Afmæli og veislur

Sex ára afmælispartý með Halloween þema!

10. nóvember 2019

Það var stór dagur hjá okkur fjölskyldunni um daginn þegar frumburðurinn varð sex ára gamall.  Við fjölskyldan fluttum síðasta vor til Þorlákshafnar og elskum það í botn. Við höfðum velt þessu fyrir okkur í langan tíma en tengdaforeldrar mínir eru búsett í höfninni og höfum við því reglulega komið hingað á hinar ýmsu fjölskylduskemmtanir og sunnudagslæri.  Við ákváðum að prófa, keyptum okkur íbúð og fluttum inn rétt fyrir páska. En það er nú efni í aðra færslu.  Þessi fjallar um sex ára afmæli Kristófers Vopna og ástæðan fyrir því að ég nefndi flutningana var sú að í sömu viku og við héldum afmælið hans var svokallað Þollóvín hátíð hér í bænum í tilefni Halloween. Það var mikið um að vera og öll börn bæjarins í “S”-inu sínu – enda eru búningadagar þeir allra skemmtilegustu.  Við ákváðum því að halda tvö afmæli fyrir hann. Bekkjarafmæli með Halloween þema og svo fjölskylduafmæli daginn eftir á afmælisdeginum sjálfum.  Það vildi svo “vel” til að alla vikuna fram að afmæli var brjálað að gera hjá bæði mér og Óttari. Við vorum gjörsamlega á haus í vinnu og fleiri verkefnum og höfðum lítinn sem engann tíma í undirbúning á afmælinu. Við vorum sem betur fer […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Aníta

Lífið gerist og við veljum okkur ekki veikindi

22. janúar 2019

Úff, ég hreinlega veit ekki hvar ég á að byrja! Það er liðinn allt of langan tíma síðan ég skrifaði blogg síðast. Ég hef verið með hálfgerða ritstíflu, sem er kjánalegt miðað við það að ég starfa sem blaðakona. Það er svolítið annað að setjast niður og setja sínar eigin hugsanir á blað heldur en að skrifa fréttir eða viðtöl. Svo er það líka þannig að lífið okkar kemur í tímabilum og undanfarna mánuði hef ég verið að ganga í gegnum allskonar hluti sem kröfðust þess að ég sinnti sjálfri mér, börnunum og minni nánustu fjölskyldu betur. Það er líka svo mikilvægt stundum að taka sér tíma til þess að stoppa, endurhugsa og bæta lífið og líðanina. Það er það sem ég hef verið að gera. Ég er búin að leggja rækt við mikla sjálfsvinnu sem hefur skipt mig miklu máli. Lífið er nefnilega allskonar. Við getum ekki valið okkur hvaða veikindi banka upp á og hvað framtíðin býður okkur uppá. En við getum valið það hvernig við ætlum að takast á við það. Ég ákvað að taka erfiðleikum með æðruleysi og þakklæti. Það er ekki alltaf auðvelt. Óguð nei! Það erfiðasta sem ég hef þurft að takast á við […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Aníta

Líf mitt í tímabilum: „Þessu hlýtur nú að fara að ljúka“

18. september 2018

Þegar ég eignaðist Kristófer Vopna fyrir næstum því fimm árum síðan, þá var hann til að byrja með alveg svakalegt kveisubarn. Hann grét mikið og engdist um af magaverkjum með tilheyrandi svefnleysi og áhyggjum okkar foreldranna. Sem betur fer var þetta bara tímabil. Stuttu eftir að hann fæddist kom svo í ljós að hann fékk í magann af mjólkurvörum og kastaði hann upp nánast stanslaust allan sólarhringinn, já líka á meðan hann svaf. Þrátt fyrir að ég tók út allar mjólkurvörur þá héldu ælubunurnar áfram hátt upp í eitt og hálft ár. En sem betur fer var þetta bara tímabil. Þegar Viktoría, dóttir mín fæddist svo 15 mánuðum síðar, þá svaf hún ekkert á næturnar. Hún vaknaði reglulega alla nóttina. Ekki til þess að gráta og kvarta, nei bara til þess að fara á fætur. Henni fannst nefnilega leiðinlegt að sofa. Sem betur fer var þetta bara tímabil…. Eftir að ég eignaðist börnin mín þá fór fólk allt í einu að tala við mig um allt sem tímabil. Tanntökugrátur.. Tímabil.. Andvökunætur.. Tímabil.. Aðskilnaðarkvíði.. Tímabil.. Frekjuköst.. Tímabil.. Skyndilega var ég farin að mæla líf mitt í tímabilum. „Þessu hlýtur nú að fara að ljúka,“ var setning sem ég sagði ansi oft. […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Aníta

Uppskrift af einföldu brauði með Fetaost og Kryddbrauð

25. júní 2018

Við Óttar erum alltaf að reyna að finna okkur eitthvað annað að gera á kvöldin saman heldur en að horfa á sjónvarpið.  Áður en við eignuðumst börn þá vorum við bæði rosalega virk og alltaf að gera eitthvað. Það var því smá breyting þegar við vorum allt í einu komin með tvö ung börn og komumst lítið sem ekkert út nema með því að redda pössun.  Við erum því byrjuð að finna okkur eitthvað annað en sjónvarpsgláp að gera á kvöldin svona til þess að brjóta aðeins upp rútínuna.  Í gærkvöldi ákváðum við að baka. Okkur langaði bæði í venjulegt hvítt brauð og kryddbrauð.  Einfalt brauð með fetaosti 625 grömm hveiti 1 msk lyftiduft 500 ml mjólk 1 tsk salt 2 msk sykur 1/2 krukka fetaostur ásamt olíunni Aðferð: Byrjið á því að setja öll þurrefni saman og hræra vel. Setið því næst 2/3 af olíunni úr fetaostinum saman við ásamt mjólkinni og hnoðið saman. Smyrjið formið með restinni af olíunni og bætið að lokum fetaostinum ofan í brauðið og hrærið varlega. Bakið við 200°c í 40-50 mínútur eða þar til brauðið er orðið gullinbrúnt ofaná. Kryddbrauð: 3 dl hveiti 3 dl haframjöl (gott að setja það í matvinnsluvél en […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Aníta

Mjúkir og fljótlegir kanilsnúðar

12. maí 2018

Það elska allir kanilsnúða, sérstaklega mjúka og bragðgóða kanilsnúða sem auðvelt er að skella í á stuttum tíma. Þessa uppskrift hef ég notað lengi og fékk ég hana að láni frá Grgs. Ég geri þó yfirleitt alltaf örlitlar breytingar á þeim uppskriftum sem ég hef fengið annarstaðar frá og bæti og breyti því sem mér þykir vanta uppá 🙂 Við Óttar eigum 6 ára brúðkaupsafmæli í dag og fannst mér því tilvalið að skella í þessa kanilsnúða á meðan hann fékk að sofa út. Hann er nefnilega búinn að vera að væla um þá í nokkrar vikur 😅  Uppskrift:  550 grömm heiti, 5 tsk lyftiduft, 1 dl sykur, 100 gr brætt smjör, 3 og 1/2 dl mjólk Aðferð:  Hræra þurrefnum saman, bæta smjörinu útí og svo mjólkinni. Hnoða vel saman en þó ekki of lengi svo deigið verði ekki seigt. Flytja deigið út og reyna að hafa það ferhyrnt. Notið vel af hveiti undir og ofan á svo deigið klístrist ekki við borðið eða kökukeflið. Innihald: Bræða 70-80 grömm smjör og smyrja eins miklu á deigið og þarf. Strá vel af kanilsykri yfir allan flötinn. (Eg vil hafa mikið kanilbragð og set því alveg helling. Rúlla deiginu upp og skera […]

Hljóðskrá ekki tengd.
Aníta

Fagurkera deit á Vikingspizza

23. apríl 2018

Eitt af því skemmtilegasta sem við stelpurnar í Fagurkerum gerum er að hittast allar saman og spjalla um heima og geima! Við erum allar ótrúlega góðar vinkonur og gætum ekki verið heppnari með hvora aðra. Við reynum því reglulega að finna okkur tíma þar sem við getum skilið börnin eftir heima, fengið okkur gott að borða og jafnvel örlítið meðí svona í aðra tánna (eða báðar..) Á dögunum fengum við boð um að smakka nýjan pizzastað sem var að opna í Hafnargötunni í Keflavík. Staðurinn heitir Vikingspizza. Deigið og pizzasósan er heimalöguð og er allt eldbakað á staðnum.  Einn af eigendum staðarins tók á móti okkur og vorum við allar sammála um það að þjónustan hafi verið frábær í alla staði. Okkur leið nokkurnvegin eins og algjörum prinsessum alveg frá því við gengum inn og þar til við fórum. Við byrjuðum á því að panta okkur ostabrauðstangir, hvítlauksbrauð og bernies brauðstangir í forrétt og sló sérstaklega hvítlauksbrauðið og bernies brauðstangirnar í gegn. Við vorum allar sammála um það að þetta væri lang besta hvítlauksbrauð sem við hefðum smakkað og bernies brauðstangirnar! Þær voru bara úr öðrum heimi þær voru svo sjúklega góðar! Við fengum svo að smakka hinar ýmsu pizzur […]

Hljóðskrá ekki tengd.