Brynjar Gauti og Jói Lax: Menn misharðir í grillveislum í sveitinni

23. apríl 2018

Brynjar Gauti Guðjónsson og Jóhann Laxdal, varnarmenn Stjörnunnar, segja að liðið geti haft betur gegn núverandi meisturum í Val í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn í sumar.

„Við erum með lið í það. Valur er the team to beat. Það er erfiðara að verja titilinn en að sækja hann. Valur er mjög vel mannað og það verður mikið verkefni að kljást við þetta lið í sumar,“ sagði Jóhann við Fótbolta.net.

Stjörnumenn enduðu í 2. sæti í Pepsi-deildinni annað árið í röð á síðasta tímabili. Garðbæingar mæta með svipðað lið til leiks en þeir hafa verið rólegri á leikmannamarkaðinum en mörg önnur lið.

Milos: Ekki eðlilegt að leikmenn fari á skíði eða snjóbretti

18. apríl 2017

„Við höfum bætt okkur síðustu fjögur ár í stigastöfnun, stöðugleika og spilamennsku. Við ætlum að gera það líka í ár og ég og leikmenn verðum ekki sáttir ef við endum í 8. sæti,“ segir Milos Milojevic en Fótbolti.net spáir liðinu 8. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. Milos setur markið hærra.

Guðmann: Ég og Heimir töluðum saman eins og menn

30. apríl 2016

„Ég er gífurlega spenntur fyrir sumrinu með KA. Það var orðið þannig að ég var ekki inni í myndinni hjá Heimi (Guðjónsson) fyrir byrjunarliðssæti. Ég þarf að virða það, Heimir er góður þjálfari. Mér finnst ég vera það góður hafsent að ég eigi ekki að vera á bekknum neinsstaðar,“ sagði Guðmann Þórisson í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu 97,7 nú rétt í þessu.

Guðmann er kominn til KA á láni frá FH. KA á einnig forkaupsrétt á Guðmanni í haust.