Sólon Breki: “Ég kem alltaf á fullu gasi inn”- Þáttur #30

11. september 2020

Sólon Breki Leifsson er aðeins búinn að vera hjá félaginu í tæp 3 ár en er löngu búinn að festa sig í sessi sem Leiknismaður mikill og hann hefur skorað ófá mörkin á þessum tíma. Ekkert fallegra en Beckham-fleygurinn gegn ÍBV bara núna um daginn. …

Aukaefni: Guy Smit um Gary Martin

2. september 2020

Fyrir leikinn við ÍBV í Vestmannaeyjum fengum við Guy Smit í spjall í Ljónavarpinu. Hann talaði hispurslaust um fótboltann um víða veröld og líka það sem hann hefur séð af honum á Íslandi. Í aðdraganda leiksins við Eyjamenn bar hin margumtalaða Gary Ma…

Guy Smit: “When I smell grass, I see fire!”

31. ágúst 2020

Guy Smit er hollenski happafengurinn okkar sem stendur milli stangana í sumar. Hann hefur á sinn einstaka hátt náð að fylla stóra hanska sem Eyjó skildi eftir sig í haust. Hann ræddi við Hannes og Snorra fyrir ferðina til Heimaeyjar um uppeldið í Holla…

Fyrri hálfleikur tímabilsins gerður upp með Sigga- 28. þáttur

25. ágúst 2020

Sigurður Heiðar Höskuldsson, meistaraflokksþjálfari fór yfir fyrri helming Lengjudeildarinnar með þeim Hannesi og Snorra í góðu spjalli um sálfræðistríð þjálfarastarfsins, dvölina á toppnum, faraldurinn og það sem framundan er. 

2. flokkur í sviðsljósinu: Ljónavarp #27

30. júlí 2020

Leon Einar Pétursson er á sínu fyrsta ári sem þjálfari 2. flokks Leiknis. Hann hefur skemmtilega sýn á unglingastarfið og hlutverk félagsins okkar í samfélaginu. Hann mætti í skemmtilegt spjall við Snorra ásamt fyrirliða sínum Marko Zivkovic. Fyrsta fl…

Austmann-bræður: Ghettóstrákarnir úr Garðabænum

15. júlí 2020

Tvíburunum úr Garðabæ, líður vel í Leikni og hafa byrjað tímabilið óaðfinnanlega. Þeir mættu í skemmtilegt spjall um stemninguna í Leikni, uppeldið í boltanum og margt fleira. Halldór, Óskar og Snorri tóku svo stóran Stuðningsmannaspjallpakka enda…

Leikmannahópurinn 2020 greindur af Össa: Ljónavarp #25

12. júní 2020

Örn Þór Karlsson settist niður með Snorra, annað árið í röð, og hver einasti leikmaður Meistaraflokks (og rúmlega það) var ræddur í aðdraganda fyrsta leiks tímabilsins. Fyrir þá sem geta ekki beðið eftir að heyra um sinn uppáhaldsleikmann þá er tí…

Siggi um Covid-áhrifin, undirbúningstímabilið og Operation Pepsi Max

22. maí 2020

Boltinn er farinn að rúlla á Domusnovavellinum og stutt í að stigin hrannist inn. Hannes, Halldór og Snorri fengu að setjast niður með manninum sem togar í alla spotta í Meistaraflokki, Sigurði Heiðari Höskuldssyni, sem svaraði öllum þeirra spurningum …

Binni Hlö um goðsagnartitilinn, Færeyjadvölina og Pepsi Max-#023 Þáttur Ljónavarpsins

28. febrúar 2020

Leikmaður númer 145.364 hjá KSÍ, færeyskur meistari, bikarmeistari og meistari yfir höfuð, Brynjar Hlöðversson, settist niður með Snorra á köldu febrúarkvöldi að ræða endurkomuna heim í Leikni, sumarið framundan og auðvitað ljúfar minningar á geggjuðum…

Birkir Björnsson um ferilinn, hárið, Leikni TV og stöðuna á hópnum-Þáttur #022

12. febrúar 2020

Birkir Björnsson er uppalinn Leiknismaður sem er mitt á milli gullkynslóða hjá félaginu og hefur góða innsýn í stöðu mála hjá félaginu. Hann settist með Hannesi og Snorra til að ræða hvoru tveggja og margt meira. 

Damir Muminovic um Breiðholtsdvölina, Breiðablik og margt fleira: Þáttur #021

4. febrúar 2020

Damir Muminovic spilaði bara eitt sumar með Leikni en er mikils metinn meðal stuðningsmanna og leikmanna félagsins. Okkar menn mæta honum og hans félögum í fyrsta leik Lengjubikarsins á föstudagskvöld í kuldanum á Kópavogsvelli. Árni, Hannes og Snorri …

Tuttugasti þáttur – Jólagestagangur í Leiknishúsi

9. desember 2019

Það voru 14 manns sem heimsóttu Leiknisljónin í Austurbergi að þessu sinni. Þvílík jólagjöf. Við fengum Leiknisfólk úr öllum áttum til að líta við og ræða um liðið og allt tengt félaginu nú þegar undirbúningur fyrir #OperationPepsiMax er að fara á full…

Stúkuspjall 001: HK í Kórnum 07/12/2019

8. desember 2019

Þeir Árni Þór, Hannes Axelsson og Snorri Valsson mættu í stúkuna í Kórnum að fylgjast með öðrum vináttuleik vetrarins og skoða leikmenn og stemninguna. Strákarnir ræddu heima og geyma. Ef þú mættir ekki á svæðið og langar í skammt af Leiknisslúðri, ses…

Nítjándi þáttur – ÍR í Egilshöll og Operation Pepsi Max rúllar af stað

22. nóvember 2019

Strákarnir eru byrjaðir að æfa og við hinir strákarnir sem kunnum ekki að æfa mættum til að horfa þegar nýtt Leiknislið mætti ÍR í hinum árlega minningarleik um Hlyn Þór Sigurðsson, ÍR-inginn sem lést fyrir 10 árum á æfingu með nágrannaliðinu okkar. Lj…

Átjándi þáttur – Gæji fer yfir fyrsta sumarið hjá Meistaraflokki Kvenna

16. október 2019

Árni Þór og Snorri fengu Garðar Ásgeirsson, betur þekktan sem Gæja, til að ræða um fyrsta tímabil Meistaraflokks Kvenna Leiknis og hvernig félagið hyggst halda áfram með þetta spennandi verkefni. 

Sautjándi þáttur – 3.hluti Lokauppgjör Lokahófsins

7. október 2019

Leiknisljónin taka saman endanlega hver var besti leikmaðurinn að þeirra mati, skemmtilegasti leikur ársins, mark ársins, hvað var atvik ársins og margt fleira. Ef þú ert búin(-n) að hlusta á fyrstu 2 hlutana, verðurðu að láta þetta eftir þér. …

Sextándi þáttur – Lokahóf 2. hluti

3. október 2019

Áfram með smjörið og Lokahófið, nú 2. bindi. Ljónin ræða frammistöðu og framtíð restarinnar af liðinu, miðju og sókn ásamt því að láta afvegaleiðast reglulega í alls konar ágreining. Fyrir þá sem eru mikið fyrir að spóla áfram þá ræddum við leikmenn í …

Fjórtándi þáttur – Pape peppar og Helgi spjallar

19. september 2019

Í fjórtánda þætti Ljónavarpsins skeggræddum við hvernig og af hverju Leiknir á erindi í Pepsi-deildina með einn leik eftir af tímabilinu, lokahófið sem er á laugardagskvöld fram á sunnudagsmorgun og margt fleira með Helga framkvæmdastjóra og Pape Mamdo…

Þrettándi þáttur – Ernir Bjarna í spjalli

3. september 2019

“Vélin” Ernir Bjarna settist niður með þeim Halldóri og Snorra í Ljónavarpinu að ræða tímabilið hingað til, það sem framundan er og auðvitað fortíðina í Breiðablik, Vestra og meira að segja Roy Keane. Halldór og Snorri ræddu svo það sem á daga Lei…

Tólfti þáttur – Háttvirtur formaður Oscar Clausen í ítarlegu spjalli

30. júlí 2019

Í tólfta þætti Ljónavarpsins fengu þeir Árni Þór og Snorri formann Leiknis, Oscar Clausen, í langt og gott spjall um lífið í Breiðholti, innan Leiknis og harkið að sinna trúnaðarstörfum fyrir félagið. Við fengum mikið skýrari mynd af því sem þarft til …

Ellefti þáttur – Daði Bærings, Árni Elvar og Gróttupepp

29. júlí 2019

Uppaldir eðalmenn mættu í búrið að ræða liðið, tilveruna, stórleikinn við Gróttu og í tilfelli Daða, dvölina í Bandaríkjunum sem heldur áfram eftir Víkingsleikinn að tveimur viknum liðnum. Árni Þór og Snorri grilluðu drengina létt og höfðu gaman að. Vo…

Tíundi þáttur – Uppgjör með Elvari Geir

16. júlí 2019

Elvar Geir Magnússon, fótboltasérfræðingur af hæstu gráðu, fæddur Leiknismaður og nú stjórnarmaður hjá félaginu, kom í heimsókn í Ljónavarpið og hjálpaði Halldóri og Snorra að fara yfir fyrri helming leiktímabilsins, ræða stöðuna í dag og hvaða vonir m…

Níundi þáttur – Siggi situr fyrir svörum og rýnir í fyrri helminginn

15. júlí 2019

Nýráðinn aðalþjálfari meistaraflokks, Sigurður Heiðar Höskuldsson, gaf sér tíma með þeim Halldóri Marteins og Snorra Vals til að fara yfir fyrri helming leiktímabilsins, brottför Stebba Gísla, framtíðina og allt hitt sem Leiknisfólk gæti mögulega vilja…

Áttundi þáttur – Nacho Heras um víðan völl

20. júní 2019

Í áttunda þætti Ljónavarpsins mætti eini útlendingur liðsins, Spánverjinn Nacho Heras, í spjall við þá Snorra og Ósa Kóng. Hann fór um víðan völl frá æsku sinni í Madrídarborg til hörkunnar í Breiðholtinu. Einstaklega skemmtilegur karakter í hópnum okk…

Sjöundi þáttur – KR-ingarnir þrír og félagsfræðingurinn eini

30. maí 2019

Í sjöunda þætti Ljónavarpsins komu KR-ingarnir þrír í heimsókn til Snorra og Halldórs. Þeir Gyrðir Hrafn, Hjalti og Stefán Árni ræddu muninn á Frostaskjóli og Austurberginu, tímabilið hingað til, bestu stöður sínar og margt fleira. Svo mætti Egill Þór …

Sjötti þáttur – Leikdagur: heimaleikur gegn Magna frá Grenivík

5. maí 2019

Við gripum upptökugræjurnar með okkur á fyrsta leik Leiknis í Inkassodeildinni 2019. Upphitun hófst tveimur tímum fyrir leik og var góð stemning í Leiknishúsinu. Ekki minnkaði hún þegar leikurinn hófst og okkar menn spiluðu glimrandi fótboltaleik.Árni …

Fimmti þáttur – Össi fer yfir hópinn fyrir fyrsta leik

2. maí 2019

Örn Karlsson eða Össi, eins og flestir þekkja hann, er þjálfari hjá yngri flokkum Leiknis og KB. Hann kannast allir við sem koma einhvern tíma við í Leiknishúsi. Hann þekkir betur til en flestir hjá félaginu og fór yfir málin með strákunum í aðdraganda…

Fjórði þáttur- Kvennaboltinn, Elvar Geir og Bikarleikurinn við Fjölni

18. apríl 2019

Að þessu sinni hlýddu þeir Árni Þór og Snorri á þau Gæja og Sirrý um meistaraflokk kvenna auk þess sem þeir fengu Elvar Geir í spjall eftir Bikartapið við Fjölni á miðvikudagskvöldið. 

Þriðji þáttur – Ingólfur Sigurðsson í viðtali

9. apríl 2019

Hér er þriðji þáttur Ljónavarpsins.Ingólfur Sigurðsson kíkti til okkar í gott viðtal þar sem hann ræddi meðal annars um ferilinn sinn, geðheilsumál, stóra rauðaspjaldsmálið, hvað honum finnst um Leikni, sýn hans á liðið fyrir sumarið og hvers vegna han…

Annar þáttur – Eyjólfur Tómasson í viðtali

27. mars 2019

Í öðrum þætti Ljónavarpsins fengum við fyrirliðann sjálfann í langt og gott viðtal. Eyjó fer þar yfir ferilinn, lífið í Breiðholti og talar meðal annars um Freysa, Davíð, Pepsíævintýrið, Sigurstein Gíslason, stöðu liðsins og verkefnin sem hann er spenn…

Fyrsti þáttur – Stebbi Gísla í viðtali

12. mars 2019

Hér er það komið, stuðningsmannahlaðvarp Leiknisljónanna.Í viðtali þessa fyrsta þáttar kemur þjálfari meistaraflokks karla, Stefán Gíslason, og ræðir við okkur um starfið, liðið og verkefnin framundan. Og auðvitað Markið.Í Ljónaspjallinu fara svo Halld…