26 – Lýðræði og fasismi í Japan

6. október 2020

Í ágúst var þess minnst að 75 ár eru liðin frá kjarnorkusprengingunum í Hiroshima og Nagasagi. Þrátt fyrir þessa gríðarlegu eyðileggingu er Japan eitt af fremstu iðnríkjum heims. Í þessari trílógíu er rætt um vegferð Japans til nútímans sem hófst um mi…

„Hvað ef…?“ sagnfræði: Efsaga og hjásaga

22. apríl 2020

Í þættinum í dag halda Ólafur og Andri áfram umræðum um ekki-sögu, og er nú rætt um „Hvað ef…?“ sagnfræði. Vangaveltur um það sem hefði getað gerst hefur orðið vinsælt þema í bókmenntum og öðrum skáldskap en er einnig að mati margra sagnfræðinga nyts…

18 – Hugleiðingar um kórónavírusinn

8. apríl 2020

Crymogæu fannst ekki annað hægt en að hlýða ákalli Landsbókasafns Íslands og annarra um að skrásetja hugleiðingar okkar um kórónavíruskrísuna vorið 2020, enda þegar ljóst að við erum að upplifa sögulega tíma.

Þátturinn var tekinn upp í gegnum netið þa…

17 – Fernand Braudel og Annales-skólinn

18. mars 2020

Í þættinum í dag ræða Ólafur og Andri um franska sagnfræðinginn Fernand Braudel og meistaraverk hans Miðjarðarhafið, sem kom út fyrir rúmlega hálfri öld síðan. Nafn Braudels og verk hans koma oft fyrir í yfirlitsritum um sögu sagnfræðinnar enda var han…

16 – Íslenska þjóðveldið og rómverska lýðveldið

3. mars 2020

Crymogæumenn snúa aftur til þess að ræða afar klassísk sagnfræðileg málefni að þessu sinni. Ólafur Hersir býður upp á athygliverðan samanburð á falli íslenska þjóðveldisins árið 1262 og falli rómverska lýðveldisins á 1 öld e.kr. Kenningar íslenskra sag…

15 – Ísland í síðari heimsstyrjöld, nasistar og kommúnistar

6. febrúar 2020

Í þessum þætti er haldið áfram þar sem frá var horfið í síðasta þætti um sagnaritun eftir endalok kommúnismans. Þeir Ólafur og Andri ræða um það hvernig sagnaritun um íslenska kommúnista hefur farið fram hér á landi frá hruni Sovétríkjanna. Ennfremur e…

14 – Gorbatsjov og fall Sovétríkjanna

21. janúar 2020

Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur um hrun Sovétríkjanna og aðdraganda þess 1985-1991. Rætt er um sögulega þýðingu þess atburðar og hvernig fjallað hefur verið um hann á þeim stutta tíma sem liðinn er síðan. Teknar voru fyrir tvær bækur sem síðasti …

13 – Endalok Ottomanveldisins

7. janúar 2020

Á árinu sem leið voru hundrað ár frá einum örlagaríkasta alþjóðaviðburði síðustu aldar – Parísarráðstefnunni árið 1919. Í þessum fyrsta þætti ársins ræða Ólafur og Andri um einn anga þeirra afleiðinga sem fyrri heimsstyrjöld hafði í för með sér en það …

11 – Hernám, landráð og andspyrna í síðari heimsstyrjöld

17. nóvember 2019

Í þessum þætti ræða Crymogæumenn vítt og breytt um landráð og andspyrnu í Evrópu undir hernámi þjóðverja í síðari heimsstyrjöld. Dregin eru fram ólík dæmi hernáms og andspyrnu frá Austur og Vestur Evrópu. Sérlega er vikið að reynslu Norðmanna og er þá …

10 – Lærðir menn og handritasöfnun á 17. öld

6. nóvember 2019

Ólafur las bókina Í spor Jóns lærða eftir Hjörleif Guttormsson og í kjölfar þess ræða Ólafur og Andri um menn lærdómsaldarinnar. Jón lærði Guðmundsson, Arngrímur lærði, Brynjólfur Sveinsson, Árni Magnússon og fleiri lærðir menn 17. og 18. aldar eru til…

09 – Norræna byggðin á Grænlandi

17. október 2019

Í þættinum í dag ræða Ólafur og Andri um norrænu byggðina í Grænlandi sem lifði í um 450 ár þar til hún lagðist af á leyndardómsfullan hátt um miðja 15 öld. Rætt er um samband fornleifafræði og sagnfræði og farið yfir sögulegar heimildir sem til eru um…

08 – Tevtónar, Germanir og Þjóðverjar

2. október 2019

Í Crymogæu í dag ræða Ólafur og Andri vítt og breytt um sögu Þjóðverja og aðra germanskra þjóða. Rætt er um þýska sagnaritun og söguskoðanir um þýska sögu og um stöðu Þýskalands innan Evrópu og Evrópusambandsins. Sonderweg: kenningin um hina „sérstöku“…

06 – Getur sagan ráðið framtíðina? II. hluti

18. september 2019

Í þessum þætti höldum við áfram með umræður um framtíðarspeki með hjálp kenningasmiða á borð við Francis Fukuyama, Yuval Harari og Karl Marx. Hér er einnig tekin fyrir nánar kenning Samuel Huntingon um Clash of Civilizations – og þar af leiðandi um mis…

05 – Getur sagan ráðið framtíðina? I. hluti

15. september 2019

Í þessum þætti ræða þeir Ólafur og Andri um framtíðina. Hvað getur sagan kennt okkur um framtíðina? Er hægt að ráða í framtíðina með hjálp sagnfræðilegra kenningasmiða á borð við Karl Marx, Francis Fukuyama og Yuval Harari? Hvað tekur við eftir lok kal…

04 – Austrið og vestrið

11. september 2019

í þessum fjórða þætti Crymogæu er stefnan tekin nær okkur í tíma – þó eftir smá umræður um verk Arngríms lærða, Crymogæu, þaðan sem hlaðvarpið hefur nú fengið lánað nafn sitt. Annars er rætt um andstæður milli austurs og vesturs í Evrópu og Asíu, og hv…