08 – Heilsuháski

4. september 2019

Í framhaldi af óvæntri hjartaþræðingu annars umsjónarmannsins datt okkur í hug að heyra í fólki sem hefur lent í enn alvarlegri heilsuháska. Í fyrri hluta þáttarins heyrum við í Þórarni Þórarinssyni, blaðamanni, sem greindist með krabbamein í vor. Hann hætti loksins að reykja og drekka og það þurfti eistnakrabbamein til.  Í seinni hlutanum segir Unnur […]

07 – Aðdáandinn II

12. júlí 2019

Viðmælendur kvöldsins eru tveir, þeir Orri Smárason og Sigurður Ólafsson. Orri segir okkur frá trúarlegu uppeldi sínu þar sem mikið fór fyrir innrætingu og dýrkun á enska knattspyrnuliðinu Crystal Palace. Þótt samhengið liggi kannski ekki í augum uppi ræðum við meðal annars um eiturlyfjaneyslu, Fellabæ og snyrtistofur. Auk þess tölum við um þungarokkshátíðina Eistnaflug sem […]

06 – Aðdáandinn I

5. júlí 2019

Öll erum við einhvers konar aðdáendur. Sum okkar dást afsakandi og í laumi en önnur einlæglega og fyrir algjörlega galopnum tjöldum.  Í kvöld tökum við tali fölskvalausa Take that-fanatíkerinn Bylgju Borgþórsdóttur. Fyrir tveimur vikum hélt þessi dagfarsprúða kona til Köben þar sem hún sá drengina sína stíga á stokk í fjórða sinn. Já og fimmta […]

05 – Atlavík

12. júní 2019

Hinn eini sanni Ringo Starr, trommari Bítlanna, kemur við sögu í nýjasta þætti Heimsenda. Þar segir líka frá ungum ræstitækni og því hvernig leiðir þessarra tveggja manna lágu saman – eða næstum því.  Atlavíkurhátíðarnar eru sveipaðar dýrðlegum nostalgíuljóma í huga margra sem þær sóttu. Hátíðin sem fram fór árið 1984 er sú sem flestir þekkja til […]

04 – Mjóifjörður

4. júní 2019

Í þættinum heyrum við í tveimur Mjófirðingum. Okkur þykir sérstaklega vænt um Mjóafjörð, enda er þar að finna einn augljósasta heimsenda fjórðungsins: Dalatanga. Við heyrum í vitaverðinum sem segist ekki vera skurðlæknir en þarf engu að síður að bjarga sér við aðstæður þar sem við flest köllum til allskyns sérfræðinga. Við hringjum í Fúsa á […]

03 – Sjómennskan er ekkert grín

27. maí 2019

Um helgina er sjómannadagurinn – dagur sem er tengdur þjóðarsálinni sterkum böndum. Af því tilefni fjöllum við um sjómennsku. Í þættinum heyrum við brot úr viðtali sem Jón Knútur tók við pabba sinn, Ásmund Þorsteinsson. Ási segir m.a. frá því þegar hann sigldi til Skotlands og lenti eitt sinn í fangelsi. Jón spyr pabba sinn […]

01 – Kaupmaðurinn á horninu

3. apríl 2019

Öll höfum við átt okkar eigin kaupmann á horninu – einhvern sem, þrátt fyrir kaupfélagið eða öll markaðslögmál, lagði allt sitt undir til að selja okkur nauðsynjar eða sérvöru. Í þessum þætti fjöllum við meðal annars um Tónspil, eggjasuðuvél, Viðarsbúð, Amazon og hnupl. Við tölum við sérfræðing að sunnan um framtíðarhorfur plötubúðarinnar og heyrum söguna […]