Almarr Ormars var hluti af gullkynslóðinni og styrkti stöðu okkar í u21 umspilinu gegn Skotum 2011 með einum mesti bylmingi sem Laugardalsvöllurinn hefur séð. Sú leið sem hann fetaði í framhaldinu fellir hann þó í kjölfarið því miður í týnda gullkynsló…
Author: Jói Skúli
Aron Jóhannsson
The Kid from Mobile who dared to dream. Aron Jóhannsson hefur unnið hollensku bikarkeppnina, spilað í Evrópukeppnum, spilað í stórliði í Bundesligunni og er eini Íslendingurinn sem hefur unnið leik á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu.
Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson
Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, VHV4, Villi Vill eða bara einfaldlega kóngurinn. Maðurinn sem hefur í áraraðir barist fyrir okkar virtustu mannréttindum á sér auðvitað knattspyrnuferil sem er litaður af frábærum sögum og góðri stemningu. Villi er Frammar…
Þorvaldur Örlygsson
Þorvaldur Örlygsson á sennilega ein vanmetnustu félagsskipti síðari ára þegar KA seldi hann til þáverandi ennþá stórliðs Nottingham Forrest á Englandi. Hann varð fjórði Íslendingurinn til að skora þrennu fyrir landsliðið, fyrsti Íslendingurinn til að s…
Luca Lúkas Kostic
ATH – Hljóðið er lélegt fyrstu 19 mínúturnar en verður fullkomið eftir það. Afsakið þetta.
Luca Kostic mætti til landsins í mars 1989 og skrifaði undir hjá Þór Akureyri eftir 10 ára veru í efstu deild í Júgóslavíu. Síðan þá hefur hann unnið ótrúlegt s…
Fjalar Þorgeirsson
Það eru fáir sem hafa spilað með jafn mörgum félögum úr Reykjavík í efstu deild eins og Fjalar Þorgeirsson. Hann er Þróttari að upplagi en spilaði auk þess með Fram, Fylki, KR og Val. Um aldamótin var hann varamarkmaður íslenska landsliðsins sem var hæ…
Helgi Valur Daníelsson
Helgi Valur Daníelsson er fæddur í Uppsala, ólst upp á Selfossi en mætti sprækur í Lautina 12 ára gamall hvar hann er auðvitað goðsögn. Helgi fór ungur að árum til Peterborough United þar sem hann lærði að drekka og spila fótbolta en kom aftur heim end…
Davíð Þór Viðarsson
Það má færa sterk rök fyrir því að Davíð Þór Viðarsson sé besti leikmaður Íslandsmótsins frá upphafi. Hann kom 17 ára gamall með FH upp í efstu deild og hefur verið fastamaður og fyrirliði í liðinu síðan þá ef frá eru talin tvö þriggja ára stopp í atvi…
Bjarni Guðjónsson
Bjarni Guðjóns er einn af þremur bestu miðjumönnum efstu deildar síðastliðin 15 ár. Á undan því var Bjarni atvinnumaður í Englandi, Þýskalandi og Belgíu, var góðvinur Temuri Ketsbaia sem gekk eftirminnilega berserksgang á St. James’s Park, æfði með háö…
Gunnar Oddsson
Ef Gunnar Oddsson væri bandarískur íþróttamaður myndi hann bera gælunafnið Iron Man. Frá júlí 1990 til ágúst 2000 spilaði Gunnar alla deildarleiki sem í boði voru í efstu deild á Íslandi, 186 leiki talsins, en hann varð síðar leikjahæsti leikmaður efst…
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Gunnar Heiðar Þorvaldsson er ekkert eðlilega skemmtilegur FyrirgosEyjamaður sem á virkilega vanmetinn feril að baki. Hann vann bæði gull- og silfurskó í Allsvenskunni, spilaði í Bundesligunni, á kvarthundrað landsleiki og færði Eyjamönnum sinn fyrsta b…
Gary Martin
Gary John Martin er án nokkurs vafa mest ræddi leikmaður síðasta áratugs í efstu deild á Íslandi. Drengurinn frá Darlington hefur spilað með 5 félögum á Íslandi og einnig spilað í Englandi, Danmörku, Ungverjalandi, Noregi og Belgíu. Hann mætti í Drauma…
Atli Jóhannsson
Atli Jóhannsson er Eyjamaður sem spilaði einnig með KR og er goðsögn í Stjörnunni. Atli spilað í 15 ár á Íslandi, allt í efstu deild og var einn yngsti leikmaðurinn til að ná þeim áfanga að spila 200 leiki í efstu deild. Hann lagði skóna 33 ára gamall …
Indriði Sigurðsson
Eftir að hafa jafnað sig á því áfali að vera rekinn úr KR í 7. flokki lék Indriði Sigurðsson 65 landsleiki fyrir íslenska landsliðið og var í 15 ár í atvinnumennsku í Noregi og Belgíu. Hann var orðaður við Manchester United og fór á trial til Liverpool…
Bjarni Þór Viðarsson
Bjarni Þór Viðarsson sat á bekknum í Premier League og var í fjögur ár hjá Everton áður en hann var á mála hjá Twente í Hollandi, liði sem varð Hollandsmeistari eftir að Bjarni hafði sett mark sitt á liðið og yfirgefið klúbbinn. Frá Hollandi tók Bjarni…
Kristinn Tómasson
Kristinn Tómasson er markahæsti leikmaður Fylkis á Íslandsmóti en fyrsta markið skoraði hann einungis 17 gamall, algjörlega lygilegt mark í anda Dennis Bergkamp sem reyndist sigurmark Fylkis gegn FH og hrifsaði Íslandsmeistaratitilinn úr höndum FHinga….
Steve Andri Geir Gunnarsson Dagskrá
Andri Geir Gunnarsson, annar af þáttastjórnendum Steve Dagskrá, veit allt um takkaskó auk þess að vera einn af dáðustu sonum ÍH. Hann hefur upplifað tímana tvenna, enda af týndu gullkynslóðinni auk þess sem hann söðlaði um á yngri árum og skipti úr upp…
Kári Árnason
Kári Árnason teikaði gullkynslóðina tæplega þrítugur eftir slitróttan landsliðsferil og hefur átt stóran þátt í mesta blómaskeiði íslenska landsliðsins. Kári hefur þess utan átt virkilega skemmtilegan feril í atvinnumennsku þar sem hann hefur spilað í …
Logi Ólafsson
Logi Ólafsson er einn af örfáum þjálfurum á Íslandsmeistari sem hefur orðið Íslandsmeistari með karlalið og kvennalið ásamt því að hafa þjálfað íslenska A landslið karla og kvenna. Logi er auðvitað einn fyndnasti maður lansins og sagði mér ekkert eðlil…
Prince Matilda Rajcomar – Dreamteam special
Prince Rajcomar kom til landsins í byrjun árs 2007, 21 árs unglingalandsliðsmaður frá Hollandi, og lék með Breiðablik í tvö ár áður en KR fékk hann til sín þar sem hann var hluti af The Quintet of Quality sóknarlínu KRinga sumarið 2009 áður en hann fór…
Gunnar Örn Jónsson
Gunnar Örn Jónsson er Fjölnismaður sem vann alla titla sem í boði voru áður en hann skipti yfir í yngri flokka Breiðabliks og skaraði fram úr undir styrkri leiðsögn Salih Heimis Porca. Þaðan elti hann peninga og frægð hjá KR og var hluti af The Quintet…
Guðmundur Torfason
Guðmundur Torfason deilir markametinu í efstu deild, spilaði í tæpan áratug sem atvinnumaður í Evrópu og er meðal annars goðsögn hjá St. Mirren eftir að hafa lagt grunninn að einum stærsta sigri félagsins síðustu ár þegar liðið lagði stórlið Glasgow Ce…
Hermann Hreiðarsson
Hermann Hreiðarsson er 8. leikjahæsti erlendi útileikmaður Premier League frá upphafi og þrátt fyrir að hafa fallið með nánast hverju einasta liði sem hann spilaði með er hann goðsögn á nánast öllum stöðum. Hann er eini leikmaðurinn til að sigra í elst…
Ingólfur Veðurguð Þórarinsson
Ingó var á sínum tíma gríðarlega efnilegur unglingalandsliðsmaður áður en hann varð einn farsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar. Ingó var í yngri landsliðum með stjörnum á borð við Kjartani Henry og Ragga Sig en endaði knattspyrnuferil sinn sem markmaðu…
Halldór Smári Sigurðsson
Halldór Smári Sigurðsson var langt frá því að vera besti leikmaðurinn í yngri flokkum Víkings og að eigin sögn lagði hann ekkert endilega inn the extra work, hann bara var þarna og mætti á æfingar. Í dag er hann 32 ára og ef allt er eðlilegt verður han…
Jón Kári Eldon
Jón Kári Eldon er farsæll grafískur hönnuður sem heldur úti skemmtilegum twitter reikningi í eigin nafni en er fyrst og síðast hluti af týndu gullkynslóð íslenskra knattspyrnumanna sem hafa staðið í skugganum af hinni raunverulegu gullkynslóð sem hefur…
Kristján Óli Sigurðsson
Kristján Óli Sigurðsson, Blönduósartryllirinn, kom í bæinn til að stunda nám í Verzlunarskólanum haustið 1996 og endaði sem verslunarprófshafi og stúdent frá MK og leikmaður í meistaraflokki Breiðabliks. Stjáni hefur þess utan spilað í hinum ýmsu bæjar…
Salih Heimir Porca
Salih Heimir Porca lenti á Íslandi 4. febrúar 1990 og hefur lifað í sátt og samlyndi við íslensku þjóðina frá þeim degi, ef undan eru skilin einhver atvik frá knattspyrnuvellinum. Hann spilaði með Selfossi, Val, Fylki, KR og Breiðablik hér á landi og v…
Brynjar Björn Gunnarsson
Brynjar Björn Gunnarsson spilaði frá 1999 til 2013 á Englandi og vann sig upp úr League 1 í Premier League á þeim tíma. Hann spilaði með Stoke City, Nottingham Forest, Watford og Reading á þessu tímabili ásamt því að spila 71 landsleik fyrir Ísland.
Þ…
Guðmann Þórisson
Guðmann Þórisson, eða Tuðmann eins og þjóðin kallar hann oft, var auðmýktin uppmáluð og lét tuðið eiga sig þegar hann mætti í Draumaliðið. Hann rúllaði yfir Draumaliðið sitt í þættinum og lagði ríka áherslu á að liðspartýin yrðu að vera góð þegar liðið…
Guðmundur Benediktsson
Gummi Ben er goðsögn hjá allri íslensku þjóðinni hvort sem er sem lýsari eða knattspyrnumaður. Hann var talinn einn efnilegasti leikmaður Evrópu á sínum tíma en varð að láta sér nægja að vera bara bestur á Íslandi en ekki bestur í heimi. Gummi spilaði …
Arnar Bergmann Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson er heitasti þjálfari landsins í dag og ég ætla rétt að vona að flestir viti að um það leyti sem hann skrifaði undir tilvonandi Hollandsmeistaraliði Feyenoord var hann talinn einn efnilegasti leikmaður Evrópu. Arnar spilaði með Feyeno…
Jón Ragnar Jónsson
Jón Ragnar Jónsson er miklu meira en bara tónlistarmaður. Hann á tæpa 100 leiki í efstu deild og náði með miklum dugnaði að sanna fyrir áhugamönnum um íslenskan fótbolta að hann væri töluvert meira en bara einhver klappstýra og dr. pepper á hliðarlínun…
Mikael Nikulásson
Mikael Nikulásson er einn skemmtilegasti maður landsins og hann sveik ekki Draumaliðið þegar hann setti saman byrjunarlið skipað af bestu leikmönnum sem hann hefur spilað með á ferlinum. Stútfullur þáttum af alvöru sögum úr ástríðunni í neðri deildunum…
Jóhannes Karl Guðjónsson
Jóhannes Karl Guðjónsson Aka Joey Gudjonsson átti frábæran feril sem atvinnumaður í Belgíu, Hollandi, Spáni og Englandi og spilaði undir mörgum heimsfrægum knattspyrnustjórum og öðrum mögnuðum karakterum. Hann gerði upp ferilinn og valdi bestu leikmenn…
Daníel Laxdal
Beinskeytt, to the point og no nonsense. Það er þannig sem Daníel Laxdal rúllar inná vellinum og það var uppleggið hans sömuleiðis þegar hann mætti í Draumaliðið og valdi sitt draumalið skipað bestu leikmönnum sem hann hefur spilað með. Besta byrjunarl…
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Sigurbjörn Hreiðarsson er sennilega ein mesta goðsögn í sögu Knattspyrnufélagsins Vals enda spilaði hann með liðinu í 19 ár og var fyrirliði bróðurpart þess tíma. Þrátt fyrir gylliboð annarra og miklu betri liða á erfiðum árum hélt hann alltaf tryggð v…
Gunnlaugur Jónsson
Gunnlaugur Jónsson kom ungur inn í gullaldarlið Skagans um miðjan 10. áratuginn og náði í skottið á þeirri ótrúlegu velgengni sem þar varði en gerði þetta síðan allt saman sjálfur sem fyrirliði Íslandsmeistara ÍA árið 2001 eftir ótrúlegan leik í lokaum…
Emil Hallfreðsson
Emil Hallfreðsson á tæpa 150 leiki í Serie A, 70 landsleiki og hefur spilað með mörgum frábærum og athyglisverðum leikmönnum. Í rúmlega 70 mínútna spjalli fórum við yfir það helsta sem hefur drifið á daga hans á ferlinum og fórum yfir margar af þeim ót…
Ólafur Ingi Skúlason
Árið 1993 varð Ólafur Ingi Skúlason markahæsti leikmaður Shellmótsins með 12 mörk en það er lægsti markafjöldi sem leikmaður hefur komist upp með í átt að gullskó á mótinu. Þetta varð því miður hápunktur Ólafs í markaskorun en þrátt fyrir það á hann vi…
Atli Viðar Björnsson
Atli Viðar Björnsson er markahæsti leikmaður í sögu FH í efstu deild og sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk fyrir eitt og sama félagið. Hann er geggjaður pundit, var stórkostlegur striker en umfram allt þvílíkur toppmaður. Nútímasaga FH í máli og …
Hjörvar Hafliðason
Besta Dengsa eftirherma landsins, Dr. Football, Hjörvar Hafliðason, mætti og fór yfir knattspyrnuferil sinn í rúmlega klukkutímaspjalli í boði Viftunnar og Byko, þá sérstaklega skrúfudeildar Byko út á Granda. Saga Hjörvars í boltanum með HK, Val og Bre…
Guðni Bergsson
Einn besti leikmaður Íslands fyrr og síðar, Guðni Bergsson, samþykkti ferðatilhögun Draumaliðsins og mætti í þáttinn og opnaði sig um bestu leikmenn sem hann hefur spilað með.
Draumaliðið er í boði BYKO, sérstaklega BYKO út á Granda sem hefur aldrei b…
Sólmundur Hólm Sólmundarson
Saga Hólmarans í knattspyrnunni er saga brostinna drauma en einnig saga upprisu. Sóli sagði okkur frá áföllum sem hann lenti í snemma á ferlinum og hvernig hann reif sig upp í það að verða einn afkastamesti spilandi þjálfari í sögu árgangamóts Þróttar….
Sigurvin Ólafsson
Sigurvin Ólafsson varð Íslandsmeistari 5 sinnum, einu sinni bikarmeistari og fór tvisvar upp úr 2. deildinni á mögnuðum ferli. Hann valdi Draumaliðið sitt sem að var mikill hausverkur eftir veru hjá m.a. gullaldarliðum ÍBV, KR og FH.
Hallbera Guðný Gísladóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður Vals og íslenska landsliðsins og spekingur Pepsi Max markanna, kíkti til mín og fór yfir bestu leikmenn sem hún hefur spilað með á ferlinum.
Guðmundur Steinn Hafsteinsson
Guðmundur Steinn Hafsteinsson, eiginlega ekki Gummi og því síður Steinn, mætti til okkar og gerði upp skemmtilegan feril sinn með vali á draumaliði frá tíma sínum með Val, Víkingi Ólafsvík, Fram, Notodden, ÍBV og Stjörnunni.
Gunnleifur Vignir Gunnleifsson
Fyrrum andlit Nike í Keflavík og Innri-Njarðvík, Gunnleifur Vignir Gunnleifsson, mætti og stillti upp draumaliði sínu eftir 25 ár af meistaraflokksfótbolta.
Albert Brynjar Ingason
Fyrrum Íslands- og Inkassomeistarinn Albert Brynjar Ingason mætti og stillti upp fyrir okkur strangheiðarlegu 4-3-3 leikkerfi skipað af bestu leikmönnum sem hann hefur spilað með á ferlinum.
Arnþór Ingi Kristinsson
Þegar Draumaliðið var ennþá bara ómótuð hugmynd að þeim þætti sem hann er í dag og átti að heita eitthvað allt annað fékk ég góðvin minn Arnþór Inga Kristinsson miðjumann KR til þess að koma í prufuþátt og sjá hvort við værum með eitthvað í höndunum. Ú…
Birkir Már Sævarsson
Næstlandsleikjahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðsins og hægri bakvörður neðsta liðs Pepsi deildarinnar valdi draumaliðið sitt.
Skúli Jón Friðgeirsson
Besti vinur Frikka Dórs og leikmaður KR, Skúli Jón Friðgeirsson, mætti í Draumaliðið og stillti upp byrjunarliði skipuðu af bestu leikmönnum sem hann hefur spilað með.