Kristján Guðmunds um úrslitaleik Meistaradeildarinnar

28. maí 2016

„Auðvitað verður þetta skemmtilegur fótboltaleikur. Þetta eru Madrídarliðin að mætast og það verður ekki minni æsingur en 2014,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Leiknis, í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

Kristján fór yfir úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Real Madrid og Atletico Madrid eigast við í Mílanó.

Heimir Guðjóns: Mourinho lofað alvöru leikmönnum

28. maí 2016

„Mourinho hefur sýnt það að hann þarf ekki langan aðlögunartíma til að koma sínum hugmyndum á framfæri,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara FH.

Heimir ræddi í útvarpsþættinum Fótbolti.net við Tómas Þór Þórðarson um ráðningu Manchester United á Jose Mourinho. Í gærmorgun var það opinberlega staðfest að sá portúgalski mun halda um stjórnartaumana á Old Trafford.

Baldur Sig: Sýni KR virðingu í fyrsta leik

16. maí 2016

„Frá því að ég kom í klúbbinn hefur verið tekið vel á móti mér. Ég vissi það þegar ég kom í Stjörnuna eftir vonbrigðatímabilið í fyrra myndu þeir leggja allt í sölurnar og vera andlega klárir í þetta,“ segir Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar. Garðabæjarliðið trónir á toppi Pepsi-deildarinnar.

Baldur var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu á laugardag.

Heimir Guðjóns: Ekkert til í þessu sem Óli Jó sagði

25. apríl 2016

Fótbolti.net spáir því að FH-ingar verði Íslandsmeistarar annað árið í röð.

„Þetta kemur bæði og á óvart. Það eru mörg lið búin að styrkja sig. KR, Stjarnan, Breiðablik, Valur og Víkingur hafa styrkt sig mikið. Mannskapslega séð þá held ég að deildin hafi sjaldan eða aldrei verið jafn sterk,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH við Fótbolta.net í dag.

Óli Jó: Eigum ekki séns í FH, KR og Stjörnuna

20. apríl 2016

„Spáin kemur ekki á óvart. Ég held að þetta sé mjög eðlilegt,“ segir Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, um spá Fótbolta.net en þar er liðinu spáð 5. sæti í sumar.

„Við þurfum að setja okkur markmið miðað við hvað er að ske í þessari deild. Það eru önnur lið sem eru öflugri heldur en við og leggja meira til málana. Það er erfitt fyrir okkur að keppa við það. Þau eru að eyða meiri pening en við. Þau hafa úr meiru að spila en við. Ef þú lítur á leikmannahópana þá eru þeir stærri en okkar hópar og þar af leiðandi eru þau að leggja meira í þetta.“

Ólafur segist ekki sjá fram á að Valur geti barist um efstu sætin í deildinni í sumar.

Milos: Lofa því að við verðum í topp þremur í haust

20. apríl 2016

„Ég átti von á því að við myndum vera í miðjunni því fyrstu fimm sætin eru frátekin. Þetta kemur mér ekki á óvart,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Víkings R., eftir að honum var tilkynnt að liðinu er spáð 6. sæti í Pepsi-deildinni í sumar.

„Markmiðið er að gera mjög vel og enda í topp þremur. Það var slys að vera í botnbaráttu í fyrra og afleiðing af því að við vorum að keppa í Evrópukeppni og vorum ekki með nógu stóran hóp í það.“

„Ég lofa því að við verðum í topp þremur í haust, 100%. Annars verð ég ekki sáttur. Þetta er það sem við erum að vinna í.“

Bjarni Jó: Oft kærusturnar sem stoppa þetta

19. apríl 2016

„Þetta er ekkert óeðlilegt. Þetta er svipuð staða og menn enduðu í fyrra. Fótbolta.net mótið hressti aðeins upp á sálarlífið og trú manna á að við getum náð aðeins betri árangri en í fyrra,“ segir Bjarni Jóhannsson þjálfari ÍBV en Fótbolti.net spáir liðinu 8. sæti í Pepsi-deildinni í ár.

„Markmiðið er að losa sig við þessa botnbaráttu. Það er svo lítið á milli, að vera í ströggli eða vera í góðum málum. Góð byrjun geta fleytt mönnum langt og komið sjálfstraust í menn. Okkar markmið er fyrst og fremst að byggja upp gott lið á næstu þremur árum.“

Gregg Ryder: Markmið að koma Þrótti í Evrópukeppni á næstu árum

4. apríl 2016

„Ég er sannfærður um að við munum gera vel, þvert gegn því sem veðbankar segja,“ sagði Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, í mjög skemmtilegu viðtali við Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn.

Þróttarar komust upp í Pepsi-deildina í fyrra en úrslitin á undirbúningstímabilinu hafa verið allt annað en góð. Gregg er þó bjartsýnn fyrir sumarið og bendir á að liðið hafi heldur ekki náð góðum úrslitum á undirbúningsmótunum fyrir ári síðan.

Freysi: Skipinu beint til Hollands og ná árangri þar

13. mars 2016

„23 leikmenn fengu að byrja leik hjá okkur á þessu móti. Ég held að það hafi tekist að láta alla fá stórt hlutverk í leikjunum. Það var fullt af mjög skemmtilegum og jákvæðum svörum og við erum komin með fína breidd,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna.

Freyr fór yfir Algarve-mótið í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær en íslenska liðið landaði þar bronsi. Hægt er að hlusta á spjallið í spilaranum hér að ofan.