Börn og samfélagsmiðlar: “Vandamálið liggur hjá fólkinu sem finnur það í sér að þurfa setja út á annað fólk.””

Þórunn & Alexsandra ræða afar viðkvæmt umræðuefni sem hefur verið mikið á milli tannanna á fólki en það eru börn og samfélagsmiðlar. Hvar liggja mörkin? Hvenær er í lagi að birta myndir/myndbönd af börnum á samfélagsmiðlum og hvenær ekki? Hvað með þegar börn eru svo ung að þau geti ekki veitt samþykki fyrir þessum birtingum? Þær ræða þetta ásamt umræðum sem hafa verið í gangi um málefnið á opnum miðlum og svara nokkrum spurningum sem þær fengu í gegnum Instagram. 

Þokan er í boði Nine Kids og Johnson's Baby.

CategoriesÓflokkað