Logi Ólafs: Myndi aldrei fara í þetta félag ef ég væri markmaður

13. maí 2018

Víkingur Reykjavík hefur komið á óvart með frammistöðu sinni í fyrstu tveimur leikjum Pepsi-deildarinnar. Liðið er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina. Liðið gerði markalaust jafntefli við Íslandsmeistara Vals í síðustu umferð. „Ég er mjög ánægður með framlagið og niðurstöðuna,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Víkinga, í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær.

Gústi Gylfa: Litlar breytingar í Kópavoginum

21. október 2017

„Þetta eru búin að vera 10 ár samtals í Grafarvoginum, frábær tími og ég fer sáttur,“ sagði Ágúst Gylfason, sem var ráðinn þjálfari Breiðabliks á dögunum, í samtali við Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu 977.

„Ég hlakka til að hitta strákana og byrja að æfa, við gerum það fljótlega í nóvember. Það er góð aðstaða í Kópavoginum og hópurinn er frábær,“ sagði Gústi við strákana.

GunnInga: Það er enginn krísufundur

29. júlí 2017

„Laugardagurinn var erfiðastur. Maður var ekki undir það búin að vera úr leik eftir tvo leiki,“ Guðrún Inga Sívertsen, GunnInga varaformaður KSÍ, í viðtali í Útvarpsþættinum Fótbolta.net í dag.

GunnInga var ásamt fjölmörgum starfsmönnum KSÍ á EM í Hollandi og fylgdist með íslenska kvennalandsliðinu. Hún sá um undirbúning fyrir mótið og sinnti fleiri verkefnum.

„Maður lærir af þessu, þetta er dýrmæt reynsla í reynslubankann.“

Eiður Aron: Fínt að prófa að búa í bænum einu sinni

8. júlí 2017

Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur komið sterkur inn í lið Vals síðan hann kom frá þýska liðinu Holstein Kiel í maí.

Hann hefur byrjað undanfarna leiki og spilað virkilega vel.

„Þetta hefur verið skemmtilegt. Það er búið að ganga vel og það eru allir sáttir,“ sagði Eiður Aron þegar heyrt var í honum í Útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í hádeginu.

Alfreð: Maður gengur um á skýjum

25. mars 2017

„Það var náttúrulega frábært. Það er frábær tilfinning að vera aftur kominn á völlinn og það skemmdi ekki fyrir að ná að skora,“ sagði Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg í Þýskalandi, í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu FM 97,7 í dag.

Alfreð spilaði á fimmtudag æfingaleik með Augsburg gegn Greuther Fürth. Alfreð skoraði mark Augsburg með þrumuskoti á 18. mínútu leiksins, en leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

Glódís Perla: Ómetanlegt að hafa Söru í liðinu

4. mars 2017

„Við erum í 17 gráðum í dag, sól, rigning og ský til skiptis,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu 97,7 í dag. „Við búumst samt við sól næstu þrjá daga,“ bætti Glódís við, en hún er þessa stundina stödd á Algarve-mótinu í Portúgal með íslenska landsliðinu.

Hjörtur Hermanns: Ekki að fela okkur á bak við afsakanir

8. október 2016

„Það er náttúrulega bara spenningur í loftinu,“ sagði Hjörtur Hermannsson, fyrirliði U21 árs landsliðs Íslands, í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net nú áðan.

Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson ræddu við Hjört á hóteli U21-landsliðsins.

Framundan er leikur gegn Úkraínu í undankeppni EM og þar er allt undir.

Strákarnir í U21 landsliðinu geta með sigri gegn Úkraínu á þriðjudag tryggt sér sæti í lokakeppninni, sem fram fer í Póllandi, á næsta ári.

Bestur í 19. umferð: Býst við að fara aftur út eftir tímabilið

17. september 2016

„Ég hef kannski ekki beint svarið við því hver ástæðan er, svona fór þetta bara, en ég á eitt ár eftir og ég býst við því að ég fari aftur út eftir tímabilið,“ sagði Árni Vilhjálmsson, framherji Breiðabliks, í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í dag. Hann var þarna að ræða um dvöl sína hjá Lilleström í Noregi, en hann er í láni hjá Breiðablik út þetta leiktímabil.

Árni er leikmaður 19. umferðar í Pepsi-deildinni, en hann skoraði tvívegis í 3-0 sigri Blika á Valsmönnum á fimmtudagskvöldið. Hann hefur fundið sig vel eftir að hann kom aftur til Breiðabliks í félagsskiptaglugganum.