Brynjar Gauti og Jói Lax: Menn misharðir í grillveislum í sveitinni

23. apríl 2018

Brynjar Gauti Guðjónsson og Jóhann Laxdal, varnarmenn Stjörnunnar, segja að liðið geti haft betur gegn núverandi meisturum í Val í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn í sumar.

„Við erum með lið í það. Valur er the team to beat. Það er erfiðara að verja titilinn en að sækja hann. Valur er mjög vel mannað og það verður mikið verkefni að kljást við þetta lið í sumar,” sagði Jóhann við Fótbolta.net.

Stjörnumenn enduðu í 2. sæti í Pepsi-deildinni annað árið í röð á síðasta tímabili. Garðbæingar mæta með svipðað lið til leiks en þeir hafa verið rólegri á leikmannamarkaðinum en mörg önnur lið.