Blanda – #13 – Íslenskir þjóðardýrlingar – viðtal við Jón Karl Helgason

20. ágúst 2021

Einar Kári Jóhannsson ræðir við Jón Karl Helgason, prófessor í íslensku, um bók hans Ódáinsakur: Helgifesta þjóðardýrlinga sem kom út hjá Sögufélagi árið 2013.
Jón ræðir íslenska þjóðardýrlinga, á borð við Jónas Hallgrímsson, Jón Sigurðsson og Halldór …

Flóran #5 Jarðhneta

23. júlí 2021

Baunin jarðhneta er efni þessa þáttar af Flórunni. Plantan er stórmerkileg fyrir margra hluta sakir og hefur víðtæka notkunarmöguleika. Vilmundur og Guðrún Hulda miðla ýmsum mismerkilegum fróðleik um sögu þessarar plöntu, ræktun hennar og notkun.

Fæðuöryggi #6 Korn – Hrannar Smári

13. júlí 2021

Möguleikarnir á meiri kornrækt á Íslandi eru umtalsverðir, en enn sem komið ræktun við bara brot af heildarneyslu landsins. Í þessum þætti af Fæðuöryggi ræðir Guðrún Hulda við Hrannar Smára Hilmarsson tilraunastjóra í jarðrækt hjá Landbúnaðarháskóla Ís…

Flóran #4 Agúrka

5. júlí 2021

Nýjum þætti Flórunnar hefur verið kastað í loftið á Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins. Að þessu sinni fjalla Vilmundur Hansen og Guðrún Hulda um agúrkur, gúrkur eða ullullur. Samkvæmt skilgreiningum grasafræðinnar mun agúrkan vera ber, sem hægt er að n…

Bruggvarpið – #16 – Innlit á Rvk bruggstofu

30. júní 2021

Bjórbræðurnir Höski og Stefán fóru og hittu hann Sigga hjá RVK bruggfélagi á nýja veitingastað félagsins á Snorrabraut. Viðeigandi að þetta var áður ein vinsælasta áfengisútsala ÁTVR, en það er önnur saga. Sigurður Pétur Snorrason, eða Siggi eins hann …

Fæðuöryggi #5 Heimaræktun og sjálfbærni – Dagný og Sigurður á Skyggnissteini

24. júní 2021

Dagný Guðmundsdóttir og Sigurður Jónsson eru viðmælendur Guðrúnar Huldu í þessum þætti um Fæðuöryggi. Efni þáttarins snýr að fæðuöryggi einstaklingsins og heimilisins. Í viðtali við Bændablaðið árið 2017 fjalla þau um vegferð sína að því líferni sem þa…

Blanda – #12 – Fyrra hefti Sögu árið 2021

21. júní 2021

Markús Þórhallsson ræðir við Kristínu Svövu Tómasdóttur, ritstjóra, um innihald vorheftis Sögu 2021. Saga – tímarit Sögufélags kemur út tvisvar á ári, vor og haust. Efni þess er fjölbreytt og tengist sögu og menningu landsins í víðum skilningi. Auk Kri…

Flóran #3 Inkakorn

18. júní 2021

Inkakorn, eða kínóa, er umfjöllunarefni Vilmundar og Guðrúnar Huldu í þessum þætti af Flórunni. Þessi Suður-Ameríska undrajurt hefur gengt mikilvægu hlutverki sem matjurt í meir en 5000 ár. Fjallað er um sögu hennar og víðtæk áhrif, ræktun erlendis og …

Bruggvarpið – #15 – Sumarið er tíminn

15. júní 2021

Sumarið er tíminn söng maðurinn. Og það er alveg rétt. Sumarið hefur fært okkur þónokkra sumarbjóra sem hér eru smakkaðir. Strákarnir ræða saman um Norðurlandið og hvernig Stefán mun taka N1 mótið í sumar. Þá eru bjórhátíðir sumarsins ræddar lítið eitt…

Hlaðvarp Landgræðslunnar – #8 – Söfnun birkifræs

9. júní 2021

Að þessu sinni ræðir Áskell Þórisson við þau Rannveigu Magnúsdóttur, sérfræðing og starfsmann Landverndar og Kristin H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Kópavogs.
Umræðuefnið er birki og söfnun birkifræs. Haustið 2020 var farið í átak ti…

Sveitahljómur – #6 – Krummi Björgvinsson

7. júní 2021

Krummi Björgvinsson settist í kántrístólinn að þessu sinni og fór yfir áhrifavalda sína í kántríheiminum en hann er alinn upp við tónlistarstefnuna frá blautu barnsbeini. Síðastliðin ár hefur hann færst æ meira yfir í kántrítónlist og á næstu dögum fer…

Bruggvarpið – #14 – Snemmbúið sumar eða síðbúið Júróvisjón

31. maí 2021

Sumarið er handan hornsins og í stað sólar virðist það koma með vefverslanir og óáfenga bjóra. Hér er farið yfir ýmislegt – byrjað á óáfengum bjórum og svo fara strákarnir Höskuldur og Stefán um allar koppagrundir. Löng umræða um vefverslanir með áfeng…

Blanda – #11 – Væringjar og saga norrænna manna í austurvegi

26. maí 2021

Gestur ellefta þáttar Blöndu er Sverrir Jakobsson, prófessor í miðaldasögu við Háskóla Íslands. Á síðasta ári kom út bók eftir Sverri hjá forlaginu Palgrave Macmillan sem ber heitið The Varangians: In God’s Holy Fire. Þar rekur Sverrir sögu norrænna ma…

Blanda – #10 – Landnám kynjasögunnar

25. maí 2021

Hafdís Erla Hafsteinsdóttir skrifaði grein í hausthefti Sögu 2020 sem ber heitið „Landnám kynjasögunnar“. Þar leggur hún út af grein sem Margrét Guðmundsdóttir ritaði í aldamótahefti Sögu árið 2000 um sagnaritun kvennasögu á 20. öld. Hafdís tekst á við…

Landgræðslan – #7 – Árni Bragason og ný landgræðsluáætlun

20. maí 2021

Nú liggja fyrir drög að nýrri landgræðsluáætlun. Meginmarkmið landgræðsluáætlunar lúta að vernd og endurheimt vistkerfa, vernd kolefnisríks jarðvegs, samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda frá landi og bindingu kolefnis í jarðvegi og gróðri samhliða þ…

Skeggrætt – #7 – Erna Bjarnadóttir og aðförin að heilsu kvenna

20. maí 2021

Í byrjun árs hófst undirskriftasöfnun vegna þeirrar óvissu sem upp var komin við skimanir fyrir leghálskrabbameini hér á landi. Nú hafa tæplega fimm þúsund einstaklingar skrifað undir áskorun þar sem því er mótmælt að greining leghálssýna hafi verið fl…

Blanda – #9 – Hjalti Hugason um heimagrafreiti á Íslandi

17. maí 2021

Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu við Háskóla Íslands, er gestur Blöndu að þessu sinni. Hjalti skrifaði grein í hausthefti Sögu 2020 sem ber heitið „Átökin um útförina“, en þar fjallar hann um heimagrafreiti á Íslandi á 20. öld.

Blanda – #8 – Vísindi og ríkisvald í Bandaríkjunum

17. maí 2021

Í áttunda þætti Blöndu segir Sveinn Máni Jóhannesson sagnfræðingur frá doktorsritgerð sinni sem hann varði við Cambridge-háskóla árið 2018. Hún fjallaði um ríkisþróun í Bandaríkjunum á fyrri hluti nítjándu aldar og ber heitið „The Scientific-Military S…

Blanda – #7 – Tímaritið Saga

17. maí 2021

Í sjöunda þætti Blöndu kemur Kristín Svava Tómasdóttir, annar ristjóra Sögu, og ræðir við Markús Þórhallsson og Jón Kristinn Einarsson um innihald haustheftis Söguauk. Auk þess er spjallað um tímaritið í fortíð og framtíð.
Í haustheftinu 2020 eru þrjár…

Bruggvarpið – #13 – Fókus á sumarbjórana

14. maí 2021

Jæja, það er komið sumar. Loksins. En það er enn COVID, þó það sjái fyrir endann á því. Strákarnir fara hér aðeins yfir stöðuna og fókusa á sumarbjórana. Smá umræða um allar netverslanirnar sem hafa sprottið upp að undanförnu.
Í þættinum er þetta á sma…

Sveitahljómur – #5 – Sverrir Björn Þráinsson

14. maí 2021

Að þessu sinni kemur Sverrir Björn Þráinsson, umsjónarmaður kántrítónlistarsíðunnar „Sveitatónlist á Facebook,“ í stúdíó til þeirra Erlu Gunnarsdóttur og Drífu Viðarsdóttur. Hann segir hlustendum frá ástríðu sinni fyrir sveitatónlist sem hann hefur bor…

Skeggrætt – #6 – Erna Bjarnadóttir og tollamálin

12. maí 2021

Frá því á vormánuðum 2020 hafa hagsmunasamtök bænda og afurðastöðvar þeirra tekið framkvæmd innflutnings búvara og tollasamninga til gagngerrar skoðunar og umfjöllunar.
Erna Bjarnadóttir hagfræðingur hefur ítrekað bent á ýmsa vankanta í þessu efni og þ…

Blanda – #6 – Saga Heimilisiðnaðarfélagsins

11. maí 2021

Í sjötta þætti Blöndu ræðir Dr. Áslaug Sverrisdóttir við Markús Þórhallsson og Jón Kristin Einarsson um bók sína Handa á milli. Saga Heimilisiðnaðarfélags Íslands 1913–2013.
Áslaug segir frá uppruna heimilisiðnaðar á Íslandi, hvernig Heimilisiðnaðarfél…

Blanda – #5 – Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1918

11. maí 2021

Árið 2018, þegar öld var liðin frá fullveldi Íslands, kom út bókin Hinir útvöldu. Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1918, eftir Gunnar Þór Bjarnason út hjá Sögufélagi.
Markús og Jón Kristinn tóku Gunnar Þór tali um atburðarásina sem l…

Blanda – #4 – Kvennaganga og saga kvennabaráttu á tuttugustu öld

7. maí 2021

Í fjórða þætti Blöndu er brugðið út af vananum og haldið út úr hljóðverinu. Höfundar bókarinnar Konur sem kjósa, Erla Hulda, Kristín Svava og Ragnheiður fara með hlustendur í kvennagöngu um miðbæ Reykjavíkur, þar sem við fylgjum þeim í gegnum sögu kven…

Blanda – #3 – Í fjarska norðursins

7. maí 2021

Í þessum þætti fá Jón Kristinn Einarsson og Markús Þórhallsson til sín Sumarliða R. Ísleifsson, en hann hefur ritað bókina Í fjarska norðursins. Ísland og Grænland – Viðhorfasaga í þúsund ár.

Í fjarska norðursins er saga viðhorfa til Íslands og Grænla…

Blanda – #2 – Bækur ársins 2020

7. maí 2021

Útgáfa Sögufélags er býsna fjölbreytt. Í þessum þætti er fjallað um bækur sem komu út á síðasta ári. Konur sem kjósa fjallar um íslenska kvenkjósendur í heila öld, Handa á milli segir sögu Heimilisiðnaðarfélags Íslands 1913–2013, Í fjarska norðursins f…

Máltíð – #10 – Michelin-kokkurinn Gunnar Karl Gíslason

7. maí 2021

Það er sannkölluð sögustund í tíunda þætti hlaðvarpsins Máltíðar. Gestur þáttarins er Gunnar Karl Gíslason sem er maðurinn að baki DILL, eina veitingastað landsins sem hlotið hefur eftirsótta stjörnu frá Michelin-veitingahúsahandbókinni. Gunnar hefur f…

Blanda – #1 – Hvað er Sögufélag?

5. maí 2021

Í fyrsta þætti hlaðvarpsins Blöndu ræðir Markús Þórhallsson við Brynhildi Ingvarsdóttur framkvæmdastjóra félagsins, Hrefnu Róbertsdóttur forseta og Írisi Ellenberger sem hefur ritað sögu Sögufélags. Þær fjalla á áhugaverðan og upplýsandi hátt um rúmleg…

Blanda – #0 – Hlaðvarp Sögufélags – Kynningarþáttur

5. maí 2021

Blanda var upprunalega heiti tímarits sem Sögufélag gaf út á árunum 1918–1953. Markmið Blöndu voru að fræða og upplýsa almenning, og að bera söguna á borð í aðgengilegum búning.
Hlaðvarpið Blanda er afrakstur MA-verkefnis Markúsar Þórhallssonar í blaða…

Sveitahljómur – #4 – Selma Björnsdóttir

4. maí 2021

Brakandi ferskur Sveitahljómur er kominn í loftið og að þessu sinni kom góður gestur í hlaðvarpsstúdíóið, engin önnur en Selma Björnsdóttir sem er mikill aðdáandi kántrítónlistar. Hún fer yfir feril sinn sem kántrísöngkona en árið 2010 gaf hún út diski…

Bruggvarpið – #12 – Blessuð sértu sveitin mín, Ölvisholt

30. apríl 2021

Í þættinum bregða Stefán og Höskuldur undir sig betri fætinum og fara upp fyrir Elliðaárnar. Stefnan var tekin á Ölvisholt þar sem að Ásta Ósk Hlöðversdóttir ræður ríkjum. Þar var ekki í kot vísað og sagði Ásta strákunum upp og ofan af starfseminni í Ö…

Bruggvarpið – #11 – Sumardagurinn þyrsti

23. apríl 2021

Það er formlega komið sumar og allmildur vetur að baki. Sumarbjórarnir eru komnir á kreik og það kætir bruggvarpsbræðurnar Höskuld og Stefán. Ný brugghús vekja áhuga og athygli þáttastjórnenda sem velta líka vöngum yfir íþróttatengingum í bjórheiminum….

Bruggvarpið – #10 – Austurland að Glettingi

20. apríl 2021

Þegar pósturinn bankar með töskuna fulla af góðgæti er ekki annað hægt en að taka því fagnandi. Upp úr pokanum komu fjórir prýðisbjórar sem að strákarnir gerðu góð skil. Austri og Múli eru tvö brugghús með miklar tengingar og flæktar rætur á Austurland…

Matvælið – hlaðvarp Matís – #2 – Próteingjafar framtíðarinnar og sjálfbærni í matvælaframleiðslu

14. apríl 2021

Verða skordýr helstu próteingjafar framtíðarinnar? Eða örþörungar? Eða prótein unnið úr trjám?

Birgir Örn Smárason og Búi Bjarmar Aðalsteinsson velta fyrir sér ýmsum málum sem tengjast próteingjöfum framtíðarinnar og sjálfbærri matvælaframleiðslu. Óhe…

Matvælið – hlaðvarp Matís – #1 – Hvað er Matís?

13. apríl 2021

Hvað er Matís? Fyrir hverja starfar það? Hvernig get ég nýtt mér þjónustu Matís?
Í þessum kynningarþætti af Matvælinu, hlaðvarpi Matís um rannsóknir og nýsköpun í matvælaframleiðslu, svarar Hákon Stefánsson stjórnarformaður þessum spurningum og fleirum…

Bruggvarpið – #9 – Þátturinn með öllum lausnunum…

12. apríl 2021

Það var mikið að fyrsti þáttur eftir páska varð að veruleika. Kófið heldur áfram að stríða landanum en það er engin afsökun fyrir því að láta Bruggvarpið sitja á hakanum. Að þessu sinni hittust strákarnir á laugardagskvöldi, aldrei þessu vant, og fóru …

Kaupfélagið með Jóni Gnarr – #28 – 8. apríl 2021

9. apríl 2021

Kaupfélagsstjórinn Jón Gnarr spjallar við Pétur Jóhann Sigfússon sem hefur marga fjöruna sopið. Þeir ræða um sveitastörf að fornu og nýju, fyrirgreiðslupólitík af gamla skólanum, pikkalóstörf Péturs Jóhanns á Hótel Sögu og um svæsin mígrenigöst Jóns se…

Bruggvarpið – #8 – Páskar og aftur páskar

3. apríl 2021

Páskaþátturinn er farinn í loftið. Hér fara piltarnir yfir stöðuna, ræða eldgos, páskamat og hefðir, veitingastaði og allskonar. Enda fátt mannlegt óviðkomandi. Tengjast páskar einhvern veginn bjór?
Í þættinum er að þessu sinni aðeins smakkað frá brugg…

Bruggvarpið – #7 – Komdu inn í kófið til mín, er bylgjan skyggja fer

26. mars 2021

Nú er fjórða bylgja kórónufársins skollin á landsmenn. Bruggbræðurnir Stefán og Höskuldur láta sér fátt fyrir brjósti brenna en þessi þáttur er sá fyrsti sem sendur er á myndbandsformi á netið! Sjá á YouTube hér: www.youtube.com/watch?v=6-S9GQU7Mxs
Þát…

Bruggvarpið – #6 – Brothers Brewery

22. mars 2021

Bruggvarpið er hlaðvarpsþáttur í umsjón Stefáns Pálssonar og Höskuldar Sæmundssonar. Báðir eru þeir áhugamenn um bjór, hafa skrifað bók um bjór, drukkið bjór í meira magni en þeir kjósa að viðurkenna og hafa talað um bjór í áratug að minnsta kosti, hvo…

Máltíð – #9 – Knútur Rafn Ármann – 15. mars 2021

15. mars 2021

Gestur Máltíðar er Knútur Rafn Ármann garðyrkjubóndi og frumkvöðull í ferðaþjónustu á Friðheimum. Knútur og kona hans Helena Hermundardóttir hafa byggt upp glæsilega garðyrkjustöð og samþætt reksturinn í tómataræktinni við vel heppnaða ferðaþjónustu. G…

Bruggvarpið – #5 – Bjór beint frá býli: Snilld eða kjaftæði?

12. mars 2021

Í þessum þætti fara Höskuldur Sæmundsson og Stefán Pálsson yfir málefni sem tengjast nýlegu frumvarpi um heimild til sölu bjórs frá framleiðslustað. Farið er yfir trend og tölur þegar kemur að neyslu áfengis og eru ýmsar mýtur vegnar og léttvægar fundn…

Konur í nýsköpun #16 – Kolbrún Bjarmundsdóttir – 11. mars 2021

11. mars 2021

Tækniþróunarsjóður er stærsti nýsköpunarsjóðurinn á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem styrkir fjölda nýsköpunarverkefna á ári hverju. Alma Dóra fékk því til sín Kollu, Kolbrúnu Bjargmundsdóttur, verkefnastjóra hjá Rannís, til að ræða up…

Sveitahljómur #2

8. mars 2021

Annar þáttur af Sveitahljómi í umsjón Drífu Viðarsdóttur og Erlu Gunnarsdóttur er kominn í loftið. Að þessu sinni fjalla þær stöllur um texta í kántrílögum, þá sérstaklega sem snýr að ástinni. Einnig fá þær til sín góðan gest, Jóhann Örn Ólafsson dansa…

Bruggvarpið – #4 – Steinn Stefáns er allsstaðar!

5. mars 2021

Steinn Stefánsson eða Steini á Míkró, Steini á Mikkeller, Steini hjá Kex, Steini hjá KexBrewing, Steini í Ölvisholti og nú Steini í Malbygg kíkir til piltanna í því sem einungis verður lýst sem afar fróðlegu spjalli. Gleðin var við völd en það er erfit…

Kaupfélagið með Jóni Gnarr – #26 – 5. mars 2021

5. mars 2021

Kaupfélagið hefur nú opnað á nýju ári og eins og áður lætur kaupfélagsstjórinn Jón Gnarr öllum illum látum. Honum er í nöp við karllæg orð eins og stjóri, læknir og herra, kann ekki að meta bifreiðar né afmæli og fjallar um framlag Rasmusar Rask til ís…

Lífrænt Ísland – #1 – Dominique Plédel Jónsson – Líffræðilegur fjölbreytileiki er í húfi

4. mars 2021

Dominique Plédel Jónsson, formaður Slow Food samtakana á Norðurlöndunum og fyrrverandi formaður Slow food á Íslandi, er viðmælandi hlaðvarpsþáttarins Lífrænt Ísland að þessu sinni. Berglind Häsler, umsjónarmaður þáttanna ræðir við Dominique um Slow foo…

Bruggvarpið – #3 – Þorraþrællinn og Vínbúðin

26. febrúar 2021

Hvað er betra en að pæla aðeins í þorrabjórum? Drekka þá er svarið, ef einhver var í vafa. Hér er farið aðeins yfir allskonar, meðal annars töluvert dýpra ofan í sölutölur Vínbúðarinnar fyrir árið 2020 en gert var í undangengnum þáttum. Þá uppljóstrast…

Bruggvarpið – #2 – Árni gæðingur

18. febrúar 2021

Árni Ingólfur Halldórsson Hafstað bóndi, tal- og heyrnarmeinafræðingur, bruggari, þúsundþjalasmiður og bareigandi kíkti í heimsókn í Bruggvarpið. Árni gæðingur eins og hann er alla jafna nefndur í daglegu tali er einn af upphafsmönnum handverksbruggsen…

Fæðuöryggi – #4 – Staða fæðuöryggis í dag – Jóhannes Sveinbjörnsson

18. febrúar 2021

Jóhannes Sveinbjörnsson dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands og bóndi á Heiðarbæ við Þingvallavatn er gestur Guðrúnar Huldu í þessum þætti af Fæðuöryggi. Tilefnið er skýrsla um stöðu fæðuöryggis á Íslandi í dag sem kom út fimmtudaginn 11.febrúar og má…

Ræktaðu garðinn þinn – #19 – Sjö matlaukar – 16. febrúar 2021

16. febrúar 2021

Matlaukar eru til í nokkrum ólíkum gerðum og sennilega að einhver af þeim sé til á hverju heimili landsins. Stærð, litur og bragð ólíkra lauka er mismunandi og ýmist hægt að nota þá ferska eða eldaða. Auðveldara er að rækta lauk en marga grunar. Í fyrs…

Konur í nýsköpun #15 – Ásta Kristín – 15. febrúar 2021

15. febrúar 2021

Gestur Ölmu Dóru í þætti dagsins er Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Ásta hefur starfað náið með frumkvöðlum víða um land á sínum starfsferli og deilir í þættinum fjölmörgum góðum ráðum sem koma sér vel í verkfæraka…

Sveitahljómur #1

11. febrúar 2021

Í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins er nú hafinn nýr þáttur um kántrítónlist sem nefnist Sveitahljómur í umsjón Drífu Viðarsdóttur og Erlu Gunnarsdóttur. Í þáttunum ætla þær stöllur að beina spjótum sínum að rótum kántrítónlistar, upphafinu og rekja sl…

Bruggvarpið – #1 – Nýtt ár bjórsins

8. febrúar 2021

Fram undan er „ár bjórsins“ en hér eru strákarnir Stefán Pálsson og Höskuldur Sæmundsson að koma sér í gang. Farið yfir málin, smámunaleg sem stórvægileg. Ekki töluð vitleysan… framan af.
Hér er smakkað:
Yuzu Rice Lager – RVK brewing
DimSum lager – RVK…

Flóran #1 Sætuhnúðar

5. febrúar 2021

Vilmundur Hansen og Guðrún Hulda Pálsdóttir eiga það sameiginlegt að vera nokkuð upptekin af ætiplöntum. Nú hafa þau tekið höndum saman og farið af stað með hlaðvarpið Flóruna.
Uppistaða þáttanna eru sívinsælu fræðslugreinar Vilmundar um nytjaplöntur h…

Konur í nýsköpun #14 – Hulda Birna – 28. janúar 2021

28. janúar 2021

Hulda Birna Baldursdóttir Kjærnested er ein þeirra fræknu verkefnastjóra sem hafa veitt frumkvöðlum aðstoð og tækifæri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Viðtalið var tekið upp sumarið 2020, og eins og flestir vita þá stóð til að leggja niður stofnunina um…

Konur í nýsköpun #13 – Ólöf Vigdís – 19. janúar 2021

19. janúar 2021

Gestur Ölmu Dóru í þætti dagsins er Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir, verkefnastjóri nýsköpunar hjá Háskóla Íslands. Ólöf er lögfræðingur að mennt og hefur borið marga mismunandi hatta innan nýsköpunarsenunnar á Íslandi. Í þættinum segir hún okkur frá sinni v…

Konur í nýsköpun #12 – Birna Bragadóttir – 12. janúar 2021

13. janúar 2021

Gestur Ölmu Dóru í tólfta þætti af Konum í nýsköpun er Birna Bragadóttir, stjórnarformaður Hönnunarsjóðs. Auk þess að gefa góð ráð fyrir umsækjendur sjóðsins ræðir Birna sína eigin vegferð og fjölmörgu verkefni í þættinum. Birna er ötul talskona jafnré…

Konur í nýsköpun #12 – Birna Bragadóttir – 12. janúar 2021

12. janúar 2021

Gestur Ölmu Dóru í tólfta þætti af Konum í nýsköpun er Birna Bragadóttir, stjórnarformaður Hönnunarsjóðs. Auk þess að gefa góð ráð fyrir umsækjendur sjóðsins ræðir Birna sína eigin vegferð og fjölmörgu verkefni í þættinum. Birna er ötul talskona jafnré…

Kaupfélagið með Jóni Gnarr – #25 – 24. desember 2020

24. desember 2020

Jón Gnarr verður seint kallað týpískt jólabarn. Hér má nálgast jólahugvekju Kaupfélagsstjórann í síðasta þætti ársins. Hér fer hann á flug um leiðinleg jólalög, hungursneiðar og skáldskap, grútskítuga jólasveina, rúsínuna í pylsuendanum, fyndin orðatil…

Kaupfélagið með Jóni Gnarr – #24 – 15. desember 2020

15. desember 2020

Það kennir ávallt ýmissa grasa hjá Kaupfélagsstjóranum Jóni Gnarr. Hænsnaskítur, Dalvík, námsferlar, íþyngjandi regluverk, viðhorf Íslendinga til innfluttra lífvera, listamenn og blóðmör bera á góma.

Fæðuöryggi – #3 – Matvælastefna Íslands – Vala Pálsdóttir

10. desember 2020

Út er kominn Matvælastefna, fyrsta sinnar tegundar fyrir Ísland. Þetta er stórt og viðamikið plagg sem ætlað er að móta framtíðarsýn Íslands sem matvælalands til næstu 10 ára. Stefnan fjallar meðal annars um tengsl matvæla og lýðheilsu, samspil matvæla…

Máltíð – #8 – Dóra Svavarsdóttir – 4. desember 2020

4. desember 2020

Í nýjasta þætti í hlaðvarpinu Máltíð er Dóra Svavarsdóttir gestur Hafliða Halldórssonar. Dóra er að eigin sögn ruslakokkur, en matarsóun, sanngjörn viðskipti með matvörur og umhverfismál eiga í henni öflugan talsmann með yfirgripsmikla þekkingu á málaf…

Kaupfélagið með Jóni Gnarr – #23 – 27. nóvember 2020

27. nóvember 2020

Jón er á tilvistarlegum þankagangi í þætti dagsins. Hann hugleiðir lífið, trúna, rifjar upp æskuminningar af Landakotsspítala, gefur ráð fyrir lífið, spáir í langlífi, vatnsinntöku, svefn sem vanmetið fyrirbæri um leið og hann lítur á forsíðu 22. tbl. …

Fæðuöryggi – #2 – Hinar ýmsu hliðar fæðuöryggis – Kári Gautason

26. nóvember 2020

Vopnfirðingurinn Kári Gautason, búfjárerfðafræðingur og framkvæmdarstjóri þingflokks Vinstri grænna er viðmælandi Guðrúnar Huldu í 2. þætti um Fæðuöryggi.
Kári sat í verkefnahóp um mótun Matvælastefnu fyrir Íslands og var upphaflegt tilefni viðtalsins …

Ræktaðu garðinn þinn – #18 – Blómin um jólin – 25. nóvember 2020

25. nóvember 2020

Jólin eru á næsta leiti og því ekki úr vegi að fjalla lítillega um jólablómin. Jólastjörnur eru líklega þær pottaplöntur sem flestir tengja við jólin en riddarstjörnur fylgja þar fast á eftir. Fjöldi annarra tegunda er líka í boði og um að gera að kaup…

Konur í nýsköpun #11 – Andrea og Kristjana – 13. nóvember 2020

13. nóvember 2020

Í þættinum í dag ræðir Alma Dóra við Andreu Gunnarsdóttur og Kristjönu Björk Barðdal, stjórnarkonur Ungra athafnakvenna, eða UAK. Þær ræddu um starfsemi félagsins, tengingu þess við nýsköpun og hvernig komandi kynslóðir ungra athafnakvenna munu hrista …

Máltíð – #7 – Þráinn Freyr Vigfússon – 11. nóvember 2020

11. nóvember 2020

Gestur Hafliða Halldórssonar í Máltíð er kokkurinn og veitingamaðurinn Þráinn Freyr Vigfússon sem hefur áhugaverðan feril að baki og hefur komið víða við. Hann er einn þeirra sem segir keppnismatreiðslu hafa þróað hann sem fagmann, en hann keppti sjálf…

Fæðuöryggi – #1 – Sagan

10. nóvember 2020

Fæðuöryggi er til staðar þegar allir menn, á öllum tímum, hafa raunverulegan og efnahagslegan aðgang að nægum, heilnæmum og næringarríkum mat sem fullnægir þörfum þeirra til að lifa virku og heilsusamlegu lífi. Þetta er skilgreining Matvæla- og landbún…

Kaupfélagið með Jóni Gnarr – #22 – 10. nóvember 2020

10. nóvember 2020

Eins og fyrri daginn eru hugðarefni Jóns Gnarr fjölbreytt í Kaupfélaginu. Bandarísku forsetakosningarnar, íslenskuð örnefni erlendis, Andrés prins, Andrés önd og Donald Trump, frelsi, boð, bönn og byssueign bera á góma.

Konur í nýsköpun #10 – Stefanía Bjarney – 9. nóvember 2020

9. nóvember 2020

Í þættinum ræðir Alma Dóra við eina af sínum helstu fyrirmyndum úr nýsköpunarheiminum, Stefaníu Bjarneyju Ólafsdóttur. Stefanía er meðstofnandi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Avo sem hefur verið að gera frábæra hluti undanfarið og er, meða…

Í fréttum er þetta helst 21. tbl. 2020

6. nóvember 2020

Erla Hjördís Gunnarsdóttir og Vilmundur Hansen fletta nýjasta tölublaði Bændablaðsins og ræða efnistök þess. Á góma bera skordýraeitur í innfluttu grænmeti, lógun minnka vegna Covid-19, rófuræktun í Árborg, frostþurrkað skyr, makríll, sviðsmyndagreinin…

Hlaðvarp Havarí – #6 – Ísland stefnulaust í lífrænni framleiðslu

2. nóvember 2020

Ísland stendur norrænum þjóðum mun aftar þegar kemur að lífrænni framleiðslu og hefur ekki sett sér nein langtíma markmið í þessum efnum. Þetta kemur fram í markaðsgreiningu sem unnin var á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og kom út í ár. Berglind Hä…

Ræktaðu garðinn þinn – #17 – Aðlögun plantna að vetri – 30. október 2020

30. október 2020

Aðlögun lífvera að kulda er margbreytileg. Farfugla leggja á sig langt og erfitt flug á suðlægari slóðir. Sum spendýr liggja í dvala yfir vetrarmánuðina, önnur safna vetrarforða eða þreyja þorrann og góuna. Gróðurinn getur aftur á móti ekki tekið sig u…

Kaupfélagið með Jóni Gnarr – #21 – 27. október 2020

27. október 2020

Kaupfélagsstjórinn Jón Gnarr er mættur með 21. tölublað Bændablaðsins við hönd. Honum er lögreglan hugleikinn í dag, enda sjálfur sonur lögregluþjóns. Innfluttar lífverur, auðlindir hafsins og sláturgerð bera einnig á góma.

Konur í nýsköpun #9 – Salome – 26. október 2020

26. október 2020

Í þættinum ræðir Alma Dóra við Salóme Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Icelandic Startups. Hún sagði henni frá því hvernig þau styðja við fjölbreytta frumkvöðla á fjölbreytta vegu, og þá sérstaklega í gegnum að tengja og hraða sprotafyrirtækjum. Einnig…

Máltíð – #6 – Jói í Ostabúðinni – 21. október 2020

21. október 2020

Nýr þáttur í hlaðsvarpsþættinum Máltíð er kominn í loftið. Svo sannarlega hristur en ekki hrærður. Gestur Hafliða Halldórssonar að þessu sinni er matreiðslumaðurinn Jóhann Jónsson sem fleiri þekkja sem Jóa í Ostabúðinni.  Jói er einn frumkvöðla í …

Konur í nýsköpun #8 – Þorbjörg Helga – 20. október 2020

20. október 2020

Í þætti dagsins kemur hún Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Kara Connect, og ræðir við Ölmu Dóru. Margir kannast við Þorbjörgu úr pólitík og borgarstjórn en frumkvöðlastörf hafa átt hug hennar allan síðastliðin ár. Í þættinum r…

Ræktaðu garðinn þinn – #16 – Haustplöntur – 15. október 2020

15. október 2020

Hægt er að lengja sumarið með því að skipta sumarblómunum út fyrir harðgerðar haustplöntur, til dæmis litríkt lyng eða sígræna sýprusa. Haustplöntum er hægt að planta í ker eða beint út í beð, allt eftir aðstæðum. Allar þessar plöntur standa fram í fro…

Konur í nýsköpun #7 – Huld – 13. október 2020

13. október 2020

Huld Magnúsdóttir hefur átt í áralöngu sambandi við nýsköpun og starfar nú sem framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs Atvinnulífsins. Hún kom í viðtal til Ölmu Dóru og ræddi sína vegferð, starf sjóðsins og hverju þau leitast eftir í fjárfestingartækifærum. E…

Konur í nýsköpun #6 – Edda og Melkorka – 9. október 2020

9. október 2020

Edda og Melkorka eru stofnendur Nýsköpunarvikunnar sem haldin er í fyrsta skiptið haustið 2020. Þær mættu í stúdíóið til Ölmu Dóru og deildu með henni sögum úr sinni vegferð, hvernig Nýsköpunarvikan kom til, hvað sé á dagskránni og hvaða væntingar þær …

Konur í nýsköpun #5 – Guðrún Tinna – 6. október 2020

6. október 2020

Í þættinum í dag ræðir Alma Dóra við Guðrúnu Tinnu Ólafsdóttur, stjórnarformann Svanna lánasjóðs. Svanni lánar fyrirtækjum sem stofnuð og leidd eru af konum án þess að frumkvöðlarnir þurfi að gefa veð, til dæmis í fasteign eða öðrum eignum heimilisins….

Hlaðvarp Havarí – #5 – Anna María Björnsdóttir – danska leiðin

5. október 2020

Hvergi í heiminum er hlutfall lífrænna afurða hærra í stórvöruverslunum og í Danmörku. Þetta er engin tilviljun heldur liggur að baki 30 ára markviss vinna í þessa átt, vinna sem hefði ekki skilað jafngóðum árangri ef stjórnvöld hefðu ekki markað sér s…

Kaupfélagið með Jóni Gnarr – #19 – 1. október 2020

1. október 2020

Saga, heyrn, fæðuöryggi, gæludýrafóður og nagladekk eru meðal umræðupunkta Jóns í Kaupfélaginu í dag auk þess sem heimspekingurinn Wittgenstein er honum hugðarefni um þessar mundir. Hann flettir sem endranær nýju tölublaði Bændablaðsins í leiðinni.

Konur í nýsköpun #4 – Ásdís – 29. september 2020

29. september 2020

Ásdís Guðmundsdóttir er gestur Ölmu Dóru í þessum þætti, en hún er verkefnastýra Atvinnumála kvenna. Ásdís sagði frá styrkjunum sem þau veita, lýsti ferlinu og gaf ráð til þeirra sem hafa hug á að sækja um styrki. Ásdís hefur unnið með fjölda frumkvöðl…

Ræktaðu garðinn þinn – #15 – Haustlaukar – 25. september 2020

25. september 2020

Vilmundur Hansen fjallar um haustlauka í þætti dagsins af Ræktaðu garðinn þinn á Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins.
Haustið er rétti tíminn til að undirbúa blómstrandi og litríkt vor með því að setja niður lauka af öllum gerðum. Laukarnir sem settir er…