Matartíminn: “Ef það er eitthvað þreytandi í mínu lífi þá er það að gefa henni að borða.”

Þórunn & Alexsandra taka fyrir umræðuefni sem margir hlustendur hafa óskað eftir heillengi en það er matartíminn. Það að byrja að gefa barni fasta fæðu getur verið skemmtilegt og spennandi breyting en fyrir aðra getur þetta verið smá barátta og matarsóun. Þó svo að þær voru samferða í gegnum þetta ferli þá hafa þær tvær ólíkar sögur að segja en annað krílið var matargat frá fyrsta degi en hitt vildi ekkert borða fyrr en um 8 mánaða aldurinn. Þær ræða sína reynslu, hvað er best að hafa í huga þegar á að gefa barni fyrstu föstu fæðuna og fara aðeins yfir mikilvægi heimadekurs á þessum skrýtnu tímum.

Þokan er í boði Nine Kids og Johnson's Baby.
Þessi einstaki þáttur er í boði Lyfju. 


CategoriesÓflokkað