að ræða málþroska og málþroskaörvun fyrir börn á aldrinum 0-3 ára. Þokan er í boði Nine Kids, Dr Teal’s og Nóa Siríus….

Áhrifavaldar: „Og hvað? Er þetta bara allt sponsað?“

3. september 2020

Þórunn & Alexsandra fara aðeins út fyrir móðurhlutverkið í þessum þætti af Þokunni (haaaalló Þokan Exclusive, hvað er það eiginlega?) og ræða áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Þær hafa báðar starfað sem slíkir seinustu ár og starfa við það „full time“…

Erna Hrund: „Þegar við einblínum á okkar hamingju þá verðum við betri foreldrar.“

26. ágúst 2020

Þórunn & Alexsandra fá til sín dásamlegan gest en það er hún Erna Hrund Hermannsdóttir, bransasystir þeirra og fellow húðvöruelskandi. Hún ræðir við þær um skilnaðinn sinn, hvaða áhrif þessar miklu breytingar höfðu á börnin hennar og hversu mikilvæ…

Fæðingarorlof: “Þetta er ekki orlof fyrir fimm aura.”

7. ágúst 2020

Þórunn & Alexsandra fara aðeins aftur í tímann í þessum þætti af Þokunni og ræða um fæðingar”orlofið”. Þær fara yfir sín orlof, hvað þeim fannst erfiðast og tala svo aðeins um væntingar vs. raunveruleikann. Ekki gleyma að fá ykkur Hulu áskrift og k…

Mom hacks: „Því betra ástandi sem maður er í því betri foreldri getur maður orðið.“

1. ágúst 2020

Þórunn & Alexsandra ræða nokkur „life hacks“ tengd foreldrahlutverkinu en með tímanum og reynslunni lærir maður mögnuð ráð sem einfalda lífið manns og gera hlutina bærilegri. Þær ræða einnig mikilvægi þess að hugsa vel um sjálfa sig og andlegu heil…

Skapofsaköst: “Frekja er ekki til í minni orðabók.”

22. júlí 2020

Þórunn & Alexsandra ræða skemmtilegt tímabil sem eflaust allir foreldrar kannast við í þætti dagsins en það er “terrible twos”. Þær ræða sína reynslu af tímabilinu sem er þó bara rétt að byrja hjá þeim, hvaða leiðir þær fara til að skilja hvað börn…

Barnasturtur og nöfn: “Mér var ekki boðið í þessa nafnaveislu.”

14. júlí 2020

Þórunn & Alexsandra tala um barnasturtur, nafnapælingar og nafnaveislur/skírn í þessum þætti af Þokunni. Komu barnasturturnar þeirra þeim á óvart eða grunaði þeim eitthvað? Upplifa allir það að græja sig í HVERT EINASTA skipti eftir 30. viku því þa…

Svefn II: „Er þetta eitthvað svona mömmviskubit?“

24. júní 2020

Þórunn & Alexsandra eru mættar með þátt sem átti að fjalla um svefn en fjallar um mammviskubit. Þær ræða hvernig svefninn hefur verið upp á síðkastið og koma inn á mammviskubitið sem nagar eflaust alla foreldra.Þokan er í boði Nine Kids og Dr Teal’…

Gummi Kíró: „Þetta reddast eins og þið vitið.“

19. júní 2020

Þórunn & Alexsandra fá til sín góðan gest í þessum þætti Þokunnar en það er hann Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró. Hann er þriggja barna faðir og eigandi Kírópraktorstöðvar Reykjavíkur. Þau ræða saman um föðurhlutverkið, hver…

Öryggi & leiktíminn: „Þetta gerist oftar en við höldum.“

14. júní 2020

Þórunn & Alexsandra eru mættar með smá bland í poka þátt þar sem þær fara yfir hluti eins og öryggi barna, leiktímann og uppeldisaðferðir. Þær fara yfir punkta sem þær fengu sendar frá öðrum foreldrum varðandi öryggisatriði og ræða sín á milli.&nbs…

Hjálmar Örn: „Maður er alltaf með pínulítið samviskubit.“

2. júní 2020

Þórunn & Alexsandra fá fyrsta pabbann í stúdíóið til sín en gestur þáttarins er skemmtikrafturinn og fjögurra barna faðirinn Hjálmar Örn.  Hann gefur þeim skemmtilega innsýn í föðurhlutverkið. Mikið hlegið, mikið gaman, hahaha.Þokan er í boði …

Gyða Dröfn: „Við lyktuðum eins og stripparar.“

19. maí 2020

Þórunn & Alexsandra taka sér smá pásu frá því að ræða um móðurhlutverkið og fá til sín leynigestinn Gyðu Dröfn. Þær reyna að finna út úr því hver Gyða er, fara í ysta lag lauksins, ræða skemmtilegar ferðasögur og ýmis ævintýri sem þær vinkonurnar h…

Brjóstagjöf II: „Ég hafði aldrei heyrt um þetta áður!“

12. maí 2020

Þórunn & Alexsandra ræða brjóstagjöf í þessum þætti Þokunnar. Þær tóku upphaf brjóstagjafar fyrir í fyrstu seríunni en nú halda þær áfram þar sem frá var horfið og tala um brjóstagjöf og þeirra reynslu frá 4 mánaða til dagsins í dag. Farið verður y…

Börn og samfélagsmiðlar: „Vandamálið liggur hjá fólkinu sem finnur það í sér að þurfa setja út á annað fólk.““

28. apríl 2020

Þórunn & Alexsandra ræða afar viðkvæmt umræðuefni sem hefur verið mikið á milli tannanna á fólki en það eru börn og samfélagsmiðlar. Hvar liggja mörkin? Hvenær er í lagi að birta myndir/myndbönd af börnum á samfélagsmiðlum og hvenær ekki? Hvað með …

Matartíminn: „Ef það er eitthvað þreytandi í mínu lífi þá er það að gefa henni að borða.“

10. apríl 2020

Þórunn & Alexsandra taka fyrir umræðuefni sem margir hlustendur hafa óskað eftir heillengi en það er matartíminn. Það að byrja að gefa barni fasta fæðu getur verið skemmtilegt og spennandi breyting en fyrir aðra getur þetta verið smá barátta og mat…

Undirbúningur fyrir fæðingu: „Bara hnerra og krakkinn er komin út.“

30. mars 2020

Þórunn & Alexsandra kafa aðeins dýpra í fæðingar í þessum þætti. Þær fara yfir hvað þær hefðu viljað gera öðruvísi í sínum fæðingum og hvað þær myndu gera öðruvísi á næstu meðgöngu. Fæðingarferlið er vissulega óútreiknanlegt en jákvæður og uppbyggj…

Hreyfiþroski og samanburður: „Settu á þig hestagleraugun!“

17. mars 2020

Þórunn & Alexsandra ræða hreyfiþroska í þessum þriðja þætti af Þokunni. Þó þær eiga börn með 11 daga millibili þá var gríðarlegur munur á hreyfiþroska þeirra og fara þær yfir hvenær börnin byrjuðu að velta sér, sitja sjálf, skríða, standa upp og lo…

Leikskólinn: „Ég var búin að kvíða þessu síðan ég var ólétt.““

10. mars 2020

Þórunn & Alexsandra eru komnar aftur í rútínu með Þokuþriðjudagana og fara núna yfir fyrstu mánuðina í leikskólanum. Þær fara yfir aðlögunina, blessuðu veikindin og fara yfir leikskólatöskuna.Þokan er í boði Nine Kids og Johnson’s Baby.Þessi einsta…

Undirbúningur fyrir komu barns: „Stundum þarf maður bara að fá að gera mistök.“

6. mars 2020

Þórunn & Alexsandra eru komnar aftur eftir góða pásu og hefja seríu tvö af Þokunni með margumbeðnum þætti sem fjallar um undirbúning fyrir komu barns. Hvað þarf að hafa klárt þegar barn er á leiðinni? Þarf 57 dress í minnstu stærð og 200 taubleyjur…