If You Leave Me Now – Djúp Sjöa

16. júní 2017

Í dag kafar Fílalag dýpra ofan í Sjöuna en nokkurn tíman áður. Farið er ofan í læstar hirslur úr dánarbúi Ingólfs í Heimsferðum og sebraskinns-teppið „If You Leave Me Now“ með hljómsveitinni Chicago, grafið upp. Hér er um að ræða tólf strengja kassagítar, Fender Rhodes, mjúka strengi og silkihúðað brass-sánd að ógleymdum parasetamól-maríneruðum raddböndum Peter […]

Ain’t No Sunshine – Klósettísetningarmaðurinn sem varð frægur

9. júní 2017

Fáir hafa slegið jafn skyndilega í gegn og Bill Withers. Hann var smábæjarstrákur frá West-Virginia af verkamannaættum og hafði unnið sig upp sem hörkuduglegur flugvirki sem sérhæfði sig í flugvélaklósettum þegar frægðin bankaði ár dyrnar. En hvað getur maður sagt? Þegar sólin skín og maður er staddur í Kaliforníu og árið er 1970, þá er […]

November Rain – Hægur og fagur dauðakrampi

2. júní 2017

Fílalag hefur fjallað um allskonar öfga í gegnum tíðina. Í lýsingu á þættinum sem fjallaði um Elvis mátti til dæmis finna þessa setningu: „á matseðlinum er ameríski draumurinn þríréttaður borinn fram á húddinu á rjómahvítum Cadillac, Jobsbók klædd í hempu amerísks skemmtanaiðnaðar, þrælseigur toffímoli með beiskju, kergju en umfram allt þrá, lífsvilja og unaðslegu eftirbragði […]

Friday On My Mind – Föstudagsmanía

19. maí 2017

Fílalag er komið aftur úr fimm vikna vorfríi og kemur aftur með krafti. Þar sem fílalag er alltaf sent út á föstudögum var löngu kominn tími á að fíla 100% upprunavottaðan föstudags-stomper. Við förum suður til Ástralíu og kíkjum á hvað menn voru með í pottunum þar í sexunni. Þar stendur að sjálfsögðu mest upp […]

Where Do You Go To My Lovely? – Harmonikka, fókus, negla

26. apríl 2017

Fílalag er í fríi fram í miðjan maí en er með fólk í vinnu sem gramsar í gullkistunni og dregur fram mikilvæga fílun frá 2014. Where Do You Go To My Lovely er rifjað upp nú, meðal annars til heiðurs minningu listamannains, Peter Sarstedt sem lést í janúar á þessu ári. Where Do You Go […]

Peg – Sexuð tannlæknastemning

7. apríl 2017

Takið fram léttskyggðu fjólubláu sólgleraugun, hneppið niður efstu 3-8 tölunum á skyrtunni/blússunni, ræsið blæjubílinn. Himininn er alblár en er hægt og rólega að leysast upp í mengunarmistrað sólsetur. Það er maulandi 70s og þið eruð stödd í Los Angeles. Vúff. Hvað er hægt að segja? Fílalag er að taka fyrir Steely Dan í dag. Hvernig […]

More Than A Feeling (Live á Húrra) – Lag sem fjallar um að fíla lag

31. mars 2017

Nú er það hámarks-fílun. Lag sem fjallar um „fíling“ og meira en það. More Than a Feeling með Boston er eitt af lögunum sem Fílalag var stofnað í kringum. Risastór 70s feðgarokks-negla sem lifir góðu lífi á gullbylgjum hvar sem stigið er niður í þessari veröld. Saga þessa lags inniheldur svo margt. Hefnd nördsins, mildi […]

Band On The Run – Flóttinn mikli

17. mars 2017

Fílalag heldur áfram að hringsnúast í kringum Bítlana eins og köttur í kringum heitan graut. Í dag er sjálfur sir Paul McCartney tekinn fyrir ásamt félögum sínum í Wings. Band on the Run fjallar um flótta í margvíslegum skilningi. Flótta undan frægðinni, kvöðinni og skyldunni. Að lokum kemur fram einhvers konar lausn. Þetta er eitt […]

I Got You Babe – LA beibs og draumur innflytjandans

10. mars 2017

Skellum okkur til ársins 1965. Unglingarnir keyrðu um á stórum bensíndrekum. Kalifornía var troðin af bjartsýnu fólki. Allir með sólgleraugu og góðar tennur. Þetta er tíminn þegar allir voru beibs, konur og karlar, og það eina sem maður þurfti var beib sér við hlið. Sonny Bono er ameríski draumurinn. Sonur bláfátækra ítalskra innflytjenda sem fluttust […]

Pale Blue Eyes – Fölbláu augun

3. mars 2017

Fílalag eyðir tíma í grunnbúðunum í þætti dagsins. Velvet Underground. Pale Blue Eyes. Hér er farið yfir hvað var í gangi í New York 1968. Samruni mynd- og tónlistar, há- og lágmenningar. Sólgleraugun, afstaðan, stemningin. Textinn er krufinn. Þetta er einfaldur texti en inniheldur nokkrar óskiljanlegar línur. En umfram allt er lagið fílað, enda er […]

Wind Of Change – Líklega eitt það allra stærsta

24. febrúar 2017

Hvað gerir tónlist stóra? Vinsældir? Já. Það er einn mælikvarði. Stórt sánd? Það skiptir líka máli. Stór umfjöllunarefni? Langlífi og vigt sem nær út fyrir poppkúltúr? Það er kannski allt heila málið. Lagið sem fílað er í dag er ein söluhæsta smáskífa allra tíma. Talið er að hún hafi selst í um fjórtán milljónum eintaka. […]

Lover, You Should’ve Come Over (Gestófíll: Valdimar Guðmundsson) – Djass og fokk

17. febrúar 2017

Sérstakur gestófíll: Valdimar Guðmundsson Jeff Buckley var með allt. Lúkkið, lögin, sándið og líka stöðugan og vaxandi meðbyr innan bransans. Svo þurfti hann að hoppa út í Mississippi-fljótið og drukkna af slysförum. Það er einn einkennilegasti rokk-dauði tónlistarsögunnar, því sjálfsmorð var það ekki og hvorki Jack Daniels né pillur voru heldur sjáanlegar. Hann skildi okkur […]

Losing My Relegion – Remkex

10. febrúar 2017

Hvað getur maður sagt um R.E.M? Eitt mesta cross-over band allra tíma. Fór frá því að vera þunglyndismúsík fyrir holuhassreykjandi lopapeysulið frá Portland, Oregon yfir í fullt stím með Bylgjulestinni. Ekki einu sinni U2 hefur sent jafn langa stoðsendingu. Galdur R.E.M. er að þetta er djúpfílanleg músík. Þetta eru nöllar með sterka listræna sýn, helling […]

Í sól og sumaryl – Íslenskt sumar, í brúsa

3. febrúar 2017

Hér er það komið. Íslensk sumarstemning, soðin niður í tveggja mínútna popplag. Í sól og sumaryl er lag sem leynir á sér. Það er einfalt og grípandi, en einnig haze-að og einstaklega grúvandi útsett og flutt. Það var neglumeistarinn Gylfi Ægisson sem samdi lagið, og var hann þá staddur á Akureyri. Þetta er norðlenskt og […]

Holding Back The Years – Gamli góði Rauður

27. janúar 2017

Hafið þið einhverntíman átt bíl og skírt hann nafni? Ef hann er rauður er mjög líklegt að hann hafi einfaldlega fengið það nafn: Rauður. Það sama á við um Mick Hucknall, söngvara Simply Red. Hann er einfaldlega Rauður. Hér er hann mættur til okkar. Rauður og einfaldur. Með norður-enskan sálarsöng eins og hann gerist bestur. […]

I Love Rock N Roll – Hurð sparkað upp (í tuttugasta skipti)

20. janúar 2017

Farið frá. Hún er komin. Það eru læti. Það er stemning. Við erum að tala um Joan Jett og svörtu hjörtun hennar. Af hverju er alltaf verið að opna veitingastaði með rokk-þema? Glymskratti í horni, gullplötur á veggjum, cadillac-sjeikar og curly fries? Vegna þess að það er stemning. Rokk er stemning. Rokk er besta stemningin. […]

Give it away – Red Hot Upphitun

19. janúar 2017

Í ljósi þess að Red Hot Chili Peppers muni mæta til Íslands í sumar hefur verið ákveðið að grafa mjög djúpt í gullkistu Fílalags til að hita upp fyrir tónleikana. Um er að ræða einn af fyrstu Fílalagsþáttunum. Strappið á ykkur pungbindið. Setjið rauðan sólþurrkaðan pipar upp í kjaftin og bítið saman tönnunum. Það er […]

Down By The River – Stóri Ufsilón

13. janúar 2017

Þá er komið að fílun á einni af burðarstólpum rokksins. Neil Young er tekinn fyrir í Fílalag í dag. Það er vaðið beint í hippaflórinn og „Down By the River“ af plötunni „Everybody Knows This is Nowhere“ frá 1969 er skrensfílað. Við erum að tala um hassreykjandi gítarsóló rúnk með fuglahræðutwisti. Klæðið ykkur í stagaðar […]

Fast Car – Bless, bless krummaskuð

6. janúar 2017

Aldrei gleyma því hvað Bandaríkin eru stór. Þetta eru 324 milljón manneskjur. Það er svakalegt. Svo er þetta tæpir tíu milljón ferkílómetra. Rosalegt flæmi. Það er allt þarna. Skýjakljúfar og lið að hamra ljóð á ritvélar en mestmegnis er þetta Walmart og bílastæði. En það sem verður aldrei tekið af þeim eru bílarnir. Kannski er […]

Sheena Is A Punk Rocker – Allt er dáið. Allt lifir.

30. desember 2016

Síðasti Fílalags-þáttur fjallaði um George Michael. Þátturinn var sendur út á Þorláksmessu og hann dó tveimur dögum síðar. Svipað var uppi á teningnum í nóvember þegar Fílalagsmenn tóku upp þátt um Leonard Cohen og fréttu svo degi síðar að hann væri einnig dáinn. Þetta er fílalags-bölvunin og hún er ekkert grín. Í kjölfarið fengu Fílalagsmenn […]

Last Christmas – Útvarp Reykjavík. Útvarp Reykjavík. Það eru jól. Það er stemning.

23. desember 2016

Það er Þorláksmessa kæru vinir og Fílalag er stemningsþáttur eins og allir hlustendur vita. Þess vegna kemur ekkert annað til greina en að taka fyrir jólalag í dag. Nú verður það fílað í allri sinni dýrð. Last Christmas með Wham! Auðvitað kom ekkert annað til greina. Last Christmas er eins og sjálfur jólasnjórinn. Maður þarf […]

Lovefool – Gollur og sexkantar

16. desember 2016

Ein passívasta flík sem karlmenn geta klæðst er svokölluð „golla“ eða cardigan eins og hún heitir á ensku. Gollan virkar allstaðar. Kurt Cobain klæddist henni og náði þannig að dúlluþekja sýkta persónu sína. Gollur virka í fermingarveislum en einnig á fundum markaðsfræðinga. Sé orðið gúglað í fleirtölu, „cardigans“, koma upp annarsvegar auglýsingar frá fatafyrirtækjum eins […]

Sweet Leaf – Rafmagn í rassinn á þér

9. desember 2016

Fíliði metal? Það er ekki ólíklegt því þungarokk er ein söluhæsta tónlistarstefna sögunnar. En í öllum þáttum Fílalags (sem eru orðnir 101 talsins) hefur þungarokk aldrei verið tekið fyrir. Fyrr en nú! Og auðvitað er gengið faglega í málið. Til umfjöllunar í Fílalag í dag er sjálf Auðhumla metalsins. Þungarokk er löngu orðin að heilu […]

Wichita Lineman – Axlir. Kjálkar. Leitin að kjarnanum

1. desember 2016

Stærstu kjálkar bandarískrar tónlistarsögu eru teknir fyrir í Fílalag í dag. Glen Campbell. Maðurinn sem gaf okkur softkántrí slagara eins og Rhinestone Cowboy gaf okkur líka lagið sem fílað er í dag. Wichita Lineman. Lagið dregur nafn sitt af borginni Wichita í suðurhluta Kansas. Ef kort af Bandaríkjunum er skoðað sést að Wichita er því […]

Widerstehe doch der Sünde (Gestófíll: Halla Oddný) – Bachaðu þig í drasl

18. nóvember 2016

Hvað vitið þið um Jóhann Sebastian Bach? Líklega slatta. En hafið þið fílað hann eins og hann á skilið? Kannski. Það verður allavega gert í dag. Það er komið að hamfarakrókódílnum frá Eisenach. Fílalagsbræður fengu til liðs við sig Höllu Oddnýju Magnúsdóttur til að fíla Bacharann. Lagið sem er fílað er kantata eftir Bach, en […]

First We Take Manhattan – Leonard Cohen, hryðjuverkamaður í ástum og listum

11. nóvember 2016

Skilaboð frá Fílalagsmönnum: Það hafði lengi verið á stefnuskrá Fílalags að taka Leonard Cohen fyrir. Nú í vikunni létum við loks verða af því og tókum upp hefðbundinn þátt þar sem fjallað er um lagið First We Take Manhattan. Síðar í vikunni barst heimsbyggðinni sú reiðarfregn að Cohen væri látinn. Við sendum þáttinn út, eftir […]

Ghost Town – Komdu í bíltúr í gegnum Coventry frú Margaret Thatcher

4. nóvember 2016

Það besta við rokktónlist er að á góðum degi er hún skurðarflötur alls sem er í gangi í þjóðfélögum. Í músíkinni má heyra raddirnar af götunni en líka skynja stóru drættina. Í kringum 1980 stóð Bretland á krossgötum. Það hafði ríkt efnahagsleg stöðnun og íbúar ríkisins voru pirraðir. Það var enn pirringur vegna Síðari heimstyrjaldarinnar, […]

Hippar (Gestófíll: Dr. Gunni) – „Reipið er til. Hengið ykkur nú.“

28. október 2016

Fílalagsbræður settust niður með sjálfum Dr. Gunna og fíluðu einn af fyrstu íslensku pönk-slögurunum, Hippa, með Fræbbblunum. Dr. Gunni sagði sögur úr Kópavogi og fór gaumgæfilega yfir stöðuna í íslenskri tónlist áður en Fræbbblarnir og síðar Utangarðsmenn mættu og sögðu gamla liðinu að fokka sér. Fræbbblarnir virtust sérstaklega pirraðir á hippum, en í þeirra heimi […]

My Friend & I – Íslenskur eðall

14. október 2016

Fílalag fer á uppáhalds slóðir sínar í þætti dagsins: Íslenskt 70s!! Í þessum gullkistuþætti kynnumst við erki-síð-hippum Íslands. Trúbrot. Trúbrot var band ólíkra karaktera. Við sögu koma larger than life týpur eins og Gunni Þórðar, Shady Owens, Rúni Júl, Karl Sighvatsson, Gunnar Jökull og svo að sjálfsögðu Maggi Kjartans. Trúbrot var hæfileika- og týpu-veisla frá […]

Mother – Móðir. Haust. Fegurð.

30. september 2016

Það er haust. Fílalag tekur fyrir haust tónlistarsögunnar, sem er sólóferill John Lennon. Nánar tiltekið „Mother“ af Plastic Ono Band frá 1970. Hví er haust? Vegna þess að Bítlarnir eru hættir. Vegna þess að tónlistin hljómar krisp og umfjöllunarefnin eru þung – en falleg. Mother er miklu meira en lag. Það er fókuserað listaverk. Það […]

Time To Pretend – Tími til að þykjast

23. september 2016

Popptónlist er ekki lífið sjálft. Popptónlist er leikur og allir sem taka þátt í hamaganginum eru leikarar. Það þýðir samt ekki að það sé ekki mikið í húfi í leiknum. MGMT slógu í gegn fyrir næstum 10 árum síðan. Bandið samanstendur af tveimur náungum, Benjamin Goldwasser fæddum 1982 og Andrew VanWyngarden fæddum 1983. Þeir eru […]

Sveitin milli sanda – Lokasenan

16. september 2016

Það er varla til íslenskara lag en Sveitin milli sanda. Samt er lagið framandi. Það minnir á dollara-vestra. Eða japanskt geishu-partí. Eða Miami kalypsó-sitdown. Í Sveitinni mætast menningarheimar. Einnig tímaheimar. Þetta lag tónskáldsins Magnúsar Blöndal Jóhannsonar er tímalaust. Ekki skemmir svo fyrir að ástsælasta söngkona Íslands söng það. Það er söngur eddunnar, álfkonunnar eða bara […]

Golden Brown – Velkomin inn í móðurkvið

2. september 2016

Fílalag fjallar um The Stranglers í dag og fíla lag þeirra Golden Brown. Lagið á sér fáar hliðstæður í músík. Það er einstakt. Það fjallar víst um heróín, en í stærra samhenginu má segja að það fjalli um að skríða aftur inn í móðurkvið. Lagið er einstakt því það er skrítin blanda af barokk og […]

Týnda kynslóðin – Núna beygla allir munninn

26. ágúst 2016

Nú eru engir sjénsar teknir hjá Fílalag og músík tekin fyrir sem allir Íslendingar yfir tólf ára aldri hafa öskursungið. Nú er það bjart, maður minn, ekki ský á himni enda ein stærsta íslenska negla 9. áratugarins undir mónó-nálinni. Lag sem kitlar okkur flest í innanverð hjartahólfin. Týnda kynslóðin finnur sig sjálf þegar hún heyrir […]

Survivor – Velgengni, Já takk

19. ágúst 2016

Bandaríkin verða seint talinn aumingjadýrkendur meðal þjóða. Þvert á móti. Í Bandaríkjunum er málið að vera harður af sér, vera eigin gæfu smiður, sækja sigrana, hlaða í kringum sig snilld og básúna svo út sigurópin þannig að öll veröldin heyri. Mont er svo langt frá því að vera tabú í Bandaríkjunum. Það er dyggð. Við […]

In The Court Of The Crimson King – Stærsta lag allra tíma

12. ágúst 2016

Fílalag dregur nú fram eina af sínum mikilvægustu fílunum. Í dag heyrum við fílun á lagi sem breytti sögunni. Ekki bara tónlistarsögunni heldur veraldarsögunni. King Crimson var ein af fyrstu „prog“ hljómsveitunum. Þetta voru böndin sem vildu meina að rokktónlist væri miklu meira en „yeah yeah yeah baby let’s rock yeah baby“. Þessir gæjar tóku […]

The Killing Moon – Undir drápsmána

4. ágúst 2016

Echo and the Bunnymen voru mjóir nýbylgjurokkarar frá Liverpool. Ræfilslegir en hrokafullir töffarar í leðurjökkum með sólgleraugu og sígarettur. Er til eitthvað dásamlegra? Eitt þeirra frægasta lag er í fílað í dag, The Killing Moon, nýrómantískt spangól um ást, ofbeldi og dramatík. Þetta er músík sem alkóhólíseraðir dagskrárgerðarmenn fíla. Ölstofu-sötrandi, hrokafullir en kjökrandi lover-boys. Og […]

Aldrei fór ég suður – Kóngurinn kortlagður

28. júlí 2016

Fílalag heldur áfram poppgreiningum sínum og stingur nú heygöfflum sínum í einn stærsta binginn í hlöðunni. Bubbi Morthens er fílaður í dag. Hann er fílaður í öllum sínum litbrigðum. Hann er fílaður í bleiku, brúnu og bláu. Hann er lofaður með hljómandi skálabumbum. Hann er lofaður með hvellum skálabumbum. Lagið? Aldrei fór ég suður. Lykillinn […]

Born Slippy .NUXX – Smyrjið glow-stick kvoðu á heilann

22. júlí 2016

Takið fram glowstick vörur. Litið líkama ykkar í neonlitum. Setjið á ykkur ljótan veiðihatt. Klæðist peysu. Hringið í versta fólk sem þið þekkið. Takið svo heilann úr höfði ykkar og setjið ofan í Kitchen Aid blandara. Þrýstið á „liquify“. Þetta er tæplega átta mínútna ferli. Svipað ferli og fer í gang þegar hlustað er á […]

A Case Of You – Gúmmítöffarar þagna

15. júlí 2016

Joni Mitchell er ein af stóru stjörnunum á himinhvolfinu. Tónlistarkonan sem listamenn eins og Bob Dylan og Prince grétu sig í svefn yfir. Hæfileikar hennar eru svo óumdeildir að það er engin ástæða til að gera þeim neitt frekari skil. Tónlist Joni Mitchell er þannig að gúmmítöffarar – náungar sem eru búnir að vera með […]

Dirt Off Your Shoulder – Dustið ryk af öxlum yðar

8. júlí 2016

Fílalag fer út fyrir þægindasviði í dag og fjallar um rapp í fyrsta skipti. Viðfangsefnið er að sjálfsögðu nasavængja-meistarinn Jay-Z. Ákveðið var að fara inn í miðju hans farsæla ferils og fíla Dirt off My Shoulder af Black Album frá 2003. En auðvitað er líka fjallað um fyrri og síðari tíma Jay-Z. Þegar hann var […]

Riders On The Storm – Baðkarið – Blessunin – Smurningin

1. júlí 2016

Í þessum þætti Fílalags verður fjallað um einhvern bragðmesta og klístrugasta súputening rokksögunnar. Hljómsveitina Doors. Þar fór saman ljóðasköddun, djassgeggjun ásamt vænum skammti af blús, bæði í tónfræðilegum og sálfræðilegum skilningi. Ævintýrið – sem hófst innan um bikini-babes á Venice Beach í Los Angeles og endaði í baðkari í Marais-hverfi Parísar – var tónlistar- og […]

Eternal Flame – Að eilífu, kraft-snerill

24. júní 2016

Fílalag grefur í Fílabeinskistuna á þessum föstudegi og töfrar fram umfjöllun sína um eitt stærsta lag ársins 1989. Stúlknasveitin Bangles með kraftballöðurýtinginn Eternal Flame. Ef þið hafið ekki heyrt þennan þátt skuluð þið klæða ykkur í hvítan síðan kjól, bleyta ykkur vel um hárið og bjóða öllum helstu ættingjum niðrí Háteigskirkju því þið eruð að […]

Live Forever – Brekkusöngur alheimsins

17. júní 2016

„Hann kom, sá og sigraði“ var sagt um Sesar. Um Oasis er óþarfi að nota þrjú orð. Þeir komu hvorki né sáu, þeir sigruðu bara. Þeir voru alltaf þarna, Manchester ræflar með kjaft. Það gerðist ekkert fyrir þá eftir að þeir urðu frægir. Þeir voru bara í sömu peysunum, sömu anorökkunum og með sama kjaftinn. […]

Dream On (Gestófíll: Árni Vil) – 18 tommu munnur

13. júní 2016

Aerosmith er tekið fyrir í nýjasta þætti Fílalags. Þar er fjallað um kjaftana, leðrið, hattana og músíkina. Sérstakur gestófíll er Árni Vilhjálmsson, sem flaug alla leið frá Reykjavík til Toronto fyrir þessa 28 mínútna fílun. Aerosmith eru með þeim seigustu í bransanum. Þeir hafa teygt á sér höfuðleðrin, elskast á trommuhúðum og þuklað á gítarhálsum […]

Guiding Light – Ómenguð rockabilly þráhyggja

10. júní 2016

Hvað gera Bandaríkjamenn ef að bíll selst vel? Þeir framleiða meira af honum? Hvað þýðir að framleiða meira af honum? Framleiða fleiri eintök en líka að láta vera meira í hverju eintaki. Stærri vél, fleiri hestöfl, fleiri glasahaldarar, stærri stuðarar, dekkri rúður, þykkari leðurinnrétting o.s.frv. Þetta er saga amerískrar neyslumenningar og þetta er líka saga […]

Popular – Að éta eða vera étinn

20. maí 2016

„Þetta lag er kirsuberið á toppi þeirrar köku sem amerísk 90s unglingamenning gekk út á. Boðskapurinn var: ekkert skiptir máli nema vinsældir, sem eru í eðli sínu köld skilaboð sem hafa þá lógísku niðurstöðu að í raun skiptir ekkert máli í lífinu nema að éta eða vera étinn.“ Þetta kemur fram í nýjasta þætti Fílalags […]

Don’t Try To Fool Me – Ekki reyna að djóka í mér

29. apríl 2016

Hann var ljóðskáld, hann var myndlistarmaður og hann var einn af fremstu lagahöfundum Íslands. Jóhann G. Jóhannsson er til umfjöllunar í þessum nýjasta þætti Fílalags og hvað annað verður tekið fyrir en 1973 neglan „Don’t Try To Fool Me“.Við erum ekki að reyna að djóka í ykkur. Lagið er svo stórt að það er eiginlega […]

99 Luftballons – Gasblöðrur. Gaman. Tortíming. Ást.

22. apríl 2016

Allir þekkja 99 Luftballons. Það er eitt frægasta 80s lagið. Fílgúdd með synthum og allir glaðir. Og lagið er kannski fyrst og fremst um gleði, æsku og fjör. En blaðran er blásin stærra en það. Lagið er líka um kalda stríðið, tortímingu, völd, græðgi, kommúnisma en reyndar fyrst og síðast um ástina. Gasblöðrurnar 99 eru […]

Wicked Game – Ljóti leikurinn

15. apríl 2016

Árið er 1990. Rockabilly endurvakning ríður röftum í Los Angeles. David Lynch er að dúndra út skrítnum kvikmyndum með sætum krökkum og 50s músík. Ef þú ert stelpa er málið að vera í hvítri blússu og helst líta út eins og Andésína Önd. Ef þú ert strákur áttu að vera með barta, sunburst litaðan Gibson […]

Changing of the Guards – Síðasta útspil Timburmannsins

13. apríl 2016

Bob Dylan er sá stærsti. Hann er stærri en Bítlarnir, stærri en Elvis, stærri en Stones. Þetta er ekki sagt á mælikvarða plötusölu eða hefðbundinna vinsælda heldur á grunvelli ídeólógíu. Í tónlist Bob Dylan býr stærsta hugmyndafræðin. Þegar Bob Dylan gaf út sína fyrstu plötu árið 1962 þá miðlaði tónlist ekki hugmyndafræði nema í örfínu […]

Sódóma – Skyrta úr leðurlíki – Aukaþáttur vegna byltingarinnar

5. apríl 2016

Extra! Extra! Nú er sendur í loftið sérstakur almannavarnarþáttur Fílalags. Það ríkir óvissa. Skaðmundur er út í horni. Forsetinn flaug heim. Örninn er sestur. Hvað er að gerast? Fílalag ætlar að grípa inn í með örstutta skýringu á ástandinu – en líka með brakandi ferska fílun. Það sem verður fílað er það eina sem getur […]

Gyöngyhajú Lány – Bomba frá Búdapest

1. apríl 2016

Hafið þið einhverntíman heyrt lag frá Ungverjalandi? Kannski í Eurovision. Það hefur verið eitt af þessum lögum sem Íslendingar pirra sig á – eurotrashað diskópopp með flötu þjóðlagastefi – hallærislegir kósakkadansarar, gervisnjór og stífmáluð díva að syngja ensku með óskiljanlegum hreim. Eitthvað svoleiðis. Þetta að ofan á ekki að skiljast sem diss á Ungverjaland heldur […]

Into The Mystic – Lag sem hefur allt

25. mars 2016

Hér höfum við manninn sem gat gert allt: RnB, garage rokk, blues, soul, djass og síkadelíu. Van Morrison er samnefnari sexunnar. Þunni Norður-Írinn sem bara gat ekki annað en slegið í gegn, jafnvel þó persónuleiki hans virðist þola vinsældir illa. Í dag fílum við lag sem hefur þetta allt. Tónlistarlega er það veisla, textalega er […]

Trans Europe Express – Stunde Null

18. mars 2016

Klæðið ykkur í vönduð ullarjakkaföt frá Brinchsler & Söhne. Skiptið um koparþræði AKG heyrnartólanna. Setjist í fagurgerðan móderniskan stól úr þýsku geitarleðri. Í dag verður Fílalag á elitista-slóðum. Kraftwerk er fílað í dag. Sjálft orkuverið frá Düsseldorf. Líklega ein frægasta hljómsveit Þýskalands og ein áhrifamesta poppsveit sögunnar. Áhrifin ná langt út fyrir heim raftónlistar. Áhrif […]

Don’t Speak – Ekki segja neitt. Uss. Uss…

11. mars 2016

Endurflutt er nú Fílalagsfílun á laginu Don’t Speak með No Doubt. Lagið var fyrst fílað 2014 en er nú sett aftur inn á netið eftir að hafa verið ósækjanlegt með öllu. Don’t Speak er 90s negla af seigu sortinni. Að sjálfsögðu er lagið fyrst og fremst poppsmellur með tilheyrandi froðubaði og easy listening elementum en í […]

Drive – Að skera myrkrið

4. mars 2016

Nýrómantík er hreyfing í listum. Í bókmenntum reið tímabilið yfir á síðari hluta 19. aldar og lifði eitthvað fram á 20. öldina og tekur svo auka-hiksta öðru hvoru. Nýrómantík einkennist af enn meiri dramatík en hefðbundin rómantík – stundum eru öfgarnar svo miklar að það virkar eins og grín. Dæmigerður nýrómantíkus klæðir sig í óperulegan […]

Hljóðskrá ekki tengd.

Égímeilaðig – Fyrir tíma Tinder

2. mars 2016

Fílalag heldur áfram að róta í gullkistunni og sendir hér aftur út þátt frá í mars 2014 sem ekki hefur verið fáanlegur á netinu í langan tíma. Maus var stofnuð fyrir rúmum tuttugu árum og varð strax mjög vinsæl, bæði meðal gagnrýnenda og einnig almennings. Maus spiluðu kúl alternative rokk, mikið undir áhrifum frá bresku […]

Paper Planes – Einn á lúðurinn frá London

26. febrúar 2016

Fílalag fílar níu ára gamalt lag í dag. Hér er um að ræða einn stærsta smell ársins 2007: Paper Planes með M.I.A. Engin borg gefur hann eins góðan og London. Það er margreynt. Síðasti skammtur London kom á síðasta áratug þegar Amy Winehouse, Libertines og M.I.A. riðu röftum. Þá var gaman. Klæðið ykkur í krampaþröngar Cheap […]

Hljóðskrá ekki tengd.

Without You – Til hvers að lifa?

24. febrúar 2016

Without You kom fyrst út með hljómsveitinni Badfinger árið 1970. Það sló ekki í gegn. Höfundar lagsins, Pete Ham og Tom Evans urðu síðar óhamingju að bráð. Líf þeirra beggja endaði með sjálfsmorði. Ári síðar gaf Harry Nilsson það út og breytti því í risasmell. Nilsson átti líka tiltölulega erfiða ævi. Hann lést úr hjartaáfalli […]

Time Of The Season (LIVE á Húrra) – Sexí nördar

19. febrúar 2016

The Zombies voru enskir gleraugnanördar í rúllukragabolum. Sem betur fer voru þeir uppi in the 60s þannig að það var kúl að vera nölli í rúllu á þessum tíma. Nördar eru líka sexí. Ef vel tekst til er útkoman æðisgengin búkhljóða-flower-power eilífðarnegla. Þessi þáttur Fílalags var tekinn upp á skemmtiðstanum Húrra að viðstaddri Fílahjörðinni. Við […]

Hungry Heart – Glorhungrað hjarta

12. febrúar 2016

Að vera svangur er mannlegasta lífsreynsla sem til er. Það hafa allir gengið í gegnum það og því geta fylgt gríðarlegar tilfinningar. Að vera svangur er reyndar meira en mannlegt – dýrin verða líka svöng. í raun er ekkert jafn eðlilegt í heiminum og myndskeið sem sýna ljón tæta í sig sebrahesta og slafra blóðugar […]

I Was Made For Loving You (Gestófíll: Ari Eldjárn) – Konungar sellátsins

5. febrúar 2016

Það er rokk í þessu, það er diskó í þessu, það er dramatík sem hæfir óperu en samt er þetta látlaust og smurt. Svona mætti lýsa laginu sem er til umfjöllunar í Fílalag í dag. Hljómsveitin er að sjálfsögðu Kiss og lagið er „I Was Made For Loving You“ sem kom út á plötunni Dynasty […]

Hlið við hlið – Þegar Friðrik Dór sló í gegn

29. janúar 2016

„Hlið við hlið“ var fyrsti útvarpssmellur Friðriks Dórs. Það kom út haustið 2009 og hefur síðan þá verið maukfílað af fólki úr öllum stéttum íslensks samfélags. Nú er komið að því að tala um þetta lag í góðar 40 mínútur og krefst það greiningar á íslenskri ungmenningu síðustu 15 ára. Fílalag býður ykkur í ísbíltúr, […]

Smack My Bitch Up – Skilaboð fyrir heila kynslóð

22. janúar 2016

Fáar hljómsveitir settu jafn skýran svip á unglingamenningu níunnar (90s) og Liam Howlett og félagar í The Prodigy. Bandið gaf út þrjár metsöluplötur á áratugnum: Experience (1992), Music for the Jilted Generation (1994) og svo að lokum The Fat of the Land (1997) þar sem óskammfeilnin var orðin slík að það krefst sérstakrar dægurfræðilegrar greiningar. […]

My Sweet Lord – Hare krishna, hallelúja!

15. janúar 2016

George Harrison sat ekki auðum höndum eftir að hann hætti í Bítlunum. Lík Bítlanna var ekki einu sinni komið niður í stofuhita þegar hann var búinn að negla heimsbyggðina með risasmellinum „My Sweet Lord“. Lagið er risastórt á alla vegu. Útsetningin er megalómanísk enda Phil Spector pródúser lagsins, persónur og leikendur voru ekki af verri […]

Wild Is The Wind – Tímalaus vindurinn

14. janúar 2016

Fyrir aðeins nokkrum dögum síðan grunaði fáa að David Bowie væri feigur. Hann var ekki eins og hinir poppararnir, byrjaður að glamra sig niður í fortíðarþrá með þrútin augu. Þvert á móti. Bowie var agaður og sperrtur allt fram á síðustu stund. Í apríl árið 2014 var Bowie tekinn fyrir í Fílalag. Þá voru menn grunlausir […]

Alright -Kálfum hleypt út

8. janúar 2016

Eitt sterkasta afl í heiminum nefnist ungæði. Þrátt fyrir ýmsar fregnir af öðru þá elskar ungt fólk yfirleitt lífið því þegar maður er ungur hefur maður ekki áhyggjur af því að vera gamall. Að vera gamall er bara eitthvað sem gamalt fólk gerir. Þetta virkar einfeldningslegt og þess vegna er ungæði svona áhrifamikið. Hljómsveitin Supergrass […]

The Night They Drove Old Dixie Down – Sundlaugarbakki í Hollywood 1969

2. janúar 2016

Ef tónlistarsagan væri eldhús þá er hljómsveitin The Band bjórinn í ískápnum og það er í raun ótrúlegt að Fílalagsmenn séu ekki búnir að kneyfa hann fyrr. En nú verður það gert. The Band í öllu sínu veldi með eitt sitt stærsta lag: The Night They Drove Old Dixie Down frá 1969. The Band voru […]

Er líða fer að jólum – Bjargvætturinn í rúllustiganum

18. desember 2015

Hið fullkomna jólaskap er hátíðarblanda af kvíða og tilhlökkun. Það er ekkert gaman að jólunum nema klifrað sé upp og niður tilfinningastigann í aðdraganda þeirra. Í dag verður íslensk jólaskammdegis-negla fíluð. Er líða fer að jólum er skapað af heilagri þrenningu íslenskrar dægurtónlistar: Ómar Ragnarsson samdi textann (faðirinn). Gunnar Þórðarson samdi lagið (sonurinn) og Ragnar […]

Try A Little Tenderness – Ofnbökuð lagkaka

27. nóvember 2015

Fílalag höndlar afar þungan hníf í þætti dagsins. „Try a Little Tenderness“ er einn helsti soul-slagari allra tíma, var meðal annars einkennislag kvikmyndarinnar The Commitments sem ærði ungmenni um allan heim í upphafi 10. áratugarins. En lagið á sér langa sögu og var meðal annars flutt af Frank Sinatra árið 1946 og er því gerð […]

Killing In The Name Of – „Fuck you I won’t do what you tell me“

20. nóvember 2015

Hvert er hið eiginlega einkennislag síð X-kynslóðarinnar/early milennials? Er það Smells Like Teen Spirit. Iiih. Núll stig. Giskið aftur. Er það Under the Bridge? Gleymið því. Svarið er að sjálfsögðu Killing in the Name af fyrstu plötu Rage Against the Machine, sem er fílað niður í mólekúl í þessum þætti Fílalags. „Þetta er lag sem […]

Wooly Bully – Með lampaskerm á hausnum

6. nóvember 2015

Árið er 1965 og við erum stödd í Texas. Ímyndið ykkur partí sem farið hefur úr böndunum. Blindfullir tvítugir hálfvitar ráfa um amerískt úthverfahús. Sumir hafa sett lampasker á hausinn á sér. Baðkarið er fyllt með ísmolum til að kæla flöskubjóra en þar liggur einnig hálfrotaður náungi, fljótandi í hálfu kafi í ísvatninu. Inn í […]

(You Make Me Feel Like A) Natural Woman – Að finna til legsins

30. október 2015

Aretha Franklin eignaðist sitt fyrsta barn þegar hún var rúmlega fjórtán ára. Þegar hún var 21 árs var hún þriggja barna móðir. Pabbi hennar var predikari. Hún fæddist í suðrinu en ólst upp í Detroit. Rödd hennar spannar Ameríku; Gleðina, þjáninguna, eplapæið á gluggakistunni, tækifærin, þöggunina. (You Make Me Feel Like a) Natural Woman verður […]

La Décadance – Mount Everest fegurðarinnar

16. október 2015

Í nýjasta þætti Fílalags er fjallað um Serge Gainsbourg. Um hann þarf ekki að hafa mörg orð hér. Hann var einfaldlega fjallið eina. Tónlistarmaður sem var jafn mikill Frank Sinatra og hann var Dylan. Risastór, þverstæðukenndur og sérstakur. Saga hans er saga dekadantisma í poppkúltúr. Hann var siðferðislegt hrun og þeirri yfirlýsingu fylgir engin vandlæting. Lagið […]

In The Air Tonight – Farið í ullarsokka og fyllið munninn af húbba búbba

2. október 2015

„Við höfum margoft verið beðnir um að fíla „In the Air Tonight“ með Phil Collins,“ segir Bergur Ebbi í nýjasta þætti Fílalags þar sem orðið var við þeirri beiðni. „Það er soldið eins og að biðja mann um að draga andann. Það er eiginlega of sjálfsagt til að maður geti einbeitt sér að því,“ segir […]

Layla – Guð, gítar, kjuðar, dramb, ást, þrá, hamar, hnífur

25. september 2015

Sagan sem sögð er í nýjasta þætti Fílalags er líklega ein sú stærsta í rokksögunni. Þátturinn fjallar um Laylu, blúsrokk-neglu Eric Claptons og félaga sem teygði sig nokkuð nálægt himinskautum og er enn þann dag í dag talin með metnaðarfyllstu tónverkum sem rafmagnsgítarinn hefur smíðað. „Þetta er náttúrulega nánast því oftuggið tyggjó en það kemur […]

Síðan hittumst við aftur – Helgi Björns og vatnstankurinn

18. september 2015

Bergur Ebbi og Snorri Helgason taka fyrir lagið Síðan hittumst við aftur í nýjasta þætti Fílalags. Sveitaballapopp var nafn á íslenskri tónlistarstefnu sem nú hefur að mestu liðið undir lok. Hún náði hámarki um síðustu aldamót þegar hljómsveitir eins og Á móti Sól, SSSól, Í svörtum fötum og Írafár sendu frá sér metnaðarfull lög og myndbönd. […]

Man In The Mirror – Poppið og konungur þess

11. september 2015

Shamone. Fílalag stendur á tímamótum. Allt hefur verið gert. Konungur rokksins hefur verið fílaður. Glamrokk prinsinn hefur verið fílaður. Stjórinn hefur verið fílaður. Margir hafa verið tilnefndir. Flestir hafa verið maukfílaðir. En nú er komið að aðalréttinum: konungi poppsins. Við erum að tala um hanskakanslarann, sjálfan Michael Jackson, konung popp músíkur. Það verður ekki ráðist í neitt obscurity […]

You’re So Vain – Kona lætur karlana heyra það

14. ágúst 2015

Carly Simon gaf út lag sitt, You’re So Vain, árið 1972. „Hún er 27 ára þegar þetta lag kemur út en samt er þetta rosalegt uppgjör við fortíðina. Það er eins og hún hafi lifað margar ævir þó hún sé ekki eldri en þetta,“ segir Bergur Ebbi í þessum nýjasta þætti Fílalags þar sem þessi […]

Please Don’t Let Me Be Misunderstood – Að rista á hol og græða á því

26. júní 2015

The Animals komu frá Newcastle á Englandi. Músíklega má segja að Newcastle sé einskonar Liverpool fyrir lengra komna. Newcastle liggur nokkrum gráðum norðar, er nokkrum stigum blúsaðara og tónlistin sem kom þaðan endurspeglaði það. Í þessum nýjasta þætti Fílalags er farið beint í hjartað á British Invasion bylgjunni í tónlist sem er það merkilega fyrirbæri […]

Dancing On My Own – „Ég er út í horni og horfi á þig kyssa hana“

12. júní 2015

Robyn gaf út Dancing on My Own árið 2010 en það lifir enn góðu lífi á skemmtistöðum og heimapartíum út um allan heim. Lagið er tragískur diskóstompari, stútfullt af dansvænni örvæntingu og metrósexúalískri sænskri fegurð. Það er ekki annað hægt en að fíla kjötsöxuðu bassaynthalínuna, yfirkeyrðan vocal-trackinn og chorus-bestunina. Sagan í textanum er mannleg og […]

I Wanna Be Your Dog – Sturlaði táningurinn Detroit

5. júní 2015

Ef Bandaríkin væru fjölskylda og borgir landsins fjölskyldumeðlimir þá væri Detroit sturlaði táningurinn. Það sem meira er: Detroit er eilífðartáningur. Vandræðagemsinn sem mætir heim til aldraðra foreldra sinna í leðurjakka og drepur í sígarettu á Drottinn blessi heimilið skiltinu og skipar föður sínum að fara út og kaupa bland og mömmu sinni að búa til […]

Sound of Silence – Gæsahúð handa þér

1. maí 2015

Það var heitt á könnunni. Það var heitt á pönnunni. New York ómaði af þjóðlagatónlist. Alpahúfurnar bærðust í vindinum og vindurinn boðaði breytingar. Paul Simon, ungur lagahöfundur frá Queens, var til í þetta og vinur hans fékk að vera með. Þeir boðuðu óm þagnarinnar. Hér er til fílunar Sound of Silence. Ein mesta gæsahúðarsprengja tónlistarsögunnar. […]

Criticism as Inspiration – „Sex mínútna langur hengingarkaðall“

24. apríl 2015

„90’s var tími öfga í tónlist. Það sem var að seljast var annaðhvort öfga hedó-popp eins og 2Unlimited eða öfga rokk um sjálfstortímingu eins og Nine Inch Nails. Það var annaðhvort grunna laugin eða hyldýpið, ekkert pláss fyrir venjulegt svaml. En þegar rykið var að setjast voru margir í sárum. Heil kynslóð var sködduð. Meðal […]

Too Much Monkey Bussiness – „John Lennon var með berjasósuna á heilanum“

17. apríl 2015

„Við erum að fíla „Too Much Monkey Business“ hérna. Þarna er þetta að hefjast. Holden Caulfield er búinn að marinerast í nokkur ár þarna og Rebel Without a Cause með James Dean er ennþá heit í kvikmyndasýningavélunum. Það þurfti bara smá push til að klára málið og Chuck Berry sá um það,“ segir Bergur Ebbi […]

Maggie May – Graðasti maður breska samveldisins neglir heiminn

13. mars 2015

„Árið 1971 var Rod Stewart einfaldlega nítrólýserín dýnamít-túba ready to explode. Það er bara þannig,“ segir Snorri Helgason í nýjasta þætti Fílalags þar sem fyrsti hittari Rod Stewarts, Maggie May, var fílaður með pompi og prakt. „Á þessum tímapunkti er hann búinn að gera góða og stöðuga hluti með öllum helstu spöðunum í breska tónlistarheiminum […]

Hefnófíl

7. mars 2015

Fílalag bauð Hefnendunum Hugleiki og Jóhanni Ævari í þátt sinn. Hefnendurnir yfirtóku þáttinn með nördamennsku sinni og fóru að rífast um endurgerðir á kanadískum unglingasápuóperum en loks hófst lagafílun. Hugleikur fílaði lag úr 40 ára gamalli breskri kvikmynd þar sem söngkonan flengir sig í rassinn á meðan hún syngur serenöðu til lögreglufulltrúa sem þjáist af […]

Say it ain’t so – Normcore krakkar þurfa að kæla sig

7. febrúar 2015

„Menn eru eitthvað að tala um normcore í dag eins og það sé hin ultimate hipstera-kaldhæðni. Að klæða sig í kakí-buxur og hvíta strigaskó úr Hagkaup og drekka Egils Gull og ropa í aftursætinu á Volkswagen Golf. Eins og það sé prógressívt artistict statement. Jú jú. Kaldhæðnin er ekki meiri en svo að þetta er […]

The Letter – Maðurinn sem breytti heiminum nýkominn með punghár

30. janúar 2015

„Sko. Höfum það á hreinu að Alex Chilton var 16 ára þegar hann söng þetta. Hann var nýkominn með punghár og fór beint í efsta sætið og þetta er samt ekkert barnastjörnu dæmi. Þetta er fullorðins soul-shaker. Hann hljómar eins og lífsreyndur fjárhættuspilari og kvennabósi en í raun var hann nýkomin úr fermingarkirtlinum,“ segir Bergur […]

If I Can Dream – Elvis og hinn þríréttaði ameríski draumur

23. janúar 2015

„Þegar Elvis dreymir þá er ekkert annað á matseðlinum en ameríski draumurinn þríréttaður borinn fram á húddinu á rjómahvítum Cadillac. Það er bara þannig. I rest my case,“ segir Snorri Helgason í nýjasta þætti Fílalags en umfjöllunarefnið er handhafi sjálfrar kórónunnar: Elvis Presley. Lagið sem er til umfjöllunar er ekki neitt entry-level Presley-Pleasure. Nei nei […]

Summer of ’69 – Þrír menn hafa bitið af sér neðri vörina við að heyra þetta

16. janúar 2015

„Fyrir nokkrum árum fóru menn að tala um konseptið „denim-on-denim“ í merkingunni að klæðast gallabuxum og gallajakka og fóðra sig alveg með denim. Þetta er alveg gott og blessað og fínt að hipsterar hafi fundið svona krúttlegt nafn fyrir þetta en þetta er líka soldið pínlegt því þetta konsept hefur verið kallað „kanadísk kjólföt“ um […]