Undirbúningur fyrir komu barns: “Stundum þarf maður bara að fá að gera mistök.”

Þórunn & Alexsandra eru komnar aftur eftir góða pásu og hefja seríu tvö af Þokunni með margumbeðnum þætti sem fjallar um undirbúning fyrir komu barns. Hvað þarf að hafa klárt þegar barn er á leiðinni? Þarf 57 dress í minnstu stærð og 200 taubleyjur? Þórunn hélt það kannski fyrst en þær fara yfir hvað þeim fannst gott að vera með tilbúið, hvað þær notuðu mest og hvað þær hefðu betur sleppt að kaupa. Einnig fara þær yfir hvað er búið að vera í gangi síðan seinast og ótrúlegt en satt þá fundu þær báðar sömu lausn við svefnleysinu sem er búið að vera ríkjandi seinustu mánuði.

Þokan er í boði Nine Kids og Johnson's Baby.
Þessi einstaki þáttur er einnig í boði Lansinoh. 

CategoriesÓflokkað