White Rabbit – Nærðu huga þinn

15. janúar 2021

Jefferson Airplane – White Rabbit San Francisco 1967. Reipi undir smásjánni. Rannsóknarlögreglumenn frá FBI með hlerunarbúnað í hvítum sendiferðarbílum. Drullugir hippar. Satan stutt frá. Maður í skyrtu með víðum 19. aldar ermum siglir niður Thames, sér sefið, sér froskana, lirfurnar. Hann gleypir flugu. Nett tign í sírisi. Frændi Charlie Chaplin loðnari en fjallagórilla. Fimm hundruð […]

Feel – Svarthvítt bað

8. janúar 2021

Feel – Robbie Williams Bootcut gallabuxur. Sperrt mjóbak. Diesel auglýsing. Stóðhestur kældur í baði.Robbie Williams var ungur þegar hann mætti með augabrýrnar sínar og þrátt fyrir mikla kókanínneyslu og allskonar ólifnað, þá er hann ennþá jafn sperrtur og ný upptrekktur gormur.Hér er farið yfir allt það helsta. Manchester heimspekina, hestagredduna og keisaradæmi bjórglasabotnsins. Robbie Williams […]

Jólin alls staðar – Geimvera krufin í kjallara Búnaðarbankans í Austurstræti

22. desember 2020

Ellý Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálmsson – Jólin alls staðar Okkar fallegasta jólalag er tekið fyrir í dag. Það voru hjónin Jóhanna G. Erlingsson og Jón „Bassi” Sigurðsson sem eru höfundar hins eilífa og unaðslega verks Jólin alls staðar, en verkið var sungið af systkinunum Ellý og Villa Vill á jólaplötu þeirra sem gefin var út […]

Euphoria – Bugles, Dópamín, kerúbíni þenur lúður

11. desember 2020

Loreen – Euphoria Þríhöfða vöðvatröll stígur niður úr leikmyndageimskipi .Glussahljóð fyllir skálar eyrna. Fasteignasali í Reykjavík kaupir ljótan jakka í Sautján. Buglesi er sturtað í skálar í húsi í Kórahverfinu. Evrópa, ertu vakandi, Evrópa, sefur þú? Gervisnjókornavél er flutt með FedEx sendibíl. Bílstjórinn hlustar á fréttastúf um kjaraviðræður. Himnar opnast og sól lemur sig niður […]

Don’t Get Me Wrong – Hindin heilaga

20. nóvember 2020

The Pretenders – Don’t Get Me Wrong Chrissie Hynde, söngvari, gítarleikari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Pretenders hafði marga fjöruna sopið þegar hún söng lagið “Don’t Get Me Wrong” árið 1986. Þessi ameríska söngkona flutti ung til Bretlands og drakk í sig pönksenuna og stofnaði þar band sitt, sem átti eftir að verða geysivinsælt bæði í Bretlandi […]

Sister Golden Hair – Filter Última

6. nóvember 2020

America – Sister Golden Hair Sjöan. Hraun. Teppi. Sértrúarsöfnuðir. Fyrstu bylgju hugbúnaðarfrumkvöðlar. Gyllta hárið. Heisið. Loftið. Þyngslin. Gula geðrofið. Buxna-bulge. Kjallarinn í botlanganum. Þurrt hár. Þurr kynging. Klístraðir lófar. Panilklæddir veggir, panilklæddir bílar, panilklædd samviska þjóðar. Beltissylgja spennt. Nál stillt. Fótur á pedal. Skyggð gleraugu á grímu. Gullslegin tálsýn í farþegasætinu. Er hún til eða […]

The Best – Það allra besta

2. nóvember 2020

Tina Turner – The Best Ein stærsta saga veraldar. Anna Mae Bullock, fædd í Tennessee 1939. Sú orkuríkasta, sú gæfasta, sú stóra. Tina Turner. Sú sem snéri öllu á hvolf. Tók bresku rokk yrðlinganna og sýndi þeim hvar Davíð keypti mánaskeindan landann. Sýndi öllum hvað það er að lifa af. Sýndi öllum heiminum hvað það […]

Vanishing act – Við skolt meistarans

15. október 2020

Fílabeinskistan – FílalagGull™ Lou Reed – Vanishing Act Lou Reed syngur svo nálægt hljóðnemanum í þessu lagi að maður finnur leðurkeimaða andremmuna. Og maður fílar það. Það er eins og að vera staddur við skolt meistarans að hlýða á það undravirki sem lagið Vanishing Act er. Um er að ræða Rás 1 gúmmelaði fyrir lengra […]

Fuzzy – Fjúkandi pulsubréf

2. október 2020

Grant Lee Buffalo – Fuzzy Klæðið ykkur í gallajakka og leðurjakka og rörsjúgið stóra kók á aftasta bekk í Stjörnubíó þar til hryglir í pappamálinu. Setjið hnausþykkt brúnt seðlaveskið í rassvasann og gelið hárið. Skvettið Calvin Klein ilmvatni á hrjúft spjaldið. Spennið á ykkur mótorhjólaklossana. Dragið djúpt andann. Árið er 1993. Það er fuzzari. Hér […]

The Age of Aquarius – Kapítalisminn og draumar hippakynslóðarinnar að r##a inn í kústaskáp

25. september 2020

The 5th Dimension – The Age of Aquarius Unglingar með reykelsi. Tónaðir Broadway leikarar í útpældum fatahenglum. Veröld að fara af hjörunum. Hér er um að ræða kapítalismann og drauma hippakynslóðarinnar saman inn í kústaskáp að búa til beikon. Engu er til sparað í þessari tungllendingar-neglu sem þrumaði sér inn á topp Billboard listans sumarið […]

Theme from New York, New York – Með 20. öldina út á kinn

18. september 2020

Frank Sinatra – Theme from New York, New York Bláskjár. Frank Sinatra. Níu hundruð þúsund sígarettur. Tvö hundruð og átta tíu þúsund martíní-glös. T-steikur, broads, kertaljós. Röddin í útvarpinu, axlirnar á sviðinu, augun á umslaginu. Francis Albert. Jarðaður með foreldrum sínum. Kistan úttroðin af stemningsvarningi. Slökkt á Las Vegas. Empire State byggingin lýst bláu ljósi. […]

The Power of Love – Tyggjó, kærleikur, agi, höggmynd, skriðþungi, stjörnuþoka, tryggð

11. september 2020

Jennifer Rush – The Power of Love Það er þýsk-amerísk negla í dag. Hin Ameríska Jennifer Rush fór til Þýskalands til að taka upp sitt frægasta lag, The Power of Love, sem er eitt vinsælasta og útbreiddasta lag allra tíma. Sem hefur rokið á topplista með henni sjálfri, Celine Dion og hinum áströlsku Air Supply. […]

Love Minus Zero/No Limit – Hrafninn sem kyndir ofn okkar allra

4. september 2020

Bob Dylan – Love Minus Zero / No Limit Lagið sem er til umfjöllunar í dag er svo epískt að greinin um fílunina verður í “Í ljósi sögunnar” stíl. Dagarnir 13., 14. og 15. janúar voru nokkuð kaldir í New York borg árið 1965. Hitinn fór lítið yfir frostmark og fór alveg niður í mínus […]

Live is Life – Að eilífu æring

21. ágúst 2020

Opus – Live is Life Maradona horfir á Vesúvíus. Grétar Örvarsson stingur múslískeið í munn. Kartöflusalat svitnar á útiborði í bjórgarði í Graz. Evrópa er öxull. Hemmi Gunn setur á sig svitaband og fer á svið á Broadway. Rúta með móðuðum rúðum brunar í gegnum íslenska sumarnótt. Veröldin er drifskaft. Maður með permanent horfir upp […]

Loser – Áferð sultunnar

14. ágúst 2020

Beck – Loser Eftirpartísófi með teppi hekluðu úr tékknesk-bóhemískum ljóðum og bróderaður með Andy Warhol Factory-flúxi. Póst-móderníski skúnkurinn Beck Hansen er fílaður niður í sviðasultu í dag og það er margt sem hægt er að japla á: Myndlistarsköddunin, molasykurinn og miðsnesið á David Geffen. Þessi kynningartexti hefur enga skýra línu enda er sólbakaður loðfíll undir […]

I Wanna Get High – Skúnka-skaðræði

7. ágúst 2020

Cypress Hill – I Wanna Get High Það er komið að skoti úr bongóinu. Hér er um negul-neglu að ræða. Kúbversk-mexíkönsku-amerísku á-skala-við-Billy-Joel-seljandi gangsterarnir frá Suðurhliði. Það heyrðist hvíslað undir síprus-viðnum að guðspjallið skrifaði guðspjallamaðurinn B-Real ásamt senaða hundinum. Á tímabili lágu allir í valnum. Háskólakrakkar í Bandaríkjunum, lagerstarfsmenn í Austurríki. Allir vilja ganga til messu […]

Blue Monday – Yfirlýsing

24. júlí 2020

New Order – Blue Monday Hvenær varð síðast bylting? Hversu gömul er sú hugmyndafræði sem við styðjumst við á Vesturlöndum í dag? Hversu gamall er nútíminn? Þurfti ekki að umturna öllum viðmiðum og setja ný mörk eftir lok síðari heimstyrjaldar – eða eftir fall kommúnismans? Hvert er skipulag hlutanna í alþjóðavæddum heimi viðskipta og hugmynda? […]

Roar – Kona öskrar

17. júlí 2020

Katy Perry – Roar Úr valdamesta landinu, farsælasta ríkinu, undan menningarheimi útbreiddustu trúarbragðanna, með öguðustu aðferðafræðinni, stendur hún á alstærsta sviðinu. Og öskrar! Katy Perry er ein sú allra stærsta undanfarinna áratuga. Hún á 100 milljónir fylgjenda á Twitter, 100 milljónir á Insta. Urrið hennar er með þrjá milljarða spilana á YouTube. Og hún hefur […]

Jóga – Litbrigði jarðarinnar

10. júlí 2020

Björk – Jóga Stærsta poppstjarna Íslands fyrr og síðar er tekin fyrir í dag. Snúðarnir, hvíta dúnúlpan, textúrinn, vefnaðurinn. Ferill Bjarkar er fínofinn og verður aldrei greindur til hlítar, en sumir þræðir eru meira áberandi en aðrir. Björk er útpæld, verk hennar eru gagnrýnendakonfekt og tengsl hennar við stór þemu eins og umhverfisvernd og frelsisbaráttu […]

Everybody Wants to Rule the World – Tvö skott, miskunnarleysi, náungakærleikur er fyrir aumingja

3. júlí 2020

Tears for Fears – Everybody Wants to Rule the World Charles Chaplin bítur í grænt epli í útlegð sinni í Manoir de Ban við Genfarvatn. Ólívutanaður Ísraeli klístrar á sig Ray Ban Aviators og snýr sveif í skriðdreka sem er í þann mund að storma inn í Líbanon. Þristur í lágflugi yfir túndrum Síberíu. Maður […]

Norwegian Wood & Fourth Time Around – Þegar Guð steig niður

26. júní 2020

Bítlarnir – Norwegian Wood (This Bird Has Flown)Bob Dylan – Fourth Time Around Turnarnir tveir í sexunni voru Bítlarnir og Bob Dylan. Og það er ekki lítið að hafa verið turn í sexunni því í sexunni þróaðist tónlist mikið. Hún dýpkaði og tók inn ýmsa eiginleika sem áður voru framandi í dægurtónlist. Hún hætti að […]

By Your Side – Koddahjal, silkisjal

19. júní 2020

Sade – By Your Side Hin nígerísk-breska Helen Folasade Adu, eða „Sade” líkt og samnefnd hljómsveit hennar nefnist, er ein af þeim stóru af MTV-kynslóðinni. Hún átti risasmelli í áttunni en lá mikið til baka í níunni en kom svo aftur árið 2000 með risasmellinum By Your Side. Að hlusta á Sade er eins og að vera boðið […]

One Headlight – Glætan og myrkrið

12. júní 2020

The Wallflowers – One Headlight Ég veit hvað þú gerðir síðasta sumar. Þú keyrðir yfir brúna hjá sýslumörkunum á einni lukt og bjúikkinn hvarf inn í myrkrið. Það komast ekki allir á Kirkjugarðsballið í haust sem ætluðu þangað í vor. Maísakurinn. Bregðuruslið. Sætir unglingar leiknir af þrítugum alkóhólistum. Hörð ljós níunnar. Ein lukt. Beint í […]

Wild World – Genakokteill allrar eilífðar

5. júní 2020

Cat Stevens – Wild World Í hvítri mussunni stígur hann á Ibiza-sprekið og klórar sér snöggt kafloðnum maganum. Steven Demetre Georgiou, einnig þekktur sem Cat Stevens, einnig þekktur sem Ysuf Islam, var einn heitasti lagahöfundur og söngvari sjöunnar. Allt sem hann gerði á árunum upp úr 1970 breyttist í gull, og það sem meira, það […]

For Whom The Bell Tolls – Feigð, húð, hryggð, hefnd, reiði, örkuml, angist, bólur, reiði, sekt, keyrsla

8. maí 2020

Metallica – For Whom the Bell Tolls Kalifornía 1981. Veröldin heilsar nýrri tónlistarstefnu. Metallinn hefur fengið að súrrast í áratug og nú er komið  að kalsíum og næringaefnabættri uppfærslu. Keyrslu-málmurinn er fundinn upp. Thrash-metallinn. Fremstir í flokki eru nokkrir unglingar í gallajökkum með slæma húð. Þeir eiga eftir að verða eitt stærsta skrímsli tónlistarsögunnar. Hvort […]

My Hero – Lappadagasnilld

1. maí 2020

Foo Fighters – My Hero Handboltarokkið er tekið föstum tökum í þætti dagsins. Um er að ræða slökkviliðsmannastomperinn My Hero með Foo Figthers, úr miðju hávaðastríðinu 1998. Nirvana lagði skyndilega upp laupana vorið 1994 við fráfall Kurt Cobains og eftir stóðu tveir hálfþrítugir atvinnulausir rokkarar. Krist Novoselic er í dag að mestu þekktur sem gaurinn sem […]

Sweet Caroline – Harka demantsins, ljúfleiki lífsins

24. apríl 2020

Neil Diamond – Sweet Caroline Þá er komið að augabrúnunum frá Brooklyn. Neil Diamond. Axlafílarinn mikli. Strit og uppskera. Hvolpaást í sumarbúðum. Vor, sumar, útsprungin blóm í vasa í Viceroy mettuðu baksviðsherbergi. Barnalæknabringan. Skyrturnar, skylmingarnar, Talmúd-ritningin. Haltu kjafti brjóstsykur. Svartur gítar, svart hár, svört aska á botni kamínu í bjálkakofa. Stjörnur á himninum. Orion-drulla stensluð í kama-sutra bæklinga […]

Hausverkun – Drullumall sem varð að múr

17. apríl 2020

Botnleðja – Hausverkun Gestófíll: Ari Eldjárn Það er komið að því. Hnausþykk fílun á bestu rokkhljómsveit síðari tíma á Íslandi. Ari Eldjárn var kallaður út því hér þurfti að draga búrhveli að landi. Botnleðja var rokktríó sem hafði allt. Ungæðiskraft, fyndna texta og svo voru þeir líka mjög kúl. Heiðar, Raggi og Halli voru með þetta. […]

Organ Donor – Kvíðadrepandi félagsmiðstöðvastomper

3. apríl 2020

DJ Shadow – Organ Donor Lygnið aftur augum. Hann er kominn að kveða burt kvíðann. Sjálfur skuggaprinsinn. DJ Shadow, í linum Dickies buxum og með hveitilitað hörund býður hann ykkur á scratch-námskeið. Það er komið að því að fíla. Það fíla allir Organ Donor, jafnt dýr sem menn. Fólk sem hefur aldrei heyrt það fílar það […]

Þeir bestu – Ég mun fela öll mín tár

27. mars 2020

Hljómar – Ég mun fela öll mín tár Undir fílunarnálunni eru Hljómar frá Keflavík. Besta band Íslands, fyrr og síðar.  Þeir voru vinsælastir, frjóastir og metnaðarfyllstir allra banda á Íslandi í svo langan tíma. Óháð öllu meiki og heimsyfirráðum, þá hefur ekkert band gefið hann jafn grimmann. Frá falsettum Berta Jens til lagasmíða Gunna Þórðar, […]

Alheimssturtan – Óðurinn til gleðinnar: Gestófíll Jóhann Alfreð

20. mars 2020

Ludwig van Beethoven – Óðurinn til gleðinnar Gestófíll: Jóhann Alfreð Kristinsson Það sem lagt hefur verið á álfuna. Fyrst voru það kóngarnir, púðraðir, grimmir og graðir. Blóðið bunaði. Svo voru það byltingarsinnarnir, grimmari, graðari, hraðari. Blóðið spýttist. Svo var það Napóleon, púðraður, graður og agaður og blóðið fossaðist. Og með þessu fylgdist Schiller og síðar Lúðvík gamli […]

I’m Sleeping My Day Away – Einbeittur brotavilji

13. mars 2020

D.A.D. – I’m Sleeping My Day Away Sporðdreki hríslast eftir maga á konu með mjótt mitti. Þurrt eyðimerkurlandslag. Smokkar. Rauður Winston á náttborði. Hríslandi kögur á ljótum leðurjakka. Danir í húsbát súpa á náttúruvíni. Fólk á Akranesi skaddar sig. Leðurblökur undir þakskyggni í Perth í Ástralíu. Í myrkrinu eru glyrnur.Mikki Mús liggur í valnum. Skorinn á […]

Dreams – Málaðu veggina með trönuberjasultu

6. mars 2020

Cranberries – Dreams Ungt fólk í yfirgefnum vöruhúsum. Dýna á gólfi. Bjór. Fússball borð. Kona í hippakjól keyrir belgvíðan gulan leigubíl yfir hvít, spíssuð úthverfagrindverk. Hlátur. Þau eru mætt og þau mála og mála. Mála og borða pizzur. Draumar. Rauð sósa út á kinn. Trönuberjasulta lengst út á kinn. Mála barnaherbergi. Stilla upp rimlarúmum, óróum. […]

Sunday Mornin’ Comin’ Down – Loðinn óður til þynnku

28. febrúar 2020

Kris Kristofferson – Sunday Morning Coming Down Aldrei í veraldarsögunni hefur verið jafn viðeigandi að vera þunnur eftir áfengisdrykkju en í Nashville 1970. Famboðið af steiktum kjúkling til að borða og teppalögðum stigum til að hrynja niður var einfaldlega svo mikið. Og þar var Kris, skelþunnur. Þar var Kris, vel hærður. Þar var Kris, með […]

Cry Me a River – Leyfðu mér að fljóta á kanó á stórfljóti tára þinna

21. febrúar 2020

Justin Timberlake – Cry Me a RiverGestófíll: Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas Hann ólst í Mikka Mús klúbbnum, missti nánast sveindóminn með svörtu eyrun á hausnum og dansaði sinn stengjabrúðudans á stjörnutorgi heimsins. En árið 2002 reis hann upp eins og heilagur Mikjáll forðum. En saga Timburvatnsins er hvorki sagan af upprisu Krists eða eilífri endurholdgun fuglsins Fönixar […]

Born in the U.S.A. – Kældur, vaggandi skrokkur í BNA

7. febrúar 2020

Bruce Springsteen – Born in the U.S.A. Levis 501. Nestisbox úr stáli. M16 hríðskotariffill. Eldar loga. Miskunnsami samverjinn kveikir sér í sígarettu og askar ofan á fólkið í ræsinu. Samverjinn ryður sér inn í neðanjarðarlest með harðplasta stresstösku sem hefil. Það er átta. Það er harka. Allir lúðrar eru þandir. Allt logar. Nema þeir sem […]

Love is a losing game – Djúpsteiktur loftsteinn af himnum

30. desember 2019

Amy Winehouse – Love is a Losing Game Hún varð aldrei gömul. Samt var rödd hennar djúp og vitur. Djass-þjáning úr fimmunni, soul-titringur úr sexunni. Sígarettur að brenna út í öskubökkum í spilasölum rússneskra olígarka, transfitusafi kjúklingsins í Southgate. Hámenning. Lágmenning. Dekadans. Tattú. Kerti í vínflöskum. Reykingalykt af feldi grás síams-kattar. Camden. Gljástig djassgeggjara. Hot […]

Stanslaust stuð – Glimmer á lifrapylsu

22. desember 2019

Páll Óskar – Stanslaust stuð Þá kom loksins að því. Páll Óskar, maður fólksins, var fílaður í strimla frammi fyrir lýðnum. Ekkert passar betur fyrir Palla-fílun en múgur og margmenni. Músík Páls Óskars er músík fólksins. Sá Íslendingur sem ekki hefur maukfílað Palla er með ruslafötu í stað hjarta. Palli breytti Íslandi. Hann setti glimmer […]

Hljóðskrá ekki tengd.

Týpískt – Ironic

13. desember 2019

Alanis Morissette – Ironic Ottawa. Sleðaferð. Þreföld ógn. Flannel. Cadillac Eldorado. Gleðin er endalaus. Kakó í lokin. Atlantis týndist. Alanis líka. Hún var gerð að níugríninu. Kanadíski go-2 brandarinn. En nú rís hún upp á ný. Það er háflóð. Kakóið streymir upp úr Tim Hortons bollunum. Þið getið reynt að synda. Þið getið reynt að […]

Only Shallow – Háheiðinn, þjóðsögulegur en iðnvæddur rafmulningur

6. desember 2019

My Bloody Valentine – Only Shallow Ímyndið ykkur ef að innan í jörðinni sjálfri væri stórt tómarúm. Það væri hægt að taka lyftu niður fleiri þúsund kílamótra og í kjarna sjálfrar jarðarinnar væri stór hvelfing. Þessi hvelfing væri Grafhýsi hugmyndanna. Grafhýsið væri eins og mörg önnur grafhýsi, með flúraða veggi sem lýstu því í myndmáli […]

Bitter Sweet Symphony – Að fasa út sársaukann

29. nóvember 2019

The Verve – Bitter Sweet Symphony Eitt stærsta lag allra tíma. 1997. Manchester-drjólar að gefa hann góðan. Stórir leðurjakkar. Alkólíseraðir tónlistarblaðamenn, skrjáfandi þunnir, skrifandi og túlkandi. Há-britpop. Allt í gangi. En ljúfsára tónkviðan fjallar aðeins um eitt: Sársaukann. Það sem allir eiga sameiginlegt. Þetta tengist allt mali katta, raftíðnisviði heilans og öðrum þáttum sem of […]

Guð blessi meyjarblómið þitt amma – The Village Green Preservation Society

22. nóvember 2019

The Kinks – The Village Green Preservation Society

Fílalag kafar djúpt ofan í glatkistuna að þessu sinni og grefur upp eina frumfílun frá júní 2014. Það er kannski við hæfi að líta um öxl þegar þetta nostalgíuhnoss er fílað.

Kjamsið. Fíli…

Oh What A Night (December ’63) – Kransæðarfílingur

15. nóvember 2019

Frankie Valli and the Four Seasons – December, 1963 (Oh What a Night) Árið 1975 var þannig komið fyrir hljómsveitinni The Four Seasons og söngvara hennar, Frankie Valli, að það var ekkert eftir nema fílingurinn. Fötin voru úr pólýester, tennurnar gular og áratuga sukk-líferni var farið að taka sinn toll. En akkúrat þá, þegar svitalyktin […]

I Only Have Eyes For You – Fegurð að handan

8. nóvember 2019

The Flamingos – I Only Have Eyes For You Mjúkur koss úr hamborgaralúgu. Tyggjó-plata á rauðri tungu. Mínígolf í myrkrinu. Elskandi, dekkandi faðmur svínaslátrara heims. Gljáfægð stræti fyllt rykfrakkabófum. Óspillt engi. Djöflar í fylgsnum. Geðrof. Nálgunarbann. Einbeittur ástarvilji. Fuglar syngja. Kalkúnn eltir gulan pallbíl og drepur lögfræðinginn á kamrinum. Í milljónir ára, tugmilljónir ára, hafa […]

I Will Always Love You – Gullstöng

1. nóvember 2019

I Will Always Love You – Dolly Parton & Whitney Houston Hringið í Immanuel Kant. Já. Bara niður í gröfina í Kalíníngrad. Og andið í tólið. Það er fagurfræðileg fullkomnun undir fílunarnálinni í dag. I Will Always Love You. Stór orð. Stór framkvæmd. Hér er jafna fyrir ykkur. Virði hverrar sekúndu í I Will Always […]

Alone Again Naturally – Að finna botninn

25. október 2019

Alone Again Naturally – Gilbert ‘O Sullivan Strappið á ykkur væmna leðurtösku. Ræsið Volkswagen bjölluna á köldum vetrarmorgni. Það er sjöa. Öllum er kalt. Það lekur blóð úr öllum hjörtum. Það er kominn tími á væmna írska singer-songwriter neglu. Og væmin er hún kannski, en skotheld er hún einnig. Við erum að tala um milljón […]

A Town Called Malice – Að hrista úr sér sjöuna

18. október 2019

The Jam – A Town Called Malice Nú er moddið tekið fyrir í allri sinni dýrð. Sultan er fíluð. Paul Weller í brakandi ullarjakkafötum að negla út melódíska þjóðsöngva á Rickenbackerinn. Weller fór fyrir þriðju kynslóð moddara. Hann var barn sjöunnar en átti líka stóran þátt í að hrista þyngslin af þjóðinni. Weller, maður alþýðunnar, […]

Because The Night – Lát huggast barn

11. október 2019

Patti Smith – Because the Night Rokk. Ljóð. Sköddun. Dýpt. Eftirpartí á Njálsgötu 1980. Óþægilegar buxur. Þurrt hár. Öskubakkar. Sjöl. Kökkur í hálsum. Leðurjakki. Sameiginleg vonbrigði. Mótlæti. Grimmd. Losti. Heitt bað. Of heitt bað. Dofi. Hægur dans. Svefn. Dauði.  Patti Smith. Dóttir ryðbeltis og roða morguns. Drottning dænersköddunar, frönsku akademíunnar, geislavirkra holræsanna og alls sem […]

The Revolution Will Not Be Televised – Er hægt að sigra fasisma og hafa gaman á meðan?

4. október 2019

Gill Scott Heron – The Revolution Will Not Be Televised Ameríska ljóðskáldið Gill Scott Heron sagði það best árið 1970. Þú horfir ekki á byltinguna í sjónvarpinu. Það er ekki nóg að flatmaga í sófanum og borða pizzu og styðja aktívismann án þess að leggja neitt að veði sjálfur. Það voru aðrir tímar þá. Fólk […]

Thirteen – Að vera þrettán

27. september 2019

Big Star – Thirteen Hvernig er að vera þrettán? Það er einstaklingsbundið. Eitt er víst og það er að minningin af því að vera þrettán er ekki sú sama og að vera þrettán. Minningin er í öllum tilfellum angurvær, jafnvel sársaukafull, en umfram allt alveg ósvikin. Það er soft-trigger-warning á þessum þætti Fílalags, eða að […]

Atlavík ’84 – Koddafar í andliti. Matarkex í maga.

20. september 2019

Rúnk – Atlavík ’84 Hvað gerist ef maður hleypir rafstraumi ofan í blauta rauðrófustöppu? Yfirleitt gerist reyndar ekki neitt. En stundum gerist snilld. Hljómsveitin Rúnk er súpergrúbba íslenska indísins. Hér er um að ræða Ólympus fjall Fókus 2000 menningarinnar. Meðlimir bandsins voru þau Björn Kristjánsson (Borko), Svavar Pétur Eysteinsson (Prins Póló), Hildur Guðnadóttir (Chernobyl, Emmy), […]

The Boy With The Arab Strap – Lifrarpylsa sem dansar búgí vúgí (Live á Kex Hostel)

13. september 2019

Belle & Sebastian – The Boy With the Arab Strap Íslendingar athugið. Það er til enn kaldhæðnara og grárra samfélag en það íslenska. Við erum ekki heimsmeistarar í norpi, niðurrifi og bugun. Það eru að minnsta kosti aðrir keppendur á þeim ólympíuleikum og sumir af bestu leikmönnunum koma frá Skotlandi. Þess vegna er Skotland æðislegt. […]

Roadrunner – Stemmdur hundur

6. september 2019

The Modern Lovers – Roadrunner Hvað er betra en hundur sem gægist út um bílrúðu með tunguna úti? Stemningslega séð? Ekkert. Jonathan Richman og hljómsveit hans, Aðdáendur nútímans, voru samt nokkuð nærri því í lagi sínu Roadrunner. Þeir eru gjörsamlega hunda-stemmdir í þessari prótó-pönk ljóðrænu skyldufílunar neglu frá 1973. Lagið, sem fjallar um úthverfamenningu í Bandaríkjunum, […]

End Of The World – Dramatískt, loðið, hættulegt

30. ágúst 2019

Aphrodite’s Child – End of the World Í fyrsta skipti í Fílalag er það grískt. Og grískt skal það vera með allri þeirri hnausþykku drjúpandi olíu sem því fylgir. Aphrodite’s Child er hugsanlega frægasta rokksveit sem komið hefur frá Grikklandi og halelúja, ó áfram kristmenn krossmenn, hvað hún gaf hann góðann. Það nær í raun […]

Some Velvet Morning – Poseidon og leðurstígvélakvendið

23. ágúst 2019

Nú er það áferð. Lagið sem fílað er í dag hefur sömu áferð og ef feldur af jarðíkorna væri tekinn, honum dýft ofan í stamp fullan af hunangi sem staðsettur væri í gufubaði og hann svo strengdur upp milli tveggja kaktusa til þerris. Það er djúpt í þessu, það er ljúft í þessu. En með […]

West End Girls – Brakandi sigur

16. ágúst 2019

Pet Shop Boys – West End GirlsÞað brakar í poppkorni. Það heyrist til dæmis afar skýrt í bíósölum rétt áður en kvikmyndin hefst. Fátt einkennir popp meira en brökun. Það er því mjög viðeigandi að hitt fyrirbærið sem einnig gengur undir nafninu popp, popptónlist, er einnig andlag brökunar. Segja má að því meira sem braki í […]

Get it on – Að gefa hann góðann

9. ágúst 2019

T.Rex – Get it On Útvíðar buxur. Fílingur. Allt er stemning. Að dansa við jólatréð er stemning. Að láta renna í bað er stemning. Allir eru sætir, allir eru skítugir. Vínylplatan hefur djúpar rákir.  Jarðskjálfti má ríða yfir. Nálin mun ekki haggast úr sínu grúvi. Þetta verður tekið heim. Enginn er svangur. Allir eru nærðir […]

Tætum og tryllum – Stemning allra landsmanna

2. ágúst 2019

Stuðmenn – Tætum og tryllum Leggjum á borð. Það er 1975. Það er þjóðvegur. Það er ökutæki. Það er fólk um borð. Það er stemning. Hið mikla íslenska vegalag er fílað í dag. Og skaparar þess, sjálfir Stuðmenn, með Björgvin Halldórsson í forsöng. Herra Guð. Þetta er of mikið. Með þetta lag í akstri, sól […]

Every Breath You Take – Dúnmjúkt eltihrella síris

26. júlí 2019

The Police – Every Breath You Take Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Wikipedia er hér um að ræða mest spilaða lag allra tíma. Takk fyrir. Kannski ekki útilokað enda líður ekki sá dagur á léttbylgjum hins vestræna heims að þessu lagi er ekki fleytt. En í hverju felst galdurinn? Er það möfflaður gítarleikurinn eða kröftugt mjóbak Stings? […]

David – Stinnur kattaþófi

12. júlí 2019

GusGus – DavidBagettulitað hold. Frönsk retrófútúrísk hraðlest. Þunnur maður með þýska nýbylgju á VHS undir hendinni. Klapparstígurinn í íslenskum september úða. Steppur Rússlands. Kampavín. Sunnudagsskóli. Lamadýr. Strandsalt hár.  Drukkið úr kaleik. Tjaldbúðir. Dulur. Slæður. Flautur. Skálabumbur. Syndir. Fjármálastjóri Airbus sýpur brimsalta ostru og askar sígauna ofan í tvíhnepptan ullarblazer. Veröldin er taflborð, svarthvít Fassbinder kameruól […]

Virtual Insanity – Að dansa sig frá vandræðum

5. júlí 2019

Jamiroquai – Virtual Insanity Varúð, varúð! Framundan er fílun á flíspeysuslagara. Inka gullið er fundið. Fönk-fnykinn leggur yfir allan bæinn. Peningalykt.  Það er Jay Kay. Það er frumbyggja-djamm. Það er íslenskt panilklætt útilegudjamm. Takið skrykkdans í svefnpokum ykkar og luftgítarið ykkur í drasl með flugnaspöðum.  Nú skal fílað. Nú skal papparazzi lemjandi sportbíla götustrákurinn krufinn […]

Anyone Who Had A Heart – Dimmblátt stræti 20. aldar

28. júní 2019

Úr gullkistu FílalagsAnyone Who Had a Heart – Dusty Springfield New York. Djass. Dýpt. Tuttugasta öldin. Gulir belgvíðir leigubílar fljóta um strætin. Farþegar sökkva í plussið. Slaki í öxlum. Nagandi ótti í brjóstum.Flygill á fimmtugustu hæð. Aska í bakka. Teppi á gólfum. Teppi á veggjum. Teppi á innanverðum heilahvelum. Teppalagðar taugar, teppalagðar kransæðar. Allt er […]

That’s Amore – Hreindýrahorn á húddinu

21. júní 2019

Dean Martin – That’s Amore Hann er mættur. Húðin glansar eins og Miðjarðarhafið á sumareftirmiðdegi, tennurnar skína eins og ítölsku alparnir. Hann er fullur, hann er stemmdur, hann er Dino Paul Crocetti, öðru nafni Dean Martin. Það er allt stórt við Dean Martin. Stór augu, stórt nef, stórt enni, stórt hár, stór munnur, stór haka, […]

Stop! In The Name Of Love – Stopp! Stöðvaðu!

14. júní 2019

The Supremes – Stop! In The Name of Love Hættu öllu sem þú ert að gera. Hættu að hugsa það sem þú varst að hugsa. Nú er komið að stórvirkum vinnuvélum. Upp með hendur, niður með brækur, hættu að svindla ef þú vilt ekki láta malbikunarvaltarann breyta þér í pönnuköku. Beint frá Hitsville U.S.A. Beint […]

Glugginn – Frumdagar kúlsins

7. júní 2019

Flowers – Glugginn Gestófíll: Teitur Magnússon Fílalag grefur í gullkistu sína að þessu sinni og töfrar fram eina af sínum fyrstu fílunum. Um er að ræða fílun á Glugganum með Flowers. Lagið er samið af Rúnari Gunnarssyni forsprakka Dáta og einum besta söngvara Íslandssögunnar og Þorsteini Eggertssyni frumrokkara og hirðskáldi sexu og sjöu. Alíslenskt lag, […]

Race For The Prize – Kalsíumhlaðin sprengja litbrigða og hugmynda

31. maí 2019

The Flaming Lips – Race for the Prize Ef atómsprengja með glimmeri springur í eyðimörk og enginn heyrir í henni eða sér hana. Sprakk hún þá? Önnur spurning. Eins og flestir vita er hægt að kjúfa hljóðmúrinn, þ.e. ferðast hraðar en hljóðið. Þetta geta hraðskreiðar orrustuþotur til dæmis gert og við það heyrast gríðarlegar himnadrunur. […]

Rio – 35 millimetra bresk heimsveldisgredda

24. maí 2019

Duran Duran – Rio Gestófíll: Gunnar “Taylor” Hansson Núna hellum við okkur út í þetta. Takið fram mittissíðu smókingjakkana með uppbrettu ermarnar, blásið hárið, hyljið varir ykkar með þykkum háfjalla-varasalva. Auðvitað er margoft búið að rifja þetta  upp og hlæja að þessu. En Fílalag kafar dýpra. Þetta er ekkert hláturverkefni heldur alvöru greining. Duran Duran […]

Barn – Barn eilífðar

10. maí 2019

Ragnar Bjarnason – Barn Sviðsmynd: Ísland og allt sem því fylgir sekkur í sæ. Konseptið klárast. Ekki meiri íslensk tunga. Ekki meiri Öræfajökull. Ekki meiri ORA-baunir. Ekki meiri #MyStopover. Bara allt farið. Blóm og kransar. Samfélag þjóðanna leikur á fiðlu og horfir á eftir þessari hugmynd sem Ísland var. En hvaða lag skyldi leikið? Til […]

Love Don’t Cost A Thing – Þegar allt glóði

3. maí 2019

Jennifer Lopez – Love Don’t Cost a Thing Popptíví tíminn. Latin sprengjan. Bronshúðað fólk, dansandi á ströndinni. Glingur og drasl á hverjum fingri, eyrnalokkar, naflalokkar, allt í gangi. Og drottningin, sem var reyndar stærri en þetta allt. Jennifer. Úr hverfinu, bronsuð úr Bronxinu. Hápunkturinn var í kringum 2001. Þegar hún stytti nafn sitt í J.Lo og […]

Summer In The City – Bartar, hiti

26. apríl 2019

The Lovin’ Spoonful – Summer in the City Hvar? New York borg, New York ríki, Bandaríkin. Hvenær? 4. júlí 1966. Hvað? Sprengja af himnum. Er hægt að ímynda sér heitari kjarnaorku en sjóðheitan júlídag á miðri Manhattan í miðri sexunni? Heimsveldið með allt í botni. Heraflar á hreyfingu í Asíu. Bílar að spýtast út úr […]

American Girl – Gallaefni nuddast saman, neistar fljúga

19. apríl 2019

Tom Petty & The Heartbreakers – American Girl Innkoma Thomas Earl Petty inn í ameríska músíksenu er jafn einföld og hún er ótrúleg. Ef hjartað er á réttum stað þarf þetta ekki að vera flókið. Bara klæða sig í gallajakka, strappa á sig Rickenbacker og tengja sig inn í strauminn. Tom Petty er stóri galdurinn […]

Final Countdown – Með sjóðheitan kjarnorkuúrgang í klofinu

12. apríl 2019

Europe – The Final CountdownÞað var lokaniðurtalning í gamla Nýló salnum þegar hármetal-hesthúsið Europe var fílað í allri sinni dýrð, frammi fyrir fílahjörðinni. Tjúúúúú. The Final Countdown er það sem við viljum öll. Spólgröð kaldastríðs negla með hestamannaívafi, sænskt metal-salat með öllu helstu trikkunum: lúðra-synthanum, ofurhraða gítarsólóinu og óperusöngstílnum. Kannski besta iðnaðarrokksnegla sögunnar. Leiðtogafundurinn. Eiki […]

Fix You – Alheimsfixið

5. apríl 2019

Coldplay – Fix YouRétt eins og stýrikerfið á tölvunni þinni er með „settings” eða „preferences”, þá hefur hinn hlutlægi heimur einnig stillingar. Og í dag er hin vestræna veröld stillt inn á afstæðishyggju, trúleysi og dýrkun á einstaklingnum. Í því felst að ekkert er réttara en annað eða fegurra en annað. Þetta er póst-módern stilling. […]

Unchained Melody – Ballad Maximus

29. mars 2019

Righteous Brothers – Unchained MelodyHvað er hægt að segja? Hér er um að ræða stærstu ballöðu hins vestræna heims. Lag sem hættir ekki að rísa. Spanið er gríðarlegt. Hér er stiginn rússneskur ballet í bland við amerískan babtista-skjálfta. Allt er undir. Allt vinnst. Í Unchained Melody leysist allur mannsandinn úr læðingi. Unchained Melody er gjöf. […]

Marquee Moon – Glorhungur í myrkur og norp

22. mars 2019

Television – Marquee Moon Þá er það East-Village Fokkjú baugasnilld í boði ameríska frumpönksins. Undir nálinni er Television. Önnur eins leðurjakka tyggjó slumma hefur aldrei verið tekin upp eins og fyrsta platan með þessu póetíska gítarglamrandi braki.  Television er grímulaus ásókn í fegurðarskaðræði. Til að fegurð ljóssins sjáist þarf einnig að fíla skuggana. Television teygir […]

Forever Young – Dramatík. Fegurð. Kviðristun.

8. mars 2019

Youth Group – Forever Young Alphaville – Forever Young Það eru tvær útgáfur undir nálinni hjá Fílalag í dag en aðeins eitt lag. Og þvílíkt lag. Hér er ekkert lítið í húfi. Heimurinn, fegurðin, æskan.Forever Young er rýtingur í kvið dauðlegra. Hversu oft hefur einhver horfst í augu við staðhæfinguna: það er erfitt að eldast án […]

Modern Love – Að gönna Síðuna

1. mars 2019

Hann mætti aftur, sólbrúnn, í stórum jakka og gult hár. Hann tætti í sig áttuna. Við erum að tala um Hnífa-Davíð í sinni tíundu endurholdgun. Platan hét Let’s Dance og hittararnir komu í röðum. Modern Love líklega sá mest gírandi. Það er bannað að spila Modern Love með Bowie nálægt kirkjugörðum. Alls ekki mæta með […]

Freak Like Me – Hlaðið virki

22. febrúar 2019

Sugababes – Freak Like MeÞað er komið að því að kafa ofan í popptíví-árin. Þegar popptónlist innihélt ekki siðferðisleg skilaboð. Sugababes komu frá London og slógu í gegn með sinni fyrstu plötu ári 2000. Tveimur árum síðar hélt sigurgangan áfram með lögum eins og Round Round og svo laginu sem fílað er í dag, Freak […]

Year of the Cat – Ofið teppi úr sjöunni

15. febrúar 2019

Al Stewart – Year of the Cat Þá er komið að einu hnausþykku. Hér er um að ræða twix rjómasúkkulaði þar sem karamellan mallar við kjörhitastig. Breskt þjóðlagakonfekt með óskiljanlegum en þýðum texta. Hér er allt gert rétt. Þetta er lag til að príla í. Að þessu sinni er fílunin hrein. Það er hvorki hægt […]

Blue Velvet – Ég er einn og það er vont

8. febrúar 2019

Bobby Vinton – Blue Velvet Bobby Vinton, pólsk-ameriski prinsinn. Myrkrið, mýktin, rafmögnun flauelsins. Sveppaský í bakgrunni. Ofbeldi í lofti. Einu sinni var. Mannslíkaminn.Húsasund í Pittsburgh. Lýsandi glyrnur í myrkrinu. Spítölun. Líkaminn er klastur, vöðva sina og eldglæringa. Bandaríkin eru ljóðrænni en öll Vestur-Evrópa til samans. Pennsylvanía ein og sér skákar allri Skandinavíu. Dreptu í sígarettu […]

Chase the Devil – Skrattinn og Sogæðakerfið

1. febrúar 2019

Max Romeo – Chase the Devil Hvað gerir maður gegn djöflinum? Ef hann hittir hann einn á túni til dæmis? Hvað gerir hann? Segir hæ? Berst við hann? Eða setur hann á sig járnbrynju og eltir hann. Eltir hann lengi, lengi. Lagið “Chase the Devil” eða “Eltu Skrattann” eins og það útleggst á íslensku er […]

Common People – Nikkuspil neðan þilja (live á Kex Hostel)

26. janúar 2019

Eftir næstum fimmtán ár af ströggli sló hljómsveitin Pulp í gegn. Þau komu frá Sheffield og höfðu norpað í artí nýbylgju rokk baslinu svo lengi að fitugir hártoppar þeirra voru komnir með sjálfstæðar kennitölur. En svo gerðist það. Pulp sló í gegn. Brit poppið kom til bjargar. Fyrst var það lagið Babies árið 1992. Enn […]

Garden Party – Partíið endalausa

18. janúar 2019

Mezzoforte – Garden Party Það eru engin orð framkölluð í laginu sem er fílað í dag. Í því heyrist aðeins söngur saxafóns og tóna. Það er enginn skrítinn framburður sem upplýsir um uppruna, stétt eða stöðu flytjandans. Hér er leikinn hreinn gleðidjass, tónlistin sem leikin er í lyftunni upp í sjöunda himin. Að þessi músík […]

So Alone – Krummi krunkar í tyggjóbréf og andar ferskleika

11. janúar 2019

Bang Gang – So Alone Hér er farið yfir Bang Gang. Og hér er að mörgu að hyggja.Aldrei gleyma Hrafna-Flóka. Aldrei gleyma undirgöngunum undir Miklubraut, svarta svaninum, fituga syntha-hárinu, tíkallasímunum. Íslenska kúl. Aldrei gleyma hvaðan þú komst. Íslenska kúl. Þegar þú ert alveg við það að týna þér í hashtag mystopover mulningi. Aldrei gleyma skeljasandsklæddum […]

Call On Me – Graður Svíi penslar

4. janúar 2019

Í fílun dagsins er farið í skemmtilegt ferðalag um vegi poppsins. Eric Prydz heitir listamaðurinn sem er til umfjöllunar. Ef maður myndagúglar Prydz, sem er sænskur plötusnúður með sterkan rave-bakgrunn, fær maður upp mynd af hálf-miðaldra manni með Audda Blö húfu og skegghýjung. Og árið 2004 var árið hans. Þá gaf hann út lagið sitt, […]

Turn! Turn! Turn! – Breyting, snúningur, beygja, umrót

28. desember 2018

The Byrds – Turn! Turn! Turn! Hvað eiga ofbeldisfullir konungar Ísraels til forna sameiginlegt með sólbrúnum 68 kynslóðar kaliforníu-hippum? Allt. Hér mæta þeir inn í taugakerfi ykkar. Fogglarnir. Moppuhártoppslegnir Los Angeles gítar-prestarnir. Tambúrínu-lemjandi hass-hvolparnir. Með tvö þúsund og fimm hundruð ára boðskap.  Þú hefur fengið fimmtíu og þrjú ár til að búa þig undir boðskapinn. […]

Fairytale of New York – Þegar allt er meyrt

21. desember 2018

The Pogues – Fairytale of New York Löngu áður en Jésú kristur ákvað að heiðra jarðarbúa með nærveru sinni var fólk byrjað að dýrka vetrar- og sumarsólstöður. Það var tíminn þegar dulveröldin sameinaðist þeirri raunverulegu, þegar álfar og vættir fóru á kreik, ríkir urðu fátækir og fátækir ríkir. Vetrarsólstöður, jólin, eru einnig tími þar sem […]

Laisse Tomber Les Filles – Láttu stelpurnar í friði

14. desember 2018

France Gall – Laisse Tomber Les Filles Mið-sexu stælarnir. Tyggjóið. Franska yfirlætið. Gainsbourg-töfrarnir. Stelpu yé-yé. Þetta er gírandi. Fíkn. Daníelsbók biblíunnar. Úthverfi í London. Vitiði ekkert hvað er á seyði? Hlustið á þáttinn. Hlustið á þáttinn kisur. Knémenn. France Gall söng þetta. Gainsbourg skrifaði þetta. Um slíkt himnastöff þarf að fara fögrum orðum. Aðeins hógvær orð […]

You’ll Never Walk Alone – Gangráður heimsbyggðar

7. desember 2018

Músík er sameinandi afl sem spyr hvorki um stétt né stöðu. Þetta eru væmin orð, en þó alveg sönn. Jafnvel hörðustu rokkarar koma heim af djamminu og sjá endursýningu á Mamma Mia á bíórásinni og skæla ofan í leðurjakka sína. Lagið sem fílað er í dag er upphaflega úr söngleik – mjög væmnum Broadway-söngleik – […]