Ræktaðu garðinn þinn – #17 – Aðlögun plantna að vetri – 30. október 2020

30. október 2020

Aðlögun lífvera að kulda er margbreytileg. Farfugla leggja á sig langt og erfitt flug á suðlægari slóðir. Sum spendýr liggja í dvala yfir vetrarmánuðina, önnur safna vetrarforða eða þreyja þorrann og góuna. Gróðurinn getur aftur á móti ekki tekið sig u…

Kaupfélagið með Jóni Gnarr – #21 – 27. október 2020

27. október 2020

Kaupfélagsstjórinn Jón Gnarr er mættur með 21. tölublað Bændablaðsins við hönd. Honum er lögreglan hugleikinn í dag, enda sjálfur sonur lögregluþjóns. Innfluttar lífverur, auðlindir hafsins og sláturgerð bera einnig á góma.

Konur í nýsköpun #9 – Salome – 26. október 2020

26. október 2020

Í þættinum ræðir Alma Dóra við Salóme Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Icelandic Startups. Hún sagði henni frá því hvernig þau styðja við fjölbreytta frumkvöðla á fjölbreytta vegu, og þá sérstaklega í gegnum að tengja og hraða sprotafyrirtækjum. Einnig…

Máltíð – #6 – Jói í Ostabúðinni – 21. október 2020

21. október 2020

Nýr þáttur í hlaðsvarpsþættinum Máltíð er kominn í loftið. Svo sannarlega hristur en ekki hrærður. Gestur Hafliða Halldórssonar að þessu sinni er matreiðslumaðurinn Jóhann Jónsson sem fleiri þekkja sem Jóa í Ostabúðinni.  Jói er einn frumkvöðla í …

Konur í nýsköpun #8 – Þorbjörg Helga – 20. október 2020

20. október 2020

Í þætti dagsins kemur hún Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Kara Connect, og ræðir við Ölmu Dóru. Margir kannast við Þorbjörgu úr pólitík og borgarstjórn en frumkvöðlastörf hafa átt hug hennar allan síðastliðin ár. Í þættinum r…

Ræktaðu garðinn þinn – #16 – Haustplöntur – 15. október 2020

15. október 2020

Hægt er að lengja sumarið með því að skipta sumarblómunum út fyrir harðgerðar haustplöntur, til dæmis litríkt lyng eða sígræna sýprusa. Haustplöntum er hægt að planta í ker eða beint út í beð, allt eftir aðstæðum. Allar þessar plöntur standa fram í fro…

Konur í nýsköpun #7 – Huld – 13. október 2020

13. október 2020

Huld Magnúsdóttir hefur átt í áralöngu sambandi við nýsköpun og starfar nú sem framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs Atvinnulífsins. Hún kom í viðtal til Ölmu Dóru og ræddi sína vegferð, starf sjóðsins og hverju þau leitast eftir í fjárfestingartækifærum. E…

Konur í nýsköpun #6 – Edda og Melkorka – 9. október 2020

9. október 2020

Edda og Melkorka eru stofnendur Nýsköpunarvikunnar sem haldin er í fyrsta skiptið haustið 2020. Þær mættu í stúdíóið til Ölmu Dóru og deildu með henni sögum úr sinni vegferð, hvernig Nýsköpunarvikan kom til, hvað sé á dagskránni og hvaða væntingar þær …

Konur í nýsköpun #5 – Guðrún Tinna – 6. október 2020

6. október 2020

Í þættinum í dag ræðir Alma Dóra við Guðrúnu Tinnu Ólafsdóttur, stjórnarformann Svanna lánasjóðs. Svanni lánar fyrirtækjum sem stofnuð og leidd eru af konum án þess að frumkvöðlarnir þurfi að gefa veð, til dæmis í fasteign eða öðrum eignum heimilisins….

Hlaðvarp Havarí – #5 – Anna María Björnsdóttir – danska leiðin

5. október 2020

Hvergi í heiminum er hlutfall lífrænna afurða hærra í stórvöruverslunum og í Danmörku. Þetta er engin tilviljun heldur liggur að baki 30 ára markviss vinna í þessa átt, vinna sem hefði ekki skilað jafngóðum árangri ef stjórnvöld hefðu ekki markað sér s…

Kaupfélagið með Jóni Gnarr – #19 – 1. október 2020

1. október 2020

Saga, heyrn, fæðuöryggi, gæludýrafóður og nagladekk eru meðal umræðupunkta Jóns í Kaupfélaginu í dag auk þess sem heimspekingurinn Wittgenstein er honum hugðarefni um þessar mundir. Hann flettir sem endranær nýju tölublaði Bændablaðsins í leiðinni.

Konur í nýsköpun #4 – Ásdís – 29. september 2020

29. september 2020

Ásdís Guðmundsdóttir er gestur Ölmu Dóru í þessum þætti, en hún er verkefnastýra Atvinnumála kvenna. Ásdís sagði frá styrkjunum sem þau veita, lýsti ferlinu og gaf ráð til þeirra sem hafa hug á að sækja um styrki. Ásdís hefur unnið með fjölda frumkvöðl…

Ræktaðu garðinn þinn – #15 – Haustlaukar – 25. september 2020

25. september 2020

Vilmundur Hansen fjallar um haustlauka í þætti dagsins af Ræktaðu garðinn þinn á Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins.
Haustið er rétti tíminn til að undirbúa blómstrandi og litríkt vor með því að setja niður lauka af öllum gerðum. Laukarnir sem settir er…

Konur í nýsköpun #3 – Jenny Ruth – 22. september 2020

22. september 2020

Í þessum þætti spjallar Alma Dóra við Jenný Ruth Hrafnsdóttur, meðstofnanda Crowberry Capital. Crowberry er íslenskur vísissjóður sem fjárfestir í tæknidrifnum nýsköpunarfyrirtækjum sem eru snemma á sínum lífsferli. Jenný sagði frá sínu starfi hjá Crow…

Konur í nýsköpun #2 – Gréta María – 17. september 2020

17. september 2020

Viðmælandi Ölmu Dóru í þessum þætti er Gréta María, stjórnarformaður Matvælasjóðs sem er einn af nýjustu sjóðum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Gréta ræddi sína vegferð og þá reynslu sem hún tekur með sér inn í starf sjóðsins og deildi sínum b…

Konur í nýsköpun #1 – Þórdís Kolbrún – 14. september 2020

14. september 2020

Í byrjun sumars sat Alma fyrir Þórdísi Kolbrúnu, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra til að gulltryggja sér viðtal við hana fyrir þinglok. Það reyndist þó vera algjör óþarfi þar sem hún var meira en til í að vera með. Í þættinum ræða þær hvernig…

Kaupfélagið með Jóni Gnarr – #18 – 11. september 2020

11. september 2020

Hlustendur Hlöðunnar geta nú hlýtt á nýjan þátt Kaupfélagsins sem ávallt opnar við útgáfu á nýju tölublaði Bændablaðsins.
Að vanda gerir Jón Gnarr fjölbreytt málefni að umtalsefnum sínum um leið og hann flettir í gegnum blaðið. Ræðir hann m.a. um lausa…

Kaupfélagið með Jóni Gnarr – #17 – 20. ágúst 2020

20. ágúst 2020

Jón Gnarr er kominn úr sumarleyfi og hleður í Kaupfélagsþátt í tilefni útgáfu nýs Bændablaðs. Umfjöllunarefnið er meðal annars kannabisræktun í Kaliforníu og réttarstörf haustsins hér á Fróni. „Það er enn eitt reiðarslagið, það er búið að banna gestum …

Kaupfélagið með Jóni Gnarr – #16 – 21. júlí 2020

22. júlí 2020

Jón Gnarr hefur frá mörgu að segja í þessum Kaupfélagsþætti. Hundurinn Klaki er með honum og hlustar á húsbónda sinn vaða á súðum, þann mikla „meistara útúrdúranna og guðföður langlokunnar“ eins og hann segir sjálfur. Tvennt er á dagskrá – frásögn af f…

Kaupfélagið með Jóni Gnarr – #15 – 1. júlí 2020

22. júlí 2020

Gasprarinn og rauparinn Jón Gnarr, eins og hann kynnir sjálfan sig, ræðir við hlustendur um allt milli himins og jarðar í Kaupfélaginu. Jón er á faraldsfæti eins og þorri landsmanna en fjallar engu að síður um fjölbreytt hugðarefni, meðal annars heimsp…

Ræktaðu garðinn þinn – #13 – Liljur – 21. júlí 2020

21. júlí 2020

Vilmundur Hansen fjallar um liljur í hlaðvarpsþættinum Ræktaðu garðinn þinn. Liljur eru fagurblómstrandi plöntur sem vaxa upp af laukum og tengjast þær menningu og mataræði þjóða víða um heim. Margar tegundir og hundruð yrkja eru í ræktun og sum þeirra…

Ræktaðu garðinn þinn – #12 – Drukkna hjákonan – 8. júlí 2020

8. júlí 2020

Vilmundur Hansen fjallar um bóndarósir, sögu þeirra og ræktun. Bóndarósir eru yfirleitt auðveldar í ræktun eftir að þær hafa komið sér fyrir. Plantan er langlíf og líður best ef hún fær að standa lengi óhreyfð á sama stað.

Kaupfélagið með Jóni Gnarr – #13 – 23. júní 2020

23. júní 2020

Kaupfélagsstjórinn Jón Gnarr dregur ekki af sér að segja frá því sem hefur á daga hans drifið síðustu vikur. Boltaleikur við hundinn Klaka dró dilk á eftir sér eins og Jón rekur ítarlega í nýjasta hlaðsvarpsþætti Kaupfélagsins. „Ég er hérna með tvö þét…

Víða ratað með Sveini Margeirssyni – #12 – Kormákur – 19. júní 2020

22. júní 2020

Nýsköpun í ferðaþjónustu er áframhaldandi viðfangsefni í hlaðvarpsþættinum Víða ratað með Sveini Margeirssyni. Kormákur Hermannsson er framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Basecamp Iceland. Hann hefur langa reynslu af nýsköpun og hefur byggt upp…

Ræktaðu garðinn þinn – #11 – Berin best úr eigin garði – 18. maí 2020

22. júní 2020

Í þessum þætti fjallar Vilmundur Hansen um ber.
Ber eru góð á bragðið, það er gaman að rækta þau og það er auðveldara en marga grunar. Flestar berjaplöntur gefa betur af sér séu þær ræktaðar í frjósömum og deigum jarðvegi sem blandaður hefur verið með …

Víða ratað með Sveini Margeirssyni – #11 – Rusticity – 12. júní 2020

12. júní 2020

Sveinn Margeirsson ræðir við Nönnu K. Kristjánsdóttur og Gilles Tasse hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Rusticity, sem býður upp á sérfræðiráðgjöf og innleiðingu á nýjum snjalllausnum á rekstrar- og skráningarkerfum fyrir bændur.

Ræktaðu garðinn þinn – #10 – Grasið í garðinum – 9. júní 2020

9. júní 2020

Fátt er yndislegra en ilmurinn af nýslegnu grasi á fallegum sumardegi. Til þess að grasflötin verði falleg þarf hún góðan undirbúning, áburð og umhirðu. Grasflöt í paradís er lávaxin og hægvaxta, þekur vel og hefur þétt rótarkerfi og grænkar snemma á v…

Kaupfélagið með Jóni Gnarr – #12 – 27. maí 2020

29. maí 2020

Það er margt sem Jóni Gnarr liggur á hjarta í hvítasunnuþætti Kaupfélagsins. Hundurinn Klaki mætir í stúdíóið og sefur á meðan húsbóndinn ræðir m.a. svefnleysi í Svíþjóð, íslensku forsetakosningarnar, bull, nauðsynlega nýliðun í sauðfjárrækt, ímynd hjú…

Hlaðvarp Landgræðslunnar – #6 – Bryndís Marteinsdóttir og Grólind – 25. maí 2020

25. maí 2020

Bryndís Marteinsdóttir verkefnastjóri er viðmælandi Áskels Þórissonar í hlaðvarpsþætti Landgræðslunnar. Bryndís stýrir verkefni sem nefnt er GróLind.
Bryndís og samstarfsfólk hennar er að leggja lokahönd á fyrsta stöðumat á ástandi gróður- og jarðvegsa…

Hlaðvarp Landgræðslunnar – #5 – Árni Bragason – 20. maí. 2020

20. maí 2020

Árni Bragason landgræðslustjóri er viðmælandi í fimmta hlaðvarpsþætti Landgræðslunnar. Í viðtalinu ræðir Árni m.a. um það hvers vegna Ísland er eitt vistfræðilega verst farna land Evrópu. Þá talar Árni um loftslagsmarkmiðin og jarðvegseyðinguna sem er …

Ræktaðu garðinn þinn – #9 – Ævintýri garðálfanna – 20. maí 2020

20. maí 2020

Í þessum níunda þætti Ræktaðu garðinn þinn fjallar Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur um sögu garðálfa sem eiga sér aldagamla hefð í Evrópu sem verndarar og frjósemistákn sem ætlað var auka uppskeruna. Vinsældir garðálfa sem garðskraut á Íslandi fara …

Skeggrætt með Áskeli Þórissyni – #5 – Ólafur Arnalds – 15. maí 2020

18. maí 2020

Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, er gestur í hlaðvarpsþætti Áskels Þórissonar. Umræðuefnið er landnýtingarþáttur gæðastýringar í sauðfjárrækt. Ólafur segir íslenskt samfélag veita gríðarlegum fjárhæðum til sauðfjárræktar og …

Ræktaðu garðinn þinn – #8 – Sumarblóm – 12. maí 2020

12. maí 2020

Að þessu sinni fjallar Vilmundur Hansen um sumarblóm. Hvenær á að setja þau niður, undirbúning jarðvegsins og staðsetningu. Hann segir einnig frá því hvað sumarblóm eru há og hver eru lág, hver þeirra standa langt fram á haust, hver ilma mest og hver þ…

Kaupfélagið með Jóni Gnarr – # 11 – 8. maí 2020

10. maí 2020

Jón Gnarr ræðir um lífsins gagn og nauðsynjar. Hefur kórónuveiran breytt Vesturlandabúum, er Miklatún gott nafn á túni og hvers geta ferðamenn vænst í mat og drykk þegar þeir ferðast um landið í sumar?

Hlaðvarp Landgræðslunnar – #4 – Tryggvi Felixson hjá Landvernd – 6. maí. 2020

6. maí 2020

Tryggvi Felixson, formaður stjórnar Landverndar, er gestur Áskels Þórissonar í hlaðvarpsþætti Landgræðslunnar. Landvernd eru stærstu náttúruverndarsamtök Íslands. Samtökin voru stofnuð árið 1969. Þau eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum…

Víða ratað með Sveini Margeirssyni – #10 – Hrífunes – 5. maí 2020

5. maí 2020

Ferðaþjónustubændur um allt land horfa fram á gjörbreytta eftirspurn og þörf á nýsköpun. Hlaðvarpsþátturinn Víða ratað mun á næstu vikum horfa sérstaklega til nýsköpunar tengdri ferðaþjónustu. Sveinn Margeirsson tók hús á Höddu Gísladóttur og Snorra Ha…

Skeggrætt með Áskeli Þórissyni – #4 – Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir – 30. apríl 2020

30. apríl 2020

Tölur sýna að rekja má um helming allrar auðlindanýtingar og allt að 30-40% orkunotkunar og útblásturs til byggingariðnaðarins, sem gerir hann að þeim iðnaði sem losar mest af gróðurhúsalofttegundum á heimsvísu.
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir ræðir þe…

Hlaðvarp Havarí – samtal um lífræna ræktun og framleiðslu – #4 – Sólveig Eiríksdóttir (Solla)

29. apríl 2020

Sólveig Eiríksdóttir, sem kölluð er Solla, hefur í áratugi talað fyrir lífrænni ræktun og lífrænum afurðum. Það sé einfaldlega betra fyrir umhverfi, menn og dýr. Solla er gestur Havarí hlaðvarpsins að þessu sinni, þáttar um lífræna ræktun og framleiðsu…

Ræktaðu garðinn þinn – #7 – Kartöflur – 24. apríl 2020

24. apríl 2020

Að þessu sinni fjallar Vilmundur Hansen um þann þjóðlega sið að rækta kartöflur. Hann bendir meðal annars á að vegna stutts vaxtartíma er gott að forrækta kartöflur í fimm til sex vikur áður en útsæðinu er stungið í jörð.

Kaupfélagið með Jóni Gnarr – #10 – 22. apríl 2020

24. apríl 2020

Í tíunda þætti Kaupfélagsins heldur Jón Gnarr því staðfastlega fram að það eigi að efla innlenda matvælaframleiðslu. Hann vill átak í því að bæta kjör og aðstæður garðyrkjubænda og segir nýjar reglur um innflutning á hampfræi alveg gráupplagðar. Að ven…

Í fréttum er þetta helst – #3 – Kórónuveiran í Noregi, Belgíu og Kúveit – 10. apríl 2020

10. apríl 2020

Bændablaðið sló á þráðinn til þriggja Íslendinga sem búa í Noregi, Belgíu og við Persaflóa, nánar tiltekið í Kúveit. Þó aðstæður séu ólíkar í þessum löndum er viðfangsefnið það sama – að þreyja þorrann og góuna þar til COVID-19 lætur undan. Rætt er um …

Máltíð – #5 – Gísli Matthías í Slippnum – 6. apríl 2020

6. apríl 2020

Gísli Matthías Auðunsson er viðmælandi Hafliða Halldórssonar í hlaðvarpsþættinum Máltíð. Gísli Matt, eins og hann er alltaf kallaður, hefur sett verulegt mark á veitingageirann þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur náð góðum árangri í rekstri og er þekkt…

Víða ratað með Sveini Margeirssyni – #9 – Fæðuöryggi og breytingar – 6. apríl 2020

6. apríl 2020

Umræða um fæðuöryggi Íslend­inga hefur vaknað í tengslum við COVID-19-faraldurinn. Viðbrögð við þeirri umræðu hafa eðlilega snúist um skammtímasjónarmið, en mikilvægt er að horfa til lengri tíma í þeim efnum. Sveinn Margeirsson fjallar um tíu breytinga…

Kaupfélagið með Jóni Gnarr – #9 – 5. apríl 2020

5. apríl 2020

Jón Gnarr hefur dvalið á óðali sínu í Skorradalnum síðustu tvær vikurnar, fjarri öllu kórónufári í sjálfskipaðri útlegð frá höfuðstaðnum. Hann sætir lagi og mætir í hlaðvarpsstúdíó Bændablaðsins á milli apríllægða þar sem hann hleður í hnausþykkan pásk…

Skörin – #3 – Freyja Þorvaldar ræðir við Sigurð Inga Jóhannsson um landbúnaðarmál – 3. april 2020

3. apríl 2020

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sest á Skörina með Freyju Þorvaldar í nýjum hlaðvarpsþætti. Umræðuefnið er landbúnaðarstefna Framsóknarflokksins og framtíð íslensks landbúnaðar. Þau fara u…

Máltíð – #4 – Brynja Laxdal hjá Matarauð Íslands – 31. mars 2020

31. mars 2020

Brynja Laxdal, verkefnastjóri Matarauðs Íslands, er gestur Hafliða Halldórssonar í hlaðvarpinu Máltíð. Matarauðurinn hefur þann megintilgang að draga fram sérstöðu íslensks hráefnis og matarmenningar. Í þættinum ræðir Brynja m.a. um fjölbreytta matvæla…

Í fréttum er þetta helst – #2 – Er fæðuöryggi okkar tryggt á tímum kórónuveirunnar? – 26.03.2020

26. mars 2020

Við lifum á undarlegum tímum. Þjóðfélagið er að aðlagast nýjum raunveruleika, sem felur í sér lítinn sem engan samgang við annað fólk, sóttkví, jafnvel veikindi og almenna röskun á veruleikanum eins og við eigum að venjast honum. Eitt hefur þó ekki bre…

Hlaðvarp Havarí – samtal um lífræna ræktun og framleiðslu – #3 – Karen Jónsdóttir (Kaja) – 19. mars 2020

25. mars 2020

Þriðji viðmælandi Berglindar Häsler er Karen Jónsdóttir sem á og rekur Kaja Organic á Akranesi. Karen tileinkaði sér lífrænan lífstíl þegar hún veiktist fyrir allmörgum árum.  Karen rekur eina kaffihús landsins sem vottað er lífrænt, þá er hún ein…

Kaupfélagið með Jóni Gnarr – #8 – 20. mars 2020

20. mars 2020

Kaupfélagsstjórinn Jón Gnarr er mættur í fjósagalla og gatslitinni lopapeysu í hljóðver Hlöðunnar, hlaðvarps Bændablaðsins. Hann er á persónulegu nótunum og ljóstrar meðal annars upp fyrir hlustendum kenningu móður sinnar um það hver væri fyrirmyndin a…

Ræktaðu garðinn þinn – #5 – Klipping limgerða og stórra trjáa – 20. mars 2020

20. mars 2020

Lóan er komin og vorið handan við hornið. Í fimmta þætti hlaðvarpsins Ræktaðu garðinn þinn fer Vilmundur Hansen yfir tækni og aðferðir við klippingu, snyrtingu og grisjun runna og trjáa.

Skörin – #2 – Freyja Þorvaldar ræðir við Steingrím J. Sigfússon um landbúnaðarmál – 18. mars 2020

18. mars 2020

Freyja Þorvaldar býður Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis og fyrrverandi fjármála- og landbúnaðarráðherra, að setjast á skörina. Þar kryfja þau stefnu Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í landbúnaðarmálum og ræða m.a. um samþjöppun í eignar…

Í fréttum er þetta helst – #1 – Snorri Sig og reynslan af COVID-19 í Kína – 16.3.2020

16. mars 2020

Snorri Sigurðsson er lesendum Bændablaðsins að góðu kunnur. Hann er nú búsettur í Kína og starfar þar sem framkvæmdastjóri hjá mjólkurfyrirtækinu Arla Foods í Peking. Á dögunum skrifaði Snorri áhugaverðan pistil á Facebooksíðu sína um þá reynslu að sit…

Ræktaðu garðinn þinn – #4 – Dedúað við dalíur – 9. mars 2020

9. mars 2020

Tími vorlaukanna er runninn upp. Vilmundur Hansen fjallar um meðhöndlun þeirra í þessum þætti af „Ræktaðu garðinn þinn“.
Til einföldunar eru laukar og hnýði flokkaðir eftir árstímanum sem þeir eru settir niður.

Kaupfélagið með Jóni Gnarr – #7 – 6. mars 2020

6. mars 2020

Kaupfélagsstjórinn Jón Gnarr fer yfir víðan völl að venju. Í löngum og yfirgripsmiklum þætti gefst lítið ráðrúm til þess að ræða efnistök og auglýsingar Bændablaðsins. Jóni liggur ýmislegt annað á hjarta. Hann minnist vinar síns Ragga Bjarna, leggur ti…

Máltíð – #3 – Arnheiður Hjörleifsdóttir bóndi í Hvalfirði – 6. mars 2020

6. mars 2020

Arnheiður Hjörleifsdóttir, bóndi á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði, er viðmælandi Hafliða Halldórssonar í Máltíð. Hún ásamt fjölskyldu sinni rekur myndarlegt bú sem er hvað þekktast fyrir nýsköpun í ferðaþjónustu, heimavinnslu og sölu eigin afurða beint ti…

Skörin – #1 – Freyja Þ. ræðir við Unnstein Snorra um framtíð sauðfjárræktarinnar – 6. mars 2020

6. mars 2020

Freyja Þorvaldar, bóndi á Grímarsstöðum í Borgarfirði og nemi við LbhÍ, ræðir við Unnstein Snorra Snorrason, framkvæmdastjóra Landssamtaka sauðfjárbænda, um stöðu og horfur í sauðfjárrækt á Íslandi. Margar áskoranir bíða sauðfjárbænda sem hafa gengið í…

Hlaðvarp Havarí – samtal um lífræna ræktun og framleiðslu – #2 – Kristján Oddsson

2. mars 2020

Kristján Oddsson, bóndi að Neðra Hálsi í Kjós, er viðmælandi Berglindar Häsler í öðrum þætti af Hlaðvarpi Havarí á Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins.
Kristján er frumkvöðull í lífrænni ræktun á Íslandi og einn eiganda fyrirtækisins Bióbú sem sérhæfir s…

Víða ratað með Sveini Margeirssyni – #8 – Grasprótín – 28. feb. 2020

29. febrúar 2020

Nýlokið er frumgreiningu á fýsileika þess að vinna prótín úr íslensku grasi, en Danir hafa á síðustu árum lagt talsverða vinnu í þróunarvinnu á sviði grasprótínframleiðslu. Finnbogi Magnússon, Ditte Clausen og Hannes Rannversson fjalla um ýmsar hliðar …

Hlaðvarp Bændasamtakanna – #2 – Tillaga um nýtt félagskerfi landbúnaðarins – 27. febrúar 2020

27. febrúar 2020

Tillaga að heildarendurskoðun á félagskerfi landbúnaðarins liggur fyrir Búnaðarþingi 2020. Meginmarkmiðið er að auka skilvirkni og bæta nýtingu fjármuna, ná fram sem breiðastri samstöðu meðal bænda og auka slagkraft hagsmunagæslunnar. Að auki á að finn…

Kaupfélagið með Jóni Gnarr – #6 – 21. febrúar 2020

21. febrúar 2020

Kaupfélagsstjórinn Jón Gnarr rýnir í Bændablaðið, ræðir um veðrið, stórar dráttarvélar, kjallaradælur fyrir salerni og hellulagnastörf í Reykjavík forðum daga. Í lok þáttar boðar kaupfélagsstjórinn stórar fréttir um framtið sína og möguleg jeppakaup.

Hlaðvarp Landgræðslunnar – #3 – Guðrún Schmidt fræðslufulltrúi LG – 21. feb. 2020

21. febrúar 2020

Gestur í hlaðvarpi Landgræðslunnar að þessu sinni er Guðrún Schmidt fræðslufulltrúi Landgræðslunnar. Guðrún ræðir um loftslagsmál frá ýmsum hliðum og segir að Íslendingar megi gjarnan temja sér meiri nægjusemi – enda sé nægjusemi ein af frumforsendum þ…

Ræktaðu garðinn þinn – #3 – Jarð- og moltugerð – 21. febrúar 2020

21. febrúar 2020

Vilmundur Hansen fjallar um jarðveg og jarðvegsgerð. Áhugi á jarð- eða moltugerð eykst sífellt og margir garð- og sumarhúsaeigendur eru með safnhaug í þeim tilgangi að nýta lífrænan úrgang sem fellur til úr eldhúsinu og garðinum. Góð safnhaugamold er b…

Víða ratað með Sveini Margeirssyni – #7 – Hlöðver Hlöðversson bóndi á Björgum – 19. feb. 2020

20. febrúar 2020

Hlöðver Hlöðversson bóndi að Björgum í S-Þingeyjarsýslu er viðmælandi Sveins Margeirssonar í Víða ratað. Þeir ræða skemmtilega vakningu bænda í Þingeyjarsýslum, nýtingu jarðvarma og fóðurframleiðslu. Einnig ber uppkaup á jörðum á góma.

Víða ratað með Sveini Margeirssyni – #6 – Hildur Ásta Þórhallsdóttir – 12. feb. 2020

12. febrúar 2020

Hildur Ásta Þórhallsdóttir stjórnmálafræðingur sem nýlega lauk námi tengdu sjálfbærni við Edinborgarháskóla í Skotlandi er viðmælandi Sveins í þessum þætti af Víða ratað. Þau ræða m.a. áskoranir og tækifæri í landbúnaði og við landnýtingu í ljósi lofts…

Kaupfélagið með Jóni Gnarr – #5 – 11. febrúar 2020

12. febrúar 2020

Kaupfélagsstjóranum Jóni Gnarr er ekkert óviðkomandi. Hann flettir í gegnum nýjasta Bændablaðið og ræðir við hlustendur um málefni jeppaeigenda, lestarkerfi hringinn í kringum landið, súrmeti, leiðsögustörf á jöklum, jarðgerðarílát frá Borgarplasti og …

Köngull – þáttur Landssamtaka skógareigenda – #2 – Lífið er vatn og vatn fyrir alla – 10.2.2020

10. febrúar 2020

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka skógarbænda, fjallar um mikilvægi skóga sem vistkerfi og lífsnauðsynlegt samspil við vatn. Því meiri skógur, því meira vatn, því lífvænlegri jörð. Þetta á ekki síður við um Ísland en aðrar heimsins…

Hlaðvarp Havarí – samtal um lífræna ræktun og framleiðslu – #1 – Eygló Björk Ólafsdóttir

10. febrúar 2020

Berglind Häsler, eigandi Havarí í Berufirði og markaðsstjóri í Reykjavík, stýrir hlaðvarpinu Havarí – samtal um lífræna ræktun og framleiðslu í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins.
Í fyrsta þætti sínum spjallar Berglind við Eygló Björk Ólafsdóttur, bónda…

Hlaðvarp Landgræðslunnar – #2 –Sigtryggur Veigar og Daði Lange – 6. febrúar 2020

10. febrúar 2020

Gestir Áskels Þórissonar í hlaðvarpsþætti Landgræðslunnar eru þeir Sigtryggur Veigar Herbertsson, fagstjóri á búfjárræktar- og þjónustusviði Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Daði Lange Friðriksson, héraðsfulltrúi Landgræðslunnar á Norðurandi eystr…

Víða ratað með Sveini Margeirssyni – #5 – Þorsteinn Tómasson – 3. febrúar 2020

3. febrúar 2020

Þorsteinn Tómasson, fyrrverandi forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, er viðmælandi Sveins Margeirssonar í hlaðvarpsþættinum Víða ratað. Þeir ræða m.a. um kynbætur í trjárækt en Þorsteinn hefur um árabil unnið að þeim.

Ræktaðu garðinn þinn – #2 – Umhirða pottaplantna eru geimvísindi – 31. janúar 2020

31. janúar 2020

Í öðrum þætti af hlaðvarpsþættinum „Ræktaðu garðinn þinn“ fjallar Vilmundur Hansen um pottaplöntur.
Hann stiklar á stóru í sögu pottaplöntunnar í Evrópu, en fyrstu heimildir um slík stofuprýði á Íslandi er frá árinu 1856. Í framhaldi bendir hann á góða…

Skeggrætt með Áskeli Þórissyni – #3 – Þórey Ólöf Gylfadóttir – 31. janúar 2020

31. janúar 2020

Þórey Ólöf Gylfadóttir, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands, ræðir við Áskel Þórisson um landbúnaðarrannsóknir.
Þórey segir að miðað við nágrannalöndin standi Ísland sig ekki nógu vel þegar kemur að landbúnaðarrannsóknum. Landbúnaðurinn er flókin atv…

Kaupfélagið með Jóni Gnarr – #4 – 24. janúar 2020

24. janúar 2020

„Ég segi það alveg hreint út og í heiðarleika…“ fullyrðir Jón Gnarr sem flettir brakandi fersku Bændablaði og ræðir meðal annars um yfirheyrsluaðferðir bandarískra rannsóknarlögreglumanna, íslenska málshætti, ær og kýr. Jón slær á þráðinn til hennar Lá…

Víða ratað með Sveini Margeirssyni – #4 – Sigurður Björnsson – 20. janúar 2020

20. janúar 2020

Sigurður Björnsson, sviðsstjóri rannsókna- og nýsköpunarsviðs hjá Rannís, er gestur Sveins Margeirssonar í fjórða hlaðvarpsþætti Víða ratað. Meðal þess sem ber á góma eru styrkjaleiðir sem tengjast rannsóknum og nýsköpun í landbúnaði og græna hagkerfin…

Máltíð – #2 – Agnar Sverrisson á Texture – 17. janúar 2020

17. janúar 2020

Agnar Sverrisson, matreiðslumaður og eigandi Michelin-veitingastaðarins Texture í London, er viðmælandi Hafliða Halldórssonar í öðrum þætti Máltíðar. Aggi segir meðal annars frá námsárunum á Sögu, þegar hann fór í víking til útlanda, rekstri veitingast…

Ræktaðu garðinn þinn – #1 – Sáning og meðferð á smáplöntum – 16. janúar 2020

16. janúar 2020

Vilmundur Hansen, garðyrkju- og grasafræðingur og blaðamaður Bændablaðsins, sér um hlaðvarpsþáttinn Ræktaðu garðinn þinn. Nafnið er dregið af samnefndum hópi á Facebook sem Vilmundur stofnaði á sínum tíma og gengur út á ráðgjöf og skoðanaskipti um garð…

Skeggrætt með Áskeli Þórissyni – #2 – Guðríður Helgadóttir – 15. janúar 2020

15. janúar 2020

Guðríður Helgadóttir, Gurrý á Reykjum, er gestur Áskels Þórissonar í hlaðvarpsþættinum Skeggrætt. Hún er forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands og staðarhaldari í Garðyrkjuskólanum á Reykjum, en þar er garðyrkjunám Lb…

Kaupfélagið með Jóni Gnarr – #3 – seinni hluti – 13. janúar 2020

14. janúar 2020

Jón Gnarr sprengir öll tímamörk í þriðja hlaðvarpsþætti Kaupfélagsins þar sem hann fjallar um allt annað en smáauglýsingar Bændablaðsins, sem þó er meginefni þáttarins. Til hægðarauka er þátturinn tvískiptur að þessu sinni og er þetta seinni hluti.

Kaupfélagið með Jóni Gnarr – #3 – fyrri hluti – 13. janúar 2020

14. janúar 2020

Jón Gnarr sprengir öll tímamörk í þriðja hlaðvarpsþætti Kaupfélagsins þar sem hann fjallar um allt annað en smáauglýsingar Bændablaðsins, sem þó er meginefni þáttarins. Til hægðarauka er þátturinn tvískiptur að þessu sinni og er þetta fyrri hluti.

Hlaðvarp Landgræðslunnar – #1 – Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Aðalbjörg Egilsdóttir – 12. janúar 2020

12. janúar 2020

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, fyrrverandi formaður Félags íslenskra framhaldsskóla, og Aðalbjörg Egilsdóttir hjá Náttúrustofu Vesturlands ræða við Áskel Þórisson, kynningarstjóra Landgræðslunnar, um loftslagsmál og aðgerðir ungs fólks í baráttunni …

Hlaðvarp Bændasamtakanna – #1 – Ólafur R. Dýrmundsson og markaskrárnar – 10. jan. 2020

10. janúar 2020

Hvað gera markaverðir og hvernig er haldið utan um eyrnamörk búfjár? Hafinn er undirbúningur að útgáfu markaskráa um land allt en þær eru gefnar út á átta ára fresti í samræmi við ákvæði afréttalaga og reglugerðar um búfjármörk. Ólafur R. Dýrmundsson, …

Víða ratað með Sveini Margeirssyni – #3 – Freyja Þorvaldar – 7. janúar 2020

7. janúar 2020

Freyja Þorvaldar, bóndi á Grímarsstöðum og nemi í búvísindum við LbhÍ, ræðir við Svein Margeirsson um nýsköpun í landbúnaði, markaðsmál, heimaslátrun og mikilvægi þess að bændur þrói nýjar vörur, m.a. fyrir þá neytendur sem aðhyllast veganlífsstíl.

Víða ratað með Sveini Margeirssyni – #2 – Oddný Anna Björnsdóttir – 27. desember 2019

27. desember 2019

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla og bóndi í Gautavík, er viðmælandi Sveins Margeirssonar í öðrum hlaðvarpsþætti Víða ratað.
Oddný Anna er viðskiptafræðingur að mennt og starfaði í áratug hjá stoðtækjafyrirtækinu…

Máltíð – #1 – Kynning og jólasaga – 23. desember 2019

23. desember 2019

Í hlaðvarpsþættinum Máltíð er fjallað um mat og matarmenningu á Íslandi. Hafliði Halldórsson matreiðslumeistari hittir áhugaverða kokka og annað fagfólk úr matvælageiranum og skoðar matarmenninguna á veitingahúsum landsins. Hann heyrir líka í bændum, f…

Köngull – þáttur Landssamtaka skógareigenda – #1 – Slagur út í loftið – 23. desember 2019

23. desember 2019

Um þessar mundir er fólk heimskringlunnar í óðaönn að slást við loftið. Hvað er hægt að gera svo ekki fari verr en illa, þegar fram í sækir? Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka skógareigenda, ræðir um aðgerðir sem skógræktarfólk getu…

Kitla – Margföldunartaflan og milljarðarnir

22. desember 2019

Jón Gnarr kaupfélagsstjóri og Hallgrímur Sveinsson hjá Vestfirska forlaginu fara örsnöggt yfir margföldunartöfluna hlustendum til fróðleiks og ánægju.
Hljóðbrot úr 2. þætti Kaupfélagsins sem aðgengilegur er á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Kaupfélagið með Jóni Gnarr – #2 – 19. desember 2019

20. desember 2019

Jón Gnarr hleður í langan jólaþátt þar sem hann freistast til að fletta í gegnum allt Bændablaðið. Schnitzel-viðvörun í Þýskalandi kemur við sögu ásamt því að Jón slær á þráðinn til Hallgríms Sveinssonar hjá Vestfirska forlaginu. Þeir ræða um vestfirsk…

Skeggrætt með Áskeli Þórissyni – #1 – 17. desember 2019

17. desember 2019

Áskell Þórisson skeggræðir um umhverfismál í víðu samhengi. Gestur í fyrsta þætti er Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Hafdís hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu eftir tólf viðburðarík ár þar sem h…

Víða ratað með Sveini Margeirssyni – #1 – 12. desember 2019

13. desember 2019

Sveinn Margeirsson, matvælafræðingur og doktor í iðnaðarverkfræði, er stjórnandi hlaðvarpsþáttarins Víða ratað. Fjallað er um tækniumbyltingar, nýsköpun og þróun í landbúnaði og tengdum greinum.
Viðmælandi Sveins í fyrsta þætti Víða ratað er Hlynur Þór…

Kaupfélagið með Jóni Gnarr – #1 – 6. desember 2019

9. desember 2019

Jón Gnarr er kaupfélagsstjóri í þætti þar sem smáauglýsingar Bændablaðsins eru í forgrunni. Vantar þig múgavél, haugsugu eða hákarlstennur? Í fyrsta þætti ræðir Jón um eðlislægan áhuga sinn á endurnýtingu gamalla hluta, moltugerð og ferðir sínar í Góða…