Börnin

Hákon Orri 6 mánaða!

26. nóvember 2019

Ég á svo erfitt með að trúa þessu að litli gullmolinn minn sé orðið hálfs árs. Hvernig líður tíminn bara svona hratt? Þetta hálfa ár er búið að vera það besta sem ég hef átt. Hákon Orri er mikill ljúflingur sem leyfir mömmu sinni að sofa á nóttunni fyrir utan eina gjöf og það hefur næstum því verið þannig síðan hann fæddis. Hann er ofsalega ljúfur og góður og síborsand. Elskar að knúsast og kjassast og vera í mömmu fangi, enda mikill mömmu moli. Á hverjum degi sé ég mun á honum hvernig hann er að þroskast og upplifa nýja hluti. Hann er farinn að sitja með aðstoð og finnst það mjög gaman. Miklu skemmtilegra að leika með dótið sitjandi en liggjandi. Hann hefur alls enga þolinmæði á að liggja á maganum og er því lítið farinn að koma sér áfram en það er allt í góðu. Verður gaman að sjá þegar hann fer að koma sér af stað. Það sem ég er þakklát fyrir þennan litla gaur minn. Besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu er að eignast hann. Við mæðgin erum dugleg á Instagram endilega kíkið á okkur: SIGGALENA Þangað til næst…

Hljóðskrá ekki tengd.
Beauty

Litasprey sem felur skallann!

15. nóvember 2019

Þessi færsla er ekki kostuð! Eins og einhverjir vita þá hef ég verið að díla við mikið hárlos eftir meðgönguna. Það mikið að fólk er farið að taka eftir því. Ég hef alltaf verið með mjög mikið og þykkt hár en nú er svona 50% eftir af því, no joke! Ég vissi alltaf að konur misstu aðeins hárið eftir meðgöngu en það hvarlaði ekki að mér hvað þetta vær mikið og sennilega er það mjög einstaklingsbundið. Ég viðurkenni alveg að þetta er búið að fara pínu á sálina hjá mér. En um daginn þá var ég á miðnætursprengjunni í Smáralind og kíkti á TaxFree hjá Hagkaup og rak þá augun í sprey frá LORÉAL sem heitir MAGIC RETOUCH. Þetta sprey er búið að bjarga sálinni hjá þessari mömmu. Ég spreyja smá í rótina og skallinn hverfur. Sjáið bara muninn á fyrir og eftir myndunum. Allt annað að sjá þessa stelpukonu. Miðað við það sem ég sá í Hagkaup eru til nokkrir litir af spreyinu og ættu því flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ef þið viljið fylgjast með okkur mæðginum erum við á Instagram: SIGGALENA Þangað til næst…

Hljóðskrá ekki tengd.
Baby björn

Hlutir sem við erum búin að elska að nota fyrstu 5 mánuðina

7. nóvember 2019

Þegar ég var ólett af Hákoni Orra þá lá ég yfir allskonar listum og pælingum um það hvað væri sniðugt að eiga og nota fyrstu mánuðina. Ég ákvað að taka saman smá lista yfir það sem er búið að virka lang best fyrir okkur.    Þessi færsla er ekki unnin í samstarfi við nein fyrirtæki. Allar vörurnar hef ég keypt sjálf.   Númer 1 á listanum er Baby Brezza mjólkur vélin. Þegar Hákon Orri var 6 vikna þá hafnaði hann brjóstinu. Hann hafði fengið viðbót frá því að hann fæddist þar sem ég mjólkaði lítið og litli kall nennti ekki brjóstinu lengur enda miklu auðveldara fyrir hann að drekka úr pela. Þannig fyrir ykkur pelamömmurnar er þetta mesta snilld í heimi. Brezzuna er hægt að nálgast bæði hjá Tvö líf og Olivía og Oliver. Númer 2  listanum er Balios S settið frá Cybex. Kerrustykki, vagnstykki og Aton M bilstólinn. Þetta hefur hentað okkur einstaklega vel. Grindin sjálf er létt og fyrirferðar lítil og kemst vel fyrir í litla bílinn minn sem er mikill plús. Það er yndislegt að geta smellt bílstólnum beint á grindina. Annars er kerran alltaf út í bíl og er mjög mikið notuð.     Númer 3 á listanum […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Börnin

Dagurinn sem ég varð mamma

27. júlí 2019

Jæja það er löngu orðið tímabært að henda niður fæðingarsögunni enda er strákurinn orðinn tveggja mánaða. Guð minn góður hvað tíminn líður hratt. Kannski ágætt að gefa ykkur smá aðdraganda. Ég var látin hætta að vinna 23 apríl daginn eftir páska þá komin 36 vikur á leið. Komin með of háan blóðþrýsting og komin í auka eftirlit og átti gjöra svo vel að gera sem minnst þangað til að litli myndi láta sjá sig. Þar sem að þrýstingurinn var fremur hár var búið að pannta fyrir mig í gangsetningu frá 39v+4 dagar þangað til 40v+4d enda engin ástæða til að hafa hann lengur inni. Kvennadeildin hringdi í mig 21 maí og bauð mér gangsettningu 24 maí kl 08:15 þá komin 40 vikur og 4 daga. Ég mætti upp á deild þennan morgun og fór í blóðþrýstings mælingu. Fór svo í skoðun til að tékka á því hvort að einhver útvíkkun væri komin, það var ekki, leghálsinn afturstæður og óhagstæður og útvíkkun ekki hafin. Ljósmóðirin fór yfir gangsettningar ferlið með mér og sagði þá að þetta gæti tekið nokkra daga sérstaklega þar sem ég er frumbyrja. Fyrsta taflan var tekin kl 9 og átti ég að taka töflu á þriggja tíma […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Börnin

Stóri draumurinn er að rætast

20. febrúar 2019

Jæja ég held að það sé komin tími til þess að láta aðeins heyra frá mér.  Heldur betur langt síðan síðast og hefur lífið breyst til muna. Í byrjun júni 2018 tók ég endanlega ákvörðun hvað sæðisgjafa varðar og sló til og pantaði. Pöntunin kom til landssins í byrjun júlí og þá passaði akkúrat að Livio var í sumarfríi þangað til í ágúst. Ákvað ég því að skrá mig í meðferð í ágúst og átti að senda þeim póst um leið og ég myndi byrja á blæðingum.  Áður en ég byrjaði í meðferð keypti ákvað ég egglospróf og þugunarpróf á amazon.com. Þau virkuðu líka svona svakalega vel. Að sjálfsögðu keypti ég allt of miki af þeim, þannig nóg var til.   Tíu dögum eftir að ég kláraði blæðingar átti ég að byrja að taka egglospróf á hvernum morgni með fyrsta þvagi þangað til að prófið sýndi jákvæðar niðurstöður.  Jákvæð niðurstaða kom þann 22 ágúst og hafði ég samband við Livio sem gaf mér tíma í uppsetningu strax daginn eftir eða 23 ágúst. Aðgerðin sjálf ef aðgerð skal kalla tók innan við mínútu. Ég lagðist upp á bekk hjá lækninum og sæðinu var sprautað inn með löngum og grönnum plast hólk […]

Hljóðskrá ekki tengd.
bauhaus

Innlit í litlu íbúðina mína

9. júní 2018

Árið 2016 þá keypti ég fyrstu íbúðina mína. Ég var búin að skoða nokkrar og gera tilboð í eina áður en ég fann þessa.  Það var ekkert aftur snúið þegar ég fór á opna húsið. Fann það strax þegar ég labbaði inn og skoðaði að þetta væri íbúðin sem ég átti að kaupa. Íbúðin er ekki nema 43 fermetrar. Hérna eru fyrir og eftir myndir af því sem ég er (með hjálp frá svo mörgum) búin að dunda mér við til að gera hana að minni. Þessar hvítu flísar, ekki alveg minn tebolli! Við skiptum um gólfefni, filmuðum hurðar og settum upp nýja hurðakarma og gólflista. Gólfefni, hurðakarmar, gólflistar og filmur var keypt í Bauhaus. Flísarnar í eldhúsinu voru mjög gular og fúan orðin hálf brún. Ég fékk ráðlagningar frá fagmönnum Slippfélagsins hvernig væri best að mála þær. Sem var lítið mál og þvílíkur munur.  Ég filmaði gluggakisturnar með marmara filmu frá Bauhaus, kemur mjög skemmtilega út. Íbúðin er öll máluð í sama litnum. Gauragrár frá Slippfélaginu.         Það eina sem á eftir að gera núna, er að taka baðherbergið í gegn. Þá verður íbúðin fullkomin. Takk fyrir að kíkja í heimsókn, ég vona að þið hafið haft gaman […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Börnin

Lífið síðasta mánuðinn

14. apríl 2018

Síðasta mánuðinn eða svo hef ég verið í hálfgerðri lægð, lægð frá samfélgasmiðlum og mjög lítið gert annað en að vinna. Vinna, safna mér pening svo ég geti haldið áfram að ná markmiðum mínum. Eins og þið eflaust vitið flest er stærsta markmið ársins að stofna mína eigin fjölskyldu. (Linkur á fyrri færslu)  Það sem er að frétta af ferlinu hjá mér er að ég er búin að fara í allar skoðanir, blóðprufur og viðtal hjá Félagsráðgjafa. Allt saman kom vel út og fannst mér virklega hjálplegt að tala við Félagsráðgjafann. Hún sagði mér frá allskonar hlutum sem ég hafði ekkert pælt í og opnaði augun mín enn frekar fyrir því hvernig það er að vera einstök móðir.   Stundum er svolítið magnað hvað maður getur verið fastur í sínum eigin kassi og ekki alveg séð út fyrir hann, það hjálpaði mér alveg helling að fara til hennar og ég vona sem flestar nýti sér þekkingu hjá fagaðilum þegar kemur að þessum málum.  Aftur á móti var næst á dagskrá að klára að velja sæðisgjafa. Ég er búin að hafa aðgang að European Sperm Bank síðan í byrjun janúar og mörgum sinnum í viku hef ég farið inn að skoða og lesa […]

Hljóðskrá ekki tengd.