Brjóstagjöf: “Ég hefði bara getað verið í Mjólkursamsölunni”

Umfjöllunarefni sjöunda þáttarins er brjóstagjöf en þið getið rétt svo ímyndað ykkur hversu spennt hún Þórunn var fyrir þessum þætti. Að mati Þórunnar & Alexsöndru var brjóstagjöfin eitt það erfiðasta við allt ferlið en eiga þær það sameiginlegt að hafa náð að vera með börnin lengi á brjósti. Það gekk þó ekki eins og í sögu í upphafi og fara þær yfir hindranirnar, sína reynslu af brjóstagjöfinni ásamt því að svara spurningum frá hlustendum. 

Þokan er gerð í samstarfi við Better You, Lansinoh og Johnsons Baby.

CategoriesÓflokkað