Every Breath You Take – Dúnmjúkt eltihrella síris

26. júlí 2019

The Police – Every Breath You Take Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Wikipedia er hér um að ræða mest spilaða lag allra tíma. Takk fyrir. Kannski ekki útilokað enda líður ekki sá dagur á léttbylgjum hins vestræna heims að þessu lagi er ekki fleytt. En í hverju felst galdurinn? Er það möfflaður gítarleikurinn eða kröftugt mjóbak Stings? […]

David – Stinnur kattaþófi

12. júlí 2019

GusGus – DavidBagettulitað hold. Frönsk retrófútúrísk hraðlest. Þunnur maður með þýska nýbylgju á VHS undir hendinni. Klapparstígurinn í íslenskum september úða. Steppur Rússlands. Kampavín. Sunnudagsskóli. Lamadýr. Strandsalt hár.  Drukkið úr kaleik. Tjaldbúðir. Dulur. Slæður. Flautur. Skálabumbur. Syndir. Fjármálastjóri Airbus sýpur brimsalta ostru og askar sígauna ofan í tvíhnepptan ullarblazer. Veröldin er taflborð, svarthvít Fassbinder kameruól […]

Virtual Insanity – Að dansa sig frá vandræðum

5. júlí 2019

Jamiroquai – Virtual Insanity Varúð, varúð! Framundan er fílun á flíspeysuslagara. Inka gullið er fundið. Fönk-fnykinn leggur yfir allan bæinn. Peningalykt.  Það er Jay Kay. Það er frumbyggja-djamm. Það er íslenskt panilklætt útilegudjamm. Takið skrykkdans í svefnpokum ykkar og luftgítarið ykkur í drasl með flugnaspöðum.  Nú skal fílað. Nú skal papparazzi lemjandi sportbíla götustrákurinn krufinn […]

Anyone Who Had A Heart – Dimmblátt stræti 20. aldar

28. júní 2019

Úr gullkistu FílalagsAnyone Who Had a Heart – Dusty Springfield New York. Djass. Dýpt. Tuttugasta öldin. Gulir belgvíðir leigubílar fljóta um strætin. Farþegar sökkva í plussið. Slaki í öxlum. Nagandi ótti í brjóstum.Flygill á fimmtugustu hæð. Aska í bakka. Teppi á gólfum. Teppi á veggjum. Teppi á innanverðum heilahvelum. Teppalagðar taugar, teppalagðar kransæðar. Allt er […]

That’s Amore – Hreindýrahorn á húddinu

21. júní 2019

Dean Martin – That’s Amore Hann er mættur. Húðin glansar eins og Miðjarðarhafið á sumareftirmiðdegi, tennurnar skína eins og ítölsku alparnir. Hann er fullur, hann er stemmdur, hann er Dino Paul Crocetti, öðru nafni Dean Martin. Það er allt stórt við Dean Martin. Stór augu, stórt nef, stórt enni, stórt hár, stór munnur, stór haka, […]

Stop! In The Name Of Love – Stopp! Stöðvaðu!

14. júní 2019

The Supremes – Stop! In The Name of Love Hættu öllu sem þú ert að gera. Hættu að hugsa það sem þú varst að hugsa. Nú er komið að stórvirkum vinnuvélum. Upp með hendur, niður með brækur, hættu að svindla ef þú vilt ekki láta malbikunarvaltarann breyta þér í pönnuköku. Beint frá Hitsville U.S.A. Beint […]

Glugginn – Frumdagar kúlsins

7. júní 2019

Flowers – Glugginn Gestófíll: Teitur Magnússon Fílalag grefur í gullkistu sína að þessu sinni og töfrar fram eina af sínum fyrstu fílunum. Um er að ræða fílun á Glugganum með Flowers. Lagið er samið af Rúnari Gunnarssyni forsprakka Dáta og einum besta söngvara Íslandssögunnar og Þorsteini Eggertssyni frumrokkara og hirðskáldi sexu og sjöu. Alíslenskt lag, […]

Race For The Prize – Kalsíumhlaðin sprengja litbrigða og hugmynda

31. maí 2019

The Flaming Lips – Race for the Prize Ef atómsprengja með glimmeri springur í eyðimörk og enginn heyrir í henni eða sér hana. Sprakk hún þá? Önnur spurning. Eins og flestir vita er hægt að kjúfa hljóðmúrinn, þ.e. ferðast hraðar en hljóðið. Þetta geta hraðskreiðar orrustuþotur til dæmis gert og við það heyrast gríðarlegar himnadrunur. […]

Rio – 35 millimetra bresk heimsveldisgredda

24. maí 2019

Duran Duran – Rio Gestófíll: Gunnar “Taylor” Hansson Núna hellum við okkur út í þetta. Takið fram mittissíðu smókingjakkana með uppbrettu ermarnar, blásið hárið, hyljið varir ykkar með þykkum háfjalla-varasalva. Auðvitað er margoft búið að rifja þetta  upp og hlæja að þessu. En Fílalag kafar dýpra. Þetta er ekkert hláturverkefni heldur alvöru greining. Duran Duran […]

Barn – Barn eilífðar

10. maí 2019

Ragnar Bjarnason – Barn Sviðsmynd: Ísland og allt sem því fylgir sekkur í sæ. Konseptið klárast. Ekki meiri íslensk tunga. Ekki meiri Öræfajökull. Ekki meiri ORA-baunir. Ekki meiri #MyStopover. Bara allt farið. Blóm og kransar. Samfélag þjóðanna leikur á fiðlu og horfir á eftir þessari hugmynd sem Ísland var. En hvaða lag skyldi leikið? Til […]

Love Don’t Cost A Thing – Þegar allt glóði

3. maí 2019

Jennifer Lopez – Love Don’t Cost a Thing Popptíví tíminn. Latin sprengjan. Bronshúðað fólk, dansandi á ströndinni. Glingur og drasl á hverjum fingri, eyrnalokkar, naflalokkar, allt í gangi. Og drottningin, sem var reyndar stærri en þetta allt. Jennifer. Úr hverfinu, bronsuð úr Bronxinu. Hápunkturinn var í kringum 2001. Þegar hún stytti nafn sitt í J.Lo og […]

Summer In The City – Bartar, hiti

26. apríl 2019

The Lovin’ Spoonful – Summer in the City Hvar? New York borg, New York ríki, Bandaríkin. Hvenær? 4. júlí 1966. Hvað? Sprengja af himnum. Er hægt að ímynda sér heitari kjarnaorku en sjóðheitan júlídag á miðri Manhattan í miðri sexunni? Heimsveldið með allt í botni. Heraflar á hreyfingu í Asíu. Bílar að spýtast út úr […]

American Girl – Gallaefni nuddast saman, neistar fljúga

19. apríl 2019

Tom Petty & The Heartbreakers – American Girl Innkoma Thomas Earl Petty inn í ameríska músíksenu er jafn einföld og hún er ótrúleg. Ef hjartað er á réttum stað þarf þetta ekki að vera flókið. Bara klæða sig í gallajakka, strappa á sig Rickenbacker og tengja sig inn í strauminn. Tom Petty er stóri galdurinn […]

Final Countdown – Með sjóðheitan kjarnorkuúrgang í klofinu

12. apríl 2019

Europe – The Final CountdownÞað var lokaniðurtalning í gamla Nýló salnum þegar hármetal-hesthúsið Europe var fílað í allri sinni dýrð, frammi fyrir fílahjörðinni. Tjúúúúú. The Final Countdown er það sem við viljum öll. Spólgröð kaldastríðs negla með hestamannaívafi, sænskt metal-salat með öllu helstu trikkunum: lúðra-synthanum, ofurhraða gítarsólóinu og óperusöngstílnum. Kannski besta iðnaðarrokksnegla sögunnar. Leiðtogafundurinn. Eiki […]

Fix You – Alheimsfixið

5. apríl 2019

Coldplay – Fix YouRétt eins og stýrikerfið á tölvunni þinni er með „settings” eða „preferences”, þá hefur hinn hlutlægi heimur einnig stillingar. Og í dag er hin vestræna veröld stillt inn á afstæðishyggju, trúleysi og dýrkun á einstaklingnum. Í því felst að ekkert er réttara en annað eða fegurra en annað. Þetta er póst-módern stilling. […]

Unchained Melody – Ballad Maximus

29. mars 2019

Righteous Brothers – Unchained MelodyHvað er hægt að segja? Hér er um að ræða stærstu ballöðu hins vestræna heims. Lag sem hættir ekki að rísa. Spanið er gríðarlegt. Hér er stiginn rússneskur ballet í bland við amerískan babtista-skjálfta. Allt er undir. Allt vinnst. Í Unchained Melody leysist allur mannsandinn úr læðingi. Unchained Melody er gjöf. […]

Marquee Moon – Glorhungur í myrkur og norp

22. mars 2019

Television – Marquee Moon Þá er það East-Village Fokkjú baugasnilld í boði ameríska frumpönksins. Undir nálinni er Television. Önnur eins leðurjakka tyggjó slumma hefur aldrei verið tekin upp eins og fyrsta platan með þessu póetíska gítarglamrandi braki.  Television er grímulaus ásókn í fegurðarskaðræði. Til að fegurð ljóssins sjáist þarf einnig að fíla skuggana. Television teygir […]

Forever Young – Dramatík. Fegurð. Kviðristun.

8. mars 2019

Youth Group – Forever Young Alphaville – Forever Young Það eru tvær útgáfur undir nálinni hjá Fílalag í dag en aðeins eitt lag. Og þvílíkt lag. Hér er ekkert lítið í húfi. Heimurinn, fegurðin, æskan.Forever Young er rýtingur í kvið dauðlegra. Hversu oft hefur einhver horfst í augu við staðhæfinguna: það er erfitt að eldast án […]

Modern Love – Að gönna Síðuna

1. mars 2019

Hann mætti aftur, sólbrúnn, í stórum jakka og gult hár. Hann tætti í sig áttuna. Við erum að tala um Hnífa-Davíð í sinni tíundu endurholdgun. Platan hét Let’s Dance og hittararnir komu í röðum. Modern Love líklega sá mest gírandi. Það er bannað að spila Modern Love með Bowie nálægt kirkjugörðum. Alls ekki mæta með […]

Freak Like Me – Hlaðið virki

22. febrúar 2019

Sugababes – Freak Like MeÞað er komið að því að kafa ofan í popptíví-árin. Þegar popptónlist innihélt ekki siðferðisleg skilaboð. Sugababes komu frá London og slógu í gegn með sinni fyrstu plötu ári 2000. Tveimur árum síðar hélt sigurgangan áfram með lögum eins og Round Round og svo laginu sem fílað er í dag, Freak […]

Year of the Cat – Ofið teppi úr sjöunni

15. febrúar 2019

Al Stewart – Year of the Cat Þá er komið að einu hnausþykku. Hér er um að ræða twix rjómasúkkulaði þar sem karamellan mallar við kjörhitastig. Breskt þjóðlagakonfekt með óskiljanlegum en þýðum texta. Hér er allt gert rétt. Þetta er lag til að príla í. Að þessu sinni er fílunin hrein. Það er hvorki hægt […]

Blue Velvet – Ég er einn og það er vont

8. febrúar 2019

Bobby Vinton – Blue Velvet Bobby Vinton, pólsk-ameriski prinsinn. Myrkrið, mýktin, rafmögnun flauelsins. Sveppaský í bakgrunni. Ofbeldi í lofti. Einu sinni var. Mannslíkaminn.Húsasund í Pittsburgh. Lýsandi glyrnur í myrkrinu. Spítölun. Líkaminn er klastur, vöðva sina og eldglæringa. Bandaríkin eru ljóðrænni en öll Vestur-Evrópa til samans. Pennsylvanía ein og sér skákar allri Skandinavíu. Dreptu í sígarettu […]

Chase the Devil – Skrattinn og Sogæðakerfið

1. febrúar 2019

Max Romeo – Chase the Devil Hvað gerir maður gegn djöflinum? Ef hann hittir hann einn á túni til dæmis? Hvað gerir hann? Segir hæ? Berst við hann? Eða setur hann á sig járnbrynju og eltir hann. Eltir hann lengi, lengi. Lagið “Chase the Devil” eða “Eltu Skrattann” eins og það útleggst á íslensku er […]

Common People – Nikkuspil neðan þilja (live á Kex Hostel)

26. janúar 2019

Eftir næstum fimmtán ár af ströggli sló hljómsveitin Pulp í gegn. Þau komu frá Sheffield og höfðu norpað í artí nýbylgju rokk baslinu svo lengi að fitugir hártoppar þeirra voru komnir með sjálfstæðar kennitölur. En svo gerðist það. Pulp sló í gegn. Brit poppið kom til bjargar. Fyrst var það lagið Babies árið 1992. Enn […]

Garden Party – Partíið endalausa

18. janúar 2019

Mezzoforte – Garden Party Það eru engin orð framkölluð í laginu sem er fílað í dag. Í því heyrist aðeins söngur saxafóns og tóna. Það er enginn skrítinn framburður sem upplýsir um uppruna, stétt eða stöðu flytjandans. Hér er leikinn hreinn gleðidjass, tónlistin sem leikin er í lyftunni upp í sjöunda himin. Að þessi músík […]

So Alone – Krummi krunkar í tyggjóbréf og andar ferskleika

11. janúar 2019

Bang Gang – So Alone Hér er farið yfir Bang Gang. Og hér er að mörgu að hyggja.Aldrei gleyma Hrafna-Flóka. Aldrei gleyma undirgöngunum undir Miklubraut, svarta svaninum, fituga syntha-hárinu, tíkallasímunum. Íslenska kúl. Aldrei gleyma hvaðan þú komst. Íslenska kúl. Þegar þú ert alveg við það að týna þér í hashtag mystopover mulningi. Aldrei gleyma skeljasandsklæddum […]

Call On Me – Graður Svíi penslar

4. janúar 2019

Í fílun dagsins er farið í skemmtilegt ferðalag um vegi poppsins. Eric Prydz heitir listamaðurinn sem er til umfjöllunar. Ef maður myndagúglar Prydz, sem er sænskur plötusnúður með sterkan rave-bakgrunn, fær maður upp mynd af hálf-miðaldra manni með Audda Blö húfu og skegghýjung. Og árið 2004 var árið hans. Þá gaf hann út lagið sitt, […]

Turn! Turn! Turn! – Breyting, snúningur, beygja, umrót

28. desember 2018

The Byrds – Turn! Turn! Turn! Hvað eiga ofbeldisfullir konungar Ísraels til forna sameiginlegt með sólbrúnum 68 kynslóðar kaliforníu-hippum? Allt. Hér mæta þeir inn í taugakerfi ykkar. Fogglarnir. Moppuhártoppslegnir Los Angeles gítar-prestarnir. Tambúrínu-lemjandi hass-hvolparnir. Með tvö þúsund og fimm hundruð ára boðskap.  Þú hefur fengið fimmtíu og þrjú ár til að búa þig undir boðskapinn. […]

Fairytale of New York – Þegar allt er meyrt

21. desember 2018

The Pogues – Fairytale of New York Löngu áður en Jésú kristur ákvað að heiðra jarðarbúa með nærveru sinni var fólk byrjað að dýrka vetrar- og sumarsólstöður. Það var tíminn þegar dulveröldin sameinaðist þeirri raunverulegu, þegar álfar og vættir fóru á kreik, ríkir urðu fátækir og fátækir ríkir. Vetrarsólstöður, jólin, eru einnig tími þar sem […]

Laisse Tomber Les Filles – Láttu stelpurnar í friði

14. desember 2018

France Gall – Laisse Tomber Les Filles Mið-sexu stælarnir. Tyggjóið. Franska yfirlætið. Gainsbourg-töfrarnir. Stelpu yé-yé. Þetta er gírandi. Fíkn. Daníelsbók biblíunnar. Úthverfi í London. Vitiði ekkert hvað er á seyði? Hlustið á þáttinn. Hlustið á þáttinn kisur. Knémenn. France Gall söng þetta. Gainsbourg skrifaði þetta. Um slíkt himnastöff þarf að fara fögrum orðum. Aðeins hógvær orð […]

You’ll Never Walk Alone – Gangráður heimsbyggðar

7. desember 2018

Músík er sameinandi afl sem spyr hvorki um stétt né stöðu. Þetta eru væmin orð, en þó alveg sönn. Jafnvel hörðustu rokkarar koma heim af djamminu og sjá endursýningu á Mamma Mia á bíórásinni og skæla ofan í leðurjakka sína. Lagið sem fílað er í dag er upphaflega úr söngleik – mjög væmnum Broadway-söngleik – […]

Love Will Tear Us Apart – Fenið

30. nóvember 2018

Ef til væri playlisti sem héti: “Motivational hits fyrir fólk sem fílar ekki Motivational hits” þá er alveg öruggt hvaða lag væri þar efst á blaði. Love Will Tear Us Apart. Lag sem hefur ært ófáan Englendinginn í gegnum tíðina, kramið hjörtu og látið varir herpast. Samt er lagið enginn gleðisprengja. Það fjallar um þjáninguna. […]

Að leggja sér músík til munns (Fílalag + SOÐ)

23. nóvember 2018

Fílalag fékk Kristinn Guðmundsson hjá Soð með sér í lið fyrir sinn nýjasta þátt. Á meðan Snorri og Ebbi fíluðu lagið A Whiter Shade of Pale eldaði Kristinn mat sem byggðan er á laginu, en Soð er matreiðsluþáttur. Það er því einnig hægt að horfa á þennan þátt Fílalags, í styttri útgáfu, hjá Soð. A […]

Nákvæmlega – Þegar Suðurland nötraði

16. nóvember 2018

Skítamórall – Nákvæmlega Gestófíll: Sóli Hólm Fílalag fékk sérstakan gest til sín til að útskýra hinn mikla hamfarakrókódíl sem sunnlenska aldamóta-sveitaballapoppið var. Sóli Hólm mætti og nötraði er hann lýsti af áfergju stemningunni í raðhúsapartíi í Hveragerði árið 2000 og fílingnum sem skók allt Suðurlandið á árunum 1997-2002. Já. Þetta var einn stór jarðskjálfti og […]

Just the Way You Are – Brúnhærð, krulluð sjöa

9. nóvember 2018

Farið er á rostungaveiðar í dag. Sjálfur Billy Joel er fangaður og ekki er um lítið skrokk-ummál að ræða. Billy Joel, píanómaður, spelmaður með þykka höfuðkúpu, er dreginn á land, löðraður lýsi. Joel hefur átt nokkur tímabil. Hreinræktaður píanómaður, MTV-brúða en þó ávallt boxari og Bronxari. Og hér er gripið inn í eitt hans mikilvægasta […]

I Put A Spell On You – Álagsstund

26. október 2018

Það fór fram hópfílun þegar Fílahjörðin mætti við drykkjarstöðvar sínar og stakk sér á bólakaf í tilfinninga-uppnáms-stomperinn I Put a Spell on You. Var lagið bæði mergfílað með höfundi sínum, Screamin’ Jay Hawkins og svo einnig með Creedence Clearwater Revival. Sérhver taug var þanin í þessari fílun. Móða stríðsins. Ofsi afbrýðisseminnar. Ofsóknaræðið og lostinn í […]

Money For Nothing – Ókeypis peningar

19. október 2018

Árið er 1985. Heimsbyggðin er þyrst í rokk og popp. Kalda stríðið er í gangi en fólk austan járntjaldsins vill snjóþvegnar gallabuxur og ískalt kók. Dire Straits mæta, með sjálfan Sting sér við hlið, og gefa heiminum seðjandi mjólk úr júgrum sínum. Money for Nothing. Um er að ræða bæði upphafningu og ádeilu á MTV-kynslóðina […]

Spirit in the sky – Ljósið við enda ganganna

12. október 2018

Hvernig ætli stóra ferðalagið sé? Hápunktur allrar lífsreynslu hlýtur að vera sjálf himnaförin. Að klára dæmið og sameinast alheims-andanum. En er hægt að reyna að ímynda sér það? Í velmegunar-skýi sexunnar voru menn og konur allavega komin þangað. Norman Greenbaum fór langt með að koma fólki í nýja vídd með lagi sínu Spirit in the […]

Waterfalls – Jarmið. Gjaldþrotið. Geggjunin.

5. október 2018

Það þurfti ekkert minna en vel-versaðan gestófíl til að afhausa fílinn í herberginu þegar Waterfalls með TLC var tekið fyrir. Sandra Barilli, bransakona, mætti í fílun og fór yfir stóru umfjöllunarefni Níunnar. HIV, dópið, stúlknasveitir og jarmið. Tionne „T-Boz” Watkins, Lisa „Left Eye” Lopes og Rozonda „Chilli” Thomas mynduðu TLC og urðu strax vinsælar, fóru […]

Our House – Afar vel smíðað hús

28. september 2018

Þeir voru sperrtir, glenntir og illa tenntir. Crosby, Stills, Nash og Young, með hassmola í vösum átján hundruð grýlna jakka sinna. Þetta var súpergrúbba – rjómi flower-power menningarinnar, tappaður á þjóðlagapela. Los Angeles. Víetnam-stríðið. Glamrandi gítarar. Alpha-male raddanir. Tónleikasalir fylltir 60s woke gleraugnaglámum. Milljón eyru sperrt. Þvílík stemning. Crosby, Stills, Nash og Young fluttu napra […]

With Or Without You – Leggstu í fósturstellingu, hver sem þú ert, hvar sem þú ert

21. september 2018

Hver ertu? Þú! Hvort sem þú borðaðir bjúga í kvöldmat eða slafraðir í þig fusion-rétti á sushi samba innan um fasteignasala og myndlistarflippara. Hver sem þú ert! Leggstu á malbikið. Láttu þig sökkva. Hvar sem þú ert. Ertu á Sauðárkróki að drekka nýmjólk eftir vakt hjá Rækjuvinnslunni? Ertu lögga með vélindabakflæði? Ertu það? Ertu kristinn, […]

Lust For Life – Lostaþorsti

14. september 2018

Stundum er allt í góðum gír. Allir sáttir. Enginn með vesen. Matur í ísskápnum. Bíómynd í sjónvarpinu. En þá grípur fólk einhver losti. Þorsti í skaðræði, gríðarleg löngun í tortímingu og rassaspörk. Um það fjallar lagið Lust for Life. Það er hin hreinræktaða stemning. Ásókn í romp. Hér er hún mætt: sálarbaseraða, pönk-lúppan – lamin […]

I Wanna Be Adored – Ljónið öskrar

7. september 2018

Hafið þið verið að fíla Liam Gallagher á netinu? Hafið þið verið að rifja upp 90s fílinginn, anorakkana, sólgleraugun og brit-pop-strigakjaftinn? Gleymið öllu sem þið hafið verið að gösla í. Gleymið öllu, því allt er þetta bara lélegt endurvarp af frumöskrinu. Stone Roses. Þeir mættu með fyrstu plötuna sína 1989. Og Britpop fæddist! Madchester-typpafnykurinn var […]

Myth – Svifryk. Blóð. Brúnar krullur.

31. ágúst 2018

Nú er fjandinn laus. Fílalag er á nálægum slóðum. Í dag er lag úr indíkreðsunni frá 2012 tæklað. Það er Airwaves norpið. Það er fjúkandi Japaninn. Það er strandkofinn í mistrinu. Óhamingunni verður allt að vopni. Eldur úr iðrum, ár úr fjöllum, goðsögnum eyðir. Allt hverfur. Jafnvel mistrið. Það hverfur líka. Ó mistrið. Það sem […]

Walking On Sunshine – Lík dansa

24. ágúst 2018

Fílalag er snúið aftur eftir tveggja vikna hlé. Snorri er nýgiftur og svífur nú um á rósrauðu skýi. Fílun dagsins er því fílgúdd-þykknið sjálft „Walking on Sunshine”. Sjaldan hefur annarri eins rakettu verið spýtt inn í hagkerfið og þessu lagi. Það komast allir í fíling við að heyra þetta lag. Ef þetta lag væri spilað […]

Parklife – Chav-tjallismi

17. ágúst 2018

Þeim langaði að fanga breska hversdagsstemningu. og þeim tókst það. Blur hlóð í væna wagner-í-eldspýtustokk-exístensíalíska-popp-sápu-óperu, sem þó aldrei rís, heldur kraumar allan tímann eins og skaftpottur á gamalli AGA eldavél í sundurmolnuðu múrsteinshúsi í Longsleddale í Kúmbríu. Um er að ræða bresk tilþrif: gnægtarborð tilvísana, undiröldu og stemningar, í mónótónískum sælgætisumbúðum. Það skrjáfar og glitrar […]

Nights in White Satin – Pluss-áklæði kynslóðanna

10. ágúst 2018

Hér verður sigið ofan í þægilegt aftursæti á biblíusvörtum leigubíl sem keyrir í gegnum rigninguna í gljáandi stórborg. Baby by your side. Sexan varð sjaldan jafn sexí, jafn pluss-rafmögnuð. Nögl er dregin eftir silki-áklæði. Svartir olíudropar rigna yfir ljóskerin. Þeim tókst það. Þessum bresku pöbb-stemnings-böllum tókst það. Aldrei vanmeta Breta sem eitthvað bublar í. Hér […]

Narcotic – Nítíuogátta oktana límonaði-sprengja

3. ágúst 2018

Liquido – Narcotic Hér er það komið. Gas allra landsmanna, jagerskota-þrusa. Hér er þrumuguðinn Þór öskurstemmdur upp í skýjunum, klæddur eins og Duff-Man, að hella límonaði-ferskri dísilolíu yfir djammþyrst ungmenni í sumrinu, og kveikja svo í öllu draslinu. Þetta lag gat ekki verið ófílað. Þetta er lag heillar kynslóðar. Cross-over negla úr níunni, þjóðsöngur sem […]

Peggy Sue – Hin mikla malbikun

27. júlí 2018

Hvernig stendur á því að þetta hefur ekki verið fílað fyrr? Fílunarsaga án Buddy Holly er eins og Nýja testamentið með engum Jésú. En hér er hann loksins tekinn fyrir, smyrjarinn mikli frá Lubbock, Charles Hardin Holley og dyggar krybbur hans. Saga Buddy Holly er saga hinnar miklu malbikunar. Saga þess þegar rokktónlist var breytt […]

Hard to Explain – Rokgjarnt lífrænt efnasamband (live á Húrra)

20. júlí 2018

Það kom ekkert annað til greina en að ganga nærri sér á live-fílun frammi fyrir sjálfri Fílahjörðinni. The Strokes var fílað. Hljómsveit sem skóp Fílabræður á sínum tíma. Rokkbylgjan upp úr aldamótum skall hart á Vesturlandabúum og sumir eru enn að seig-freta í þröngar Happy Mondays Dillon hosurnar. Hér er þetta allt tekið fyrir. Brúnu […]

Jack & Diane – Svo basic að það blæðir

13. júlí 2018

Tottið chili-pylsu og troðið henni í svöðusár frelsarans. Lífið heldur áfram löngu eftir að það hættir að vera spennandi. Í dag verður farið inn í Kjarnann. Haldið ykkur fast. Fyrst smá formáli. Fílalag hefur þrisvar sinnum fjallað um Bruce Springsteen, meðal annars í fyrsta þættinum sínum. Ástæða þess að Springsteen er svo hátt skrifaður hjá […]

What’s Going On – Hvað er í gangi??!!

6. júlí 2018

Árið er 1971. Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur tekið þeldökk ungmenni í hundruð þúsunda tali úr ryðguðum vonleysis iðnborgum sínum og sent þau í stríð til Asíu to “go and kill the yellow man,” svo vitnað sé í stjórann. Herinn hefur mætt og ítrekað sprautað á liðið með brunaslöngum. Á sama tíma og ísskápar landsins kalkúnavæðast sem […]

Coffee & TV – Alkóríseruð indí-drulla, endastöð, snilldarstöð

29. júní 2018

Blur voru ein stærsta popphljómsveit níunnar. Damon Albarn var poppskrímsli sem þefaði uppi stemningu og samdi popphittara. Hann elskaði athygli og poppkúltúr. En innan Blur var líka að finna hreinræktaða indídrullu í formi gítarleikarans Graham Coxon. Og eins og gengur brenndi Blur brýr að baki sér. Það er erfitt að halda sér á popp-toppnum. Og […]

Álfheiður Björk – Ítölsk skíða-ástarjátning borin fram með tómatsósu á Broadway, Ármúla

22. júní 2018

Kapteinn Ahab dó áður en hann náði að sigrast á Moby sínum Dick og lengi hefur litið út fyrir að Fílalag væri ekki að ráða við stóra fiska í íslenskri poppsögu eins og Eyjólf Kristjánsson og Björn Jörund. En viti konur. Hér eru þeir fílaðir báðir í einu. Það er komið að því að fíla […]

All the Things She Said – Hlaðnara en demantanáma

15. júní 2018

Það er við hæfi að fíla lag frá Rússlandi í dag. Og ekkert venjulegt lag. Um er að ræða stærsta smell t.A.T.u, nu-metal popp-gúmmelaði með þjóðdansa-kviðristum. Lag sem er hlaðnara af orku en óopnaður Monster í kælinum við kassann í Elko. En hvaðan kemur þessi rosalega orka sem heyra má í t.A.T.u? Það spilar að […]

Re-Sepp-Ten : „Fuck You Danmark”

1. júní 2018

VM-Holdet & Dodo – Re-Sepp-Ten: Vi er røde, vi er hvide Það ríkti mikil eftirvænting þegar Danir gáfu út stemningslag vegna þátttöku sinnar á HM í fótbolta í Mexíkó árið 1986. Lagið, sem heitir Re-Sepp-Ten, en gengur oftar undir nafni undirtitils síns, Vi er røde, vi er hvide, er þrusugott. Fólk er enn að syngja […]

Annie’s Song – Sumarbúðir, reipist gler, myrkur tærleikans

25. maí 2018

Ýmislegt má veiða upp úr sjöunni, enda er hún djúp og gárug eins og seiðpottur frumskaparans. Í dag er ausan að vísu ekki látin síga niður á botn heldur er froðan úr efsta lagi veidd ofan í skál og krufin til hlítar af munnkirtlum fílunar. Og að sjálfsögðu kemur þá í ljós að jafnvel froða […]

Mr. Tambourine Man – Vogun vinnur

18. maí 2018

Ekkert er jafn síkópatískt, en að sama skapi gaman, eins og að leggja vandlega á borð fyrir sjálfan sig. Bjóða sjálfum sér í mat. Dúkaleggja, draga fram silfrið og postulínið og hægelda stóran grís með epli í kjaftinum. Sitja svo einn að snæðingi og njóta. Árið 1964 var Bob Dylan í sérstakri stöðu. Hann var […]

Wake Up – Micro-brewery kynslóðin vaknar

11. maí 2018

Arcade Fire koma frá Kanada. Að vísu er tæplega tveggja metra hái söngvarinn Win Butler amerískur mormóni sem fór til Montreal til að stúdera trúarbragðafræði og dró síðar bróðir sinn með í bandið. En restin er kanadískt krútt í gegn, kjöt- og kraftmikið. Kanada er mjög „inclusive” land. Allir fá að vera með. Þar þrífst […]

Oh, Pretty Woman – Rjómafyllt kirsuber vafið inn í slaufu

9. maí 2018

(Úr glatkistu Fílalags. Þátturinn fór upprunalega í loftið 14. ágúst 2014) Myndir af innhverfa óperettu-sólgleraugna kúrekanum Roy Orbison eru tattúveraðar á margar rasskinnar víðsvegar um heiminn, og ekki að ástæðulausu. Roy Orbison var allur pakkinn. Frum-rokkari, eilífðarunglingur og stemningsmaður. Hann var heil vídd. Hann söng, hann lék, hann samdi. Og hvort hann samdi. Oh, Pretty […]

Sunny way – Kjallarinn á Þórscafé

4. maí 2018

Gestófíll: Ari Eldjárn Það er febrúar 1974. Við erum stödd í iðnaðarhverfi austan megin við Hlemm í Reykjavík. Hrafn kroppar í prins póló umbúðir upp við fölgráan ljósastaur sem lýsir dapri flúorskímu yfir miskunnarlaust íslenskt sjöu-skammdegið. Það er verið að taka upp lag í kjallaranum á Þórscafé. Hljómsveitin Steinblóm er mætt. Lagið heitir Sunny way. […]

Nothing Compares 2 U – Grátið á bekk í París, grátið í Vestmannaeyjum. Grátið.

27. apríl 2018

Það er komið að því. Fjólubláa fönkmaskínan er undir fóninum. Sex-naggurinn. Meiri brennsa. Minni sóda. This is it. Prince Rogers Nelson. En ekki bara það. Þetta er tvíhleypa. Ekkert jafnast á við það. Berskjöldunar-bjútíið Sinéad O’Connor er með í för. Tveim köttum verður hleypt úr pokanum. Það er Nothing Compares 2 U. Ekkert rugl. Farið […]

Box of Rain – Sviti. Heimspeki. Fílgúdd. Hass. Paranoja. Kynlíf. Dauði. Stemning.

20. apríl 2018

Kafloðin handabök skoppa upp og niður á hljómborði. Sýra merlast í heilahvelum. Djúpsteikingarfita hjúpar innanverð vélindu. Grateful Dead eru í hljóðverinu. Veröldin er kamelgul. Meðvitund, svefn og dauði. Allt eru þetta frændur. Loðnasti fíllinn er tekinn fyrir. Kafloðinn. Hárið er hart og mikið, liggur strítt í allar áttir. Grateful Dead er meira en hljómsveit. Það […]

Look on Down from the Bridge – Eftirpartí, korter í hrylling, fegurð, skaðræði

13. apríl 2018

X-kynslóðin færði okkur meira en gröns og perlandi e-pillu-svita. X-arar höfðu líka á sér fágaðari hliðar, eins og gengur. Á árunum í kringum 1990 var til dæmis Kalifornía full af af berfættum rokkabillí-neó-hippum. Og þvílík fegurðar-trog sem sú sena bar á borð fyrir heimsbyggðina. Í dag er undir fílunanar-nálinni ein allra þyngsta fegurðar-skífa sem gefin […]

Hey Jude – Bítlað yfir sig

6. apríl 2018

Samfélagið er uppfullt af fólki með Bítlana á heilanum. Fólk sem þylur upp nöfnin á hljóðversplötunum í tíma og ótíma, les þykka bítladoðranta og yfirstúderar Bítlana. Svo er líka til fólk sem hreinlega bítlar yfir sig, sem getur ekki sest við píanó án þess að úr því verði Bítlalaga-orgía og jolly good stemning. Ástand „bítlunar” […]

Streets of Philadelphia – Ljóðrænt Casio-mix sem mokar inn peningum og tárum

30. mars 2018

Það er komið að Steina, Bruce Springsteen, í þriðja sinn hjá Fílalag. Nú er það níu-steini sem er tekinn fyrir. Hann er með kleinuhringjaskegg, barta og líka rokkabillí hár. Mikið í gangi, samt í tilvistarkreppu. Hollywood hringir og vill fá lag frá honum fyrir myndina Philadelphia. Steini klæðir sig í þrjár hettupeysur, sækir Casio hljómborð, […]

Torn – David Schwimmer. Ljót peysa. Svampmáluð íbúð.

23. mars 2018

Fílalag var soldið torn yfir því hvort fíla ætti lag dagsins. Um er að ræða mikið meginstraums lag – kannski full mikið af því góða. Popp gerist ekki meira toro-þurrsósupakkað en þetta. En eins og er svo oft með góð popplög, þá er eitthvað verulega djúsí undir yfirborðinu. Torn er fyrsti (og í raun eini) […]

Baker Street – Sósa lífsins

16. mars 2018

Er til eitthvað stemmdara fyrirbæri í heiminum heldur en alkólíseraður kokkur í fíling? Miðaldra, fráskilinn maður að hræra í potti og hlusta á tónlist úr gömlu Panasonic útvarpi? Er til hrjúfari gæsahúð en á baki slíks kokks, þar sem hann hlustar á sitt uppáhalds lag og hellir úr rauðvínsflösku ofan í pottinn? Líklega ekki. En […]

Where is my mind? – Boston Pizza

9. mars 2018

Ef maður myndi spyrja einhvern random Bandaríkjamann um hljómsveitina Pixies, þá eru líkur til þess að hann myndi yppa öxlum og ropa framan í þig – Homer Simpson style. Bandaríkjamenn utan hörðustu indí-vígja, þekkja ekki þetta band. Auðvitað þekkja sumir þeirra gítarlínuna í Where is My Mind, sem fílað er í dag, en annað ekki. […]

You can call me Al – Týndur miðaldra maður finnur sig

2. mars 2018

Paul Simon var týndur í áttunni. Hann ráfaði um götur New York í stórum blazer-jakka og hugsaði um sína aumu tilvist. Jú, vissulega naut hann enn lýðhylli. Auðvitað gat hann snarfyllt Central Park með Garfunkelinu ef hann vildi. En skipti þjóðlagasósan hans einhverju máli? Var ekki öllum sama hvað hann var að bralla? Simon fann […]

Child in time – Eilífðarbarnið

23. febrúar 2018

Fílalagi barst tilkynning frá fílahjörðinni. Hlynur nokkur Jónsson sendi skilaboð og heimtaði fílun á „Child in Time” með Deep Purple, Made in Japan, útgáfunni. Í skilaboðum sínum sagði Hlynur: „Þetta lag er sturlað. Þú þarft að smella á þig headphones, setja volume-ið upp, loka augunum og drekka þetta. Algjör geðveiki.” Þetta er hverju orði sannara […]

Airport – Þar sem andinn tekst á loft

16. febrúar 2018

Fílalag endurreisir sig með tvöfaldri afsagaðri haglabyssu. Lagið „Airport” er fílað í allri sinni dýrð. Fyrst með íslensku rokkhljómsveitinni HAM og síðar með upprunalegum flytjendum, breska pöbbrokk- og nýbylgjubandinu The Motors. Airport er rosalegt lag. Það er það sem kemst næst því að vera óvart-epískt. Lag sem fjallar um strák sem er rosalega fúll yfir […]

All I Want For Christmas – Allur pakkinn

8. desember 2017

Hvernig jól viljið þið? Kerti og spil? Eplaskífur og kósíheit? Endilega norpið með gamaldags skandinavísk jól og ljúgið að sjálfum ykkur að það sé nóg. En ef þið viljið gnóttina, allan pakkann, stóra harða pakkann – hlustið þá á þetta lag. All I Want For Christmas er snjóandi amerísk ofgnóttarnegla. Hundrað milljón dollara wall of […]

Himinn og jörð (Live á Húrra) – Himinn og jörð að veði

1. desember 2017

Fílahjörðin kom saman á Húrra fyrir tveimur dögum síðan og hlýddi á lifandi flutning Fílalags. Eins og alltaf þegar um lifandi viðburð er að ræða, er valinn risastór og kremfylltur fíll, til fílunar. Fyrir valinu varð eitt allra stærsta lag Íslandssögunnar. Lag sem Íslendingar hafa maukfílað í þrjá og hálfan áratug, inn í bílum, upp […]

Basket Case – Besti gírkassinn í bransanum

24. nóvember 2017

Bandaríkjamenn eru gíruð þjóð. Ameríka er heimsálfan sem sýgur til sín alla hugmyndastefnur veraldarinnar og bestar þær. Frakkar fundu upp bílinn en Ameríkanar fundu upp krómaða stuðara og sjálfsskiptingu. Pönkið var líka seint að berast til Ameríku (ef frá er talið frumpönk og bílskúrsrokk). Það barst með new wave skipunum til Bandaríkjanna, rétt eins og […]

End Of The World – Heimsendir í dós

19. nóvember 2017

Betty Draper ryksugar. Herforingjar leggja drög að slátrun á uppreisnarmönnum í Suðaustur Asíu. Þriggja tonna kadilakkar skríða eftir úthverfagötum. Unglingsstúlka í pilsi liggur uppi í rúmi og grætur. Kjarnaoddur er skrúfaður á „MGR-1 Honest John“ eldflaug. Það er allt í gangi. Heimurinn er að farast. Nei. Heimurinn er frábær. En þá er hann auðvitað að […]

Fake Plastic Trees – Einkennislag níunnar

17. nóvember 2017

En auðvitað er þetta ekki svona einfalt. Í tónlist Radiohead er skíma – það er von í henni. Von fyrir intróvert lúðana, veggjalýsnar og alla sem eru krepptir. Það er von því Radiohead eru sigurvegarar sem lyfta hlustendum sínum upp úr hyldýpinu. En það má ekki fara of hratt upp úr. Þá fær maður kafaraveikina. […]

Universal Soilder – Sending úr stúkunni

27. október 2017

Lagið Universal Soldier eftir Buffy Sainte-Marie er eins og rakvélablað. Það er nákvæmt og skilar hámarks skurði fyrir lágmarks aflsmuni. Sainte-Marie er kanadísk söngkona af frumbyggjaættum með allt aðra sýn á heiminn en flestir aðrir innan popp-bransans. Sjónarhorn Universal Soldier er risastórt. Horft er á heiminn í heild sinni í gegnum alla söguna – en […]

Handle With Care – Mesta stemmning sögunnar

20. október 2017

Leggjum á borð. Hvað er í matinn? Soðinn Bítill, kryddaður með Roy Orbison, eldaður af Jeff Lynne úr ELO, borinn fram með Bob Dylan og til borðs situr Tom Petty. Traveling Wilburys er mesta súpergrúbba allra tíma. Og það er hægt að fullyrða það hér að þær munu aldrei verða stærri. Reynslumeiri hópur er vandfundin. […]

Crimson & Clover – Blóðrautt og smári

13. október 2017

Það er 1968. Það er lavalampi í gluggakistunni. Napalminu rignir yfir Víetnam. En í Bandaríkjunum er nóttin teppalögð af engissprettuhljóðum. Það er stemning. Fílalag snýst um stemningu – og líklega hefur hún aldrei verið jafn mikil og í þessu lagi. Þvílíkur fílingur. Það þekkja allir þetta lag. Þau ykkar sem hafið aldrei fílað það, þið […]

There She Goes – Stanslaus húkkur

6. október 2017

Einn stærsti one hit wonder sögunnar er fílaður í dag. Þvílíkur smellur. Rúmlega tveggja mínútna stanslaus húkkur. Hér eru allar stjörnur á réttum stað á festingunni. Lagið er gítar- og raddasull frá Liverpool, hæfilega artí og hæfilega bjórblandað. Frum-Brit-Pop – 90s lag sem er reyndar tekið upp í áttunni. Áhugaverð saga – mikil stemning. Lag […]

Papa Don’t Preach – Meyjan, krossinn, kynþokkinn

29. september 2017

Þó fyrr hefði verið. Madonna er undir nálinni hjá Fílalags bræðrum í dag. Já, þið heyrðuð rétt. Michican-meyjan sjálf. Stólpi poppsins – risinn sem tók heiminn slíku heljartaki í áttunni að enginn hefur þorað að anda síðan. Þvílíkt choke-hold. Madonna er muscle-car frá Detroit sem sörfar á bylgju kaþólsku kirkjunnar (eða áþjánar hennar), byggð í […]

Bo Diddley (Einar Kárason gestafíll) – Það er ekki „go“ fyrr en Diddley segir „go“

22. september 2017

Fílalag hringdi í einn af spámönnum sínum. Fílalag: „Er það Einar Kárason?…hæ, við erum með hlaðvarpsþátt sem fjallar um að fíla lag og við erum stundum með gesti og við viljum endilega fíla lag með þér. Er eitthvað sérstakt sem þú myndir vilja fíla? Einar Kárason: (án þess að þurfa neinar frekari útskýringar): „Bo Diddley […]

Smukke Unge Mennesker – Með Kim út á kinn

15. september 2017

Fáið ykkur hálft kíló af saltlakkrís, tvo lítra af froðubjór, töluvert af sinnepssíld. Klæðið ykkur í cowboy-buxur eða klæðið ykkur úr öllu. Nú verður Kim Larsen tekinn fyrir. Allt verður tekið fyrir. Tennurnar, kjafturinn, sixpensarinn og óslökkvandi alþýðulostinn. Allt er undir. Þegar Kim Larsen er fílaður er varir nagaðar í sundur og rúður brotnar. Þetta […]

You Really Got Me – Þröngar buxur, rifið sánd, mannkyn ærist

8. september 2017

Það er stóri hvellur. Kinks fílaðir í annað sinn. Og nú er það risinn. Sjálfur Homo Erectus. You Really Got Me. Sperrtasta lag allra tíma. Þó að Chuck Berry hafi ræst frumhreyfilinn árið 1955 þá var ekki almennilega búið að stíga á bensíngjöfina fyrr en Kinks mæta með You Really Got Me. You Really Got […]

Stand By Your Man – Negla frá Nashville

1. september 2017

Amerísk country-tónlist nær oftast ekki alþjóðlegri hylli þó að frá því séu mikilvægar undantekningar. Ein þeirra er lagið Stand by Your Man með Tammy Wynette, sem fílað er í þætti dagsins. Tammy Wynette var sveitadrós frá Mississippi sem gifti sig fimm sinnum og eignaðist tvö börn fyrir tvítugt á milli þess sem hún sinnti einum […]

(Don’t Fear) The Reaper – Dasað, ráðvillt, daður við dauðann

25. ágúst 2017

Sjöan tók Guðmund og Geirfinn og Íslendingar eru enn ráðvilltir um hvað gerðist. Hvernig gátu tveir ungir karlmenn horfið inn í myrkrið? En í Bandaríkjunum var sjöan eins og ryksuga og ungmennin hurfu í stórum stíl eins og enginn væri morgundagurinn. Amerísk sjöa: Krakkar að stíga yfir í móðuna, krakkar að láta sig gossa. Blue […]

Jesse – Martröð Elvisar

18. ágúst 2017

Fílalag kafar djúpt í dag. Það er alvöru listahátíðar-kröns í boði. Lagið Jesse með Scott Walker er uppgjör við ellefta september. En Jesse er líka uppgjör við hversu langt er hægt að teygja dægurtónlist í átt að kjaftæði. Og það má segja að niðurstaðan sé: svona langt. En líklega ekki lengra. Áhugaverðar umræður í Fílalag […]

The Winner Takes It All (Live frá Húrra) – Sértrúarsöfnuður hlustar á Abba

12. ágúst 2017

Það var þétt setið á skemmtistaðnum Húrra í gær þegar Fílahjörðin kom þar saman, en fílahjörðin eru dyggustu hlustendur hlaðvarpsins Fílalag. Þetta var sértrúarsafnaðardæmi og mættu sumir með klappstóla með sér. Hare Krishna. Prinsip var brotið í gær því að Abba var fílað. Fílalagsmenn höfðu áður gefið frá sér yfirlýsingu um að þeirra eina prinsip […]

Bullet With Butterfly Wings (Gestófíll: Octavio Juarez, arkítekt) – Mexíkóskur arkítekt. Guðshatari frá Chicago

4. ágúst 2017

Fílalag sendir frá sér sérstakan þátt í dag. Snorri var fastur utan símasambands í afskekktum firði fyrir Vestan og Bergur Ebbi fékk mexíkóskan arkítekt til að fylla í skarðið til að fíla lagið Bullet With Butterfly Wings. The Smashing Pumpkins var mikilvæg hljómsveit. Hún var (og er) miklu meira en nokkrir slagarar úr níunni. Hún […]

Arthur’s Theme – Gasið sem sefar

28. júlí 2017

Ameríkanar elska skammstafanir. Loftkæling er til dæmis aldrei kölluð annað en A/C (ei-sí), sem er skammstöfun fyrir air-conditioning. AC er svo líka notað sem skammstöfun fyrir annað, ekki síðra fyrirbæri, eða „adult contemporary“ sem er ekki beinlínis tónlistarstefna heldur frekar hluti af aðferð markaðsmanna til að sortera músík eftir markhópum. „Adult Contemporary“ er þar af […]

Steal My Sunshine – Kanadíski draumurinn

21. júlí 2017

„Hey Matt“ „Já, Tim“ „Hefurðu talaði við Marc nýlega?“ „Ööö, nei, ég hef eiginlega ekki talað við hann, en hann virkar soldið ööö leiður“ „Hahaha. Hann virkar soldið ööö leiður“ „Jæja, kannski ættum við að gleðja hann.“ „Hvað stingur þú upp á að við gerum?“ „Ja, finnst honum smjörbökur góðar?“ Þannig hefst guðspjallið. Fyrsta bók […]

Átján og hundrað – Prins allrar alþýðu

14. júlí 2017

Fílalag er á heimaslóðum í fílun dagsins. Ekki er seilst nema um átta ár aftur í tímann og Ísland ekki yfirgefið. Nú er hún loksins tekin fyrir: Seyðisfjarðar/MH/síðkrútts/hakks-og-spaghettí senan. „18 & 100″ er fyrsta smáskífa Prins Póló, sem er eitt af mörgum tónlistarverkefnum Svavars Péturs Eysteinssonar – en hér er þetta allt tekið fyrir. Jólaskreytingarnar […]

Clubbed To Death – Orkudrykkir, bakpokar, misheppnuð ást á japönskum kúltúr

7. júlí 2017

Líklegast átti það að vera orðaleikur þegar tónlistarmaðurinn Rob Dougan gaf lagi sínu nafnið „Clubbed To Death“. Orðasambandið þýðir í venjulegri merkinu: „að vera laminn til dauða með kylfum“ en einnig er hægt að lesa merkinguna: „að dansa sig til dauða“ út úr orðunum. En vandamálið er bara að þrátt fyrir fönk-uppruna trommutaktsins þá er […]

All Along The Watchtower – Verið á varðbergi

23. júní 2017

Það er stór fíll í herberginu. All Along the Watchtower er undir nálinni í dag. Bæði Dylan og Hendrix útgáfan. Vúff. Líklega er best að gera öryggisráðstafanir áður en hlustað er á þennan þátt. Farið í Ellingsen og kaupið björgunarvesti. Kippið líka með 3-400 grömmum af þurrkuðu kjöti og nokkrum brúsum af Gatorade. Þetta verður […]

If You Leave Me Now – Djúp Sjöa

16. júní 2017

Í dag kafar Fílalag dýpra ofan í Sjöuna en nokkurn tíman áður. Farið er ofan í læstar hirslur úr dánarbúi Ingólfs í Heimsferðum og sebraskinns-teppið „If You Leave Me Now“ með hljómsveitinni Chicago, grafið upp. Hér er um að ræða tólf strengja kassagítar, Fender Rhodes, mjúka strengi og silkihúðað brass-sánd að ógleymdum parasetamól-maríneruðum raddböndum Peter […]