#92 Sigga Lund

13. ágúst 2020

Hún hressir, bætir og kætir. Sigga Lund er gestur Spekinga þessa vikuna. Fjölmiðlakona sem hefur margoft verið á undan sinni samtíð varðandi málefni sem brenna á samfélaginu. Allir hafa hlustað á Siggu í gegn um útvarpsbylgjurnar og nú loksins er hún f…

#42 Formúla 1000 – Jóhann Egilsson og Viktor Böðvarsson

12. ágúst 2020

Bragi fékk til sýn þá Jóhann og Viktor til að tala um kappaksturinn Formúla 1000. Fyrsta kappaksturskeppnin fór fram á Íslandi í Júní 2020 og fóru þeir félagar yfir hvernig íþróttin virkar og framtíðarplön.

#91 JúTjúbJón snýr alltaf aftur

6. ágúst 2020

Þegar erfitt er að bóka gesti yfir verslunarmannahelgi er gott að treysta á JúTjúbJón. Matti og JúTjúbJón tóku stöðuna á íslenska ferðasumrinu sem og önnur málefni. Stemningin súrnaði þó í stúdíó-inu þegar JúTjúb þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um að …

#90 Birkir Már Sævarsson

30. júlí 2020

Feiminn bakvörður sem lætur verkin tala inni á vellinum. Fæddist Valsari og verður þar þangað til hann þarf að bræða úr hlaupabrettunum á Bolungravík. Heldur betur ekki búinn að fá nóg af Víkingaklappinu. Við fórum yfir hitt og þetta, pepsi Max deildin…

#89 Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir

23. júlí 2020

Presturinn, gleðigjafinn og næstum því fararstjórinn Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir er gestur Spekinga þessa vikuna. Sr. Jóna Hrönn ákvað 7 ára að verða prestur en þá voru enn 3 ár í að fyrsta konan yrði vígð á Íslandi. Sr. Jóna Hrönn er bráðskemmtilegur s…

Hljóðskrá ekki tengd.

#37 Torfæra og Rallýcross – Guðmundur Elíasson

15. júlí 2020

Ungstirnið Guðmundur Elíasson hefur verið að keppa í akstursíþróttum í fimm ár þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall. Hann fór yfir ferilinn með Braga ásamt því að tala um fyrstu umferðina í torfæru sem fram fór á Egilsstöðum.

6. Birta – fæðing í Björkinni og heimafæðing

13. júlí 2020

Gestur þáttarins heitir Birta Ísólfsdóttir en hún segir okkur magnaðar sögur frá báðum fæðingunum sínum. Þegar hún varð ólétt var hún óviss um hvernig líkaminn bregst við öllu tengdu meðgöngunni og fæðingunni og hvað það er sem gerist nákvæmlega í fæði…

19. Gunnur Líf Gunnarsdóttir – Samkaup

2. júlí 2020

Gestur þáttarins kom í heimsókn í Nóa Síríus-stúdíóið í Podcaststöðinni og heitir Gunnur Líf Gunnarssdóttir og er framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Samkaupum. Við Gunnur ræddum um öfluga vinnustaðamenningu hjá Samkaup, hvað liðsheildin er sterk og hver…

#88 Silja Úlfarsdóttir

2. júlí 2020

Hlaupadrottning Íslands og afreksþjálfarinn Silja Úlfarsdóttir er gestur Spekinga þessa vikuna. Eftir að hafa drottnað yfir hlaupabrautum landsins snéri hún sér að þjálfun og hefur þjálfað bestu íþróttamenn landsins. Í fyrsta sinn mættu Spekingar ofjar…

GELLUSÁLFRÆÐI MEÐ KRISTÍNU HULDU

30. júní 2020

Í þessum þætti af Við Vitum Ekkert töluðum við stelpurnar við Kristínu Huldu. Kristín er menntaður sálfræðingur, fyrrverandi formaður Hugrúnar geðfræðslufélags og almennt bara frekar svöl pía!  

Fylgið okkur á instagram :  https://www.instag…

Koma svo! – Virkar að sleikja spínatblað?

28. júní 2020

Í þrítugasta og fimmta þætti Koma svo! er rætt við Ragnhildi Þórðardóttur, sálfræðing með áherslu á heilsusálfræði og einnig lærðan einkaþjálfara. Hún er þekkt undir nafninu Ragga nagli, býr í Danmörku og hefur boðið upp á sálfræðimeðferð og fjarþjálfu…

BATNANDI MÖNNUM ER BEST AÐ LIFA

23. júní 2020

HALLÓ! Í þessum fyrsta þætti af annarri þáttaröð af Við Vitum Ekkert tölum við stelpurnar um allt það sem hefur gengið á hjá okkur síðustu mánuði og förum yfir okkar “faves” frá síðustu vikum. 
Fylgið okkur á instagram @vidvitumekkert <3  …

#87 Björgvin Páll Gústavsson

19. júní 2020

Markmaður þjóðarinnar Björgvin Páll Gústavsson er gestur Spekinga þessa vikuna. Ótrúlegur karakter inni á vellinum en ljúfur drengur utan línanna. Við drápum niður fæti á ýmsum tímapunktum á ferli Bjögga en hann er hvergi nærri hættur á milli stanganna…

#86 BBQ kóngurinn

11. júní 2020

Alfreð Fannar Björnsson, hinn eini sanni BBQ kóngur Íslands er gestur Spekinga þessa vikuna. Kóngurinn var með tangarhald á Spekingingu og skóflaði þeim upp með spaðanum, Weber spaðanum að sjálfsögðu ekki pizzastaðnum. Mikilvægar umræður fóru fram nú þ…

#85 Sesi og FoodJúbJón

5. júní 2020

Sumarið er tíminn og við það tilefni fengum við Sesa og FoodJúbJón til að ræða um allt annað en sumarið sem er framundan. Almennt spjall um allt og ekkert og það er greinilega Spekingum ekkert óviðkomandi.
Spekingar Spjalla eru í boði Nóa Siríus, Ábera…

#84 Haraldur Dean Nelson

28. maí 2020

Haraldur Dean Nelson er ötull réttindabaráttumaður fólks sem vill fá að stunda íþróttagrein sína á sömu forsendum og íþróttamenn annarra greina. Fjölskyldumaður, umboðsmaður bardagamanna- og kvenna og framkvæmdastjóri Mjölnis er gestur Spekinga þessa v…

Leiðin til bata #20

28. maí 2020

Við þekkjum það vel þegar okkur finnst við ekki eiga við vandamál að stríða því við drekkum bara léttvín eða drekkum bara rauðvín á kvöldin. Hún kom til okkar og sagði sína mögnuðu sögu á einlægan hátt um kynferðismisnotkun í æsku, ofbeldissambönd og s…

Koma svo! – Jógvan eða Jógvan, það er spurningin!

23. maí 2020

Í þrítugasta og fjórða þætti Koma svo! er rætt við Jógvan Hansen söngvara / tónlistarmann / hárgreiðslumann / eiginmann / föður.  Færeyingurinn hugljúfi er einn ástsælasti söngvari Íslands og skyldi engan undra. En hvaða mann hefur hann að geyma? …

#83 Ævar Þór Benediktsson

21. maí 2020

Ævar Þór Benediktsson leikari, rithöfundur, vísindamaður eða bara alhliða listamaður er gestur Spekinga í þetta sinn. Ævar Þór trónir nú á toppum metsölulista með nýja bók sína Hryllilega stuttar hrollvekjur. Við fórum yfir sviðsmynd Ævars, frá því að …

Koma svo! – Hamingjuhornið

16. maí 2020

Í þrítugasta og þriðja þætti Koma svo! er rætt við Önnu Lóu Ólafsdóttur, kennara, náms- og starfsráðgjafa og er með diplóma í sálgæslu á meistarastigi.  Hún byrjaði að skrifa pistla og birti á netsíðu og Facebook undir nafninu Hamingjuhornið. Pistlarni…

18. Ásta Bjarnadóttir – Landspítali

13. maí 2020

Gestur minn að þessu sinni heitir Ásta Bjarnadóttir og er framkvæmdastjóri mannauðsmála á Landsspítalanum. Svona til þess að gefa ykkur góða mynd af því mannauðsstarfi sem fer fram á spítalanum þá starfa um 60 manns við ráðningar, stjórnendaráðgjöf, la…

Leiðin til bata #17

6. maí 2020

Hún reyndi að flýja alkóhólismann sinn með að flytja til hunna ýmsu boorga um allan heim en áttaði sig svo loks á að við flýjum ekki frá sjúkdómnum.
Einlæg og hrikalega falleg saga ungrar konu sem barðist við sjúkdóminn í mörg ár áður en hún fann leiði…

Koma svo! – Óvænt nýsköpun í félagsmiðstöðvastarfi

25. apríl 2020

Í þrítugasta og öðrum þætti Koma svo! er rætt við Stefán Gunnar Sigurðsson forstöðumann félagsmiðstöðvarinnar Frosta um þær áskoranir sem Covid-19 höfðu á starf félagsmiðstöðva á Íslandi. Eftir að samkomubanni var komið á voru góð ráð dýr fyrir starf f…

#81 Fannar Sveinsson

24. apríl 2020

Gestur Spekinga þessa vikuna er einn allra besti maður þjóðarinnar. Það var gaman að rifja upp feril Fannars, hvernig hann byrjaði ungur að gera sketsa og er nú bæði fyrir framan og aftan kvikmyndavélina í vinsælustu sjónvarpsþáttum landsins.

Í lok þá…

Leiðin til Bata #15

17. apríl 2020

Hún var komin í dagneyslu á fíkniefnum og öllu sem hún komst yfir aðeins 12 ára gömul.  Eftir margítrekaðar innlagnir inn á Vog opnuðust augu hennar þegar hún týndi kornungu barni sínu en klukkutíma pössun varð að nokkrum dögum. Mögnuð frásögn kon…

#80 Happy hour

16. apríl 2020

Kári Kongó Sigurðsson æskulýðsfrömuður er gestur Spekinga þessa vikuna. Auk starfa Kára í æskulýðsmálum fer hann um allt land með fræðsluna Fokk me-Fokk you ásamt Andreu Marel.
Á þessum síðustu og verstu hefur Kári verið duglegur á samfélagsmiðlum að h…

#79 Auðjón Guðmundsson

10. apríl 2020

Auðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus er gestur Spekinga þessa vikuna. Páskaeggin reka smiðshöggið á páskahátíðina og gegnir Nói Síríus þar veigamiklu hlutverki. Við tókum hús á Auðjóni og ástríðu hans á matvælaframleiðsl…

#23 Rallý – Gummi Hösk og Halldór Vilberg

8. apríl 2020

Bragi fékk rallkappana Guðmund Höskuldsson og Halldór Vilberg Ómarsson í spjall bæði um rallý og tölvuleikjarallý. Þeir félagar stofnuðu hópinn ‘Skítugt Rall’ þar sem keppt er í tölvuleiknum Dirt Rally.
Við biðjumst velvirðingar á að hljóðgæðin eru ekk…

Koma svo! – Fátt er svo með öllu illt…

4. apríl 2020

Í þrítugasta og fyrsta þætti Koma svo! er rætt við Bergsvein Ólafsson, sem er með BSc í sálfræði og í mastersnámi í jákvæðri- og þjálfunarsálfræði, um vinnuna með fjölbreyttum einstaklingum og hópum við persónuleg, félagsleg og fagleg markmið. Hugmynda…

#78 Örn Árnason

3. apríl 2020

Örn Árnason er einn okkar ástsælasti leikari og skemmtikraftur. Í tæp 40 ár hefur þjóðin fengið að njóta Arnar á leiksviði og í sjónvarpi. Þá ól hann upp hálfa þjóðina í þáttunum Með afa.
Við minnum ykkur á að fylgja Spekingar Spjalla á Instagram.
Spek…

#77 Spekingar spjalla

29. mars 2020

Á þessum sérstöku og erfiðu tímum (fordæmalausum myndi einhver segja) er gott að setjast upp í sófa og hlusta á Spekingana sína. Í stúdíó-inu þessa vikuna leika lausum hala JútjúbJón og Sesi. Sérstakur gestur er Steini Stuð.
Annar Spekinga (sem ekki vi…

Koma svo! – Þungarokk og töfrar

28. mars 2020

Í þrítugasta þætti Koma svo! er rætt við Ingólf Hjálmar Ragnarsson Geirdal, gítarleikara og töframann, um nördisma, lífið og tilveruna. Hvað kom á undan, þungarokkið eða töfrarnir? Hvað er það sem drífur hann áfram, áræðni, seigla eða þrjóska? 

17. Helgi Héðinsson – Líf og sál

23. mars 2020

Hann heitir Helgi og starfar sem sálfræðingur á Líf og sál sálfræðistofu. Helgi starfar mikið með íþróttafólki í sinni vinnu og við ræddum meðal annars hvernig hóp íþróttir geta endurspeglað teymi á vinnustöðum. Við ræddum einnig Meeto byltinguna og þa…

Koma svo! – Verndum þau

21. mars 2020

Í tuttugasta og níunda þætti Koma svo! er rætt við Þorbjörgu Sveinsdóttur sálfræðing, sem starfar í Barnahúsi og hefur mikla reynslu af barnaverndarmálum. Hún, ásamt Ólöfu Ástu Farestveit uppeldis- og afbrotafræðing, skrifaði bókina “Verndum þau” sem f…

#76 Friðrik Ingi Rúnarsson

19. mars 2020

Friðrik Ingi Rúnarsson er einn okkar allra færasti og farsælasti körfuknattleiksþjálfari. Góður leikmaður en ákvað að leggja skóna á hilluna og einbeita sér alfarið að þjálfun. Íslandsmeistari á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari Njarðvíkur einungis 22 á…

Leiðin til bata #13

17. mars 2020

Þegar bæði fjölskyldan og meðferðastofnanir voru búin að loka öllum dyrum á hann tók Krýsuvík við honum.  Þar náði hann loksins að snúa við lífinu og fékk lífsvonina aftur. Það hefur þó tekið mikið á.
Þrjú ár edrú og hann segir sögu sína þessa vik…

Koma svo! – Orkuboltinn jákvæði

14. mars 2020

Í tuttugasta og áttunda þætti af Koma svo! er rætt við Júlíus Garðar Júlíusson, fæddan 2. febrúar á því herrans ári 1966. Í kínverskri stjörnuspeki kemur fram að þeir sem fæddust á þessu ári eru eldhestar eða sérstaklega orkumikið fólk. Júlli er einsta…

#75 Hörður Magnússon

12. mars 2020

Markahrókurinn og fjölmiðlamaðurinn Hörður Magnússon hefur verið samofinn íslensku íþróttalífi í 35 ár eða allar götur frá hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik. Fimur og frábær bæði á velli og á bak við hljóðnemann. Spekingar eru hvorki múlbundn…

Koma svo! – Seigla, seigla, seigla

7. mars 2020

Í tuttugasta og sjöunda þætti af Koma svo! er rætt við Gunnar Karl Haraldsson, tómstunda- og félagsmálafræðing og meistaranema, um áskoranir lífsins. Snemma lærði Gunnar Karl að hindranir eru yfirstíganlegar og að allt sé hægt ef viljinn er fyrir hendi…

#74 Birgir Leifur Hafþórsson

7. mars 2020

Birgir Þór Hafþórsson afrekskylfingur, PGA-kennari og MBA-nemi er gestur Spekinga þessa vikuna. Íslenska þjóðin hefur fengið að fylgja þessum frábæra kylfingi á golfvellinum og kynnast þeim góðum gildum og hugarfari sem einkenna Birgi Leif.

Spekingar …

4. María Rut – 2 börn

3. mars 2020

Í þessum þætti ræddi ég við Maríu Rut. Hún var 18 ára þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn og var gengin rúmar 17 vikur þegar það kom í ljós að hún værir ólétt. Meðgangan gekk vel og hún tókst á við þetta hlutverk með mögnuðum hætti. Til að mynda voru …

16. Guðrún Snorradóttir – Stjórnendamarkþjálfi

3. mars 2020

Gestur þáttarins er Guðrún Snorradóttir. Hún starfar sem stjórnendamarkþjálfi og er nýbúin að opna eigin heimasíðu sem heitir gudrunsnorra.com. Spjallið okkar Guðrúnar einkenndist af því hverjir eru styrkleikar stjórnenda, hvernig mannlegi þátturinn er…

Koma svo! – Andlegt hjartahnoð

29. febrúar 2020

Í tuttugasta og sjötta þætti af Koma svo! er rætt við Auði Axelsdóttur, iðjuþjálfa og framkvæmdastjóra Hugarafls (og einn stofnanda þess). Auður hefur unnið innan geðheilbrigðiskerfisins lengi og var ekki sátt við margt innan þess kerfis. Þegar hún og …

Leiðin til bata #10

25. febrúar 2020

Stelpa sem var tekin fyrir fíkniefnasmygl og sat inni i heilt ár, á undan því var búið að taka barnið af henni, hún misst móður sína og ekki til það efni sem hún hefur ekki notað. 
Er buin að vera edrú í 7 ár núna og á eiginlega ótrúlega flottum s…

Koma svo! – Skólabókasafn á krossgötum

22. febrúar 2020

Í tuttugasta og fimmta þætti af Koma svo! er rætt við Dröfn Vilhjálmsdóttur, geislafræðing sem tók meistaragráðu í bokasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands  árið 2013 og starfar nú á skólabókasafni Seljaskóla. Dröfn er formaður Félags fagfólks…

#73 Helgi Jean Claessen

20. febrúar 2020

Helgi Jean Claessen tók ákvörðun um að snúa lífi sínu til betri vegar og hjálpar nú öðrum að gera slíkt hið sama með námskeiðum, fyrirlestrum og helgarferðum. Hann heldur einnig úti hlaðvarpinu Hæ Hæ – Ævintýri Helga og Hjálmars auk þess að bralla ýmis…

Koma svo! – Stjúptengsl

15. febrúar 2020

Í tuttugasta og fjórða þætti af Koma svo! er rætt við Valgerði Halldórsdóttur, félagsráðgjafa, MA og  ritstjóra vefsíðunnar stjuptengsl.is og formann Félags stjúpfjölskyldna. Valgerður hefur haldið fjölmörg erindi sem tengjast stjúptengslum, foreldrasa…

#72 Spekingar Spjalla

14. febrúar 2020

Lægðin raskar ekki dagskrá Spekinga. Þrátt fyrir vonskuveður mættu Spekingar í Stúdíó og drógu með sér tvo mæta menn. Jón Þór og Steini eru gestir Spekinga þessa vikuna þar sem ýmis málefni voru krufin. Eins og áður voru skoðannir þáttastjórnenda og ge…

15. Steinar Þór Ólafsson – Skeljungur

12. febrúar 2020

Hann heitir Steinar Þór er markaðsstjóri Skeljungs. Hann er ekki  sérfræðingur í mannauðsmálum en undanfarið hefur hann komið fram með skemmtilegar pælingar sem tengjast vinnustöðum og ástæða þess að ég vildi fá hann í spjall er sú að hann hefur v…