förðunarvörur

Get ég minnkað sóun á snyrtivörum?

14. nóvember 2019

Sem bæði förðunar- og snyrtifræðingur getur reynst mjög erfitt að draga úr, já eða allavega minnka snyrtivörusóun. En ég var að taka til í förðunarherberginu mínu um daginn, sem ég þarf auðvitað að gera reglulega, þá fékk ég smá samviskubit yfir magni sem ég þurfti að henda einfaldlega vegna þess að þær voru útrunnar! Mikið af vörunum voru mjög lítið notaðar og já jafnvel ónotaðar… Ég setti helling af snyrtivörum sem eru enn í góðu lagi í poka, sem ég er nú búin að taka með mér út um allar trissur og leyfa vinkonum mínum að gramsa í og velja sér eitthvað til þess að eiga. En ég set skilyrði fyrir þær að þær mega bara taka það sem þær halda að þær muni nota. Þetta er alveg búið að slá í gegn hjá þeim sem hafa fengið að kíkja í pokann og get allavega minnkað sóun á snyrtivörum með þessum einfalda hætti. Þar sem ég vinn með mikið af förðunar- og snyrtivörum þá viðurkenni ég nú að ég er ansi dugleg að kaupa í “safnið”. Svo fæ ég líka mjög mikið gefins frá fyrirtækjum sem vilja koma sínum vörum á framfæri. En það er nú bara þannig að sumar […]

Hljóðskrá ekki tengd.
augnháralenging

Frankfurt – Russian Volume námskeið

27. október 2019

Ég var svo heppin síðustu helgi að fara í vinnuferð til Frankfurt með Karma Pro heildversluninni sem ég vinn hjá. Ég fór á augnháralenginganámskeið í Russian Volume tækni hjá PhiLashes sem er risastórt vörumerki í augnháralenginga”bransanum” ef svo má segja. Hjá PhiLashes er hægt að vinna sig úr því að vera student upp í að verða grand master. Þó svo að ég sé viðurkenndur sérfræðingur í classic augnháralenginum frá öðru vörumerki þá er ég núna “bara” lærlingur hjá PhiLashes. En ég þarf að klára 10 level í heimavinnu til þess að verða viðurkenndur PhiLashes – artist. Ég er komin í level 2 og stefni á að skila af mér því stigi í dag og vonandi verð ég komin í level 3 á morgun.    En heimur augnháralenginga er risastór og það er rosalega skemmtilegt að vera partur af þessum heimi. Enda hefur áhugi minn á augnháralenginum vaxið mjög mikið, ég fékk algjört ógeð á sínum tíma en þá er stundum nauðsynlegt að taka sér smá pásu. En í vor þá var ég líka alveg tilbúin að byrja aftur og þegar fæ áhuga á einhverju þá fæ ég ÁHUGA og helli mér algjörlega í hlutina. Ég er búin að vinna mikla […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Beauty

Einföld 5 mínútna dagförðun

5. júlí 2019

Ég fæ oft beiðnir á Snapchat og Instagram um að sýna mjög einfalda dagförðun.
Í gær varð ég loksins við þessum beiðnum og skellti í eitt lauflétt myndband á IGTV (Instagram Tv).
Þið getið skoðað myndbandið HÉR
Upplýsingar um þær vörur sem ég notaði eru…

Hljóðskrá ekki tengd.
Afmæli og veislur

Photobooth í brúðkaupinu

28. júní 2019

•Færslan er unnin í samstarfi• Í brúðkaupsveislunni ákváðum við að hafa ekki ljósmyndara að mynda veisluhöldin en ég var alveg ákveðin í að ég vildi hafa photobooth. Ég skoðaði möguleika sem voru í boði og mér leist best á síðuna Selfie.is Mér fannst síðan þeirra einföld! Það heillar mig þegar ég finn upplýsingar um verð og vöru á einfaldan hátt. Svo ég setti mig í samband við þá hjá Selfie.is og pantaði myndakassa, prentara og bakgrunn. Þeir voru svo elskulegir að bjóða mér samstarf í formi afsláttar og auka magn af útprentuðum myndum. Veislugestir fóru svo sjálfir í myndakassann, tóku myndir, prentuðu út og límdu í gestabókina. Nei sko þvílíka snilldin! Ég vildi ekki hafa props þó svo það væri í boði, mig langaði einfaldlega eiga myndirnar af fólkinu okkar án þess að þau væru með gríngleraugu, hatta eða þess háttar… en ég setti þrjár rósir við myndakassann sem mér fannst mjög sætt ef fólk vildi nota þær. En ég gæti ekki verið ánægðari með þjónustun, myndirnar og útprentunina. Svo fengum við allar myndir sendar í tölvupósti daginn eftir.  Myndakassinn var settur upp daginn fyrir brúðkaupið, sem þeir sáu alfarið um. Síðan mættu þeir um nóttina þegar veislan var búin […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Brúðkaup

Brúðkaupsfatnaðurinn – MYNDIR og linkar

26. júní 2019

Vá hvar á ég að byrja? Við ákváðum brúðkaupdaginn með 5 mánaða fyrirvara. Fyrsta sem ég gerði var að bóka kirkju, sal og prest. Síðan fór ég á fullt í að panta skreytingar að utan og græja allskonar hluti sem tæki jafnvel nokkrar vikur að koma til landsins. Síðan kemur svona tímabil sem ekkert gerist, bara biðin eftir stóra deginum. Ég var mjög snemma í því að panta mér hinn fullkomna brúðarkjól sem ég lét sérsauma á mig hjá JJSHOUSE … tveimur mánuðum síðar kom hann þessi gullfallegi kjóll, en hann var of stór á mig því ég var búin að léttast og þegar ég mátaði hann var þetta ekki “the one”. Ég fann það bara strax að þetta var ekki “ég” í þessum kjól. Svo ég fór strax í að panta mér annan kjól… og já svo þann þriðja. Já já þarna var Bridezilla mætt! Stressið var aðeins byrjað að kitla taugarnar og ég vissi ekkert hvorn kjólinn ég myndi svo velja fyrr en nokkrum dögum fyrir brúðkaupið. Kjóllinn sem ég féll algjörlega fyrir hefði ekki getað verið fullkomnari í mínum augum, mér leið eins og drottningu í honum og leið vel í honum allan daginn. Kjólinn pantaði ég […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Brúðkaup

Bónorð & brúðkaup!

20. mars 2019

Eftir nokkurra ára bið er biðin loksins á enda…  Andri bað mín á aðfangadagskvöld, ég grenjaði og hló og þetta var dásamlegt bónorð og mjög skemmtilegt, alveg ekta við. Ég spurði hann strax um kvöldið hvort það væri nokkuð of snemmt að byrja að plana brúðkaupið og var það í léttu gríni, þar sem þetta er búið að vera frekar mikill djókur hjá okkur (aðallega mér) í nokkur ár hvort hann ætlaði nú ekki að fara að detta á skeljarnar. Það má alveg segja að ég sé búin að bíða og bíða eftir bónorðinu, enda vissi ég strax þegar ég kynntist honum að hann yrði maðurinn minn, að eilífu! Smá væmið ég veit, en það má þegar maður elskar og ætlar að ganga í það heilaga með makanum sínum:) En við vorum ekki lengi að ákveða dagsetningu og strax í byrjun janúar vorum við búin að bóka, kirkju, prest og sal. Við ætlum að gifta okkur þann 1.júní næstkomandi, svo við höfðum 6 mánuði fyrir undirbúning.  Auðvitað fór ég strax í eitthvað stress um að þetta yrði allt of stuttur tími til þess að undirbúa heilt brúðkaup en vinkonur mínar þekkja sína konu og sögðu mér að ég gæti þetta […]

Hljóðskrá ekki tengd.
ham

Hvað ef mér mistekst?

14. september 2018

Í haust byrjaði ég í háskólanámi (fjarnámi) með vinnu. Áður en skólinn byrjaði fór ég í algjört kvíðakast yfir þessu, myndi ég geta þetta? Það er náttúrlega hálfgjört brjálæði að skrá sig í 100% háskólanám með fullri vinnu, heimili, tvö börn, mann og allt það.. Ég byrjaði samt að brjóta mig niður áður en námið hófst. Fór að hugsa hvað ég yrði nú glötuð ef ég myndi ekki geta þetta allt saman. Ef ég myndi nú segja öllum frá því að ég væri byrjuð í námi og hvað það yrði nú hallærislegt ef ég myndi síðan hætta.  Okei hér segi ég hingað og ekki lengra! Sem betur fer þá hef ég unnið mikið í sjálfri mér, leitað til sálfræðings og farið í gegnum meðferðir hjá henni. Sem betur fer hef ég lært að henda kvíðanum frá mér þegar hann mætir á svæðið. Sem hann gerir reglulega, en þá þarf ég að vinna bug á honum strax! Þessi færsla mín er samt ekki beint um það hvernig ég tækla kvíðann minn sem slíkann en það sem ég vil segja við þá sem hafa hugsað svipað og ég og byrjað að rífa sig niður út af brenglaðri hugsun um okkur sjálf… ÞAÐ […]

Hljóðskrá ekki tengd.
baðherbergi

Íbúðin fyrir & eftir breytingar

7. september 2018

Fyrir jólin í fyrra þá fórum við í framkvæmdir á eldhúsinu í íbúðinni okkar. Það er óhætt að segja að það hafi frekar verið framkvæmdir á allri íbúðinni, ekki bara eldhúsinu! Við bókstaflega færðum eldhúsið á annan stað í íbúðinni og bættum við herbergi þar sem eldhúsið var áður. Við settum nýtt parket á alla íbúðina, færðum hurðina í þvottahúsið og ég veit ekki hvað og hvað.  HÉR má sjá myndir og stutta færslu um íbúðina fyrir breytingar. En við erum svakalega ánægð með breytingarnar og þetta er hreinlega eins og allt önnur íbúð en við keyptum upphaflega. Árið 2016 gerðum við upp baðherbergið (líka rétt fyrir jól haha) og erum mjög ánægð með það líka. En núna erum við búin að setja íbúðina á sölu (sem er líka alveg týpískt, nýbúin að gera hana alla upp og þá setur maður á sölu) … en svona er lífið og það má breyta! En við ætlum að stækka við okkur svo það er eina ástæðan fyrir því að við ætlum að selja fallegu íbúðina okkar.  En í linknum sem ég set inn HÉR getið þið séð íbúðina eins og hún lítur út í dag.   En ég hef mikið verið spurð […]

Hljóðskrá ekki tengd.
exem

Ertu með hárlos og þurran hársvörð? Þá er þetta sjampóið sem þú þarft að eignast!

19. júní 2018

* færslan er unnin í samstarfi við Regalo * Mig langar til að segja ykkur aðeins frá sjampóinu Head & Hair HEAL frá Maria Nila sem er búið að reynast mér frábærlega. Ég er mjög oft með þurran hársvörð og þá klæjar mig og þið vitið hvað maður verður pirraður þegar manni klæjar… En þetta sjampó er algjör life saver, ég sver það! Ég er búin að nota þetta í nokkra mánuði ásamt Repair línunni frá Maria Nila sem ég nota líka. Mér finnst mjög gott að skipta um sjampó reglulega eða hafa alltaf tvo valkosti í sturtunni. Bara eins og með andlitskremin þá þarf maður stundum að breyta til;) Það bjargar mér algjörlega þegar ég er pirruð í hársverðinum… maður finnur virknina strax, það róar hársvörðinn um leið. Enda minnkar það bólgur og eykur hárvöxt. Það inniheldur náttúrulegan Aloe Vera kraft sem vinnur gegn og hindrar flösumyndum og öðrum vandamálum í hársverði. Það sem eykur hárvöxtinn eru innihaldsefni eins og E-vítamín, apigenin og peptíð sem örva hársekkina og þar af leiðandi eykst hárvöxturinn. Svo er inniheldur sjampóið Oleanolic sýru sem vinnur gegn hárlosi. Ég finn gríðarlegan mun á hárlosi eftir að ég fór að nota þessa vörulínu. Head & Heal […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Beauty

TAX FREE – vörur sem ég mæli með!

4. maí 2018

*** Færslan er ekki kostuð & ekki samstarf *** Þar sem nú er TAX FREE í Hagkaup um helgina þá langar mig að segja ykkur frá nokkrum vörur sem ég kaupi mér reglulega eða er nýbyrjuð að nota.  Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er ég bæði snyrti- & förðunarfræðingur svo ég kaupi & nota mikið af snyrtivörum:)   GLAMGLOW SUPERMUD Minn allra uppáhalds maski er Supermud frá Glamglow. Þetta er langbesti hreinsimaski sem er til að mínu mati (og hef ég prófað þá marga). Hann vinnur mjög vel á vandamálahúð og dregur óhreinindi vel upp úr húðinni. Hann er alls ekki fyrir viðkvæma að mínu mati, en hann er mjög góður til að nota staðbundið, þ.e.a.s á svæðin sem þarf virkilega að vinna á. Hann er því tilvalinn til að nota í multi-masking með öðrum maska. Það er AUKA 15% afsláttur af GLAMGLOW á Tax free!   MAYBELLINE DREAM MATTE BB Nýlega keypti ég þetta BB krem bara til að prófa og í hreinskilni sagt þá er ég að fíla það í tætlur. Mig langaði að eiga eitthvað létt til þess að skella á mig á morgnana án þess að líta út fyrir að vera mikið máluð. Þetta krem […]

Hljóðskrá ekki tengd.
breyta

Það má breyta!

15. mars 2018

Það er mitt mottó í lífinu að það má breyta. Það er nú ekki svo langt síðan ég skrifaði þessa færslu sem má lesa HÉR, þar sem ég sagði frá stórri ákvörðun um að hætta að vinna sem snyrtifræðingur til þess að gerast verlsunarstjóri í ísbúð. Þannig var nú mál með vexti að sú vinna hentaði mér alls ekki persónulega. Fínt starf og allt það en ég fann að ástríða mín var bara ekki í ísnum (haha). Þannig að ég snéri aftur í snyrtinguna. Enn og aftur var ég komin á stað í lífinu þar sem ég vann við það sem ég elskaði að gera en álagið var allt of mikið. Ég kom þreytt heim dag eftir dag og áorkaði engu. Mér fannst ég ekki geta sinnt móðurhlutverkinu nógu vel, fannst ég heldur ekki góð húsmóðir og hvað þá að vera góð kærasta! Aftur var kominn tími til að breyta… Í byrjun mars mætti ég á nýjan vinnustað að gera eitthvað allt annað en ég hafði unnið við áður. Ég fór að vinna við aðhlynningu á Hrafnistu sem er hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Þvílíkur dásemdar vinnustaður!!! Þetta er jú alveg erfið vinna en svakalega gefandi á sama tíma. Þetta var klárlega BESTA ákvörðun […]

Hljóðskrá ekki tengd.